Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 76
16 FÖSTUD AGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Brauð
á grillið
Ýmsir hafa beðið
Kristfnu Gestsdóttur
um uppskriftir að
brauði á grillið og
birtast hér þrjár af
hennar uppáhalds-
uppskriftum.
Gormabraud
8 dl hveiti
1 tsk. salt
______1 tsk. sykur__
_____1 msk. þurrger
1 msk. matarolía
4 dl fingurvolgt vatn
viSarteinungar.
FÁTT er auðveldara en að baka
brauð á grillinu. Nota má næstum
hvaða mjöltegund sem tiltæk er
og nota má þurrger, pressuger,
lyftiduft eða sódaduft, eins ekkert
ger, brauðið lyftist samt í hinum
mikla hita. Bauðgerð hefur
fylgt manninum frá
ómunatíð, en upphaf-
lega hafa brauðin ver-
ið án lyftiefna og
bökuð á steinum
eða við glóð
eins og ger-
ist á grill-
inu. Pítu-
brauð,
sem búin
eru til úr
hveiti,
þurfa
ekkert
lyftiefni en
lyftast og
opna sig í
hinum
mikla hita.
Islenskt flat-
brauð opnar sig
ekki, enda yfírleitt
úr rúgmjöli sem lítið
gluten er í, en gluten myndar eins
konar grind eða holrúm í brauðin.
Þegar við grillum er gott að
byija á að baka brauðið meðan
grillið er að hitna. Vefja síðan
stykki utan um þau og stinga í
plastpoka svo að þau haldist heit
og mjúk meðan við grillum aðal-
matinn. Þegar farið er í sumar-
bústaðinn eða í útileguna er upp-
lagt að setja mjölblönduna með
geri og öllu öðru þurrefni í
plastpoka og setja fingurvolgt
1. Blandið saman eins og segir
hér að ofan. Rúllið deigið í lengjur
og snúðið ums viðarteinunga. Gott
er að smyrja þá með mataroh'u áð-
ur.
2. Leggið á grindina á grillinu
og snúið við þar til allt er bakað.
Losið af teinungunum meðan
brauðið er heitt.
vatn út í á staðnum, nota má ögn af matarolíu út í eða sleppa henni
alveg. Flöt brauð er auðvelt að móta með höndunum og kökukefli er óþarft. Látið börnin hjálpa til við að móta brauðin, þeim finnst það gaman. Hunangspartar á grillið 5 dl hveiti
2 dl heilhveiti
1 /2 dl hveitiklíð
Gott ojn einfalt grillbrauð 1 msk. kúmen (má sleppa)
1 tsk. salt
Vi msk. þurrger
5 dl hveiti 1 msk. hunang
1 tsk. salt 2 msk. matarolía
1 fsk. sykur 1 'Adlvelheittvatnfúrkrananum)
1 tsk. fínt þurrger 2dl mjólk
2 msk. maiarolía
2 Vi dl fingurvolgt vatn
(úr krananum)
1. Setjið hveiti, salt, sykur og
þurrger í skál og blandið saman.
2. Setjið matarolíu og volgt vatn
út í og hnoðið deig.
3. Búið til kúlur úr deiginu á
stærð við hænuegg. Þrýstið út og
togið til með höndunum. Leggið á
hveitstráð fat, leggið stykki yfir.
4. Kveikið á grillinu, bakið
brauðin í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Vefjið í hreint stykki og stingið í
plastpoka.
1. Setjið öll þurrefni í skál og
blandið saman.
2. Mælið matarolíuna og setið
út í. Mælið síðan hunangið án þess
að þvo skeiðina, þá rennur það
greiðlega úr henni.
3. Blandið saman heitu vatni og
kaldri mjólk, hellið út í og hnoðið
deig.
4. Fletjið út um 1 sm á þykkt.
Skerið síðan í parta með kleinu-
hjóli eða hnífi ekki alveg í gegn.
Partamir eiga að hanga saman.
Bakið á grillinu í um 3 mínútur á
hvorri hlið. Vefjið í stykki og
stingið síðan í plastpoka.
ÍDAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
0
Oliðlegur
vagnstjóri
VIÐ erum tvær 12 ára
stelpur. Okkur langar að
kvarta undan ákveðnum
strætísvagnastjóra sem við
lentum í. Þannig var að við
stoppuðum á skiptistöð
lengst úti í bæ, þar sem að
við kunnum ekkert á kerfið.
Við sátum þarna í strætis-
vagninum þegar hann
stoppaði og allt hitt fólkið
fór út. Við biðum eftir að
vagninn færi aftur á stað,
en þá stóð vagnstjórinn upp
og gekk i átt að dyrunum.
