Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Italskar
antíkaríur
á Seyðis-
fírði
GARÐAR Thor Cortes tenór og Rry-
styna Cortes píanóleikari koma fram
á tónleikum á morgun, miðvikudag,
kl. 20.30 í tónleikaröð Bláu kirkjunn-
ar á Seyðisfirði. Fluttar verða íta-
lskar antíkaríur, íslensk og ensk lög.
Garðar Thor Cortes hóf nám við
Söngskólann í Reykjavík 1993 hjá
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og
lauk þaðan 8. stigsprófi 1997. Þá hélt
hann til framhaldsnáms við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg hjá prófess-
or Helene Karusso og þaðan til
Kaupmannahafnar til náms hjá pró-
fessor Andrej Orlowitz.
Hann hefiir sungið í nokkrum
söngleikjum heima og erlendis,
þeirra á meðal West Side Story,
Oklahoma, Carmen Negra og nú síð-
ast The Phantom of the Opera í Lon-
don. I haust fer Garðar Thor til fram-
haldsnáms í óperudeild The Royal
Academy of Music í London.
Krystyna Cortes er fædd á Eng-
landi og er af enskum og pólskum
ættum. Hún lauk einleikaraprófi frá
Royal Academy of Music í Lundún-
um árið 1969 og fluttist til íslands ári
síðar. Hún hefur tekið virkan þátt í
tónlistarlífi hér á landi, bæði sem ein-
leikari og píanóleikari með öðrum
hljóðfæraleikurum og söngvurum.
Miðar á tónleikana fást á skrifstofu
Bláu kirkjunnar, Ránargötu 3 á
Seyðisfirði, og í kirkju fyrir tónleika.
Aðgangseyrir er kr. 1000.
---------------
Rebekka
sýnir mál-
verk
NÚ stendur yfir sýning Rebekku
Gunnarsdóttur í Dalakjöri í Búðar-
dal. Myndirnar eru allar málaðar á
síðustu tveimur árum. Þetta er
tíunda einkasýning hennar á vatns-
litamyndum. Einnig verða til sýnis
nokkrar glermyndir, unnar úr list-
gleri og bræddu gleri.
Sýningin stendur til 28. júlí.
Málsnilld
og sterk
innlifun
TONLIST
Skálhollskirkja
SÖNGHÓPURINN
HLJÓMEYKI
Sex kórverk eftir Báru Grímsdótt-
ur. Stjórnandi: Bernhard Wilkin-
son.
ÞAÐ er nokkuð margt líkt með rit-
un kórtónlistar og t.d. tónlistar fyrir
strengjakvartett, því mjög þarf að
vanda til útfærslu raddferlis, svo að
samhljómun raddanna verði góð og í
raun getur slík tónlist verið erfið í
hlustun og ekki allra að hafa gaman
að slíkri samhljóman. Á seinni laug-
ardagstónleikunum á sumartónleik-
unum í Skálholti voru eingöngu flutt
kórverk eftir Láru Grímsdóttur og
var þar að verki sönghópurinn
Hljómeyki, sem Bemhard Wilkinson
stýrði af öryggi. Það er ekki í kot vís-
að, þar sem um bú er sýslað af
Hljómeykisfólkinu og var þama síð-
degis, sl. laugardag, boðið til stórrar
veislu tónkræsinga, af borðum Bára
Grímsdóttur.
Ef það er rétt að margt sé líkt með
kórtónlist og kammertónlist verður
að segjast eins og er, að svo góð kór-
tónlist sem flutt var eftir Báru er til
vitnis um að hún er ekki aðeins efni-
legt tónskáld, heldur frábært. Tón-
leikamir hófust á hymnanum Um
það allra fegursta lífsins tré, Jésum
Kristum, þar sem þjáðir menn og
hungraðir geta leitað skjóls.
Þessi fallegi sálmur er vel útfærð-
ur og má strax heyra að Bára kann
þá list að ná fram sérlega þéttum
hljómi. Annað viðfangsefni var Ad
Beatam Virginem við texta eftir
Brynjólf Sveinsson biskup, langt
Man'ukvæði, sem sýnir hvað lút-
herskir kennimenn vora í raun undir
sterkum áhrifum af katólskum
átrúnaði, því Maríudýrkun var í raun
aldrei lögð af á Islandi. Það var mjög
margt fallega gert í þessu langa tón-
verki og þótt því væri skipt með ein-
söngsstrófum á víxl við fullskipaðan
kórinn hefði mátt gera skarpari
formskil með breytilegum rithætti
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skálholtskirkja
og t.d. lengri einsöngsþáttum í sam-
ræmi við kvæðið. Víxlsöngvaaðferðin
getur verið einhæf og kórhljómurinn
er svo samstæður að kaflaskil merkj-
ast oft varla. Þrátt fyrir einhæfni
formsins er verk þetta mjög vel sam-
ið fyrir kór og, eins og sagt er, ein-
staklega fallegur „kórsatz“.
