Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Biðlistapestin Frá Atla Brynjarssyni: ÉG ER einn af þeim fjölmörgu sem eru að bíða eftir að komast í aðgerð á bæklunardeild Landspítalans. Það eru um það bil 54 vikur síðan ég var settur á biðlistann margumtalaða. Eftir því sem ráðherra segir eru engir biðlistar þannig að ég reiknaði með að komast fljótlega að. En núna, 54 vikum seinna, er vitað jafn lítið um það hvenær aðgerðin verður framkvæmd. Ég álpaðist inn á heimasíðu landlæknisembættisins og fann þar samantekt yfír sjúk- linga sem eru að bíða eftir aðgerð- um hjá flestum ef ekki öllum sjúkra- húsum landsins. Og þar fann ég mér til skelfingar tölur yfir þá sem eru að bíða eftir aðgerðum hjá bæklun- ardeild Landspítalans. I feb. ’OO voru 411 manns á biðlista eftir að- gerð hjá bæklunardeild Landspíta- lans og meðalbiðtími er samkvæmt þessum lista 79 - já 79 - vikur. Ráð- herra fullyrðir að það sé ekkert að. Núna í vor var bæklunardeildin minnkuð um helming eða meira og færð yfir á aðra deild og ef ég heyrði rétt var deildin að missa einhver rúm um daginn í viðbót. Sennilega hefur þessi meðalbiðtími breyst töluvert til hins verra nú á vormán- uðum. Mig langar til að spyrja ráð- herra hvort hún telji það sé hag- stæðara fyrir ríkið að hafa fólk heima á örorku, dýi’um lyfjum, í sjúkraþjálfun, allskonar stoðtækj- um o.fl. o.fl. en að koma fólki sem fyrst í aðgerð svo að það geti komist sem fyrst út á vinnumarkaðinn aftur og orðið nýtir þegnar á ný. Ég veit um marga, þar á meðal sjálfan mig, sem eru að missa allt út úr höndunum á sér. Og ef fram fer sem horfir blasir við örbirgð og erf- iðleikar í nánustu framtíð. Ef það dregst mikið lengur að ég komist út á vinnumarkaðinn sé ég ekki fram á að ég muni nokkurntímann ná mér, hvorki andlega né fjárhagslega, aft- ur. Svo má ekki gleyma því heldur að því lengur sem aðgerðin dregst á langinn, því meiri verður varanlegur skaði og líkurnar minnka á því _að komast á vinnumarkaðinn aftur. Ég neita að trúa því að þetta sé það sem ráðherra vill. Það má ekki gleyma andlegu hlið- inni, langvarandi verkir og hreyfi- hömlun skapar á endanum allskonar andleg vandamál. Sálfræðingar og geðlæknar hafa ábyggilega nóg að gera við að sinna þeim sem eru á biðlistunum. Svo eru það öll geðlyf- in. Allt kostar þetta ríkið stórar fjárhæðir sem mætti minnka all- verulega ef það yrði forgangsraðað öðruvísi. Það er alltént mín skoðun að það ætti að koma fólki sem fyrst í aðgerð til að laga það sem á bjátar og reyna að komast hjá því að varanlegur skaði verði memi en hann þyrfti að vera. Ég sjálfur er búinn að ganga í gegnum mikið niðurbrot og þung- lyndi vegna skaða sem ég hlaut fyrir hálfu öðru ári og að öllum líkindum næ ég mér aldrei að fullu, hvorki andlega né líkamlega. Varanlegan skaða hefði mátt takmarka verulega einfaldlega með því að taka mig í að- gerð miklu fyrr, já, kanski 45 vikum fyiT. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að þeir sem eru svo ógæfusamir og neyðast til að vera á þessum bið- listum fá á endanum viss einkenni. Andleg, félagsleg og líkamleg. Það má alveg líkja þeim sem eru á bið- listum við alkóhólista. Biðlistapestin er fjölskyldusjúkdómur. Biðin bitn- ar ekki bara á þeim sem er að bíða heldur á öllu umhverfinu, sama hvaða nafni það nefnist. Það þjást allir í kringum þann sem er með biðlistapestina. Því betur sem pest- in nær að grafa um sig verður erfið- ara að komast til baka. Það sem í upphafi var líkamlegur krankleiki er orðið andleg bæklun sem kannski verður aldrei hægt að bæta. Þetta eru hugrenningar sem fóru í gegn- um huga minn í síðasta verkjakasti. Ég er með biðlistapestina. ATLI BRYNJARSSON, Einarsnesi 78, Reykjavík. Sumarferð Dómkirkjunnar Fimmtudaginn 13. júlí verður farin árleg ferð eldri borgara. Farið verður kl. 13 frá Safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14a. Ekið verður að Skógum undir Eyjafjöllum þar sem drukkið verður kaffi, byggðasafn- ið skoðað og höfð helgistund í safnkirkj- unni. Innritun í ferðina verður í síma 5622755 kl. 10-12 á mánudag og þriðjudag. Gjald er kr. 800. í Ingólfsstræti hæö Sfmi 552 5450 afs www Ég er é leiðinni... 40 erlendir skiptinemar koma til íslands í ágúst Viltu kynnast... ... nýjum viðhorfum? ... framandi menningu? ... nýrri sýn á land og þjóð? Viltu taka á móti skiptinema? Þú þarft ekki... ... að kunna ensku ... að eida í öll mál ... að vera með skemmtidagskrá $ nMR I t í s k u v Kauðarárstíg hefst í dag kl. 9.00 Fréttagetraun á Netinu 0mbLis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.