Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 15
AKUREYRI
Grindavík og Fylkir
fögnuðu sigri á
Pollamótinu
GRINDAVÍK sigraði á Pollamóti
Þórs og Flugfélags íslands í knatt-
spymu sem fram fór á félagssvæði
Þórs um helgina og lið Fylkis sigr-
aði í Lávarðadeildinni. Grindvík-
ingar lögu Víkinga í úrslitaleik en
Fylkismenn lögðu Bjórbræður að
velli. Skagamenn höfnuðu í þriðja
sæti Pollamótsins og Valsarar í
þriðja sæti Lávarðadeildar.
Þátttakendur á Pollamótinu em
flestir komnir af allra léttasta
skeiðinu en langflestir eru þeir þó
enn léttir í lund. Á Pollamótinu
keppa knattspyrnumenn 30 ára og
eldri en í Lávarðadeildinni er lág-
marksaldurinn 40 ár. Þá tóku tvö
kvennalið þátt í mótinu að þessu
sinni, frá Þór og Fylki, og sýndu
konurnar ekki síðri tilþrif á vellin-
um en karlarnir.
Rétt um 60 iið voru skráð til leiks
Breytingar
í Sjöfn
STJÓRNARFORMAÐUR Sjafnar,
Eiríkur S. Jóhannsson, tilkynnti á
starfsmannafundi á dögunum að Úlf-
ar Hauksson hyrfi alfarið til starfa
hjá Nýju kaffibrennslunni. Jafn-
framt var tilkynnt að á næstu vikum
yrði unnið að endurskipulagningu á
stjórnun og starfsemi fyrirtækisins.
Það er Andri Guðmundsson rekstr-
arráðgjafi sem vinnur að endur-
skipulagningunni undir stjórn Ei-
ríks.
Ómar Gunnarsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fer með daglega
stjórnun félagsins ásamt Andra, en
þess er vænst að gengið verði frá
ráðningu framkvæmdastjóra innan
tíðar.
------»-4-4-----
Annasöm
helgi hjá
lögreglu
LÖGREGLAN á Akureyri hafði í
nógu að snúast um helgina. Öku-
menn kitluðu pinnann um of, rétt-
indalausir ökumenn voru stöðvaðir
og utanborðsmótor var stolið.
Að sögn varðstjóra voru 40 öku-
menn stöðvaðir fyrir of hraðan akst-
ur. Einnig stöðvaði lögreglan tvo
fjórtán ára pilta sem óku um á stol-
inni bifreið á sunnudagskvöldið, en
það gefur augaleið að piltarnir voru
réttindalausir.
A laugardagskvöldið var síðan ut-
anborðsmótor og bensíntanki stolið
úr báti sem lá bundinn í Garðsvík,
neðan við Víkurskarðið. Hafði bátur-
inn verið dreginn á land og mótor og
tankur teknir ófrjálsri hendi.
að þessu sinni, sem er svipaður
fjöldi og undanfarin ár. Keppni
hófst á fostudagsmorgun en mótinu
lauk með lokahófi og verðlaunaaf-
hendingu í fþróttahöllinni á laugar-
dagskvöld. Sigurliðin, Grindavík og
Fylkir, hafa verið mjög áberandi og
sett skemmtilegan svip á Pollamót-
ið sfðustu ár og þau voru vel að
sigrinum komin að þessu sinni.
Morgunblaðið/Kristján
Leikmönnum Grindavíkur var vel fagnað af fjölmörgum stuðnings-
mönnum sfnum eftir sigurinn á Pollamótinu.
Fagurtónleik-
ar í Deiglunni
FAGURTÓNLEIKAR verða í
kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júlí, í
Deiglunni og hefjast þeir kl. 20. Það
er Kristjana Arngrímsdóttir sem
syngur við undirleik Daníels Þor-
steinssonar, Jóns Rafnssonar og
Kristjáns Eldjárns. Tónleikamir
bera yfirskriftina Þvílík er ástin. Á
söngskránni eru m.a. vísnasöngs-
ballöður frá ýmsum löndum, t.d.
Englandi, Frakklandi, Svíþjóð og
Danmörku. Einnig verða frumflutt
tvö íslensk lög eftir Valgeir Guðjóns-
son. Aðgangur er ókeypis.
Við skerum 30% af PUND lömpum
Verð aðeins 890 kr,
Taktu eina
rauða með í
sumarleyfiðJ
idlsuhúsið
SkðlavörOustíg. Kringlunnl og Smðratorgl
Opið:
Mán. - fös. 10
Lau. 10-17
Sun. 12-17
18.30
30 - 60% afsláttur
Sófasett, stólar, sófaborð, bókaskápar og hillur, geisladiskastandar, sjónvarps-
bekkir, eldhúsborð og stólar, hurðir og skúffur á eldhúsinnréttingar, fataskápar,
rúm, dýnur, náttborð, kommóður, skóskápar, baðinnréttingar, tölvuborð,
skrifborðsstólar, lampar, mottur, lök, sængur, handklæði, metravara, margir litir
og mynstur, gluggatjöld, rantmar og myndir.