Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 17

Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUD AGUR 25. JÚNÍ 2000 B 17 og sumum finnst sem hund- amir mínir séu ekki með rétta „labradorútlitið“. Almennt finn ég nú samt aðallega í'yrir mikilli jákvæðni gagnvart hundunum mínum, en það er svona einn og einn aðUi sem virðist ekki geta sætt sig við þessa hunda. Það má svo velta því fyrir sér hvort það sé labra- dorhundur sem hefur ekki lengur úthald í að sækja bráð og er jafnvel ekki almennilega syndur. Þannig hundar hafa engu að síður náð langt á sýn- ingum. Á stærstu hundasýn- ingu Bretlands, Crufts, fá labradorhundar ekki að taka þátt nema þeir hafi náð ákveðnum lágmarksái-angri á veiðiprófi. Það þykir einfald- lega ekki Iabradorhundur sem ekki hefur sýnt hæfileika á því sviðL“ í þessu samhengi má vísa til þekktrar deilu í sögu Evrópskrar hundaræktunar er tekist var um ræktunar- markmið hins þýska stutt- hærða bendis á nítjándu öld- inni. Þar náðist ekki markverður árangur íyrr en undir lok aldarinnar er það sjónarmið varð endanlega ofan á að hæfileikar skiptu meira máli en útlit. Meginmunurinn á útliti veiðiafbrigðisins og hins hefð- bundna útlits Labradorhunds- ir að eigandi hans, góður vinur minn og félagi Haraldur Bjamason, lést úr krabba- meini. Hann bað um að ef Auð- ur konan hans treysti sér ekki til að hafa Buck tæki éghann að mér. Haraldur keypti Buck íjögurra ára gamlan frá Eng- landi en hann hafði þá unnið til ýmissa verðlauna og viður- kenninga og verið notaður til undaneldis með góðum ár- angri. Tíkin Treckers Bouda, eða Kolka eins og ég kalla hana, er undan honum þó ég hafi keypt hana talsvert áður en Haraldur keypti Buck. Þetta eru hvorutveggja úrvals- hundar og hafa margsinnis náð 1. einkunn á veiðiprófum hér heima.“ Þau Sigurmon og Þuríður segja að langtímamarkmiðin með ræktuninni hafi loks farið að skila sér í janúar er Quail gaut í fyrsta sinn eftir að hafa verið pöruð við Falcon og var það jafnframt fyrsta gotið sem Kolkuósræktunin hefur skilað til þessa. Kolka var svo pöruð við Falcon nokkru síðai' og gaut í byrjun maí og síðar á ár- inu hyggst Sigurmon para Quiz við Buck. „Ég hef líka augun hjá mér eftir vænlegum undaneldisdýrum því það er nauðsynlegt að taka nýtt blóð reglulega inn í ræktunina.“ vöru fyrr en með hvolpunum, en hún hafi þó áður aðstoðað Sigurmon við þjálfun hund- anna. „Það er nú samt ekki meira en eitt ár síðan ég fór að taka þátt í því með honum, þegar hann vantaði aðstoð við að kasta gervibráð fyrir hund- ana.“ Hún verður sposk á svip- inn þegar ég spyr hvort hana hafi órað fyrir því hvað ætti eftir að fylgja í kjölfarið þegar hún hvatti Sigurmon til að fá sér hund fyrir tíu árum. „Nei, ég sá nú ekki fyrir mér fimm hunda og tvö til þijú got á ári.“ Sigurmon dregur strax í land og segir að ekki sé víst að framleiðslan verði svo mikil. „Það er svo margt sem spilar inn í að ómögulegt er að áætla slíkt.“ Góðir dagar og slæmir Það má þó hafa í huga að áður en fyrsta gotið varð stað- reynd í janúar lá þrotlaus vinna í fimm ár að ónefndum kostnaði við kaup, innflutning og þjálfun hundanna. Sig- ---TT ins er fólginn í því að veiði- hundamir eru léttari og háfættari, andlitið er grennra og trýnið nokkuð lengra. And- litsdrættir eru ffnlegri og skrokkurinn hlaupalegri þó á þessu sé nokkur munur á milli einstaklinga. „Ástaíðan fyrir því að veiðihundamir hafa ekki eins samræmt útlit og sýning- arhundarnir er ósköp einfold. Þau dýr sem sýna bestu hæfi- leikana era valin til undaneldis og gildir þá einu hvemig þau líta út; þannig geta komið inn í veiðihundaræktunina labra- dorar með hið hefðbundna útlit ekkert síður en hinir svo ein- staklingamir verða ekki allir eins. Það er t.d. talsverður út- litsmunur á Falcon og tíkunum mínum tveimur Quail og Quiz og þannig geta hvolpar undan þessum dýmm orðið nokkuð ólíkir hver öðrum.