Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 15 AKUREYRI Grindavík og Fylkir fögnuðu sigri á Pollamótinu GRINDAVÍK sigraði á Pollamóti Þórs og Flugfélags íslands í knatt- spymu sem fram fór á félagssvæði Þórs um helgina og lið Fylkis sigr- aði í Lávarðadeildinni. Grindvík- ingar lögu Víkinga í úrslitaleik en Fylkismenn lögðu Bjórbræður að velli. Skagamenn höfnuðu í þriðja sæti Pollamótsins og Valsarar í þriðja sæti Lávarðadeildar. Þátttakendur á Pollamótinu em flestir komnir af allra léttasta skeiðinu en langflestir eru þeir þó enn léttir í lund. Á Pollamótinu keppa knattspyrnumenn 30 ára og eldri en í Lávarðadeildinni er lág- marksaldurinn 40 ár. Þá tóku tvö kvennalið þátt í mótinu að þessu sinni, frá Þór og Fylki, og sýndu konurnar ekki síðri tilþrif á vellin- um en karlarnir. Rétt um 60 iið voru skráð til leiks Breytingar í Sjöfn STJÓRNARFORMAÐUR Sjafnar, Eiríkur S. Jóhannsson, tilkynnti á starfsmannafundi á dögunum að Úlf- ar Hauksson hyrfi alfarið til starfa hjá Nýju kaffibrennslunni. Jafn- framt var tilkynnt að á næstu vikum yrði unnið að endurskipulagningu á stjórnun og starfsemi fyrirtækisins. Það er Andri Guðmundsson rekstr- arráðgjafi sem vinnur að endur- skipulagningunni undir stjórn Ei- ríks. Ómar Gunnarsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri fer með daglega stjórnun félagsins ásamt Andra, en þess er vænst að gengið verði frá ráðningu framkvæmdastjóra innan tíðar. ------»-4-4----- Annasöm helgi hjá lögreglu LÖGREGLAN á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina. Öku- menn kitluðu pinnann um of, rétt- indalausir ökumenn voru stöðvaðir og utanborðsmótor var stolið. Að sögn varðstjóra voru 40 öku- menn stöðvaðir fyrir of hraðan akst- ur. Einnig stöðvaði lögreglan tvo fjórtán ára pilta sem óku um á stol- inni bifreið á sunnudagskvöldið, en það gefur augaleið að piltarnir voru réttindalausir. A laugardagskvöldið var síðan ut- anborðsmótor og bensíntanki stolið úr báti sem lá bundinn í Garðsvík, neðan við Víkurskarðið. Hafði bátur- inn verið dreginn á land og mótor og tankur teknir ófrjálsri hendi. að þessu sinni, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Keppni hófst á fostudagsmorgun en mótinu lauk með lokahófi og verðlaunaaf- hendingu í fþróttahöllinni á laugar- dagskvöld. Sigurliðin, Grindavík og Fylkir, hafa verið mjög áberandi og sett skemmtilegan svip á Pollamót- ið sfðustu ár og þau voru vel að sigrinum komin að þessu sinni. Morgunblaðið/Kristján Leikmönnum Grindavíkur var vel fagnað af fjölmörgum stuðnings- mönnum sfnum eftir sigurinn á Pollamótinu. Fagurtónleik- ar í Deiglunni FAGURTÓNLEIKAR verða í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júlí, í Deiglunni og hefjast þeir kl. 20. Það er Kristjana Arngrímsdóttir sem syngur við undirleik Daníels Þor- steinssonar, Jóns Rafnssonar og Kristjáns Eldjárns. Tónleikamir bera yfirskriftina Þvílík er ástin. Á söngskránni eru m.a. vísnasöngs- ballöður frá ýmsum löndum, t.d. Englandi, Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku. Einnig verða frumflutt tvö íslensk lög eftir Valgeir Guðjóns- son. Aðgangur er ókeypis. Við skerum 30% af PUND lömpum Verð aðeins 890 kr, Taktu eina rauða með í sumarleyfiðJ idlsuhúsið SkðlavörOustíg. Kringlunnl og Smðratorgl Opið: Mán. - fös. 10 Lau. 10-17 Sun. 12-17 18.30 30 - 60% afsláttur Sófasett, stólar, sófaborð, bókaskápar og hillur, geisladiskastandar, sjónvarps- bekkir, eldhúsborð og stólar, hurðir og skúffur á eldhúsinnréttingar, fataskápar, rúm, dýnur, náttborð, kommóður, skóskápar, baðinnréttingar, tölvuborð, skrifborðsstólar, lampar, mottur, lök, sængur, handklæði, metravara, margir litir og mynstur, gluggatjöld, rantmar og myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.