Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR11. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skútan Besta kom fyrst í mark í siglingakeppnmm
Lenti 1 slæmu veðri
/
við Irlandsstrendur
ISLENSKA skútan Besta, sem tek-
ur þátt í siglingakeppninni á milli
ísiands og Frakklands, kom fyrst
keppenda í mark þegar hún lagðist
að bryggju í hafnarborginni Paim-
pol um klukkan hálfátta í gærkvöld.
Að sögn Arnþúrs Ragnarssonar
stýrimanns var vindátt mjög hag-
stæð og þeytti hún skútunum á met-
tíma að meginlandi Evrópu og var
Besta með vindinn 60 til 90 gráður
á stjórnborðshlið allt frá Reykja-
nesi að írlandi og náði allt að 20 sjó-
mílna hraða, sem jafngildir um 36
kílómetra hraða á klukkustund.
Besta er komin inn á Ermarsund
og í gær átti hún um 100 sjómílna
siglingu eftir til Paimpol í Frakk-
landi. Þegar Besta nálgaðist ír-
landsstrendur sigldi hún í gegnum
tvenn lægðaskil og var siglingin
erfið í slæmu veðri þar sem vind-
hraðinn náði um 40 til 45 hnútum.
Sluppu með skrekkinn
Að sögn Arnþórs var ölduhæðin
um 10 metrar og minnstu munaði
að illa færi þegar skútan æddi niður
einn öldudalinn og stakk sér inn í
aðra öldu, en þegar það gerðist,
voru tveir úr áhöfninni staddir
fremst á bátnum fyrir ofan stefnið.
Mennimir sluppu hins vegar með
skrckkinn en áhöfii á afturdekki
brá heldur í brún því í nokkrar sek-
úndur sást ekki í þá félaga.
Málþing hjá Urði, Verðandi, Skuld
Möguleikar
líferfðatækni
á nýrri öld
MÖGULEIKAR líferfðatækninnar á
nýrri öld er yfirskrift málþings sem
líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi,
Skuld gengst fyrir á Hótel Loftleið-
um á morgun þann 12. júlí næstkom-
andi frá kl. 13 til 17. „Fyrirlesarar
eru meðal kunnustu sérfræðinga
heims á sviði líftækni auk þess sem
lögfræðingar fjalla um lagalegar
hliðar á starfsemi líftæknifyrirtækja.
Þingið er liður í þeirri viðleitni UVS
að stuðla að breiðri og upplýstri um-
ræðu hér á landi um líftækni og
erfðavísindi,“ segir í fréttatilkynn-
ingufráUVS.
„Bemhard Pálsson, stjómarfor-
maður Urðar, Verðandi, Skuldar og
prófessor í lífverkiræði við Kaliforn-
íuháskólann í San Diego, opnar þing-
ið. Þá talar Leroy Hood, prófessor í
líftækni við Washingtonháskóla, um
líferfðatæknina, byltingu á nýrri öld.
Hood er stofnandi fjölda fyrirtækja á
sviði líftækni. Á eftir Hood talar
Shankar Subramaniam um upplýs-
ingabyltinguna í líffræði. Hann er
prófessor í lífupplýsingatækni við
Kaliformuháskóla og Supercomputer
Center í San Diego og stofnandi Bio-
logical Workbench á Veraldarvefn-
um. Hagnýting ofurgreiningartækni
í lífvísindum er yfirskriftín á fyrir-
lestri Glen A. Evans. Hann er stofn-
andi- nokkurra líftæknifyrirtækja,
þar á meðal Nanogen sem stendur
einna fremst í DNA flögutækni í dag.
Þá talar Nick Short, fyrrverandi rit-
stjóri líffræðideildar vísindatímarits-
ins Nature, um krabbamein: Frá
sameindum til lækninga. Short er
kunnur ráðgjaíl á sviði líftækni. Síð-
astur í hópi vísindamannanna sem
tala á málþinginu er Bmce Walsh,
prófessor við háskólann í Arizona, en
hann er líftölfræðingur og skrifaði
eina helstu kennslubók sem til er á
því sviði. Walsh fjallar um gildi öfl-
ugra ættfræðiupplýsinga.
Tveir lögfræðingar flytja fyrir-
lestra á málþinginu. Cathryn Camp-
bell, sérfræðingur í einkaleyfalögum,
talar um hagnýtíngu hugverka á tím-
um líftækninnar og M. Wainwright
Fishburn Jr. J.D., sem er kunnur
lögmaður á sviði hlutafélagalaga og
fyrirtækjarekstrar, ræðir um
þroskaferil líftæknifyrirtækja.