“ Auk þessara ijögurra hunda sem Sigurmon hefur nefnt er hann með einn til viðbótar sem einnig er innfluttur frá Eng- landi. „Hundurinn Millcreek Buck kom til mín í aprfl ’99 eft- Það segir sig sjálft að með fimm fullorðna hunda á heimil- inu og eitt got í gangi á hverj- um tíma verður allt meira og minna undirlagt af hundahald- inu. Það vekur þó strax athygli þegar komið er á heimili þeirra Sigurmons og Þuríðar að hundamh' em hvergi sjáanleg- ir. „Þegar þeir vom orðnir fleiri en þrír innréttaði ég hluta af bflskúmum fyrir hundana,“ segir Sigurmon. „Við tökum bara tíkumar inn þegar þær em komnar að goti og leyfum þeim að vera hér inni með hvolpana." Þuríður segir að mikil vinna fylgi hvolpunum, því þeir em allt að tíu talsins í hverju goti og fylgjast þarf vel með því fyrstu dagana að þeir fái allir sitt og verði ekki fyrir hnjaski þegar tfldn er að brölta yfir þeim. „Við skiptumst á að vaka allan sólarhringinn fyrstu tvær vikumar til að vera viss um að ekkert komi fyrir,“ segir Þuríður. Hún segir að hundaáhugi sinn hafi ekki kviknað fyrir al- urmon hefur á þessum tíma áunnið sér orðstír fyrir að vera einn af okkar fæmstu veiði- hundaþjálfumm enda ber ár- angur hundanna hans í veiði- prófum þess órækt merki. Allir hafa þeir fengið fyrstu einkunn oftar en einu sinni þó vissulega hafi komið fyrir að árangurinn væri ekki eins og best verður á kosið. „Það er aldrei hægt að reikna fyrir fram með úrslitum í veiðipróf- um. Það eru svo margir þætth' sem spila inn í. Hvemig er hundurinn upplagður, hvemig er ég sjálfur upplagðui', hvem- ig hefur þjáÚunm tekist og hvar er hundurinn staddur í þjálfuninni. Jafnvel harðfull- orðnir hundar eins og Falcon og Buck, sem hafa margsann- að sig, eiga sína góðu og slæmu daga,“ segir Sigurmon. Veiðar með hundum hafa færst í vöxt hérlendis á undan- fomum ámm en líklega er rétt að fyrh'byggja hugsanlegan misskilning að hundamir stundi veiðamar undir stjóm eigandans. „Fuglaveiðar með hundum em eingöngu stund- aðar á þann hátt að hundurinn er þjálfaður í að sækja fallna eða særða bráð við eins fjöl- breyttar aðstæður og hugsast getur,“ segir Sigurmon. „Labradorhundurinn er sækir (retriver) og það er sá eigin- leiki hans sem sóst er eftir. Hann sækir bráðina eftir að veiðimaðurinn hefur skotið hana og afhendir hana óskemmda í hendi eigandans. Þetta hljómar einfalt en til þess að hundurinn geti gert þetta þarf að kenna honum ýmislegt. Við gæsa- og anda- veiðar sem hér em stundaðar á haustin og vetuma þarf hund- urinn að þola vetrarveðrátt- una. Hann þarf að geta sótt bráðina út í frostkalt vatn og þola að liggja kyrr langtímum saman þess á milli. Hann þarf að læra að kippa sér ekki upp við skothvelli og hann verður að hlýða eigandanum alveg skilyrðislaust og gegna flautu, bæði innkalli og stoppi. Hann verður líka að skilja bendingar eigandans, um að fara til hægri eða vinstri, fara lengra í burtu eða koma nær í leit að fugli. Hann verður að læra að fylgj- ast með ftiglinum á flugi og muna hvar hann féll. Hann ir skipun um að sækja fugl- inn.