Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 53

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 53 skólanefndin væri Magnea. Hún var ákaflega ósérhlífin og skelegg í þeim málum sem hún tók að sér. Hún þekkti kerfið afar vel og vissi við hverja þurfti að tala þegar þoka þurfti málum áfram og tók þá þætti gjarnan að sér sjálf. Skólanefndin stóð fyrir því að leita að húsnæði fyrir nýja sérdeild fyrir einhverfa nemendur sem tók til starfa í Langholtsskóla haustið 1995. í þeirri deild hefur Runólfur sonur Magneu verið frá upphafi deildarinnar. Að kynnast Magneu í móðurhlut- verkinu sannfærði okkur um að þar fór kona sem var afar hamingjusöm í sínu móðurhlutverki og rækti það af mikilli alúð. Hún geislaði þegar hún talaði um börnin sín Ingu Rún og Runólf. I fyrravor talaði Magnea á framhalds- námskeiði sem haldið var um skipu- lögð vinnubrögð. Umræðuefnið var það sorgarferli sem flesth- foreldrar ganga í gegn- um þegar þeir komast að því að barnið þeirra er fatlað. Magnea sannfærði hinsvegar viðstadda um að í hennar tilfelli hefði ekki verið um sorgarferli að ræða. Hún hefði þráð svo mikið að eignast böm og beðið svo lengi að börnin hennar bæði vom svo innilega velkomin. Þegar hún uppgötvaði að yngra bamið hennar var með einhverfu var hún sátt við það eins og það var. Það var ekki um neina sorg að ræða. Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu vel Magnea og Sæ- mundur hafa hugsað um börnin sín tvö. Eg trúi því að á þeim tíma sem hún fékk til að vera með þeim hafi hún lagt grunninn að heilsteyptum og góðum manneskjum. Hún rækt- aði vel sinn garð. Það er mun flókn- ara foreldrahlutverk að ala upp bam með einhverfu en að ala upp flest önnur ófötluð börn. Það hlutverk ræktu þau hjón vel og virtust afar samhent í öllu. Magnea þekkti vel sterkar og veikar hliðar hjá syni sín- um og kom vel til skila til okkar starfsfólksins á hvað hún vildi leggja áherslu. Mér er minnisstætt hversu vel hún kom áleiðis óskum sínum um að hann væri sem mest með almenn- um bekk. Hún taldi að sú félagslega örvun sem hann fengi út úr því að vera með bekknum vægi á móti því sem hann ef til vill missti af og það gæti hann unnið upp annars staðar. Við óskum hennar var að sjálfsögðu orðið og hefur Runóflur getað verið með almennum bekk með góðum stuðningi. Á síðastliðnu vori var fast lagt að Magneu að taka að sér formennsku í Umsjónarfélagi einhverfra. Magnea færðist undan að taka starfið að sér enda vissi hún mæta vel hversu er- ilsamt það var og hún sjálf að byrja í nýju starfi. Það var annað og ennþá erfiðara verkefni sem hennar beið að takast á við. Það verkefni sýndist mér hún leysa af miklu æðruleysi. Eg vil þakka henni samstarfið og gefandi samskipti á liðnum árum. Mikill harmur er kveðinn að þess- ari litlu fjölskyldu er Magneu nýtur ekki lengur við. Minningin um góða eiginkonu og móður og allt sem hún var þeim mun hjálpa þeim til að tak- ast á við sorgina og að halda áfram verkefnum lífsins. Það er huggun harmi gegn hversu samheldin stór- fjölskyldan er. Ailan tímann í þessum erfiðu veikindum hefur Sæmundur getað verið með konu sinni og veitt henni stuðning þar sem foreldrar hans tóku að sér að sjá um Ingu Rún og Runólf. Ég votta Sæmundi, Ingu Rún og Runólfí og öllum öðrum aðstandend- um mína innilegustu samúð. Bjarnveig Bjarnadóttir. mörg ár. Að hafa Magneu sér við hlið var ómetanlegt. Hennar