Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11, JÚLÍ zOOu MORGUNBLAÐIÐ Vega dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag Ótvíræöur kostur þegar draga á úr ólykt. Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn andremmu, svitalykt og ólykt vegna vindgangs, kemur lagi á meltinguna. LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla « Lyfja Hamraborg • Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi* Útibú Grindavfk* HRINGRÁSARDÆLUR DAB dæiumar eru sér- stakiega hljóðlátar, eyðslugrannar og af- kastamiklar. Fjötbreytt úrval at hring- rásardælum, skolpdæluni o.s.frv. frá DAB. Leitið upplysinga VATNSVIRKINN ehf. ÁRMÚU 21 • SlMI 533 2020 • UX 533 2022 — Stöðugl rennsli í 45 ór — vf§>mbl.is _AL.L.TXk.f= eiTTH\Sj*£> NÝTT Vefir o g ljos- vefír MYIVDLIST Listasafn ASÍ MYNDVEFNAÐUR/ MÁLVERK ÁSA ÓLAFSDÓTTIR KRISTIN GEIRSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 30. júli. Aðgangur 300 krónur. AÐ styðja við bakið á listafólki er farið að bera árangur í þessu landi svo sem það gerir annars staðar í heiminum. í nokkur ár hefur hópur myndlistarfólks notið vinnuaðstöðu að Korpúlfsstöðum og árangurinn smám saman að koma í ljós. Það sem máli skiptir er að góður vinnuandi virðist ríkja á staðnum, og að lista- fólkið hefur augljóslega örvandi áhrif hvert á annað, meginásamir í öllum skapandi athöfnum eru áhuginn og að kunna að vinna... Það er bara að vinna og vinna og svo verður maður að hafa viljann til baráttu upp á líf og dauða til að þrengja sér inn að því innsta í lífinu, allt annað er einskins virði, eins og málarinn Jón Stefáns- son orðaði það nokkurn veginn við mig fyrir margt löngu úti í Kaup- mannahöfn, sá kröfuharði og vitri þulur. Það má sjá það á verkum lista- kvennanna tveggja, sem lagt hafa undir sig sali Listasafns ASÍ, að þær hafa meðtekið þessi sannindi, því báðar vinna þær af alvöru og atorku- semi jafnframt því að kraftbirtingur sköpunarferlisins eru innri Hfæðar myndflatarins. Ása Ólafsdóttir, sem sýnir á neðri hæðinni er sjóuð listakona, sem hef- ur komið víða við og var í framvarða- sveit róttækra nýviðhorfa hér á árum áður, svona eins og þau komu að ut- an. Hún er það raunar ennþá, en á annan hátt, hefur meðtekið arf for- tíðar og skilar honum ómenguðum frá sér. Það eru falin mikil sannindi í þeim framslætti, að því lengra sem menn leita út frá sér og eigin sjálfi því nær kemst maður því, eins og rit- jöframir André Gide og Paul Claudel orðuðu það, og var víst hið eina sem þeir voru sammála um í frægri inn- byrðis rimmu í franska útvarpinu íyrir margt löngu. Þetta má einnig orða svo, að nálægðin sé fjarlægust og um leið óhöndlanlegust, efniviður- inn sem listamaðurinn eigi helst að Beint af pylsubarnum Beikonvafin ostapylsa, sterk grillpylsa, ein frönsk - og au&vitaö ein me& öllu! Oiíufélagiðhf NESTI Gagnvegi, Stórahjalla og Artúnshöf&a LISTIR Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Ása Jónsdóttir: Tilbrigði við rekalög, myndvefnaður, sérlitað splesau, ullargarn og hör, 129 x 177 cm. vinna úr liggi við fætur hans, þó ekki svo glatt að höndla þau sannindi. Ofurtækni nútímans, sem hefur þrengt fortíðinni beint á vit manns- ins og gerbreytt heimsmyndinni hef- ur gert hana nýja og ferska, þrengt henni beint í vit nútímans. Einnig opnað listamönnum ný svið, fyrst var það sagan, núliðin fortíð, eins og í myndverkum Anselm Kiefers og fleiri, en þá svo er komið er það öll fortíðin huglæg sem hlutvakin. Táknrænt að á sama tíma rísa nemendur listaskóla beggja vegna Atlantsála upp og heimta meiri og áþreifanlegri sjónmenntir aftur inn í skólana, hafna einsleitri hugmynda- fræði, óskyldum hliðargeirum og bóklegum fræðum sem tröllriðið hef- ur þeim undanfarin ár. Nýjar upp- götvanir leita alltaf á andstæðu sína eins og hver frumlitur litakerfisins kallar á andstæðulit til að úr verði samræmi, svo einfalt er það. Ég hef lengi velt því fyrir mér hví íslenzkir myndlistarmenn hafa ekki leitað meira til arfleifðarinnar, sjón- menntalegu hliðarinnar á bókmennt- unum, að letur geti verið sjónlist er ekkert nýtt. Einna minnisstæðast frá heimsóknum mínum til Austurs- ins er mér hvemig nemendur lista- skólans í Kyoto í Japan unnu út frá fomu letri, og leturtákn hafa verið hluti sjónmennta frá ómunatíð. Vandinn er hér að færa það í nútíma- búning og við þetta fæst Ása Ólafs- dóttir einmitt og ferst það mjög vel úr hendi. Einkum er hún vinnur út frá fáum einföldum táknum og lætur samkynja blæbrigðaríkdóm