Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 33 LISTIR Egill Sæbjörnsson með sýningu í gallerí oneoone Snerillinn sem varð að skógi Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður opnaði um helgina sýningu en neitar að segja á hverju. Pétur Blöndal talaði við hann um eitthvað allt annað. „ÞAÐ er alltaf leyndarmál hvað maður er að fara að sýna,“ segir Eg- ill Sæbjörnsson ábúðarfullur í sam- tali við blaðamann á kaffihúsinu Ar- senal í miðborg Berlínar. Egill opnar sýningu í dag í galleríinu oneoone á Laugaveginum og segir Grafík- sumar á Blönduósi NÚ stendur yfír sýning grafík- listakonunnar Marilyn Herdís- ar Mellk í kaffihúsinu Við ár- bakkann á Blönduósi. Þetta er fjórða einkasýning listamanns- ins en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Marilyn er félagi í grafíkvinnu- stofunni Áfram veginn. Sýningin stendur yfir út júlí. hana vera einkasýningu á tónlist. „Ég er alltaf að monta mig af far- tölvunni minni,“ segir hann og sýnir blaðamanni dularfullar formúlur á tölvuskjánum. „Ég reyni að nálgast listina innan frá,“ heldur hann áfram, „eins og krakki sem teiknar myndir, leikur sér með leir eða byggir úr sandi. Ég fæ mesta ánægju út úr því að búa til, sjá eitthvað verða til. Það er eins og að vera í samræðum við sjálfan sig og meta sig út frá eigin reynslu." Lagasmíðar eins og myndlist Hann segir lagasmíðar vera eins og að teikna mynd og rökstyður það með því að benda á skjáinn; ekki ber á öðru en að snerillinn líkist tré. Sem verður að skógi eftir því sem laginu miðar áfram. Þannig fær hvert hljóðfæri hlutverk á skjánum. „Þegar maður horfir á mynd er það eins og að horfa inn um glugga; það sama gildir um lag,“ segir Egill. „Þegar fólk velur geisladisk er það að velja sér annan heim. Það getur valið úr mörgum mismunandi heimum sem þjappað hefur verið á geisladiska. Jafnvel þótt diskarnir sjálfír gefí ekkert til kynna búa þeir yfir mörgum víddum. Éyrir mér eru þeir einskonar sýndarveruleiki." Það hefur verið í mörgu að snúast hjá Agli undanfarið. Hann var með gjörning á vegum íslenska sendi- ráðsins í Haus der Kulturen der Welt í Berlín í byrjun maí. Síðar í mánuðinum opnaði hann sýningu í gróðrarstöð í Kreuzberg þar sem verkin voru til sýnis innan um plönt- urnar. Málari sem aldrei málar Hann var einnig með verk á vef- listarsýningu í Listasafni Islands sem byggist á QTVR-tækni; ljós- myndum er raðað saman í tölvu og sýna þær umhverfið í 360 gráðum. „I þessum verkum hef ég aðallega verið að skoða svæði út frá hugsun- um um rými; hvernig umhverfíð og vitund okkar eru nátengd." Loks tók hann þátt í tveim stórum yfirlitssýningum á norrænni mynd- list, annarri á Islandi og hinni í Vín- arborg. Egill býr í Worpswede, litlu þorpi rétt við Bremen, þar sem hann er með vinnustofu, - og hann kallar sig málara. „Ég sá verk nýverið þar sem listamaðurinn sýndi myndir af fjölskyldu vinar síns; af þeim átti maður að verða einhvers vísari um líf fjölskyldunnar. Þessi listamaður kallaði sig málara.“ Morgunblaðið/Jón Páll Agli Sæbjörnssyni er margt til lista lagt. Hér slær hann taktinn á ónefndu götuhorni í útlöndum. Egill dreypir á kaffi og önglar eft- ir hugsuninni: „Mér finnst ég vera málari af því að ég mála aldrei." Blaðamaður er strax farinn að hlakka til að setja þessa setningu í greinina og veltir því fyrir sér hvort maður þurfi ekki að vera listamaður til þess að geta leyft sér að segja svona lagað. „Ég vinn með ljós- myndir og þær lúta sömu lögmálum; það sem mótað hefur verið í mál- verkum í gegnum tíðina hefur skilað sér í myndlistina og er orðið að efn- iviði allra listamanna." ri-v M-2000 Þriðjudagur 11. júlí l MIÐBERGI Pallas Athena Fyrsti dagur ráðstefnu PATH samtak- anna en gert er rðð fyrir að um 200 ungmenni frá öllum löndum Evrópu sæki ráðstefnuna. PATH á uppruna sinn á ísiandi en erstarfrækt í allri Evrópu. Eitt helsta markmið samtak- anna er að vera samnefnari forvarna- og æskulýóssamtaka í Evrópu og sameina ungt fólk í þeirri viðleitni sinni að starfa á sviði forvarna. Hitt húsið stendur að skipulagningu ráð- stefnunnar sem stendur til 16. júlí. www.reykiavik2000.is, wap.olis.is. Mcizdu 323 S Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is Isafjöröur: Bílatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bllasatan Fell Selfoss: Betri bllasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæöi Muggs Akranes: Bilás Keflavlk: Biiasala Keflavikur Homafjöröur: Vélsmiöja Homafjaröar ‘Mazda 323 S. Verö 1.530.000 kr. Meöalgreiðsla á mánuði m.v. 09.06.2000, 500.000 útborgun/uppitaka, bllalán ( 84 mánuði, 8% vexti og 4% verðbólgu. i 8 a múnuöi* veröur Mctzdxi 323 S — bíll • ABS hemlalæsivörn TCS spólvörn • Útvarp, geislaspilari og fjórir hátalarar • Framsætisbak sem breyta má í hentugt borb • Upphitabir og rafstýrbir hlibarspeglar « Þriggja ára eba 100.000 km ábyrgb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.