lífsvið- horf kenndu manni svo margt. Fyrir henni voru ekki til vandamál. Hún leitaði lausna og fann þær. Hún kunni leiðirnar og vann í samvinnu við fólk, sama hver andstæðingurinn var. í starfi mínu hjá Umsjónarfé- lagi einhverfra var svo gott að hafa hana Magneu sem samherja. Það var alltaf hægt að leita til hennar, fara yfir stöðu mála og leita lausna. Það var alltaf til lausn, það var bara að finna leið að henni. Hún var líka svo lagin við að virkja fólk með sér til að vinna í málunum. Hún Magnea kenndi manni líka að þakka fyrir það sem maður hefur í þessu lífi. Það er ekki alltaf sjálfsagt að við fá- um allt það sem við viljum. Magnea þekkti það og kunni svo sannarlega að meta það sem hún átti. Börnin hennar, Inga Rún og Runólfur, voru guðsgjafir sem hún og Sæmundur fengu. Það er bara svo sárt til þess að hugsa að hún hafi fengið svona fá ár til að vera með þeim. Eitt er vist, hún notaði þessi ár með þeim vel. Fjölskyldan var svo samhent og ég veit að þið sem eftir eruð eigið svo góðar minningar af samveru fjöl- skyldunnar. Það er líka svo gott til þess að vita að Magnea var svo sátt og ánægð með það fólk sem var að vinna með hann Runólf. Fyrir henni var það áskorun en ekki slæm örlög að fá barn með sérþarfir. Hún var líka svo stolt af henni Ingu Rún. Þegar ég sé Magneu fyrir mér sé ég fyrir mér sterka konu sem gat allt sem hún ætlaði sér. Þess vegna trúði maður ekki öðru en að hún myndi hafa yfirhöndina í þessu verkefni sem hún fékk sl. mánuði alveg eins og hún hefur alltaf getað gert. En örlög manna eru ekki í okkar valdi og það er ekki hægt á þessari stundu að skilja nokkum tilgang með þessu. Sæmundur hefur staðið eins og klettur við hlið Magneu þessa síðustu mánuði sem og alltaf. Elsku Sæmundur, Inga Rún, Runólfur og fjölskylda, á þessari stundu er allt dimmt, en sólin er ein- hvers staðar þarna á bakvið skýin og minningin um einstaka konu lifir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðai-- kveðjur. Sem fráfarandi formaður í Umsjónarfélagi einhverfra veit ég að félagsmenn eru henni Magneu þakklátir íyrir hennar óeigingjarna og árangursríka starf á undanföm- um áram. Ástrós. Það er hnípinn vinkvennahópur sem raðar saman minningabrotum um hana Maggý okkar. Það er með söknuði og þakklæti að við kveðjum vinkonu, skóla- og skátasystur okk- ar. Kynni okkar hófust í 9 ára bekk í Langholtsskóla þegar þessi sæta, dökkeyga, svolítið framandi stelpa kom í bekkinn. Við höfum verið sam- ferða síðan gegnum lífsins gleði og sorg. Það er skrýtið að hugsa til framtíðar þegar ein er horfin úr hópnum. Við erum gjörn á að taka öllu sem sjálfsögðum hlut eins og því að halda heilsu og geta átt mörg ár með börnunum okkar. En nú rekum við okkur á og stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að Inga Rún og Runólfur hafa misst yndislega móð- ur allt of snemma og er hugur okkar hjá þeim. Það var alltaf svo þægilegt að vera með henni Maggý. Hún var traustur vinur, umhyggjusöm og næm á líðan annarra. Við vinkon- umar munum vel áhugann og vænt- umþykjuna sem hún sýndi ætíð börnunum okkar. í þeirra huga var alltaf spennandi að koma við hjá Maggý og Sæma. Árið 1988 var mjög sérstakt hjá okkur vinkonun- um þar sem fimm okkar eignuðumst börn og hefur það vafalaust tengt okkur enn meira en ella. Áður fyrr þegar við vorum í námi vítt og breitt um heiminn skipti ekki máli hvort hópurinn hittist