Þingið fer fram á ensku og er öll-
um opið án endurgjalds. Málþingið er
ekki einungis ætlað vísindamönnum
heldur öllum þeim sem hafa áhuga á
að kynna sér möguleika líferfða-
tækninnar á nýrri öld.
Málþingið er haldið í tengslum við
fund Vísindaráðs Urðar, Verðandi,
Skuldar á íslandi en margir fyrir-
lesaranna eiga sæti í því. Þeir sem
hafa áhuga á að sækja þingið em
vinsamlega beðnir um að skrá þátt-
töku á www.uvs.is eða með tölvupósti
til uvs@uvs.is,“ segir þar enn frem-
ur.
Morgunblaðið/Þorkell
Skútan Besta átti í gær um 100 sjómílur eftir til Paimpol í Frakklandi.
Féll af reiðhjóli og höfuðkúpubrotnaði
Er á batavegi
UNG kona höfuðkúpubrotnaði þegar
hún féll af reiðhjóli á Reyðarfirði,
skömmu eftir miðnætti aðfaranótt
laugardags. Hún var flutt með
sjúkraflugvél á Landspítalann í
Reykjavík.
Konan var í hjólreiðatúr ásamt
eiginmanni sínum og var nýkomin
niður brekku þegar hún missti vald á
reiðhjólinu í beygju og féll í götuna.
Við höggið höfuðkúpubrotnaði kon-
an og skarst illa. Hún var þegar flutt
á sjúkrahúsið á Neskaupstað en þar
var ákveðið að flytja hana á Land-
spítalann í Reykjavík. Sjúkraflugvél
var pöntuð frá Ákureyri en um tíu
mínútum áður en vélin átti að lenda á
Norðflrði lokaðist flugvöllurinn
vegna þoku. Um tíma leit út fyrir að
flytja þyrfti konuna með sjúkrabif-
reið að Grímsstöðum á Fjöllum en þá
rofaði til yfir Egilsstöðum og gat því
sjúkraflugvélin lent þar. Flugvélin
gat farið í loftið um fímm klukku-
stundum eftir slysið. Að sögn Bjama
Hannessonar læknis er konan á
batavegi og er líðan hennar eftir at-
vikum góð en hún var ekki það al-
varlega slösuð að hún þyrfti að fara á
gjörgæsludeild.
Bjarni Sveinsson, yfírvarðstjóri
lögreglunnar á Eskifirði, segir mikla
lukku að hægt hafi verið að flytja
konuna með flugvél. Ella hefði jafn-
vel þurft að aka með hana upp að
Grímsstöðum á Fjöllum en vegurinn
þar er afar erfíður sökum viðgerða.
Konan var ekki með reiðhjólahjálm
en Bjarni segist vita til þess að hún
sé iðulega með hjálm. Það hafl þvf
verið einskær óheppni að hún hafi
verið hjálmlaus einmitt þetta kvöld.
Öll starfsemi Byggðastofnunar flutt til Sauðárkróks
íslendingi |
miðar hægt
við vestur-
strönd
Grænlands
ÁHÖFN víkingaskipsins íslendings
gerði í gær ráð fyrir að komast á
leiðarenda í dag en ísrek varð til þess
að skipið varð að leggja lykkju á leið
sína og þokuloft hefur einnig tafið
för. Skipið er komið fyrir suðurodda
Grænlands, siglir nú með vestur-
ströndinni og á skammt ófarið til
Brattahlíðar.
Ellen Yngvadóttir, einn áhafnar- (
meðlima skipsins, upplýsti í gær að J|
hægviðri og svartaþoka hefði verið á i
siglingaleið skipsins og væri það al- P
gengt á þessum slóðum á þessum
árstíma. Siglt er á tveggja til fjög-
urra sjómílna hraða og fara verður
varlega þar sem íshrafl fylgir oft
þokuloftinu.
Á laugardagskvöldið lenti Islend-
ingur í miklum hafís og tók það
áhöfnina tíu klukkustundir að koma
skipinu út úr ísbreiðunni. Naut hún L
aðstoðar Hríseyjar sem fylgir ís- ||
lendingi eftir. Skipin rötuðu inn í ís- jj
breiðuna meðal annars vegna þess p
að styðjast varð við tveggja daga
gamalt ískort. Vonast var eftir nýj-
um upplýsingum í gær og að ískönn-
unarvél frá Grænlandi myndi fljúga
yfir svæðið.
-----FH-------
Bfll bilaði inni
í Hvalfjarðar- jj
göngunum
HVALF JARÐ ARGÖN GUNUM
var lokað í 10 mínútur um klukkan
sjö í gærkvöld er fólksbfll bilaði inni í
göngunum. Samkvæmt upplýsingum
frá fyrirtækinu Speli, sem rekur
göngin, fór kúpling í bíl eldri hjóna
og var göngunum lokað á meðan bfll- f
inn var dreginn út, en það er vinnu- jj
regla að loka göngunum þegar eitt- p
hvað þessu líkt kemur upp á.
