Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 74
74 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
\
i
Ferdinand
Smáfólk
ACC0RPIN6 TO A RUMOR, N
TME 5UMMER OLVMPICS 15
60IN6 TO SE MOVEP j
N MERE TO NEEPLE5.. V
Samkvæmt sögusögnum munu
Ólympíuleikamir verða fluttir hingað
til Nálaborgar.
IT COULP BE JU5T A
RUMOR, BUT l'P BETTER
NOTTAKE ANV CHANCE5..
Það gæti verið sögusögn, en ég tek
enga áhættu..
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Jill Caplan England með börnum sfnum. Hún var ættleidd til Banda-
ríkjanna árið 1963 og leitar nú íslenskra foreldra.
Leitar íslenskra
foreldra
Frá Jill Caplan England
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
beðið að birta þetta bréf frá Jill
Caplan England (England er ætt-
arnafn eiginmanns hennar), sem
leitar að íslenskum foreldrum sín-
um.
„Ég fæddist árið 1963 í Melbour-
ne í Florida. Ég hef alltaf vitað að
ég var ættleidd og lengi grunað að
ég væri ættuð einhvers staðar frá
Norðurlöndunum. Mér hefur verið
sagt það eitt um uppruna minn að
móðir mín væri íslensk og hafi kom-
ið til Florida til þess að fæða barnið
og farið síðan strax aftur til ís-
lands. Ég var ættleidd 18 klst. göm-
ul til Caplan-hjónanna. Um föður
minn veit ég ekkert, en ekki ólík-
legt að hann sé líka íslenskur.
Ég fór fyrst að hugsa til móður
minnar þegar ég varð sjálf móðir,
en ég á tvö börn, 6 og 8 ára. Ég hef
líka velt fyrir mér hvaða kring-
umstæður hafi leitt til þess að móð-
ir mín hafi þurfti að láta mig frá
sér, það hlýtur að hafa verið henni
mjög erfitt og til þess hefur þurft
mikið hugrekki. Mig langar að
þakka henni fyrir að hafa tekið
þessa ákvörðun, og legg áherslu á
að ég eignaðist alveg frábæra for-
eldra og uppeldisbróður, sem líka
var ættleiddur. Ég sendi móður
minni og föður ástarkveðjur og bið
þeim farsældar.
Ég þrái mjög heitt að finna for-
eldra mína og aðra ættingja og
vona að það sé gagnkvæmt - og að
ég geti haft samband við þau hér
eftir. En ég geri mér einnig fulla
grein fyrir því að vel megi vera að
aðstæður foreldra minna séu þann-
ig að þau fái ekki viðkomið að hafa
samband við mig og ég vil alls ekki
valda þeim óþægindum á neinn hátt
með því að skjóta svona upp kollin-
um 36 árum síðar.
Ég vil fyrir alla muni koma þeim
skilaboðum til foreldra minna að ég
átti yndislega æsku og ólst upp í
skjóli góðra kjörforeldra og ég
þakka fyrir mig og kjörforeldra
mína - að við vorum leidd saman á
þennan hátt í farsæla fjölskyldu.
Kjörfaðir minn vann hjá Pan Am
og þannig fékk ég líka tækifæri til
að ferðast víða um heiminn, meðal
annars buðu foreldrar mínii- mér til
Islands 1983, til að fagna vori. Ég
skildi ekki þá hvers vegna til ís-
lands af öllum stöðum, því mér
fannst það ekki beint rétti staður-
inn til að fagna vori. En þá sagði
kjörfaðir minn að það væri vegna
þess að ég væri íslensk og sér fynd-
ist kominn tími til að ég kynntist
landinu. Það var undarleg tilfinning
að ganga hér um götur og átta sig á
hve lík ég var fólkinu sem hér bjó -
á öllum mínum ferðalögum um
heiminn með foreldrum mínum hef
ég ekki fyrr upplifað það. Ég leit
framan í hverja einustu konu sem
ég sá sem Jhugsanlega gat verið á
sama aldri og ég áleit móður mína
vera og hugsaði: „Skyldi þetta vera
mamma mín?“
Ég á mér draum að sækja landið
heim með börnin mín, kynnast sögu
landsins, menningu og tungumáli,
skoða landið og fara ef til vill í reið-
túr með börnin - leyfa þeim að
koma hingað og kynnast uppruna
sínum og vonandi ættingjum líka.
Ef foreldrar mínir geta ekki
komið því við vegna fjölskylduað-
stæðna að hafa samband við mig þá
hef ég fullan skilning á því, en ég vil
að þau viti, eftir að hafa lesið þetta,
að ég hafi átt gott líf og þau þurfi
ekki að sjá eftir að hafa látið mig
frá sér.
Geti einhver veitt mér upplýsing-
ar um uppruna minn þá bið ég þá
vinsamlega að hafa samband við
mig.“
Mrs. JILL CAPLAN
ENGLAND,
990 Apache Street,
Miami Springs,
Florida 33166 U.S.A.
Símar: (+001) 305 888 5251
heima
(001) 305 871 0242 í vinnu
Tölvupóstur: JillCE@aol.com
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.