Á eftir þessum langa „lestri"
komu þrjú mjög fallega unnin Ma-
ríuvers og þar var fyrstur framflutt-
ur lofsöngurinn Maria, mærin
svinna, sunginn af kariaröddum og
síðan Maria, Drottins liljan Guðs og
Ijómi, af öllum kórnum. Þriðji Maríu-
hymninn var Ég vil lofa ein þá en
niðurlag allra versanna var endur-
tekning, með sömu orðskipan og
finnst í niðurlagi „draslunnar“ O,
mín flaskan fríða og þar má syngja
saman texta og lag, eins og í „munn-
inn þinn, þinn, þinn“, sem í fyrsta
versi Maríukvæðisins er Maria mær,
mær mær, Maria mær, mær, Maria
mær svo mild og skær, mann og Guð
hún fæddi. Þessi Maríuvers era frá-
bær tónlist en tónleikunum lauk með
níðþungu og vel sungnu stórverki,
við erfiljóð Jóns Þorkelssonar um
Sigríði Jónsdóttur, konu Jóns Vída-
líns biskups, Til minningar um fróma
húsfrú. Það sama gildir um form-
skipan þessa langa tónverks, að gera
hefði mátt skarpari skil kafla, ekki
aðeins með því að skipta um vinnuað-
ferðir, heldur og hreinlega með löng-
um þagnarskilum. Þetta er þó ekki
sagt til að kasta rýrð á verkið, sem er
ótrúlega vel samið, með sterkum til-
vitnunum í forn sálmastef og var
verkið hreint frábærlega vel flutt af
Hljómeyki undir stjóm Bernhards.
Með þessum tónleikum hefur
Bára Grímsdóttir kvatt sér hljóðs og
allir hlusta í andakt, því þar fer sam-
an málsnilld og sterk innlifun.
Jón Ásgeirsson
Námskeið
í íslensk-
um mið-
alda-
fræðum
HEIMSPEKIDEILD, Stofnun
Áma Magnússonar og Stofnun
Sigurðar Nordals standa fyrir
þriggja vikna alþjóðlegu sumar-
námskeiði í íslenskum miðalda-
fræðum í Háskóla Islands, sem
hófst í gær, mánudag. Það er
Stofnun Sigurðar Nordals sem
annast skipulagninguna og er
stjórnunin í höndum forstöðu-
manns stofnunarinnar. Þetta er
í fjórða skiptið sem stofnunin
sér um undirbúning þess.
Þátttakendur verða 10 að
þessu sinni og koma frá fimm
löndum. Á námskeiðinu verður
sérstaklega fengist við fom-
leifafræði og fomsögumar,
eddurnar og norræna goða-
iræði og nýjar rannsóknir á Is-
lendingasögum. Auk þess verða
fluttir fyrirlestrar, m.a um
miðaldaþjóðfélagið íslenska,
dróttkvæði, helgisögur og sam-
tíðarsögur. Þá gefst þátttakend-
unum tækifæri til að heimsækja
stofnanir og söfn og skoða sig
um á söguslóðum á Vesturlandi.
Kennt verður á ensku.
fslensku forn-
sögurnar á kínversku
Forníslenska og miðaldabók-
menntir era kenndar við marga
háskóla og rannsóknir stundað-
ar. Fræðirit á sviðum íslenskra
miðaldafræða og þýðingar á
fombókmenntum era gefnar út
á mörgum tungumálum.
Fjórtán fornsögur og þættir
komu út í apríl á þessu ári í
Rússlandi í þýðingu Antons V.
Zimmerlings. Þá komu nú 1 vor í
fyrsta skipti út þýðingar á ís-
lenskum fomsögum á kín-
versku. Einn þýðendanna, Lin
Hua, fékk styrk Snorra Sturlu-
sonar fyrir árið 2000 til að dvelj-
ast um þriggja mánaða skeið
hér á landi við þýðingar. Vinnur
hann nú á Stofnun Árna Magn-
ússonar og Stofnun Sigurðar
Nordals við þýðingar á eddu-
kvæðum.