oft eða sjaldan, alltaf var hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. En á seinni áram höfum við hist reglu- lega, farið í árlegar fjölskylduferðir bæði að sumri og vetri, og treyst þannig vináttuböndin. I október sl. kom reiðarslagið, Maggý greindist með alvarlegan sjúkdóm. Við dáðumst að baráttu- viljanum sem hún sýndi og héldum í vonina um bata. Sæmundur hefur sýnt henni einstaka umhyggju, stuðning og ást. Hugur okkar er hjá honum, börnunum og fjölskyldunni. Við viljum kveðja hana með kvöld- söng kvenskáta. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvfldu rótt, Guð er nær. Inga, Sólveig, Guðrún, Þuríður og Steinunn. Með nokkram fátæklegum orðum viljum við stöllurnar minnast Maggýjar kennara eins og við mun- um eftir henni. Við höfum ekki séð hana í þó nokkur ár en alltaf fengið fréttir við og við um hvemig hún hefði það. Við reyndum sérstaklega að fylgjast með framvindu mála eftir að hún veiktist. Sumir era kennarar af guðs náð og Maggý var einn af þeim. Hún átti athygli og virðingu nemenda sinna og gerði námið ögrandi og skemmti- legt. Við voram svo gæfusamar að hafa hana sem umsjónarkennara síðustu árin okkar í Víkurskóla. Við fundum það fljótt þegar í framhalds- skóla var komið hversu ríkulega við vorum nestaðar til áframhaldandi náms af kennslunni hennar. Elsku Maggý, það var sárt að heyra að þú værir farin. Þá stungu minningarnar upp kollinum í hrönn- um. Þú varst að öllum öðram ólöst- uðum líklega besti kennari sem við höfum haft! Hæfilega ströng við hormónasjúkar unglingsskjátur en samt komstu fram við okkur sem jafningja. Líklega vegna þess að þú varst ekki það miklu eldri en við og mundir enn þá hvernig það var að vera táningur. Þú kenndir okkur mörg fög en okkur fannst samt alltaf skemmtilegast í ensku því þú kunnir hana svo vel og gerðir hana mjög líf- lega með ýmsu móti. Við munum til dæmis enn þá eftir mörgum skemmtilegum sögum frá dvöl þinni í Bandaríkjunum. Þegar þú svo kvaddir okkur í lokaræðunni eftir 9. bekkinn skein í gegn hvað þú hafðir mikla trá á okkur öllum og fyiir það eigum við alltaf eftir að muna eftir þér. Hafðu það alltaf sem best þar sem þú ert núna og vonandi hitt- urnst við aftur einhvem tíma. Á kveðjustundu sem kemur allt of fljótt er minningin um þessa góðu konu full af þakklæti, hlýju og virð- ingu. Við vottum Sæma, börnum þeirra og öðram ættingjum og vinum okk- ar dýpstu samúð. Sigrún og Sólborg. Það er mikið lán fyiir unga og ómótaða starfsgrein að hugsjón, eld- móður og æðruleysi liti íyrstu ævi- árin. Slík gæfa hlotnaðist íslenskri náms- og starfsráðgjöf þegar Magn- ea henti sér út í hringiðu skólar- áðgjafar og tókst á hendur það verk- efni að ýta nýjungum innan skólakerfisins úr vör. Magnea var ein þeiraa sem lokið höfðu námi frá Bandaríkjunum og flutti með sér nýja og ferska strauma að utan. Hún hafði allt það til að bera sem brautryðjandi og hugsjónakona þarf að hafa og virtist hún vera jafnvíg á flesta hluti. Hún var vel liðinn ráð- gjafi í sínum skóla, átti auðvelt með samskipti við hvaða hóp sem var og var alltaf tilbúin að taka að sér stjómun eða kynningu á því sem hún hafði áhuga á. Hún hafði iðulega mörg jám í eldinum því meðfram daglegum störfum sínum miðlaði hún af reynslu sinni til annarra ráð- gjafa, tók þátt í stefnumótandi um- ræðum og sté í pontu á ráðstefnum og þingum. Magnea sýndi að sambúð fram- kvæmdakonu