Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LOUISA MATTHÍASDÓTTIR
OG LELAND BELL
+ Louisa Matt-
híasdóttir
fæddist 20. febr-
úar 1917 á
Hverfisgötu 45
og lést 26. febr-
úar 2000 á
O’Connor-
sjúkrahúsinu í
Delhi í New-
York-fylki. For-
eldrar hennar
voru Matthías
Einarsson yfir-
læknir (f. 7. júní
1879, d. 15. nó-
vember 1948) og
Ellen Ludvíka
Matthíasdóttir
Johannessen (f. 10. aprfl 1883, d. 29.
október 1964). Önnur börn þeirra
hjóna voru Matthías Einar (1907-
1969) og María (1911-1975). Matt-
hías Einar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Helga Kristín Helga-
dóttir Pjeturss (1909-1944), og
eignuðust þau tvo syni, Matthías (f.
1937) og Einar (f. 1942). Seinni
kona hans var Asgerður Einars-
dóttir (1913-1997) og er þeirra son-
ur Haukur (f. 1948). María giftist
Sverri Ragnars stórkaupmanni á
Akureyri (f. 1906) og eignaðist með
honum dætumar Ellen (f. 1933) og
Rögnu (f. 1935).
Louisa giftist árið 1944 banda-
ríska listmálaranum Leland Bell
(1922-1991). Leland var af rúss-
neskum gyðingaættum. Foreldrar
hans voru Sarah og Louis Bell, en
eftirlifandi systir hans Bayla. Dótt-
ir þeirra Louisu og Lelands er
Temma Bell (f. 1945), listmálari og
húsfreyja í Bandaríkjunum, sem
gift er Ingimundi Kjarval (f. 1950),
búfræðingi og leirkerasmiði. Dæt-
ur þeirra eru Úlla (f. 1978), Mel-
korka (f. 1981), Nína Sóley (f. 1986)
og Vala (f. 1991).
Louisa stundaði myndlistamám í
Kunsth&ndværkerskolen í Kaup-
mannahöfn 1934-1937, hjá Marcel
Gromaire í Maison Watteau í París
1938-1939 og í Art Students League
oghjá Hans Hofmann í New York
1942-44. Leland stundaði óreglu-
legt nám undir handarjaöri banda-
ríska listmálarans Karl Knaths í
listamannanýlendunni Province-
town á áranum 1940 til 1944. Frá
árinu 1944 til dauðadags helguðu
bæði hjónin myndlistinni líf sitt og
starfskrafta, en Leland fékkst í hjá-
verkum við myndlistarkennslu við
háskóla vfðsvegar um Bandarfldn.
Minningarathöfn um Louisu og
Leland fer fram í Dómkirkjunni í
dag og hefst klukkan 13.30.
Pað vai' lán hverjum manni að
kynnast listmálurunum og mann-
eskjunum Louisu Matthíasdóttur
og Leland Bell, Úllu og Lee. Ólík
eins og þau voru mynduðu þau
samstæðu sem svo mikið var varið
Hve ólík þau voru kom kannske
skýrast fram í vinnubrögðum
þeirra við málaratrönurnar. Nefnt
hefur verið hve ótrauð Louisa gekk
að verki, lauk mynd í einni lotu og
fékkst svo ekki um hvernig til hefði
tekist. Lee gaf sér rýmri tíma,
vann að málverki sínu í áföngum -
og gat enn verið með hugann við
hugsanlegar breytingar eftir að
verkið var fullskapað. Mér er
minnisstætt atvik úr heimsókn hjá
þeim hjónum í New York fyrir
mörgum árum. Þau höfðu látið
undan að sýna mér nokkrar mynd-
ir sínar. Lee hafði tekið þátt í sýn-
ingu þá ekki alls fyrir löngu. Þegar
hann kemur að einni mynd sinni
verður honum starsýnt á hana,
dökknar í andliti og segir við Úllu
með þungri áherslu: - Var ég með
þ e s s a mynd á sýningunni?
Svona kom til eina skiptið sem ég
sá stundarþunglyndi gagntaka Lee,
þann hressa og glaðværa mann.