vefjar- ins mynda samfellt hryn. Vinnuferlið er gotneskt skriftarletur úr rekalög- um í Jónsbók, en annars nefnir hún myndröð sína Lykla. Hér er stóra myndin; Tilbrigði við Rekalög, (6) í Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Kristín Geirsdóttir: Sólstafir, olía á hörstriga, 4 x 200 x 50 cm 1999-2000. gryfjunni hápunkturinn sökum slá- andi einfaldleika sem hittir í mark. Blæbrigðaríkir grátónar eru ótvi- rætt styrkur listakonunnar líkt og greina má í myndunum; Orkidea, (8), Löngun, (13) og Vefskrift, (16). Eins og listakonan orðar það; Rekja í uppistöðu, draga í skeið. Þræða hvern þráð í hafald og tönn. Hnýta fram og spenna. Lita bandhespur í stórum pottum, láta ullina sjúga í sig litinn. Vera kyrr, taka á móti mynd- brotum og tilfinningum sem vara örskamma stund, punkta niður og skissa. Fá tölvuna til samvinnu, teikna og skoða litasamsetningar. Sitja við vefstólinn, bregða fyi-ii-vaii í skil og vefa mynd. LYKILL orðið leitaði á mig, ásamt þeirri tilfinningu að glufan í miðju myndanna táknaði skrá að einhverju handan við ... - Kristín Geirsdóttir nefnir sýn- ingu sína rastir, og leggur út af henni með þessum hugleiðingum: Mynd- irnar vísa til ytri og innri sýnar í nátt- úrunni. Hillingar eru ósnertanlegir töfrar sem augað nemur. Hugmynd vaknar af þrá, þrá til fjarlægðarinn- ar, litanna, víðáttunnar. Þráin gefur innblástur til sköpunar. Að mála er að fást við tvívíðan flötinn, formið dýptina í og undir yfirborðinu og gagnsæi litarins. Þegar Ása gengur út frá blæbrigð- um sömu grunntóna í vefjum sínum, er það sjálft Ijósið sem Kristín er upptekin af. Málverk hennar eru eins og glitvefir með ljósflæði og titring loftspeglanna sem upphaf og leiði- stef. Þetta er gegnumgangandi í vinnuferlinu hvort sem hún vinnur í ljósum eða dökkum grunntónum, maður saknar þess ósjálfrátt að sjá ekki einnig andstæðurnar hvítt og svart með örfínum lit í. Það er ákveð- inn skyldleiki í myndum listakvenn- anna, sem þó ber meiri svip af giftu- ríkri samvinnu og samræðu um liti og form en bein áhrif, birtuflæðið hefur þannig verið gegnumgangandi í mörgum hrifmestu verkum Kristín- ar til þessa. Þetta eru stór og metn- aðarfull verk, engar málamiðlanir hér, einungis sex myndir í stóra saln- um uppi, en fylla hann þó alveg. At- hyglisvert hvernig Kristín þreifar fyrir sér með sífellt nýjum grunntón- um, sem gerir sýninguna afar líf- ræna þrátt fyrir að sama tíglaformið sé ríkjandi í þeim öllum. Mikiisverð- ast er að listakonunni tekst að höndla ferskleikann og að hver mynd fyrir sig er ávöxtur nýrrar lifunar. Óvenju mögnuð, menningarleg og lifandi sýning. Bragi Ásgeirsson Finnsk-ís- lenskt tón- listarkvöld MIKA Orava pianóleikari og Mika Ryhta klarínettleikari frá Finn- Iandi koma fram í Norræna húsinu á fimmtudagskvöld kl. 22 í tónleikaröðinni Bjartar sumarnæt- ur. Til þess að heiðra tónlistarhefð lands sins og íslands ætla Orava og Ryhta að flytja sérstaka finnsk- íslenska efnisskrá. Verk eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þórólf Eiríksson verða flutt, ásamt verkum eftir finnsku tónskáldin Leevi Madetoja, Tauno Pylkkanen, Bernhard Crus- ell og Erik Bergman. Kynnir er Edda Heiðrún Backman leikkona. Klarínettleik- arinn Mika Ryhta hefur áð- ur komið til Is- lands og var skiptinemi á sín- um tínia i Tón- listarskólanutn í Reykjavík. Kenn- ari hans þai’var Mika Orava Einar J(5hannes- son. Ryhta nani við Sibeliusar- akademiuna i Helsinki og lauk meistaraprófi þaðan 1998. Ryhtá hefur komið fram margsinnis sem einleikari í Fiunlandi og með kammerhljómsveitum á Norður- löndum og í Evrópu. Hann hefur hljóðritað mörg verk með kammer- hljómsveit og sínfóníuhljómsveit Sibelius-akademíunnar. Núna leik- ur hann með Janus-tríóinu og Mika Orava og starfar sem tónlistar- kennari í Kajaani í mið-Finnlandi. Samstarfsmaður Ryhta, Mika Orava, flytur einleiksverk, ljóðasöngva og kammertónlist. Hann hefur hald- ið tónleika í Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi. Sem einleikari hefur Orava komið fram með Borgar- hljómsveit Lappeenranta og hljóm- sveitinni Oulu Junior Strings. Or- ava hefur líka flutt ýmsa söngvasveiga Schuberts á tónleik- um með finnsku söngvurunum Jorma Hynninen og Janne Kakson- en. Orava nemur við Sibelius- akademíuna og hefur hlotið ýmis verðlaun í píanósamkeppnum. Sleipnir styrkir tónleikana en Norræni menningarsjóðurinn og menntamálaráðuneytið styrkja röðina Bjartar sumarnætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.