Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR11. JÚLÍ 2000 41
+ María Sdlrún Jó-
hannsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. apríl 1943. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Keflavíkur 4. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jóhann
Jónsson og Júlíanna
Bjarnadóttir. Þau
eru bæði látin. Börn
þeirra eru Guðmund-
ur Reynir, ókvæntur;
Sigbjörn Jón Bjarni,
kona hans Anna Ingi-
björg; Hildur, ógift;
Lóa Björg, sambýlis-
maður Bergsteinn; Svala Kristín,
látin. Hálfbræður hennar, Ragn-
ar, látinn, og Guðmundur E.
María giftist Helga Ámasyni, f.
5. febrúar 1923, d. 11. nóvember
1972. Eignuðust þau þrjú böm.
Þau eru: Vigdís Ingibjörg, f. 18.
júlí 1962, eiginmaður Lárus Vil-
hjálmsson, f. 11. október 1960,
eiga þau íjögur böm. Elsta dóttir
þeirra á eitt barn, f. 19. nóvember
1999. Jóhanna Júlíanna, f. 3. októ-
ber 1966, á hún tvö böm úr fyrra
sambandi, sambýlis-
maður hennar er
Heimir Þrastarson,
eiga þau þijú böm.
Ámi Guðni, f. 16.
janúar 1968, sambýl-
iskona Jóhanna Lo-
vísa, f. 12. nóvember
1974, eiga þau þrjú
börn. Eftirlifandi
eiginmaður er Ingi-
mar Magnússon, f.
30. júní 1933, þeirra
sonur er Þormar
Helgi, f. 26. mars
1975.
Hún lauk námi úr
Húsmæðraskólanum á Blöndósi
og sást það vel á matargerð henn-
ar og hannyrðuni. Á sínum yngri
árum vann hún á Vífilstöðum og á
Sólvangi. María fluttist með seinni
manni sínum til Grindavíkur og
tók hún virkan þátt í starfi
Kvennadeildar Slysavarnafélags-
ins og einnig í Kvenfélagi Grinda-
víkur.
títör hennar fer fram í dag, 11.
júlí, frá Grindavíkurkirkju og
hefst athöfnin kl. 13:30
og við þökkum fyrir allar þær gleði-
stundir sem við áttum saman.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn
Fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem.)
Elsku mamma og tengdamamma,
blessuð sé minning þín.
Vigdís og Lárus.
Elsku mamma, tengdamamma og
amma. Þakka þér fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þót svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
MARÍA SÓLRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
Nú er komin kveðjustund, miklu
fyrr en mig gat grunað. Enda bjóst
ég altaf við að þú stæðir yfir mold-
um mínum.
Þegar við hófum búskap fyrir
tuttugu og sex árum vorum við
bæði fullorðið fólk, þú móðir þriggja
barna sem þú hafðir átt með látnum
eiginmanni þínum, en ég hafði ekki
áður verið í sambúð.
Það tekur sinn tíma fyrir full-
þroska fólk að slípast saman, en ég
held að í áranna rás höfum við náð
því. Allt sem þú sagðir í byrjun
sambands okkar stóðst þú við til
dauðadags enda varst þú bæði heið-
arleg og góð kona.
Vegna örorku þinnar hafðir þú
síðustu árin ekki tök á að sinna
heimilisstörfum eins og þú hefðir
viljað, en samt gafst þú hvergi eftir
þar frekar en annars staðar.
Með þinni léttu lund tókst þú á
móti gestum á heimili okkar og á
sama hátt tókst þú á móti því sem
lífið bauð, með þeim góða árangri
að skila fjórum mannvænlegum
börnum til framtíðarinnar.
Eg man öll árin okkar, þau varpa
ljósi á þau sem ég á eftir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ingimar.
Mín ástkæra móðir. Það er erfitt
að sætta sig við að þú sért farin frá
mér. Eg vil kveðja þig með mínum
orðum.
Er nóttin svarta sígur á mun ljósið bjarta
vera þér hjá, í Drottins örmum ertu, yfir
langan veg mun hann þig bera.
Móðurást þú gafst oss öllum, í hjartanu
það öll við geymum. Er hönd þín snart
oklnir var það svo blítt. í lífi oss munum
það ætíð minnast.