--------------
Ók á kyrr-
stæðan bfl í
Öldugötu
KONA á þrítugsaldri ók Öldugötu |
snemma í gærmorgun, á móti ein-
stefnu, og hafnaði á kyrrstæðum bíl
við Brekkustíg. Bíllinn sem ekið var
á kastaðist á annan bfl.
Konan meiddist ekki alvarlega en
tveir bflanna skemmdust mikið, að
sögn lögreglunnar í Reykjavík, sem
tilkynnt var um atburðinn klukkan
hálffimm.
Konan er grunuð um ölvun við |
akstur.
Þungt hljóð í starfsmönnum
STARFSFÓLK Byggðastofnunar í
Reykjavik er óánægt með ákvörðun
Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, um flutning
Byggðastofnunar til Sauðárkróks.
Þróunarsvið stofnunarinnar hefur
verið starfrækt á Sauðárkróki síðan
árið 1998 en á föstudag tók ráðherra
ákvörðun um að öll starfssemi stofn-
unarinnar yrði flutt norður. Yfir-
stjórn stofnunarinnar og lánastarf-
semi hefur verið starfrækt í
Reykjavík.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segist ekki hafa
tekið ákvörðun um það, hvort hann
muni veita stofnuninni forstöðu eftir
flutninginn. „Nú, þegar endanleg
ákvörðun liggur fyrir, þarf fólk að
meta stöðu sína gagnvart starfi, fjöl-
skyldu og öðru sem máli skiptir,"
segir Guðmundur. Hann segir ekki
ljóst hversu stór hluti starfsmanna
muni flytja með stofnuninni norður á
Sauðárkrók. „Þetta er vissulega sér-
stök og erfið staða fyrir starfsmenn
sem allir hafa unnið hér lengi en
yngsti starfsmaðurinn hefur unnið
hér í 13 ár,“ segir Guðmundur.
Mikil þekking getur tapast ef
starfsfólk flyst ekki norður
Aðspurður segir Guðmundur að
mikil þekking geti tapast ef stór
hluti starfsmanna hættir hjá stofn-
uninni. „í vetur kom til umræðu að
hætta lánastarfsemi Byggðastofnun-
ar. Alþingi ákvað hins vegar að starf-
seminni yrði haldið áfram og var
meðal annars vitnað til þess að full
þörf væri á þessari starfsemi vegna
breytinga á bankakerfinu auk þess
sem mikil þekking á lánastarfsemi á
landsbyggðinni væri til staðar innan
stofnunarinnar,11 segir Guðmundur.
Guðmundur segii’ það betra að
stofnunin sé starfrækt á einum og
sama stað en hann telji að skynsam-
legra hefði verið að halda þróunar-
sviðinu í Reykjavík. „Þetta eru pólí-
tískar ákvarðanir og ég get að mörgu
leyti skilið vanda stjórnmálamanna.
Við höfum orðið mjög undan að láta í
baráttunni við fólksfækkun á lands-
byggðinni, en hvort þetta sé eina
rétta leiðin til þess að sporna við því
er kannski önnur saga,“ segir Guð-
mundur. Jensína Magnúsdóttir, for-
maður starfsmannafélags Byggða-
stofnunar, segir að hljóðið í starfs-
fólkinu sé þungt. „Við erum búin að
starfa hér lengi og okkur hefur líkað
mjög vel við þennan vinnustað. Þetta
er því mikil röskun á okkar högum
en við eigum alveg eftir að skoða
okkar stöðu,“ segir Jensína. Hún
segist ekki vita hvort einhverjir
hyggist flytjast til Sauðárkróks. „Eg
get aðeins talað fyrir mig og mér
finnst ólíklegt að ég flytji. Hér á ég
mína fjölskyldu og ættingja og hér
vil ég búa,“ segir Jensína.
Bflvelta við
Hveradali
TVEIR bflar ultu og lentu utan veg-
ar skammt frá vegamótum Þrengsla-
vegai’ og Suðurlandsvegar síðdegis á
sunnudag. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi varð slysið með þeim hætti
að ökumaður sem ætlaði að taka
fram úr hætti við er hann sá bíla
koma á móti. Hann reyndi þá að
koma sér aftur inn í bflaröðina en
rakst í bflinn sem hann ætlaði fram
úr með þeim afleiðingum að báðir
ökumenn misstu stjórn á bflum sín-
um.
Bflamir höfnuðu sitt hvorum meg-
in vegarins og fóm báðir eina veltu.
Ökumennirnir vom einir í bílum sín-
um og hlaut annar þeirra minnihátt-
ar meiðsli.