Aftur til
framtíðar
TOJVLIST
Skálholtskirkja
SUMARTÓNLEIKAR
Frumflutningur á útsetningum úr íslenzkum
nótnahandritum eftir Hildigunni Rúnarsdótt-
ur, Þórð Magnússon*, Elínu Gunnlaugsdótt-
ur, Jón Guðmundsson*, Mist Þorkelsdóttur
og Steingrím Rohloff*. Margrét Bóasdóttir
sópran; Sönghópurinn Gríma (Kristín Erna
Blöndal S, Guðrún Edda Gunnarsdóttir A,
Gísli Magnason T, Benedikt Ingólfsson B);
Ólöf J. Kjartansdóttir, Elfa Rún Kristinsdótt-
ir, fiðlur; Anna Hugadóttir, víóla; Hanna
Loftsdóttir, selló; Gerður Jónsdóttir, kontra-
bassi; Jón Guðmundsson, gftar; Ágúst Ingi
Ágústsson, orgel. Stjórnandi*: Gunnsteinn
Ólafsson. Sunnudaginn 9. júlíkl. 15.
í STEIKJANDI sól und heiðskírum himni
hófust íyrri tónleikar síðasta dags fyrstu tón-
leikahelgi sumarsins í Skálholti, sem nú fagnar
aldarfjórðungi. Sem oft og einatt var góð að-
sókn að tónleikahaldinu, þó að rútubílshlass er-
lendra ferðamanna teljist ekki þar á meðal,
enda forðuðu menn sér rétt í tæka tíð áður en
ósýnilegur menningararfur innfæddra upp-
hæfist innan veggja hins sýnilega. Nánar til-
tekin löngu gleymd og grafin trúarlög úr hand-
ritum sem „endurfundust" - í tónrænum
skilningi - á síðustu áram. Collegium Musicum
í Skálholti hefur þar af átt veg og vanda og tek-
ið það nýstárlega viðbótarskref að fela nokkr-
um yngri tónskáldum okkar að útsetja sýnis-
horn eftir sínu höfði, þó að allar
grandvallarrannsóknir liggi eftir óunnar að
skráningu nýlokinni.
Mætti á sinn hátt gagnrýna að lögin endur-
fundnu skyldu ekki fyrst fá að komast fyrir al-
menningseyra í sem upphaflegastri mynd,
áður en tónsmiðir nútímans tækju við og út-
færðu frekar, allt yfir í óþekkjanlegt form, eins
og vottaði fyrir í stöku erindi hjá einum höf-
undi eða tveim. Á hinn bóginn má líka auð-
veldlega skilja löngun aðstandenda til að koma
þessum sýnishornum af arfinum gleymda í
hljómandi ástand sem fyrst, enda almennur
skilningur á varðveizlugildi tónlistar löngum
hverfandi í landi orðsins listar. Þar að auki
hleraði undinitaður eftir á að tónskáldin hefðu
verið hvött til að hafa hliðsjón af tónlist mið-
alda við útfærslu laganna.
Slíkrar meðvitaðrar færslu fornaldar til nú-
tímans gætti að einhverju leyti í öllum lögun-
um, þótt í mismiklum mæli væri. Einföldust, og
um leið einna áhrifamest, var nálgun Hildi-
gunnar Rúnarsdóttur við sálm Hallgríms Pét-
urssonar, Hygg að og herm hið sanna, strófísk
kyrrlát a cappella kórútsetning, að mestu við
liggjandi pedalbassa, sem blandaði kvartettinn
Gríma söng framúrskarandi vel. Himinn og haf
skildi á milli rithátta þessa og næsta verks úr
höndum Þórðar Magnússonar, Ó Jesú, eðla
blómi, sem hiklítið mætti telja meðal kröfu-
hörðustu kórverka íslenzkra án undirleiks sem
undirr. hefur barið eyram. Hvort sérkennilegt
og krassandi myndmál sálmatextans, ásamt
fomeskjulegum oddhendingum bragarháttar-
ins, hafi ýtt tónskáldinu enn frekar út í fram-
sækinn ólgusjó módemismans en mildara efni
hefði gert skal ósagt, en hitt stóð eftir, að engin
vinnsla erindanna átta var eins, líkt og þátta-
heiti eins og Corale I/II, Fuga, Polka, Serenata
I/II og Intermezzu undirstrikuðu. Þrátt fyrir
frantaerfiðar innkomur, vandsyngjanleg tónbil
og hvers konar óárennilega effekta stóðu
söngvarar Grímu sig eins og sannar hetjur
undir nákvæmri stjórn Gunnsteins Ólasonar,
sem hafði í mörg horn að líta, þótt aðeins væri
samið fyrir fjórar mannsraddir.