Við kölluðum á hann og
spurðum hann hvort þetta
væri endastöðin. Hann leit
á okkur, þagði, gekk út og
lokaði dyrunum. Þarna sát-
um við í 20 mínútur læstar
inni í strætó í algjöru kasti.
Á meðan var vagnstjórinn
inni að fá sér kaffi eða að
spjalla við hina bílstjórana.
Svo kom hann aftur eftir 20
minútiu-, lét eins og ekkert
væri og ók af stað. Þvi mið-
ur fengum við ekki tæki-
færi til þess að segja hon-
um til syndanna þá, en hér
er tækifærið okkar. Okkur
finnst að hann hefði getað
spurt okkur hvort við ætl-
uðum út hérna (í stað þess
að læsa okkur inni) eða að
minnsta kosti svara okkur
þegar við spurðum hann.
Sá tekur þetta til sín sem á.
Miðvangur 6,
Hafnarfirði
KONA hringdi í Velvak-
anda og vildi lýsa yfir
áhyggjum sínum vegna
barna á þríhjólum á bíla-
stæðinu við Miðvang 6 í
Hafnarfirði. Að hennar
sögn er allt morandi í litlum
börnum á þríhjólum og
mjög erfitt fyrir bílstjóra
að sjá bömin. Vill hún
hvetja foreldra til þess að
láta bömin hjóla á ömggari
stað.
Flugvélahávaði
í Vesturbænum
INGIBJÖRG hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi koma því á framfæri,
að það sé alveg óþolandi að
sitja úti í góða veðrinu í
Vesturbænum og hafa flug-
vélamar sveimandi yfir
höfði sér. Það sé ekki hægt
að njóta veðurblíðunnar og
hávaðinn frá þeim sé hrika-
legur.
Dagskráin og
fdtboltinn
ÉG ER ellilífeyrisþegi og
er neydd til þess að borga
afnotagjald af ríkissjón-
varpinu. Ég er rosalega
óánægð með dagskrána hjá
þeim og þó sérstaklega 17.
júní. Þá var fótbolti og aft-
ur fótbolti og síðan sýndu
þeir eldgamla bíómynd.
Það leið langur tími þangað
til að þeir komu með fréttir
af jarðskjálftanum. Við elli-
lífeyrisþegar höfum ekki
efni á að borga tvær stöðv-
ar, nema kannski einn og
einn.
Ellilífeyrisþegi.
Fyrirspurnir
EIRÍKUR hafði samband
við Velvakanda og langaði
að koma á framfæri tveim-
ur fyrirspurnum: Af hverju
eru sundlaugar í Reykjavik
lokaðar 17. júní? Vegna
hvers? Hvar fást gróf
pylsubrauð í Reykjavík?
Eiríkur, sími 533-4247.
Tapað/fundið
Gult hjól
f óskilum
HEFUR gula hjóhð þitt
verið týnt í nokkrar vikur?
Upplýsingar í síma 568-
1868 eða 553-5332.
Bíllykill fannst
17. júní
BÍLLYKILL fannst í Hall-
argarðinum 17. júni. Upp-
lýsingar í síma 581-3966.
Dýrahald
Hundar
í óskilum
TVEIR labradorhundar,
svartur og ljós, em í óskil-
um á Hundahótelinu að
Leirum. Eigendur eru
vinsamlegast beðnir að
vitja þeirra strax. Upplýs-
ingar í síma 566-8366.
Skógarköttur
fæst gefins
FJÖGURRA ára skógar-
köttur fæst gefms á gott
heimili vegna breytinga á
heimilishögum. Hann er
mjög þrifinn, blíður og góð-
ur. Upplýsingar hjá Bryn-
dísi í síma 564-2668.
Perla
er týnd
PERLA er 12 ára gömul
læða. Hún hvarf 31. maí sl.
frá heimili sínu að Hrísmó-
um 1 í Garðabæ. Hún er
þrílit, hvít, brún og svört og
með svart nef. Hún er
eyrnamerkt og gegnir
nafninu sínu. Það hefur
sést til Perlu við Silfurtúnið
og er fólk vinsamlegast
beðið að reyna að fanga
hana og hafa samband
strax við eigandann í í síma
565-9508 eða 698-4730.
Morgunblaðið/Amaldur
Úti að ganga.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI dagsins er nýfluttur í
Þingholtin og hefur gamall
draumur hans um að búa í vöggu
reykvísks menningarlífs því loks
ræst. Allt er eins og best verður á
kosið utan eitt atriði er valdið hefur
Víkveija nokkrum heilabrotum og
eru það lögmál framboðs og eftir-
spurnar á bflastæðum í miðbænum.
