Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 63

Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 63 UMRÆÐAN Tækifæri og takmörk vísinda o g trtíar ALÞJÓÐLEG ráð- stefna um leiðsögn trúar og vísinda á nýrri öld verður haldin í ReykjaUk og á Þing- völlum í júlí. Að ráð- stefnunni standa Bisk- upsstofa og Framtíðarstofnun. Markmið ráðstefnunn- ar er meðal annars að örva umræðu um sam- spil trúar og vísinda, tækifæri og takmark- anir þeirra og einnig verður tekást á við giundvallarspurningar um eðli mannsins. Siðferðileg leiðsögn í vísindum Trú og vísindum hefur oft verið haldið aðgreindum. Með slíkum að- skilnaði eru mikilvægar spurningar um eðli mannsins og tilgang lífsins í raun lagðar til hliðar. Það hefur því komið æ betur í ljós að aðskilnaður vísinda og trúar stendur þróun beggja fyrir þrifum. Andstaða og ótti við óhefta fram- rás vísinda og tækni fer vaxandi. Sú andstaða byggist meðal annars á því að vísindin og tæknin eru nú fær um margt sem vekur upp mikilvægar siðferðilegar spurningar. Þörfin fyrir siðferðilega leiðsögn í vísindum og tækni hefur aldrei verið meiri. Farsæl framtíð verður einungis mótuð með virkri samþættingu leið- sagnar vísinda og trúar. Þessar tvær uppsprett- ur þekkingar uppfylla hvor aðra. Líkamlegt og and- legt eðli mannsins Fyrirlestrar á ráð- stefnunni í júlí munu taka á samspili vísinda og trúar frá sjónarhóli mismunandi vísinda- greina, trúarviðhorfa og menningarbak- grunns. Einn fyrirles- ara er Hossain Danesh. Hann er geðlæknir og rektor Landegg háskól- ans í Sviss. Hann kallar erindi sitt: „Þar sem vísindi og trúar- brögð mætast". Hossain Danesh skrifaði athyglis- verða bók um sálfræði andlegs lífs sem nýlega kom út. í bókinni tekur hann með athyglisverðum hætti á eðli mannsins og hafnar þeirri tví- hyggju að halda algjörlega aðskildu líkamlegu og andlegu eðli. Spumingin um eðli mannsins brennur m.a. á þeim sem vinna að heilbrigðismálum. Hefðbundin lækn- isfræði byggir á vísindalegri hefð sem skilgreinir efnið sem eina við- fangsefnið og beitir lausnum af sama toga. Hún hefur náð mjög langt á þessum grunni. Margt bendir hins vegar til þess að næsta stökkið í framförum læknavísindanna muni felast í því að taka á viðfangsefninu Ráðstefna Það er von aðstand- enda, segir Halldór Þorgeirsson, að ráðstefnan verði sem flestum hvatning til að kynna sér þá miklu gerjun sem á sér stað í samræðu vísinda og trúar í samtímanum. með samþættari hætti þar sem tekið er tillit til dýpri skilnings á raunveru- legu eðli mannsins. Þetta er einungis eitt dæmi um þau viðfangsefni sem tekist verður á við á ráðstefnunni. Það er von aðstand- enda að ráðstefnan verði sem flestum hvatning til að kynna sér þá miklu geijun sem á sér stað í samræðu vís- inda og trúar í samtímanum. Þessi umræða kemur öllum við og snertir grunnþætti lífsviðhorfs okkar. Frekari upplýsingar um ráðstefn- una Faith in the Future, www.kirkj- an.is. Höfundur er plöntulífeðlisfræðingur og formaður sljórrmr Framtíðar- stofnunar. Halldór Þorgeirsson Júnl 2000 S. ítt, 17. irg. krónur 699. -m. v*k SONUR OKKAR VAR MYRTUR Átakanleg lýsíng foreldra PÉCiÁií MAXh'L'! !ÍÉWJí! ÚT ÚH ■jAÁpnuhi ÍSLAND - ÞJQÐGARÐUR HVITRA_ Framtidársýn íssinna ■\ mm Jiwjtiim'Jöu/ ykiijyyu og m karlmenn, frægóina og brost V GrmtónUsj Pétur Pétur«son Veiðlgrdeíur Japan f4 Jí'j jY/'mi/'dóUI/' Mfyake Helmetískan f London alds og Anfta Ekberg Opnum nýja ag gíæsiicga | vcrslun i Hraunhæ í dag UU í 4:00 50% jifslúttuv af Ommupizzum, bönunum9 ís9 skúffuköku o« Heimiíisbruuði 60% af jarðaberum aft. off... í Hraunbæ pjöldi nnnarra öirAUara tOboða * t Hratinbiv • *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.