“ Sigurmon bætir því við að ekki fari alltaf saman að góðir veiðimenn séu heppileg- ustu hundaeigendumir. „Eg vil miklu heldur vita af hvolpi frá mér hjá fólki sem fer vel með hann þó enginn stundi veiðar á því heimili heldur en í höndunum á veiðimanni sem rekur hann áfram með látum og kannski ofbeldi. Það er þó sem betur fer orðið mjög sjald- gæft að menn fari illa með hundana sína.“ Sambandið var persónulegra Þjálfunin á sér stað í nokkr- um þrepum, en sum þrepin skarast verulega og margt er hægt að æfa samhliða og sam- tímis. „Góð hlýðniþjálfun er upphafið að vel heppnaðri veiðiþjálfun og flestir byrja strax að kenna hundinum sín- um helstu mannasiði en svo er meira undir hælinn lagt hversu vel því er fylgt eftir og hversu þrautseigir menn em við þjálfunina.“ Hér á landi hefur einnig tíðk- ast að menn þjálfi hunda sína sjálfir og eru þá oftast að þjálfa hund í fyrsta sinn. Erlendis er algengara að menn kaupi þjálf- aða veiðihunda, unghunda sem hlotið hafa grunnþjálfun og nýi eigandinn fer þá á stutt nám- skeið tfl að læra meðferð hundsins. „Þetta hefur ekki verið gert hér nema í einhveij- um undantekningartflfellum og þá helst ef menn em að taka fullorðna hunda að sér af ein- hveijum ástæðum. Reyndar hef ég selt tvo hvolpa tfl Banda- ríkjanna Annar þeirra fer ekki fyrr en um jól og verður þá búinn að fá grunnþjálfun hjá mér. Það var Ásgeir Heiðar sem kom þessum viðskiptum í kring en í Bandaríkjunum er talsvert sóst eftir hundum af enskum uppruna. Það er vissulega krefjandi að þjálfa veiðihund en það er í sjálfii sér ekki mjög erfitt ef menn eru þolinmóðir og tilbún- ir að gefa sér nauðsynlegan tíma með hundinum. Síðustu tvö ár hafa einnig verið haldin námskeið fyrir veiðihunda og eigendur þeirra og þau hafa verið nokkuð vel sótt,“ segir Sigurmon sem sjálfur mun leiðbeina ásamt Margréti Pét- ursdóttur á námskeiði í haust á verður að geta munað tvo eða fleiri fugla svo hægt sé að senda hann út aftur ef skotnir hafa verið nokkrir fuglar úr sama hópi.“ Undirstaða alls er hlýðni I veiðiprófum em hundamir látnir leysa þrauth' sem byggj- ast allar upp á því að líkja sem best eftir aðstæðum á veiði- stað. Sigurmon segir að gmnd- vallaratriði þjálfunar góðs veiðihunds sé hlýðniþjálfun. „Það er í eðli Labradorhunds- ins að sækja hluti en til þess að hann læri að sækja bráð og ekkert annað þarf að gæta að ýmsu. Margir flaska á byijun- aratriðunum áður en haldið er með hundinn í fyrsta veiðitúr- inn. Ef hundurinn hefur ekki lært að ganga við hæl og hlýðir ekki innkalli eða stoppi þá er ekki tímabært að fara með hann í veiði. Hann verður einn- ig að vera orðinn skotstöðugur þ.e. að hann ijúki ekki af stað við skothvellinn heldur bíði eft- vegum retrieverdeildar HRFÍ. „Ég hef hingað til ekki komið nálægt kennslu, þar hafa aðrir verið atkvæðameiri en ég. Fmmkvöðullinn í form- legri kennslu og þjálfun veiði- hunda er Ásgeir Heiðar sem hélt námskeið hér í kringum 1990 og kenndi okkur hinum ýmislegt. Af öðmm sem stund- að hafa þjálfun og kennslu má nefna Sigurð Benediktsson, Halldór Bjömsson og hjónin Margréti Pétursdóttur og Sig- urð Magnússon sem hafa verið vakin og sofin við þetta og eiga úrvals hunda.“ Sjálfur segist Sigurmon vera áhugamaður í þessu og eitt hafi leitt af öðm þar til svo er komið að færri fá hvolpa hjá honum en vilja. „Samband mitt við Tinnu gömlu var persónu- legra en við nokkurn af hund- unum mínum núna og mér ftnnst alltaf skemmtilegast að fara í veiði með einn eða tvo hunda og ná góðum degi með þeim. Það er engu öðra líkt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.