Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 16

Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ingólfur Guðmunds Kolkuó ræktu nýttlíf ÁAkranesi hafa hjónin Sigurmon Hrein Geirsdóttir stefnt markvisst aó ræktun labradorkyni og er árangurinn aö koma ir þjálfun og uppeldi undanfarinna ára. blaóamaöur og Ingólfur Guðmundsson sóttu þau og uröu margs vísari um ræk hunda meö blátt blóö í æóum. IG HEF stundað Iveiðar á gæsum og öndum frá því égvarumtvítugt og rjúpan bættist við nokkrum ár- jum síðar. Lengst laf var veiðihug- urinn gríðarlegur og því meira sem veiddist þeim mun betri var veiðitúrinn. Eftir að ég fór að nota hunda við veiðamar hefur viðhorfið breyst, nú finnst mér góð veiðiferð ein- kennast af því hvemig hundur- inn vinnur með mér og sam- bandið við hundinn er það sem mestu skiptir við veiðamar," segir Sigurmon í upphafi sam- tals okkar en við Ingólfur ljós- myndari erum sestir við eld- húsborðið hjá þeim Þuríði og kringum fætur okkar snúast tæplega fimm vikna gamlir hvolpar undan Kolku, elstu tíkinni af þeim þremur sem Sigurmon og Þuríður hafa komið sér upp. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún gýtur því fram að þessu hefur hún ein- göngu verið notuð við veiðar. Sigurmon og Þuríður hafa undanfarin ár unnið markvisst að því að koma sér upp góðum hundum til undaneldis og ekk- ert sparað til þess. Fyrir tveimur ámm keyptu þau tvær tíkur, Bringwood Quiz og Bringwood Quail, sex mánaða gamlar frá Bringwood-rækt- endunum í norðanverðu Eng- landi, og eftir að hafa reynst lausar við alla arfgenga og meðfædda galla og sýnt ótví- ræða hæfileika til veiða eru þær systur nú tilbúnar til und- aneldis. Sækjandi veiðihundar Skotveiðar með hundum hafa tíðkast um aldir erlendis og eru gjaman tengdar við hinn evrópska háaðal sem taldi ræktun góðra veiðihunda vera göfúga iðju og aðalsmönnum vel sæmandi. Ymsar tegundir veiðihunda hafa verið ræktað- ar í Evrópu og hverri tegund ætlað ákveðið hlutverk og ræktuð með skýrt afmörkuð markmið í huga. Sækjandi veiðihundar eru þeir hundar sem sækja fallna bráð, hvort sem er á iandi eða í vatn. Standandi fuglahundar eru þeir hundar nefndir sem benda á bráðina og eru þeir af ýmsum tegundum þeirra helstar setar og bendar. Sumir þessarra nýtast einnig við að sækja fallna bráð og/eða við að fæla upp bráð fyrir skotmanninn en þó eni til sérstakar tegundir fælihunda sem sinna því hlut- verki eingöngu. Þá eru einnig aðrar tegundir veiðihunda sem elta uppi bráð og króa hana af, t.d. refi, héra, villisvín, þvotta- bimi, hjartardýr o.fl. Hér á landi hafa veiðihundar ein- göngu verið notaðir við fugla- veiðar ef undan era skiidir minkahundar af terrierkyni sem hafa verið notaðir allmiklu lengur. Innflutningur og rækt- un veiðihunda til fuglaveiða hófst hér á áttunda áratugnum er fluttir vora inn hundar af Labradorkyni en þeir hafa lengi verið taldir einna ijölhæf- astir af kyni sækjandi hunda, þola vel kulda og volk, eru út- haldsgóðir og sterkir og af- burða duglegir í vatni, hvort sem er ferskvatni eða sjó. I kjölfarið vora síðan fluttir inn setar sem era standandi fugla- hundar og era nefndir írskir, enskii- og skoskir setar eftir útliti og eiginleikum. Hefur hinn rauðbráni írski seti náð mestum vinsældum og á tíma- bili varð hann eftirsóttur heim- ilLshundur fyrir sakir glæsilegt útlit en gríðarleg hreyfiþörf setanna var kannski ekki jafn vel þekkt. Á seinni áram hafa verið fluttfr inn þýskir veiði- hundar og enskir bendar (pointers) og gerðar hafa verið tilraunir með innflutning og ræktun nokkurra annarra veiðihundategunda án þess að árangur sé farinn að skila sér veralega enn sem komið er. Sy nti sjáifur eftir öndinni Þekking manna hérlendis á ræktun og þjálfun hunda til íúglaveiða var framan af byggð á brjóstviti hvers og eins. Menn náðu sambandi við sinn hund og gátu nýtt hann til veiða en samræmt kerfi til þjálfunar sem um áratuga skeið hefur verið viðurkennt erlendis var ekki tekið upp hér fyrr en fyrir áratug eða svo. Veiðipróf með sækjandi hund- um var fyrst haldið hér vorið 