Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR .now* TVII riMruy,n;rTí(U _ 8Í) FOSTUDAGUR 23. JUNI 2000 69 þessum upplýsingum til jarðvís- indamanna á Veðurstofunni. Ragn- ar segist ekki vita hvernig á því gasti staðið að upplýsingar bárust ekki. Það sé þó ljóst að gera þurfi úrbæt- ur þar á til að auka öryggið. „Eg tel ekki að þetta hafi stafað af neinum samstarfsörðugleikum heldur hafi orðið einhver truflun varðandi síma- samskipti. Það hefði verið mjög gagnlegt fyrir okkur að fá strax all- ar upplýsingar frá þeim. Svona upp- lýsingar eru mjög mikilvægar í því bráðaviðvörunarkerfi sem við erum að byggja upp. Þó þær segi okkur ekki endilega mikið um stærð jarð- skjálftans þá segja þær okkur mikið um þá hröðun og þann kraft sem er á hverjum stað fyrir sig við útlausn skjálftans. Það er því mjög mikil- vægt að svona upplýsingar komist strax til fólks á svæðinu, björguna- raðila og almannavarna svo þeir geti skipulagt sitt starf út frá því. Fleiri aðilar búa yfir gagnlegum upplýsingum af þessu tagi, s.s. Raunvísindastofnun HÍ sem einnig stundar mælingar og mælingar eru gerðar á vegum Orkustofnunar. Þetta samstarf hefur allt gengið mjög vel í sambandi við eldfjalla- vöktun o.fl., að sögn Ragnars. Einnig hefur verið myndaður samráðshópur vísindamanna í tengslum við eftirlit með eldstöðv- um sem getur haldið skyndifundi í gegn um síma. „Við höfum látið reyna á þetta kerfi. Það er ekki nóg að hafa mælitæki, við verðum líka að kunna þá aðferð að vísindamenn og aðrir sem stunda rannsóknir, hvort sem er á jarðskjálftum eða eldgosum geti náð mjög hratt sam- an til að leggja sameiginlega á ráð- in. Þetta gildir um alla aðila sem búa yfir gagnlegum upplýsingum. Þó það hafi orðið miklar framfarir hvað þetta varðar í seinni tíð þá erum við að reyna að bæta þetta enn frekar, m.a. með bráðaviðvörunarkerfinu," segir Ragnar. Aukin jarðvirkni Stóru jarðskjálftarnir á Suður- landi tengjast vaxandi jarðvirkni síðustu áratugina, að mati jarðvís- indamanna. Ragnar segir að jarð- virknin hafi farið vaxandi á síðustu tveimur áratugum og hugsanlega sé hún að nálgast samskonar topp og átti sér stað í kringum seinustu aldamót. „Ég held að eldgosin sem hafa verið í Vatnajökli séu hluti af þessum vaxandi þrýstingi úr iðrum jarðar, sem hefur áhrif á spennuk- erfið hér í heild sinni. Síðasta Heklugos og þau umbrot sem hafa verið í Eyjafjallajökli og Mýrdals- jökli eru líka hluti af þessu. Á síð- ustu áratugum hefur áraun á brota- beltin verið vaxandi. Við höfum gert ráð fyrir því, bæði út frá jarð- skjálftamælingum og út frá ösku- lagamælingum, þá virðist vera sveifla í jarðvirkni á íslandi sem nær yfir um það bil 140 ár. Næsti toppur á henni er að vísu ekki fyrr en 2040. Þessir toppar í jarðvirkni birtast ekki einu sinni á stuttum tíma. Stundum tekur þetta kannski 50 ár eins og á 18. öldinni, 1730 til 1783. Stundum eru þetta kannski ekki nema 15 ár eins og var í skjálftunum miklu 1896 og svo aftur 1912, sem að okkar viti er einn heildaratburður á Suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn varð reyndar austast á brotabeltinu 1912.“ UjjJ \ ^ - J S J Yflr 12 vikur a II ir bresk kómcdía Besta myndin: British Academy Awarde Evenlng Standard Britiah Film Award Dlroctors Week Award London CriticB Circle Awarda Besta handrit: Ðrttleh Independent Ftlm Award London Crltics Clrcle Awarda ★ ★★ BÆN - DV allt er gott aö austan/ c' RADIfl wí> FM-103.7 tveir fyrir einn á meðan EM í knattspyrnu stendur yfir eða til 2. júlí HÁSKÓLABÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.