Honum var eiginlegast að lífga upp
í kringum sig. Sá vandi sem stund-
um hrjáir hjón er hasla sér völl í
sömu listgrein var ekki þeirra.
Þeir sem lærdóm og vit hafa
munu halda áfram að fjalla um tök
þeirra hjóna á listinni. En öllum
leyfist okkur að njóta mynda
þeirra - og hafa á þeim eigin skoð-
anir. Mér hefur þótt hvað magn-
aðast við málverk Louisu kyrrðin
og kyrrstaðan sem hún skapar í
sumum mynda sinna - og svo hitt
hvemig hún í öðrum getur með ör-
fáum dráttum skapað hreyfingu og
kraft þannig að manni finnst mann-
veran, hrossið eða kindin vís til
þess að hverfa út fyrir rammann á
næsta andartaki. Allur listferill
Louisu er nú rakinn í hinni einkar
vönduðu bók sem út kom í tengsl-
um við „Reykjavík - menningar-
borg Evrópu 2000“. Lee sem
þreytti þolgóður látlitla glímu við
stellingar fólks sem teygði sig eftir
fiðrildi eða fylgdist með ketti leika
sér að bráð á gólfi sýndi einnig
fjölhæfni sína í bók sem gefin var
út um hann vestan hafs árið 1985.
Þau Louisa og Leland áttu sam-
eiginlegt hve sönn þau voru og
heilsteypt í list sinni. Það var eins
og Louisu nægði að eiga léreft, liti
og pensla; umhverfið ögraði henni
eingöngu sem viðfangsefni í listinni
en lét hana að öðru leyti í friði.
Frami virtist ekki skipta hana
máli.
Lee vissi líka hvað hann vildi,
helgaði sig því og leiddi annað
markvisst hjá sér. Eitt dæmi um
heilindi Lees er mér sérstaklega
eftirminnilegt. Þegar Louisa efndi
til málverkasýningar á slóðum for-
feðra sinna í móðurætt í Bergen
fyrir rúmum áratug þótti bera vel í
veiði að fá Lee til að halda fyrir-
lestur. Honum var bent á að góð
aðsókn væri vís ef hann tengdi efni
sitt hinum kunna norska málara
Askevold. Ættfólk hans ætlaði að
flykkjast til bæjarins í tilefni merk-
isafmælis málarans og mikil sýning
yrði á verkum hans í sama safni.
En nú reyndist það svo að myndir
Askevolds sem einkum eru af
norsku landslagi og búsmala höfðu
ekki náð að hrífa Lee. Hann lét því
sem vind um eyru þjóta allt tal um
trygga aðsókn og helgaði fyrirlest-
urinn Giacometti hinum svissneska,
áleit hann verðugri umfjöllunar og
var auk þess manna færastur til að
gera honum skil. Skemmst er frá
því að segja að telja mátti á fingr-
unum þá sem komu að hlýða á Lee.
Honum var þó hvergi brugðið og
fyrirlesturinn slíkur að eitt helsta
blað borgarinnar sá ástæðu til að
birta lesendum sínum langan út-
drátt úr honum. Snilld Lees sem
fyrirlesara um listir var fáu lík.
Þannig hejrist enn minnst á fyrir-
lestur sem hann flutti fyrir sneisa-
fullum sal í Norræna húsinu þótt
árafjöld sé síðan. íslensk kona sem
fékk að fylgjast með honum leiða
bandaríska listnema um mynd-
listarsafn vestanhafs gleymir því
ekki. Mætti svo áfram telja.
Matur og djass skipuðu háan
sess hjá Lee. Þegar í fyrstu heim-
sókn hans til Islands eftir hjúskap
þeirra Louisu og fæðingu einka-
dótturinnar Temmu kom glöggt í
ljós hve hann og góður matur áttu
vel saman. Það bar þá einhverju
sinni við á heimili Maríu mágkonu
hans norðan fjalla að húsbóndinn,
Sverrir Ragnars, þurfti að víkja
sér frá borðhaldi og dvaldist nokk-
uð. Þegar hann kom til baka sat
Lee enn að snæðingi og út úr
Sverri hraut: - Hvað er þetta, er
maðurinn ennþá að borða! Nær
fjórum áratugum síðar áritaði Lee
af eðlislægri glettni listaverkabók
sína til Rögnu frænku konu sinnar,
dóttur Maríu og Sverris: - Frá
manninum sem er ennþá að borða!
