Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 Um viðbrögð við tillögum Hafró HÉR er fram haldið frá fyrri grein umfjöll- un um þær nýgefnu upplýsingar frá Hafró að tvö eða þrjú hundr- uð þúsund tonn af þorski hafi horfið við Island síðan í fyrra. Morgunblaðið hefur í forystugrein lagt til að tillögum Hafró um hámarksafla verði fylgt nema fram komi hlutlægar mótbárur. í téðum leiðara þykir mér of lítið gert úr málefnalegu framlagi leikmanna, ekki síst Kristins Péturssonar á Bakkafirði og Sveinbjarnar Jónssonar frá Suð- ureyri. í skrifum beggja má efa- laust finna sitt af hverju tilfinninga- þrungið og jafnvel hagsmunatengt og því ekki alls kostar hlutlægt. Því verður hins vegar ekki mótmælt að þeir hafa sökkt sér niður í gögn Hafró og aflað sér gagna frá Ný- fundnalandi og úr Barentshafi og dregið sínar ályktanir. Þær ríma engan veginn við það sem Hafró er að gera og varpa dimmum skuggum yfir ráðgjöf stofnunarinnar. Það, sem þessir menn hafa haldið fram í áranna rás, gæti verið hluti af skýr- ingunni á slökum árangri af ráðgjöf- inni. Morgunblaðið kallar eftir hlut- lægum athugasemdum og ég sem leikmaður býð fram eina sem mér þykir skipta máli. Frá upphafi hefur ráðgjöfin verið veitt eins og þorsk- urinn við ísland sé eitt mengi, einn stofn. Hafró veit sem er að þetta er ekki svo. Sjómenn hafa um áratugi vitað að þorskstofnarnir eru margir. Það sýni hrygnandi þorskur víðsvegar við landið á vorin, - í Djúpi, fyrir norðan, austan og jafn- vel í djúpköntunum fyrir sunnan land, auk aðalhrygningarinnar suðvestanlands. Ég hlustaði á Guðrúnu Marteinsdóttur, sér- fræðing Hafró, stað- festa þetta fræðilega í opinberum háskólafyr- irlestri. Þar kom fram athugasemd hennar sem ég skildi á þann veg að svo mikil brögð væru að þessari hrygningu þorsksins víðs Kvótinn Sjómenn hafa um ára- tugí vitað, segir Jón Sigurðsson í síðari grein sinni, að þorsk- stofnarnir eru margir. vegar kringum landið að íslenski þorskurinn gæti sennilega ekki hrunið eins og gerist í Barentshafi, þar sem nánast allur stofninn hrygndi á sama stað. Þessi fyrirlest- ur kom mér í hug bæði þegar Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, hélt því fram af nokkru yfirlæti í út- varpi á dögunum að Hafró hefði bjargað þorskstofninum frá hruni 1992 og svo þegar ég las í leiðara Mbl. að óttinn við hrun stofnsins réði mestu um tillögur blaðsins í málinu. Þessir mismunandi þorskstofnar við landið vaxa upp við misgóð skil- yrði og verða því iðulega smávaxnir þótt fiskurinn sé kominn til ára sinna. Núgildandi fiskveiðistjóm leggur þorsktonn að jöfnu, hvert sem verðmæti þess er, þegar afli kemur að landi. Við þær aðstæður er augljóst að sókn verður minni í smærri og verðminni fisk og skilj- anleg tilhneiging til að kasta honum fyrir borð ef hagsmunir útgerðar og áhafnar krefjast þess. Því er ein- boðið, þegar þorskinum er úthlutað eins og hann sé eitt mengi, sem hann sannanlega er ekki, að sumir stofnar þorsks verða ofveiddir, með- an aðrir eru vannýttir. Þrátt fyrir að vita betur tekur Hafró í tillögum sínum ekkert tillit til þessa, heldur leggur til veiðar á 203.000 tonnum af þorski óskipt, (nákvæmnin er yndisleg miðað við bersýnilega óná- kvæmni þekkingarinnar sem að baki liggur). í tillögunum tekur stofnunin þannig ekki mið af þeirri þekkingu sem hún hefur. Tillögum- ar taka heldur ekkert mið af því, sem Guðrún Marteinsdóttir hefur líka sýnt fram á, að stærsti þorskur- inn er verðmætastur í hrygning- unni. Óskipt sókn veldur því, sem áður var lýst, að allir, sem geta, veiða stærsta og verðmætasta fisk- inn til hagsbóta fyrir útgerðina og sjómenn en til óþurftar fyrir hrygn- inguna. Samtímis leggur Hafró of- uráherslu á stærð hrygningar- Jón Sigurðsson stofnsins þegar stofnunin veit að elsti hluti hans skiptir árangur hrygningarinnar mestu, raunar sá hluti sem er beinlínis fómað með óskiptri úthlutun þorskkvótans. Tillaga Hafró ber með sér að stofnunin heldur ennþá í trú sína á aðferðafræðina, sem beitt hefur verið, en litlum og mestan part neikvæðum árangri hefur skilað nær tvo áratugi. Æðimargir, a.m.k. utan stofnunarinnar, hafa misst þá trú. Mbl. hefur haldið í hana lengur en margur. Nú hefur Hafró jafnvel gefið hana upp með nýgefinni bless- un yfir þá ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að taka ekki mark á Hafró. Sú ákvörðun ráðherra er ris- lág, hvorki hrá né soðin. Hún ber með sér að hann treystir ekki ráýy gjöf Hafró en hann og ríkisstjórnin hafa ekki í sér manndóm til að taka á því máli fremur en öðrum sem at- hafna krefjast. Þjóðin verður því að afplána a.m.k. eitt undanhaldsárið enn í fiskveiðunum áður en tekið er á málinu. Höfundur er fyrrvernndi framkvæmdastjóri. r. U/fj n _ i_n_« G L Æ S I' .. www.oo.lsB 22.-25. JÚNÍ Vertu með í sumarkastinu! Komdu í Kringluna, skoðaðu nýju sumarvörurnar, gæddu þér á girnilegum réttum og geröu gæðakaup á Kringlukasti. Sunnudaginn 25. júní eru verslanir opnar frá kl. 13:00-17:00. Veitingastaðir opnir lengur. Komdu f Kringluna og nfóttu þess nýiasta á sólskinsverði. föstudagur laugardagur sunnudagur wm NYJAR VORUR með térslélium afslælti 20%-50% Upplýsingor í símo 588 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.