og íræðimanns getur verið afar farsæl en þessir tveir eig- inleikar urðu til þess að hún var ráð- in til Rannsóknaþjónustu Háskóla Islands. Magnea var fengin til að stýra evrópsku samstarfi náms- og starfsráðgjafa og vinna að þróun rafrænnar upplýsingamiðlunar. Hún hafði til að bera þá forvitni og dirfsku sem þarf til að leggja það á sig að setja sig inn í enn eitt fram- Að hún elsku Magnea sé látin er eitthvað sem er bara ekki hægt að trúa. Baráttu hennar er lokið. í þetta sinn hafði maðurinn með ljá- inn vinninginn. Magnea var baráttu- kona og fengu margir að njóta henn- ar krafta. Við Magnea kynntumst í gegnum syni okkar sem báðir era einhverfir. Við höfum staðið saman í baráttu fyrir velferð þeirra og ann- arra einstaklinga með einhverfu í kvöðlastarfið og taka þátt í að móta þær nýju samskiptareglur og verk- lag sem alþjóðleg samvinna kallar á. Við, samstarfsfólk hennar hjá Rann- sóknaþjónustunni, efuðumst ekki um hæfni hennar og hlökkuðum mikið til að starfa með henni. Hún kom rólega inn í hópinn okk- ar og var hógvær, þolinmóð og út- haldsgóð á sinn glettna hátt. Um- fram allt var hún fagmanneskja á sínu sviði og hafði til að bera um- burðarlyndi og víðsýni sem ein- kennir þá sem hafa margbrotna reynslu og láta sig hlutina einhveiju varða. Við þökkum fyrir þann tíma sem við nutum samvista við hana, hann var miklu skemmri en nokkurn óraði fyrir. Jafnframt tökum við ofan fyrir því hugrekki og æðraleysi sem Magnea og fjölskylda hennar sýndu í hennar erfiðu veikindum. Fyrir hönd starfsfólks Rann- sóknaþjónustu Háskóla íslands og evrópskra samstarfsaðila vottum við fjölskyldu Magneu, eiginmanni og tveimur börnum og öðram aðstand- endum okkar innilegustu samúð. Hulda Anna Arnljútsdóttir, Ágúst Hjörtur Ingþúrsson. Sá vetur og það vor sem nýliðið er mun eflaust seint líða mér úr minni, sá drangi sem grúft hefur yfir frá því í haust að Sæmundur tjáði mér að hún Maggý hefði greinst með mjög alvarlegan sjúkdóm og allt frá þeim tíma hefur baráttan verið hörð við þennan óvægna sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Hún tókst á við sjúk- dóminn af aðdáunarverðu æðraleysi eins og henni var að jafnaði tamt með allt það sem hún tók sér fyrir hendur. Við Sæmundur höfum verið nánir samstarfsmenn um langt ára- bil og fljótlega eftir að við fóram að starfa saman kynnist ég Maggý og sá ég strax að hún var miklum mannkostum búin sem ég átti eftir að kynnast betur síðar á lífsleiðinni sem varð allt oft stutt. Við hjónin höfum notið þess að ferðast með Sæ- mundi og Maggý bæði innanlands og erlendis, en þessar ferðir og allar samvistir með ykkur hafa verið okk- ur til mikillar ánægju og aldrei hef- ur borið skugga á samstarf og sam- vinnu okkar. Þegar ég sit hér og festi þessi fátæklegu kveðjuorð á blað hrannast minningarnar upp og mai’gt er það sem ég vildi þakka þér fyrir nú að ferðalokum en aðeins fátt eitt verður sett hér á blað, hitt bíður þar til við hittumst hinumegin. Við hjónin þökkum fyrir ógleymanlegar ferðir og samverastundir í Helsinki, Kaupmannahöfn og Borgundar- hólmi. Þá er einnig margs að minn- ast úr ferð okkar um hálendi íslands og víðar, einnig viljum við Hulda þakka hlýjar móttökur á Kóngs- *" bakka oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Fyrir hönd ungmennafélags- hreyfingarinnar vil ég einnig þakka þér þann tíma sem þú hefur eftir- látið okkur Sæmundi, en margar