Móðurminning blíðust er og ætíð í hjört-
um oss það við geymum. Sá dagur mun
koma er við öll munum hitta hana að nýju
hinum megin í Drottins garði.
Móðir, með Drottins blessun og leiðarljósi
hans kveð ég þig nú. En í hjarta mínu þú
ætíð býrð og minningarnar þínar sönnu.
Þinn ástkæri sonur,
Þomiar Helgi Ingiinarsson.
Elsku mamma mín. Ekki óraði
mig fyrir að þurfa að kveðja þig svo
skömmu eftir þær erfiðu fréttir að
þú hefðir greinst með krabbamein.
Samt varstu búin að eiga við erfið
veikindi að stríða sl. sex mánuði, en
erfiðlega gekk að finna út hvað væri
að. Fjórum dögum eftir fregnina
um sjúkdóminn ertu horfin frá okk-
ur og eftir sitjum við og reynum að
átta okkur á þessari bláköldu stað-
reynd.
Alltaf gat ég leitað til þín, þú
varst mín stoð og stytta í sorg og í
gleði. Tilhugsunin um að geta ekki
grátið og hlegið með þér lengur er
erfið, en þó veit ég að þú verður
samt alltaf hjá mér þó að á annan
hátt sé.
Minningamar flæða um hugann
og söknuðinn eftir návist þinni er
mikill. Ferðirnar okkar saman einu
sinni í viku í Bónus vora fjörugar og
skemmtilegar og ömmustrákunum
fannst alltaf svo gaman að fá að
fara með þér í þessar ferðir og fá ís.
Baksturinn fyrir jólin var fastur
punktur í tilverunni og það var mik-
ið bakað, svo mikið að oftast endaði
restin í ruslinu eða í smáfuglunum
þegar líða fór að vori. Alltaf fóram
við og fylgdumst með kríunum í
vorverkunum og áður en við vissum
af höfðum við eytt nokkrum klukku-
tímum saman þar. Manstu einu
sinni þegar við fórum niður að höfn
um klukkan fjögur um nótt og
fylgdumst með öndunum með ung-
ana sína og allt var svo stillt og
hljótt. Fjölmargar svipaðar yndis-
legar minrdngar á ég um þig,
mamma mín, sem eru mér svo kær-
ar og enginn getur tekið frá mér.
Sorglegast finnst mér að ömmu-
börnin fái ekki að njóta návistar og
hlýju þinnar lengur.
Með þessum orðum vil ég kveðja
þig, elsku mamma, og þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem ég
og fjölskylda mín höfum átt með
þér. Eg er þess fullviss að pabbi og
amma hafa tekið fagnandi á móti
þér, því þegar sorgin er hérna meg-
in yfir því að þú sért farin ríkir
gleðin hinum megin yfir því að nú
sért þú komin heim.
Eg bið að Guð gefi okkur öllum
styrk til að yfirstíga þá miklu sorg
sem við upplifum eftir að þú ert far-
in frá okkur, því mikill er söknuður
okkar. Minning þín lifir með okkm’.
Þín dóttir,
Jóhanna og ijölskylda.
Mín elskulega móðir og tengda-
móðir. Nú kveðjum við þig með
söknuð í hjarta. Það er sárt að
missa þig svona alltof fljótt.
En minningarnar eru yndislegar
Hvíl í friði.
Árni, Jóhanna og börn.
Kær mágkona mín María Sólrún
Jóhannsdóttir er látin, langt um
aldur fram aðeins 57 ára gömul.
Maja átti við veikindi að stríða
síðustu tvö ár sem byrjuðu með
lömun í andliti og þróaðist á þann
veg að hún var lögð inn á Land-
spítalann sl. haust til rannsókna og
síðan Sjúkrahús Suðurnesja og búin
að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi má
segja síðan þá, komst heim fyrir jól,
síðan lögð inn á ný í mars, var í ei-
Iífum rannsóknum. Engan grunaði
að neitt alvarlegt væri á ferðinni
fyrstu mánuðina, svo síðustu tvo
mánuði sá maður að það væri eitt-
hvað mikið að, þetta gat ekki verið
eðlilegt, svo kom niðurstaðan, Ingi
maðurinn hennar var kailaður á
fund læknis á afmælisdegi sínum
ásamt börnum hennar til að fá úrsk-
urð. Þetta er krabbamein og ekkert
hægt að gera, þvílíkt högg á fjöl-
skylduna. Þetta var 30. júní sl., að-
eins fjórum dögum seinna var hún
látin. Maja vildi allt fyrir alla gera,
var myndarleg húsmóðir með af-
brigðum, tók sérstaklega vel á móti
fjölskyldu sinni og vinum, hafði un-
un af að hlusta á tónlist og taka í
hin ýmsu spil.