Svo virðist sem þeir fjölmörgu starfs-
menn íyrirtækja og stofnana sem eru
á því svæði sem kennt er við póst-
númerið 101 hafi þann hvimleiða
vana á vinnudögum að leggja öku-
tækjum sínum í bflastæði sem eru
ætluð íbúum. Hefur þetta valdið Vík-
verja og nágrönnum hans þó nokkru
hugarangri, enda fer ávallt langur
tími í að hringsóla um svæðið í leit að
bílastæðum og þá loks er eitt ftnnst
mætti ætla að málin væru leyst. Því
fer þó fjarri þar sem íbúar nálægra
húsa neyðast til að aka sama hring
eftir hring í leit að bflastæði og flnna
kannski eitt slíkt fjarri sínum slóð-
um. Þetta er óviðunandi ástand sem
Víkverji vill eigna þeim starfsmönn-
um fyrirtækja og stofnana sem kjósa
fremur - eðli málsins samkvæmt - að
leggja bflum sínum í stæði þar sem
engrar greiðslu er krafist. Að vísu
bjóða borgaryfirvöld upp á öruggt
stæði til lengri tíma í bflastæðahús-
um borgarinnar en þar sem kostnað-
urinn er á fárra einstaklinga færi
mælist Víkveiji til þess að stjómend-
ur fyrirtækja og stofnana greiði slík
bflastæði fyrir það starfsfólk sem svo
kýs. Víkverji veit til þess að þetta fyr-
irkomulag er viðhaft í nokkrum fyrir-
tækjum og er því mælst til að fleiri
stjómendur sýni slíka forsjálni.
Myndi það leysa ærinn vanda starfs-
manna, íbúa og ekki síst gangandi
vegfarenda er oft þurfa nánast að
klofa yfir bifreiðir sem lagt hefur ver-
ið langt uppi á gangbrautum.
xxx
NOKKUÐ hefur verið greint frá
því að undanfömu að fyrirtæki
og stofnanir útvegi starfsfólki sínu
tölvubúnað og nettengingu gegn
vægu eða engu gjaldi. Þetta er af
hinu góða, enda verður það æ mikil-
vægara fyrir fólk í flestum störfum
að vera vel upplýst í málefnum er
varða starfssvið þess. En þó eygir
Víkveiji einn galla á gjöf Njarðar og
hann er sá að ekki er óvarlegt að ætla
að stjórnendur ætlist til að starfs-
fólkið inni í auknum mæli af hendi
vinnu í heimahúsum. Á þetta ekki síst
við um þá ört vaxandi stétt manna
sem era á svonefndum flötum laun-
um. Tölvumar og tenginguna fá þeir
með það að markmiði að minnka fjar-
vera frá fjölskyldunni en á móti koma
e.t.v. auknar kröfur sem þurfa ekki
endilega að vera taldar til tekna. Víst
er að mörgum kann að finnast þetta
fyrirkomulag ákjósanlegt en Vík-
verja þykir það þó miður ef góðsemin
kemur niður á fjölskyldulífinu á þeim
heimilum þar sem mæður og feður
þurfa að sinna fyrirtækinu á milli
matseldar og hreingeminga. Væri þá
ekki bara betra að vera óupplýstur?
XXX
VÍKVERJA brá heldur betur í
brún í liðinni viku er hann fór
inn á skyndibitastað í miðbænum og
leit þar ijómann af íslenskri æsku.
Staðurinn var sneisafullur af ungl-
ingum og starfsfólk var auk þess allt
innan við tvítugt og áttu allir sem
þarna voru samankomnir það eitt
sameiginlegt að þeir virtust vera að
þvi komnir að rifna af fitu. Víkverja
fannst hann vera genginn inn á töku-
stað einhverrar bandarískrar grín-
myndar því bágt líkamlegt atgervi
stórs hluta íslenskra ungmenna er
nokkuð sem Víkveiji hafði ekki mikið
leitt hugann að fyrr. En svo virðist
sem skyndibitamenningin sé komin
til að vera og það sem meira er; farin
að bera ávöxt - ef ávöxt skyldi kalla.
Skyndibitafæði er afar orkuríkt og
hentar einna best fyrir göngugarpa
og fólk í erfiðisvinnu. Þetta fæði
hentar engan veginn unglingum -
eða fullorðnum - sem forðast allt
líkamlegt erfiði og eyða bróðurhluta
dagsins sitjandi. Er það slíku fólki
beinlínis hættulegt og full ástæða til
að vara við afleiðingum þess.