Þessum þætti heyrir einnig til fal-
legur dagur á kræklingafjöru í
Hvalfirði. Seint mun gleymast hve
Lee var í essinu sínu kominn í eld-
hús með fenginn þar sem hann tók
þátt í eldamennskunni af lífi og sál.
Það var ekki bara happ þeim
Louisu og Leland að leiðir þeirra
lágu saman - heldur líka landi okk-
ar að eignast slíkan tengdason.
Myndefni Louisu sáu til þess að
bæði lifðu löngum í íslensku lands-
lagi þótt þau byggju í fjarlægri
heimsborg. Þau hverfa nú saman í
íslenska mold - en sterk sköpunar-
verk þeirra sönn, ljúf og litfögur
standa eftir og endurminningarnar
mörgu.
Temmu og telpunum þeirra Ingi-
mundar búhölds og leirkerasmiðs
má vera ríkt gleðiefni að eiga til
slíkra að telja.
Ólafur Egilsson.
í dag fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík minningarathöfn um
hjónin Louisu Matthíasdóttur, sem
lést fyrr á þessu ári, og Leland
Bell, sem féll frá árið 1991. Þau
töldust bæði vera meðal eftirtekt-
arverðustu og sérstæðustu listmál-
ara í Bandaríkjunum á seinni helm-
ingi aldarinnar - ýmsir bandarískir
listrýnendur tóku raunar enn
dýpra í árinni. Leland var ekki ein-
asta mjög frumlegur málari, heldur
PALA KATRIN
EINARSDÓTTIR
+ Pála Katrín Ein-
arsdóttir fæddist
26. nóvember 1909 á
Hörgslandi. Hún Iést
á elliheimilinu
Gmnd 4. júní si'ðast-
liðinn.
Útför Pálu Katrín-
ar var gerð frá
Prestbakkakirkju á
Síðu 10. júní siðast-
liðinn.
Elsku amma, nú ertu
búin að kveðja þennan
heim. Þó að það sé erf-
itt að kveðja þá vitum við að þér líður
,,vel núna. Eftir lifa góðar minningar
um þig, elsku amma.
Það var alltaf svo gott
að koma til þín og alltaf
passaðir þú upp á það
að enginn færi svangur
frá þínu borði, hvorki á
líkama né sál.
Legg ég nú bæði líf og önd
Ijúfi Jesúíþínahönd.
Síðast þegar ég sofha fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr.Pét.)
Takk, elsku amma
mín, fyrir allt.
Berglind Másdóttir
og fjölskylda.
líka annálaður kennari og fyrirles-
ari.
Á blaðsíðu 201 í nýútkominni
bók um Louisu Matthíasdóttur er
ljósmynd sem birtist í tímaritinu
„Cosmopolitan“ árið 1959 ásamt
grein um nokkra listmálara í New
York. Myndin sýnir hvernig um-
horfs var í vinnustofu Louisu og
Lelands í Sextánda stræti áðuren
þau stækkuðu húsið og fengu hvort
sína vinnustofu. Hjónin standa
hvort við sínar trönur, en neðst til
hægri situr Temma dóttir þeirra 14
ára gömul og er að lesa í stórri
bók, sennilega listaverkabók. Á
veggnum fyrir ofan hana eru tvær
kunnar andlitsmyndir Louisu af
dótturinni. Myndirnar sem raðað
er í rekka kringum Louisu eru vís-
ast flestar eftir hana og væntan-
lega fullgerðar, en í bakrunninum
stendur Leland og er líklega að
glíma við gamla mynd sem hann
telur sig þurfa að endurbæta. Yfir
þessari samhentu fjölskyldu hvílir
sérkennileg og næstum ójarðnesk
friðsæld í miðjum skarkala stór-
borgarinnar.