Þegar Maja var ung stúlka gekk
hún í Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi og bar heimili hennar þess vott,
allt snyrtilegt og fallegt, hún hafði
yndi af að prýða það með fallegum
munum. Eins var með matreiðslu,
hún var afbragðs kokkur, lagaði
góðan mat, ekki vantaði upp á
baksturinn, það var bakað í hverri
viku og það ríflega, alltaf nóg með
kaffinu og enginn fór svangur frá
Maju og Inga.
Smákökurnar sem voru bakaðar
fyrir jólin dugðu langt fram á vor
þótt alltaf væri verið að bera á borð
fyrir gesti og gefa litlum munnum.
Ommubömin vissu alltaf að þau
+
Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA PÁLÍNA VIGFÚSDÓTTIR,
Eskihlíð 10,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum
dagsins 7. júlí.
Útförin auglýst síðar.
aðfaranótt föstu-
Jóhannes Gíslason,
Guðrún Erla Skúladóttir,
Nanna Eiríksdóttir,
Kristín Valdimarsdóttir, Halldór Kjartansson,
Björn Valdimarsson, Mariska von der Meer,
Margrét Birna Valdimarsdóttir, Valur Símonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
fengju eitthvað gott í munn hjá
ömmu og afa í Staðarvör 3. í lok júlí
1994 fórum við Jónsi minn, Júlla
móðir hans, Maja, Ingi, Þormar,
Lóa og Gummi norður og dvöldum
öll saman í sumarhúsi í nokkra
daga, keyrðum um alla sveit og
komum víða við, hvað þær gleðja
mann þær minningar í myndum frá
þeirri ferð. Þegar Júlla tengdamóð-
ir mín lá sína banalegu tóku þau
Maja og Ingi hana inn á sitt heimili
af miklum kærleika og gerðu allt til
að henni gæti liðið eins vel og unnt
var og skiptist fjölskyldan á að
hjúkra henni Júllu minni og létta
svolítið á heimilinu en það hlýtur að
hafa verið erfitt fyrir Maju og Inga,
því það var alltaf einhver allan sól-
arhringinn og lítið prívat fyrir
heimilisfólkið. Þormar lét ömmu
sinni eftir herbergið sitt, þetta þótti
þeim öllum bara sjálfsagt og gáfu
henni því öryggi þar til yfir lauk.
Elsku Maja mín. Við náðum svo
sérstöku og góðu sambandi síðustu
tvö árin og orðið svo kært á milli
okkar. Það eru sex ár síðan ég hitti
þig fyrst, þú varst svo seintekin en
trygg þeim sem þú tókst.
Eg vil þakka þér hjartanlega fyr-
ir hvað þú varst alltaf góð við hann
bróðir þinn hann Jónsa minn og
hvað þú varst alltaf vingjarnleg við
börnin mín, sérstaklega hana Katr-
ínu mína. Þú varst fársjúk að hugsa
um og lést velja fyrir ykkur svo fall-
egt vöggusett sem þú sendir litlu
dótturdóttur minni þegar hún fædd-
ist, þú lifðir fyrir að gleðja og gefa.
Við komum svo oft saman syst-
kinin, ég tel mig 1 þeim hópi, borð-
uðum saman á þori'anum, einu sinni
á sprengidaginn saltkjöt og baunir,
svo grilluðum við saman á sumrin
og alltaf var komið saman á heimil-
inu ykkar, því þar var besta plássið.