stundir jafnt um helgar sem í miðri viku hefur hann verið á ferðalögum fyrir Ungmennafélag íslands fjarri þér og bömum. Á síðasta hausti komuð þið hjónin ásamt börnum ykkar í heimsókn til okkar í nýtt hús sem við voram ný- flutt í. Þið færðuð okkur fallega vin- áttugjöf sem síðan þá hefur verið stillt upp í stofu okkar hjóna og þar mun hún verða um ókomin ár til minningar um góða konu, vini og fé- laga sem við höfum ávallt notið. Kæra Maggý, að ferðalokum flyt ég bestu þakkir fyrir ánægjulegar samverastundir á lífsleiðinni og kveð þig með trega og söknuði. Kæri Sæmundur, Inga Rún, Run- ólfur og aðrir ættingjar, missir ykk- ar er mikill. Fyrir hönd okkar hjóna og ungmennafélagshreyfingarinnar á íslandi flyt ég ykkur samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu og bið almáttugan guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Þúrir Júnsson, formaður Ungmennafúlags íslands. Á þeim tíma þegar dagur og nótt renna saman í bjartri og hlýrri ein- ingu og alls staðar sprettur nýtt líf í stóru sem smáu, dregur yfir okkur dimman og kaldan skugga dauðans. Hið lifandi líf er rifið upp með rótum einmitt þegar það er á sínu besta skeiði. Fallin er frá eiginmanni og ungum bömum vinur okkar Maggý. Sönn og heil manneskja sem alls staðar færði með sér hlýju og yl með nærvera sinni og björtu brosi. I sjóði minninganna eigum við margar dýrmætar og eftirminnileg- ar stundir, hvort sem var austur í Vík á heimaslóðum Sæmundar, fyrir norðan heiðar í Þingeyjarsýslu eða hvar annars staðar sem leiðir okkar lágu saman. Þær minningar munu ætíð fylgja okkur. Við vottum Sæmundi, börnunum ungu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hallgrímur og Ragnheiður. ÓLAFÍA BJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR + Ólafía Björg Guðmannsdúttir fæddist í Keflavík 20. febrúar 1933. Hún lúst á Vífilsstöðum 25. maí sfðastliðinn og fúr útfór hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 2. júní. Nú er höggvið skarð í vinkvennahópinn sem ólst upp á Vatnsvegi 20. Lóa er farin. Ég ætla ekki að rekja lífs- hlaup Lóu, það hafa aðrir gert, en oft var það mikið erfitt að vera bæði faðir og móðir en Lóa stóð sig eins og hetja og hélt áfram og studdi börnin sín af alúð. Ég var bara sex ára þegar ég flutt- ist á Vatnsveginn og heimili Lóu og systranna varð mitt annað heimili og svo var fram á fullorðinsár. Við fór- um alltaf saman, það var sama hvort það var í bíó eða þjóðhátíð í Eyjum. Þegar fullorðinsárin tóku við varð samgangurinn minni eins og gerist. En í mínum huga vora alltaf ein- hverjar sterkar taugar til þeirra og ég held að mér hafi á sínum tíma fundist við vera hálf- gerðar systur. Ég vissi að Lóa fékk ólæknandi sjúkdóm, sem ekkert var hægt að gera við, en alltaf kem- ur dauðinn manni að óvörum engu að síður. Þegar Lóa giftist Guðsteini Gíslasyni, elskulegum dreng, þá var hún fullkomlega hamingjusöm, en árin urðu svo fá, alltof fá, en Guðsteinn lést af slysföram eftir að- eins ellefu ár. Þau byijuðu búskap í íbúðinni sem ég var alin upp í og yndislegt var að koma til þeirra; hvað allt var hlýlegt hjá þeim. Ég vil minnast Lóu með þakklæti fyrir gömlu góðu árin sem við áttum saman við leik og störf. Ég sendi börnum, tengdabömum og barna- börnum og sérstaklega systranum Ellu og Siggu mínar samúðarkveðj- ur. Kolbrún Valdimarsdúttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.