Þannig man ég fjölskylduna
einsog ég kynntist henni fyrst
haustið 1953 og næstu þrjú árin
þangaðtil ég hélt heimleiðis í sept-
ember 1956. Eg held ég hafi aldrei
fyrirhitt samhentara eða samrýnd-
ara listamannapar, svo gerólík sem
hjónin þó voru að upplagi og skap-
ferli. Þau unnu einsog tvíeyki,
hjálpuðust að við undirbúning sýn-
inga, þaulræddu verk hvort annars,
sýndu stundum saman og stóðu
hlið við hlið í blíðu og stríðu. Þegar
fram liðu stundir fetaði Temma í
fótspor foreldranna og gerðist mál-
ari sem vakið hefur athygli bæði
vestanhafs og hér heima. Sýningin
sem nú stendur yfir í Hafnarborg í
Hafnarfirði gefur góða hugmynd
um sérkenni þessara þriggja ná-
tengdu listamanna.
Fjölskyldan málaði semsé öll
hvar sem hún var stödd. Framanaf
voru algengustu viðfangsefni
Louisu eiginmaðurinn og dóttirin
ásamt kyrralífsmyndum. Er einkar
forvitnilegt að fylgjast með mynd-
unum af Temmu alltfrá frum-
bernsku frammá unglingsár eða
þartil hún hvarf að heiman til náms
18 ára gömul. í þessu samhengi er
sömuleiðis fróðlegt að skoða mynd-
irnar sem Leland málaði af Temmu
á árunum 1966-75, þegar hún er
orðin fullveðja og sjálfstæður ein-
staklingur, einbeittur og marksæk-
inn. Leland málaði ennfremur all-
margar myndraðir af fjölskyldunni,
sem allar voru hlaðnar dramatískri
spennu og ástríðu, hreyfingu og
óvenjulegum þrótti. Flestar þeirra
glötuðust í eldsvoðanum í vinnu-
stofu Lelands haustið 1987, en hafa
varðveist í bókinni um hann sem út
kom í New York ári fyrr.
Vinnubrögð hjónanna voru ger-
ólík. Leland vann einatt að mál-
verki svo árum skipti, lagði það frá
sér og byrjaði á nýjanleik, reyndi
látlaust að höndla það sem hann
taldi vera fullkominn skugga eða
hárréttan bakrunn. Venjulega lauk
Louisa málverki í einni lotu. Væri
hún ekki ánægð með tiltekið mál-
verk, lagði hún það einfaldlega til
hliðar og byrjaði á nýju. Frá önd-
verðu dáðist Leland afdráttarlaust
að verkum konu sinnar og vildi um-
fram allt að hún héldi sínu striki.
Að sama skapi var hún gallhörð á
því, að hann verði aðeins lágmarks-
tíma til að afla þeim viðurværis,
svo hann hefði nægan tíma til að
mála. „Samband þeirra var óvenju-
lega náinn félagsskapur tveggja
jafnkosta listamanna sem studdu
hvor annan með ráðum og dáð,“
skrifaði bandaríski listfræðingur-
inn Martica Sawin.
Það var ævinlega upplyftandi að
heimsækja fjölskylduna í Sextánda
stræti og eiga með henni kvöldst-
und heimafyrir eða fara með henni
ásamt góðum vinum út að snæða í
Greenwich Village eða Chinatown.
Mæðgurnar voru að vanda hljóðlát-
ar, en Leland var undantekninga-
laust mælskur og andríkur, enda lá
honum mikið á hjarta. Þó Louisa
væri fámál og hlédræg var návist
hennar einsog krydd í samkvæmið,
meðþví hún bjó yfir einhverjum
óskilgreindum þokka sem var sam-
tvinnaður úr hlýju, fullkomnu lát-
leysi og hressilegu hispursleysi.
Hver setning sem hún sagði var
sérkennilega þungvæg, stundum
með ávæningi af kaldhæðni, þegar
henni þóttu umræðurnar gerast
helsti háfleygar eða háværar. En
hún átti líka til létta kímni og smit-
andi ungmeyjahlátur sem yljaði
manni innað hjartarótum. Þætti
henni Leland verða einum of
mælskur eða fyrirferðamikill í
stærri samkvæmum, þurfti hún
ekki annað en segja ofurlágum
rómi „Lee! Lee!“, og óðara sljákk-
aði í honum. I smærri samkvæm-
um átti Louisa til að opna sig og
láta kímnigáfuna njóta sín, en það
heyrði til undantekninga. Einsog
hún margsagði sjálf, þá talaði Le-
land fyrir þau bæði og hún þurfti
aldrei að opna munninn!
