Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 78

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 78
78 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ % Útihljómleikar á Jónsmessunótt Orgelkvartettinn -• Apparat gangsettur í NÓTT á meðan hálf þjóðin veltir sér nakin upp úr dögginni ætla fjórir vélstjórar að setja vélar sínar í gang, vélar sem mynda eina heild sem stjórarnir hafa kosið að kalla Org- elkvartettinn Apparat. Gangsetning- in mun fara fram í snotrum bakgarði á léttvinshúsinu Sirkus við Klappar- stíg. Vélstjórai'nir skýra verknað sinn svo: „Fjórir organistar raða sér upp í ferhyrning á sviðinu, hamra á orgelin sín og framkalla þannig ótrú- legustu hljóð og hljóðasamsetningar - allt frá mínímalískum rafboðum í loftskeytastíl yfir í tröllslegar drun- ur, hljóðtruflaðar sagtannabylgjur eða undurljúfan vélmennasöng." Peir lýsa sköpunai'verkefninu sem „urrandi hrúgu af kraumandi raf- magnsleiðslum, oskillatorum, farfís- um, gömlum blikkandi stofuskemmt- Leiksýning Oyshi Oida INTERROGATIONS í Iðnó í kvöld Miðasala í síma 530 3030 urum, hammondum og öðrum vélrænum hljóðgjöfum.“ Fyrirbærin eru síðan ekki einungis fyrir eyrun heldur einnig augun því þau eru skreytt ljósaperum og undarlegum heimatilbúnum rafmagnsheilum sem „suða, rymja, ískra og hjakka í takt.“ Hljóðin sem vélstjórunum, og um leið organistum, hefur tekist að framkalla úr vélunum era að sögn vitna groddalega undurfögur og engu lík. Vélin var gangsett í fyi-sta sinn op- inberlega á síðasta ári en síðan þá hafa vélstjórarnir náð sífellt betur að temja óargadýrið sem hún er og nú er svo komið að tekist hefur að skapa því verk og tónsmíðar til næringar. Hinn merki atburður í iðnvæðing- arsögu landsins fer eins og fyrr segir fram í kvöld á Sirkusi en auk Appa- rats munu hinir goðsagnakenndu Lúdó og Stefán og rafsnillingurinn Biogen stíga á svið. Þess má að lok- um geta að Orgelkvartettinn App- arat er um þessar mundir að vinna að sinni fyrstu breiðskífu sem vænt- anleg er síðar á árinu en næsta verk- efni vélarinnar er að senda frá sér hljóma á Kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum. Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy Sýnt fim. 22/6 kl.20, uppselt fös. 23/6 kl. 20, lau. 24/6 kl. 20 sun. 25/6 kl. 20 Sýningartími 50 mínútur. T EIKFÉIAG ÍSimm LKf/isIflBNN 552,3000 Sjeikspir eins og hann leggur sig lau. 24/6 kl. 20 fös. 30/6 kl. 20 530 3O3O Hádegisleikhús með stuðningi Simans BJÖRNINN I dag fös. 23/6 kl. 12 örfá sæti laus mið. 28/6 kl. 12 nokkur sæti laus lau. 1/7 kl. 12 nokkursæti laus Leiksýning Yoshi Oida: INTERROGATIONS [ kvöld fös. 23/6 kl. 20 Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga, kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar óskast sóttír ( viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósöttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. KaííiLeikhúsfð JL^?.affiPtu 3 llilfíVffflilffiliWi'i Bannað að blóta í brúðarkjól föstudaginn 23. júní kl. 21 Fáar sýningar eftir Ljúffengur málsverður fyrír sýninguna MIÐASALA í síma 551 9055. Æ simi 587 6080 Dúndrandi dansleikur með hljómsveitinni Sín. Húsið opnaó kl. 23.00. Frítt inn til kl. 23.30. FÓLKí FRÉTTUM Tyson til búinn í slaginn ÞUNGAVIGTAR-hnefaleikamaður- inn Mike Tyson heilsaði upp á aðdá- endur sína í Glasgow í Skotlandi í vikunni. Kappinn hefur verið að æfa stíft fyrir bardaga sinn við Lou Sav- arese í Hampden Park sem fram fer í kvöld. Megi betri maðurinn vinna. AP Arnold ætlar að leika tortímandann aftur. Kemst Indiana Jones aftur á hvíta tjaldið? Af tortímendum og fornleifafræðingum SVO VIRÐIST sem hvert kvik- myndagoðið á fætur öðra sé að berj- ast við að finna leið sína aftur á hvíta tjaldið. Arnold Schwarzenegger hefur nú gefið frá sér opinbera yfirlýsingu um að hann ætli að leika T800-módelið í þriðju framhaldsmyndinni um Tor- tímandann. Framleiðendur myndar- innar verða Andrew Vajna og Mario Kassar sem eru þessa dagana ásamt Amold að smjaðra fyrir James Ca- meron, leikstjóra fyrri mynda flokksins. Það era framleiðendurnir sem eiga einkaréttinn á Tortím- andanum og hafa þeir fullyrt að myndin verði gerð þó svo að leik- stjórinn ákveði að vera ekki með. Áætlað er að tökur hefjist næsta vor og að myndin verði sumarsmellur ársins 2002. Einnig eru nú í gangi all háværar sögusagnir um að Steven Spielberg, George Lucas og Harrison Ford séu nú loksins búnfr að dusta rykið af uppáhalds fomleifafræðingi kvik- myndasögunnar. Eftir áralangar þreifingar til þess að finna holur á vinnuáætlun allra lykilmanna á loks- ins að vera komin hreyfing á fram- leiðslu fjórðu myndarinnar um Ind- iana Jones. Sagt er að Spielberg hafi fengið M. Night Shyamalan, hand- ritshöfund og leikstjóra „The Sixth Sense", til þess að skrifa handrit fjórðu myndarinnar um kappann. Hamson er víst afar spenntur fyrir því að fá að setja upp hattinn og sveifla svipunni á ný. Ovíst er hvað George Lucas mun koma mikið ná- lægt myndinni því eins og allir vita er hann afar upptekinn við það að klára Stjörnustríðsbálkinn. Allir hafa þeir þó sagt að Sean Connery muni mjög líklega taka upp afturhlutverk föður Indy í nýju myndinni. Eins og staðan er nú er áætlað að hefja framleiðslu myndarinnar árið 2002. Jónsmessu- dansleikur í Rauða Ijóninu laugar- dagskvöldið frd kl. 23. Hljómsveitin Hot & sweet heldur uppi jjörinu fram d rauða nótt. Enginn aðganseyrir Boltinn í beinni d risoskjd Boxið d Sýn Djasstríó Árna Heiðars spilar á Nauthöli JÓNSMESSUNÓTT er ein af mögn- uðustu nóttum ársins, henni fylgir ýmis þjóðtrú, svo sem sú að kýrnar tali og að selir fari úr hömum sínum. Hið magnaða Djasstríó Árna Heiðars ætlar að nýta sér töfra- mátt næturinnar og spila á kaffi- húsinu Nauthóli við Nauthólsvík frá miðnætti til tvö um nóttina. Tríóið skipa þeir Matthías trommuleikari, Tómas R. Einai'sson á kontrabassa og Árni Heiðar píanóleikari. Munu þeir félag- ar leika djass við allra hæfi og mun andi Carlos Jobin og Cole Porters meðal annaira svífa yfii' vötnunum. Árni Heiðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.