1995 en hefur verið árlegur viðburður síðan og jafnan haldið nokkram sinnum á sumri. Veiðiprófin sem haldin hafa verið hérlendis eru sniðin að norskum fyrirmyndum en upprani þjálfunar hinna sækj- andi hunda er þó á Bretlands- eyjum. Á Norðurlöndunum hefur þróast nokkuð sterk hefð fyrir fuglaveiðum með hund- um, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, og hafa verið fengnir þaðan hundaþjálfarar til að kenna á námskeiðum og dæma á veiðiprófum. Hér á landi era nokkrir einstaklingar komnir með dómararéttindi og má þar nefna Sigurð Benediktsson og Halldór Bjömsson sem báðfr hafa dæmt með góðum árangri á veiðiprófum retrieverdeildar Hundaræktarfélags Islands. Sigurmon segist hafa eign- ast sinn fyrsta hund fyrir 10 áram síðan, tík af hinum ís- lenska ræktunarstofni. „Tíkin, sem hét Tinna, reyndist vel og var ágætur veiðihundur en þegar hún eltist kom með- fæddur erfðagalli í ljós og hún bilaði í mjöðmum með þeim af- leiðingum að ég varð að fella hana fyrir tveimur áram,“ seg- ir Sigurmon þegar ég inni hann eftir upphaíl hundaáhug- ans. Þuríður segir að það hafi eiginlega verið hún sem krafð- ist þess að hann fengi sér hund þegar henni var hætt að lítast á blikuna. „Einu sinni kom hann heim allur klakaður og frosinn. Þá hafði hann synt út í sjó eftir nýskotinni önd í 8 stiga frosti! Þá sagði ég að lík- lega væri best að hann fengi sér hund.“ Kolkuósræktun hafin að nýju Sigurmon segir að í upphafi hafi hann lítið vitað um þjálfun veiðihunda og lært af sér fróð- ari mönnurn og með þvf að lesa sér til. „Ég hafði stundað tamningar á hestum og lært mikið af afa mínum norður í Skagafirði og sú reynsla hefur skilað sér við hundaþjálfunina þó hundar og hestar séu ólíkar dýrategundir." Afinn í Skaga- firði var enginn annar en Sig- urmon Hartmannsson í Kolku- ósi, en hrossin frá Kolkuósi voru landsþekkt um áratuga skeið. Sigurmon hefur einmitt tekið upp Kolkuósnafnið í hundaræktun sína og segist með því vera að heiðra minn- ingu afa síns. „Mér finnst líka gaman að halda ræktunar- nafninu við með þessum hætti.“ Tíkin Tinna var ekki ein í heimili lengi því í september 1995 keypti Sigurmon Treckers Bouda, sex mánaða Sjaldgæfsjón. Hundur á flugi. gamla tík sem þrátt fyrir rækt- unamafnið á allar ættir að rekja til breska ræktunarbús- ins Drakeshead sem um árabil hefur ræktað veiðihunda af labradorkyni með góðum ár- angri. í ársbyrjun 1996 bættist svo enn einn hvolpur í hópinn sem bar nafnið Falcon og ætt- artala hans ber með sér að hann er nánast með blátt blóð í æðum, hver veiðimeistarinn rekur annan þegar ættbókin er skoðuð. „Afi Falcons er eini hundurinn sem hefur unnið breska veiðimeistaratitilinn þrjú ár í röð (British Field Tri- al Champion). Falcon hefur staðið sig mjög vel hér heima og náð fyrstu einkunn á veiði- prófum hvað eftfr annað en hann hefur komið síður út á sýningum og fengið þriðju ein- kunn fyrir útlit.“ Hér er snert á viðkvæmu atriði og því sem helst er tekist á um af ræktendum Labradorhunda. Spyrja má hvemig framúr- skarandi veiðihundur geti fengið lága einkunn á sýningu en líka má spyija hvað slíkur hundur hafi á gera á sýningu sem einna helst má líkja við fegurðarsýningu þar sem hæfileikar og vinnuvilji skipta litlu máli. Þannig er vel hægt að hugsa sér að hundur af labradorkyni sem hefúr útlitið með sér vinni til verðlauna á hundasýningu en sé gagnslaus sem veiðihundur. Stofustáss og kjöltiuakki án tilgangs að öðra leyti. Sigurmon segir að um langt skeið hafi tvenns konar mark- mið ríkt í ræktun labrador- hunda sem beinst hafi í ólíkar áttir. „Bæði markmiðin eiga rétt á sér þar sem þau full- nægja ákveðnum þörfum og kröfum sem gerðar eru. Ann- ars vegar er um að ræða labradorhunda sem ræktaðfr hafa verið með tilliti til eigin- Ieika fyrst og fremst og era gjaman kallaðir field trial hundar til aðgreiningar frá sýningarafbrigðinu sem rækt- að hefur verið með tilliti til út- lits fyrst og fremst. Með tím- anum hafa þessi tvö afbrigði fengið sín séreinkenni í útliti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.