Louisa varði tæpum sex áratug-
um til listsköpunai- vestanhafs og
vann þar meginhlutann af lífsverki
sínu. Framlag hennar fann þó ekki
umtalsverðan hljómgrunn í heima-
landinu fyrren hún var komin hátt
á sjötugsaldur, en þá má segja að
hún hafi tekið landa sína með
trompi.
Ytri atvik á æviferli listmálara,
jafnvel þó söguleg væra, hljóta æv-
inlega að falla í skugga þeirra
verka sem hann gefur af sér og tjá
auðugt innra líf sem ekki verður
fellt í skorður frásagnar eða túlkað
nema óbeint með orðum. Verkin
sem Louisa skapaði á löngum lífs-
ferli mynda sjálfstæða og töfrandi
veröld lita, forma og tákna, sem
eru í senn þáttur í lífi þeirra sem
njóta mega og alný vídd í veröld-
inni - vídd sem ekki var fyrir hendi
áðuren listakonan kom á vettvang.
Fyrir þessa nýju vidd þökkum við
Louisu að leiðarlokum sem og fyrir
þá skondnu hendingu, að hún varð
óvart og óvitandi orsök þess að við
eignuðumst áhrifamesta harmljóð
aldarinnar, „Tímann og vatnið" eft-
ir Stein Steinarr.
Sigurður A. Magnússon.
Það var á fögram sumardegi fyr-
ir nærri hálfri öld að við bræðurnir
voram við ærsl og leiki á íþrótta-
velli sem við höfðum búið okkur
nokkurn spöl frá íbúðarhúsunum
að Arnarfelli við Þingvallavatn.
Þegar kvöldaði héldum við heim-
leiðis, þreyttir og þyrstir og ógur-
lega svangir. Foreldrar okkar voru
fjarverandi og þess vegna höfðu
Úlla og Lee séð um matseldina
þetta kvöld. Þau höfðu tilreitt
málsverð að kínverskum hætti,
smáskorið kjöt, salat og ýmislegt
góðgæti og þótti okkur bræðrum
sem við hefðum aldrei komist í aðr-
ar eins kræsingar. Þetta er það
fyrsta sem ég man eftir föðursyst-
ur minni Louisu Matthíasdóttur og
eiginmanni hennar, Leland Bell,
sem við minnumst í dag.
Louisa ólst upp í foreldrahúsum
í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar,
fyrst í miðbænum og síðar að
Höfða, sem þá þótti vera hálfgert
úti í sveit. Snemma komu í ljós
hæfileikar hennar og áhugi á teikn-
ingu og myndlist og voru foreldrar
hennar mjög áfram um að hún
fengi tækifæri til að þroska þá
gáfu. Sautján ára gömul hélt hún
til myndlistarnáms í Kaupmanna-
höfn og dvaldi þar til ársins 1937
og fór síðan til Parísar til frekara
náms haustið 1938. Árið eftir varð
hún að koma heim fyrr en til stóð
vegna stríðsins og dvaldi hér heima
næstu rúmlega þrjú árin. Á þess-
um áram, eins og raunar allar ævi,
var Louisa stöðugt „að æfa sig að
mála“ eins og hún kallaði það sjálf.
Til er fjöldi verka frá skólaárum
hennar og fram að Ameríkuför. í
þeim mörgum greinir fyrir möskv-
um þess morgundags sem síðar
rann upp í verkum hennar. Ofur-
næmt formskyn og öflug litanotkun
í verkum frá þessum tíma benda til
þess að sú snilli sem fram kemur í
merkustu verkum hennar síðar á
ferlinum eigi sér fyrst og fremst
rætur í meðfæddum hæfileikum.
Franski málarinn Henri Matisse,
sem var einn þeirra meistara sem
Louisa hafði mætur á, sagði ein-
hverju sinni að listmálari sem ekki
hefði afl litanna á valdi sínu væri