Aftur færðist gegnsæ kyrrð yfir í þrístrendri
útsetningu Elínar Gunnlaugsdóttur á Kærleik
mér kenn þekkja þinn eftir ókunnan höfund
fyrir alt, fiðlu og víólu, sem Ukt og síðara fram-
lag Mistar Þorkelsdóttur bar þónokkurn keim
af þríradda mótettustíl gotneska tímans á 14.
öld ásamt beitingu þrástefja í strengjaröddum.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir söng altröddina
af yfirhöfnu öryggi, sem í dýrðlegri akústík
kirkjunnar hljómaði eins og dimmfægð útgáfa
af Montserrat Figueras á góðri stund.
Eitt viðamesta verk tónleikanna var út-
færsla Jóns Guðmundssonar fyrir söngkvintett
(Gríma ásamt Margréti Bóasdóttur sópran) og
strengjakvintett á Kristi, höfund míns hjálp-
ræðis, sem sr. Árni Þorvarðarson þýddi úr lat-
ínu. Höfundur lék sjálfur með á gítar. Þrátt
fyrir að heyra mætti ýmsa stílblöndu úr ný-
klassík, mínímalisma, þjóðlegri „spelmans-
musik" í anda harðangursslátta og enduróm af
dönsum miðalda og tónmáli trúbadúra 12. ald-
ar var furðusterkur heildarsvipur á þessu heill-
andi verki í frábærum flutningi söngvara og
strengjaleikara undir öivandi stjóm Gunn-
steins. Höfundi tókst með óræðum en þó ein-
kennilega sannfærandi hætti að sameina forn-
öld og þotuöld í marglitri en ávallt hlustvænni
tónsmíð sem sló á ólíka strengi mannlegra til-
finninga, og mætti að vitund undirritaðs sem
hægast gera myndríkan ballett úr mörgum
dansandi þáttum hennar, ef því væri að skipta.
Sætt lofþér sé sungið nefndist framlag Mist- L;
ar Þorkelsdóttur úr sálmalagi við texta eftir J
óþekktan höfund fyrir söngtríó sóprans (Krist-
ín E. Blöndal), alts og tenórs. Ars nova-stíllinn
sveif þar yfir vötnum í ofurfágaðri raddfærslu
sem Lárenzíus biskup hefði öragglega harð-
bannað, en sem hér fékk að lifa sinu heil-
steypta lífi í fullkomnu tímalausu jafnvægi
milli Svartaskóla 14. aldai' og postmódernisma
hinnar tuttugustu í sérlega tæram og öruggum
flutningi.
Andstæðan við síðasta verk tónleikanna,
Minn munnur syngur eftir Steingrím Rohloff §
við ljóð sr. Jóns Þorsteinssonar, gat naumast |
verið meiri, né heldur kröfuharkan til flytj- '
enda, sem jafnaðist að þvi leyti á við áðurgetið
verk Þórðar í kraumandi og klasahljómamót-
uðum nútímastíl sínum. Verkið var samið fyrir
söngkvintett, fiðlu, selló og orgel, og hafði
stjómandinn ekki síður að mörgu að hyggja en
í fyrrnefndu verki. Gegndi satt að segja furðu
að nást skyldu jafngóð tök á tónsmíðinni og
raun bar vitni á í hæsta lagi nokkrum vikum,
því staðir virtust ófáir þar sem flest hefði getað
farið úrskeiðis. Rithátturinn var víða þykkur I
og allt að því kaótískur á köflum, og með ólík- 1
indum hvað höfundi tókst að fá mikið og fjöl- "
breytt tónefni úr einföldu lagi (sem reyndar
heyrðist mest lítið í upphaflegri mynd) og einu
stuttu textaerindi. Hvort sú ramma ógn sem
oftlega stafaði af verkinu og í fljótu bragði virt-
ist í andstöðu við textann hafi helgazt af
„galdralags“-niðurlagi hans er aðeins tilgáta,
en hitt var ljóst, að höfundur hafði lagt allt í
sölurnar sem þekking hans á tóntaki okkar
tíma framast leyfði, og var vissulega ekki lítið
afrek að koma öllu í öragga höfn.
Ríkarður Ö. Pálsson r