Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 11 JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDASAGA VIKUNNAR Brú til mynda- söguheima Zeta, l.tölublað, 1. árgangur. Gefið út af Nordic Comics. Inniheldur þýddar sögur um Lukku-Láka, Leð- urblökumanninn, Júlíus Bosevert, Hermínu, Titt, Beina, Sniglana, Lalla lánlausa og Leonardó. Kostar 399 kr. og fæst í öllum bókabúðum og bensínstöðvum. Heimasíða út- gáfunnar er: www.nordiccomic.com. ÞAÐ VAR fyrir um tíu árum síðan sem erlendar hetjur myndasagnanna hættu að tala íslensku. Súpermann, Köngulóarmaðurinn, Tarzan o.íl. sem höfðu verið í málkennslu hjá prentsmiðjunni á Siglufirði fundu ekki lengur jafngreiða leið inn á heimili aðdáenda sinna og prentvél- amar voru stöðvaðar. Þann atburð er nánast hægt að kalla menningarslys í bókmenntasögu Islands því ásamt þeim örfáu titlum sem bókafélögin voru að gefa út á þessum tíma voru þar á ferð einu tengsl myndasagna við yngstu lesenduma. Þó svo að sög- urnar um Köngulóarmanninn og Súpermann hafi verið langt frá því að kallast bókmenntaleg afrek hrundu þama snemma á síðasta áratugi brýmar inn í víðari og litríkari bók- menntaheim. Vissulega em tengslin milli myndasagna og bama nauðsyn- leg því eins og staðan er í dag er það afar sjaldgæft að bókmenntaunnandi sem kominn er yfir þrítugt taki allt í einu upp á því einn daginn að byrja að lesa myndasögur og því er þetta myndasöguuppeldi bráðnauðsynleg- ur liður til þess að afmá þá fordóma sem fólk hefur á listforminu þó svo að greina verði betur á milli þeirra myndasagna sem era fyrir böm og þeirra sem era fyrir fullorðna. Útgáfufélagið Nordic Comic sem hingað til hefur aðallega verið að gefa út innbundnar þýddar myndasögur frá Evrópu fyrir eldri lesendur hefur nú byggt nýja brú að yngstu lesend- unum. Það er tímarítið Zeta sem kemur nú út á mánaðarfresti og er stútfullt af þýddum myndasögum. Um leið og útgáfan kynnir fyrir ís- lendingum áður óþckktai' söguper- sónur ber hún líka ábyrgð á endur- komu þekktra andlita. I blaðinu rifja þær sögupersónur sem umgangast Leðurblökumanninn upp íslensku- kunnáttu sína auk þess sem Lukku- Láki glímir við Daltónbræður í áður óútgefnu ævintýri. Blaðið ætti að koma lesendum á myndasögubragðið og þá sérstaklega þá titla sem útgáfúfélagið hefur í hug að gefa út í framtíðinni. En búast má við því að innan skamms komi út áður óútgefnar bækur um Ástrík, Lukku- Láka, Hinrik og Hagbarð, Steina sterka og Strumpana auk þess sem félagið heldur áfram að aðstoða nýjar hetjur við það að beisla íslenskuna. Flestar sögumar eru nægilega stuttar til þess að hægt sé að afgreiða byijun og endi í sama hefti en þó eru tvær framhaldssögur í blaðinu. Það era sögumar um Leðurblökumann- inn og Júlíus Bosevert en hann er ungur ósjálfbjarga piltur sem neyðist svo til þess að takast á við raunvera- leikann. Þessu fyrsta tölublaði er víst dreift frítt til kynningar fyrir áhugasama um áskrift og er hægt að nálgast frekari upplýsingar um það á heima- síðu útgáfunar, www.nordiccom- ic.com. Útgefendur hafa einnig hug á því að læða inn íslenskum myndasög- um þegar þær verða tilbúnar. Húrra fyrir því! Birgir Örn Steinarsson Notaðir bflar á frábæru verði Nissan Almera - árg. 1999 Ekinn 32.000 km - Verð kr. 1.320.000, VW Passat 1.6 GL - árg. 1998 Ekinn 59.000 km - Verð kr. 1.260.000,- Nissan Primera - árg. 1999 Ekinn 8.000 km - Verð kr. 1.590.000,- I >nr Nissan Micra - árg. 1998 Ekinn 20.000 km - Verð kr. 950.000,- Ford Focus 1.6 - árg. 2000 Ekinn 4.000 km - Verð kr. 1.590.000,- Nissan Maxima - árg. 1997 Ekinn 50.000 km - Verð kr. 1.670.000, Greiðslukjör við allra hæfi Opið: mán.-fös. kl. 09-18 lau. kl. 12-17 h,i,i iiij aate,u| íp* B!O^RÆíA\R;BÍ|[LA\SmA\JNI fflWiBWjiwBI II11 sTwwil slslsl S’SVSIai' MYNDBOND Kredda eða kraftaverk? Ljósið í myrkrinu (The Darkest Light) D r a m a ★★’A Leikstjórn og handrit: Simon Beaufoy. Aðalhlutverk: Kerry Fox, Stephen Dillane og Keri Arnold. (92 mín.) Bretland 1999. Bergvík. Öllum leyfð. LJÓSIÐ í myrkrinu er ekki auð- veld mynd áhoríúnar og síður en svo upplífgandi. Það á þó ekki að þurfa að fæla frá unnendur vandaðra og krefj- andi mynda því hér er glímt við erfið málefni af tillits- semi og nærgætni. Ung og óstýrilát stúlka býr með for- eldram sínum í litlu og trúuðu sveita- samfélagi. Stúlkan telur sig upplifa kraftaverk sem sann- færir hana um að fárveikur lítill bróð- ir hennar sé á batavegi. Vonlitlir for- eldramir og aðrir í samfélaginuskella í fyrstu við skollaeyram en þegar fram líða stundir fer móðirin að efast. A köflum hreyfir þessi harmræna saga við manni en þó ekki nægilega mikið til að hægt sé að fella sig við heildarmyndina. Eins og svo oft vill verða með breskar myndir þá er það því frammistaða leikara sem upp úr stendur. Meðalveg- urinn lygni Beinasafnarinn (The Bone Collector)_______ Spennulryllir ★★ Leikstjóri: Phillip Noyce. Handrit: Jeremy Iacone. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Angelina Jolie. (117 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER róið á mið Seven og Sil- ence of the Lambs, eða réttar sagt sigldur meðalvegur milli þeirra og og það er lygnt i sjóinn. Þetta er ágætis spennu- mynd - svona í meðallagi góð. Á sína kosti og galla. Gallamir eru óframleg og fyrir- sjáanleg saga með úrlausnum sem valda vonbrigðum og era loðnar í meira lagi. Myndin sver sig þar að auki um of í ætt við ofannefndar myndir og stendur þeim vel að baki. Þá er ógetið frammi- stöðu annars burðarleikarans, nýj- asta óska(rs)barns Hollywood, Ang- elinu Jolie. Hún veldur engan veginn hlutverki sínu - er vissulega falleg og fönguleg - en alls ekki nægilega trúverðug sem bráðefnileg og kýr- skýr rannsóknarlögregla. Kostimir era nokkrir. Heildarútlit myndar- innar er vel útfært og flott. Dranga- legur og spennandi stígandi heldur manni vel við efnið. En það er þó nærvera Denzels Washingtons sem lyftir henni á hærra plan. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.