Elsku hjartans Maja mín, þú
veist núna hvað mér þótti vænt um
ykkur öll og mun ég sakna þess að
þú komir ekki til okkar eins og þú
gerðir meðan heilsa leyfði. Þú varst
ótrúlega sterk í þínum veikindum,
kvartaðh- aldrei og felldir ekki eitt
tár, þvílíkur styrkur, eina sem þú
sagðir við mig þegar ég kom til þín
daginn eftir að við fengum að vita
örlög þín, „þetta er svona Anna
mín.“
Eg veit að vel hefur verið tekið á
móti þér þegar þú gekkst inn í eilífa
ljósið og ég bið algóðan Guð að vaka
ávallt yfir þér. Ég vil þakka öllum
sem önnuðust hana mágkonu mína í
hennar erfiðu veikindum og sér-
staka hlýju og kærleika frá lækni
hennar og og hjúkrunarfólki á
Sjúkrahúsi Suðurnesja. Einnig
elskulegheit í okkar garð svo og
einlæga hluttekningu á erfiðri
stundu.
Elsku Ingi minn. Þormar minn,
Vigdís mín, Jóhanna mín, Árni minn
og fjölskyldur. Algóður Guð styrki
ykkur og blessi okkur öll.
Bless í bili elsku Maja mín. Þín
mágkona,
Anna Ingibjörg
Benediktsdóttir.
Elsku amma og langamma okkar.
Nú ertu farin frá okkur. Það er erf-
itt að sætta sig við það að nú sért
þú farin og að við sjáum þig ekki
aftur, það voru nú lítil kynni á eina
langömmu- barninu sem kom í
heiminn í nóvember 1999 og svov
kom annað barnabarn í desember
1999. Sagt er að tíminn lækni öll sár
og þó svo hann geri það þá læknar
hann ekki söknuðinn sem mun sitja
í hverju okkar hjarta. Við eigum
eftir að sakna þess að geta ekki
heimsótt þig og ekki geta gert allt
sem við gerðum saman. Það var
mjög erfitt að koma upp á spítala og
sjá þér hraka niður eftir hvert
skipti sem við komum til þín. En
núna verðum við að láta okkur
nægja að hugsa um þig og það mun-
um við alltaf gera. Við misstum ekki
einungis þig heldur einnig bestu
ömmu sem nokkur gat átt. Þú varst
okkur öllum svo yndisleg og góð og
gafst okkur svo margar fallegar .A.
minningar og fyrir þær munum við
ætíð elska þig. Elsku amma og
langamma, áður en við kveðjum þig
viljum við þakka þér fyrir okkur en
mest af öllu viljum við þakka þér
fyrir að hafa verið amma okkar og
langamma.
Megi Guð geyma þig.
Valdís,Vilhjálmur, Anný
María, Hjörtur Freyr og
langömmubarn Andri Snær.
Elsku amma mín. Hún amma mín *
var voða góð kona. Hún kallaði mig
alltaf Blómu. Mér fannst hún alltaf
mjög góð við mig og okkur öll. Ég
elska þig enn í dag. Mér þykir rosa-
lega vænt um ömmu mína. Amma,
ég elska þig og mun alltaf gera það.
Nú ætla ég að kveðja þig með smá
ljóði,
Sár er sorgin sú,
Sem á okkur hvílir nú
Mikill er okkar missir
Já, ef þú bara vissir,
hve sárt við söknum þín.
Þín,
Anný María Lárusdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ESTHER HARALDSDÓTTIR SIGURÐSSON,
Árskógum 6,
lést föstudaginn 30. júní sl. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Alexandersson,
Haraldur Viggó Ólafsson,
Ólafur Ólafsson, Erna Jónsdóttir,
Halldóra Ólafsdóttir, Sveinn Bergmann Rúnarsson,
Bertha Þyrí Bergmann Sveinsdóttir,
Jón Ólafsson, Lilja Dóra Jóhannsdóttir,
íris Katla Jónsdóttir,
íris Ólafsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
ÞÓRÐUR HALLDÓR JÓHANNSSON,
Nönnustíg 5,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum i Fossvogi laugar-
daginn 8. júlí.
Jóhanna Stefánsdóttir og börn,
María Jóhannesdóttir, Jóhann Th. Þórðarson,
Hulda Kristinsdóttir,
Jóhanna V. Jóhannsdóttir, Ingi K. Ingibergsson,
Jóhann M. Jóhannsson, Ragnhildur Svavarsdóttir,
Hermann F. Jóhannsson.