Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Niels K. Svane
fæddist í Reykja-
vík 17. maí 1918.
Hann lést á heimili
sínu, Akralandi 3,
28. júni síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jónína Guðjónsdótt-
ir, f. 8. október 1890,
d. 20. jan 1967, og
Niels Christian Sva-
ne, f. 1884, d. 1937 í
yNew York. Bræður
hans Ólafur, f. 1912,
látinn, Karl, f. 1914,
látinn, Carlo, lést í
barnæsku, Carl, f.
1923, og Marteinn, f. 1928.
Hinn 21. maí 1942 kvæntist Sva-
ne Bergþóru Eiríksdóttur, f. 17.
októbcr 1921. Foreldrar hennar
voru Valgerður Halldórsdóttir Ar-
mann og Eiríkur Hjartarson í
Laugardal í Reykjavík.
Börn Svane og Bergþóru eru: 1)
Eiríkur Kristinn, f. 29.11. 1942,
bifvélavirki, kvæntur Jónínu Egg-
ertsdóttur, f. 13.7. 1946, gjaldkera
hjá Sambandi íslenskra sveilarfé-
laga. Þeirra börn eru a) Eggert Jó-
hann, f. 1966, rafvirki. b) Berg-
þóra, f. 1968,
dýralæknanemi í
Kaupmannahöfn. c)
Sigríður Theodóra, f.
1974, starfsmaður í Is-
al. Sambýlismaður
hennar er Atli Örvar,
smiður, og er dóttir
þeirra Jónína Val-
gerður, f. 1998. 2)
Margret, f. 13.8. 1945,
hjúkrunarforstjóri
Heilsugæslustöðinni í
Grafarvogi, gift
Bjarna Snæbjörns-
syni, f. 7.7. 1939,
tæknifulltrúa hjá
Vinnueftirliti ríkisins. Þeirra börn
eru a) Bergdís Una, f. 1967,
tölvunarfræðingur, gift Herði
Andréssyni, líffræðingi. Þeirra
börn eru: Andrea Malín, f. 1990,
Katrín, f. 1994, og Kolmar, f. 1996.
b) Kristbjörn Þór, f. 1969, bifvéla-
virki, kvæntur Rannveigu Rut
Valdimarsdóttur, fórðunarfræð-
ingi. Dætur þeirra eru Sóllilja Rut,
f. 1997, og Fanney, f. 1998. c)
Bergþóra Fjóla, f. 1971, sjúkraliði,
gift Pétri Arnasyni verkamanni og
er þeirra sonur Bjarni Snæbjörn, f.
1994. 3) Una Jónína, f. 26.12. 1952,
bókasafnsfræðingur, gift Hauki
Gunnarssyni, f. 11.2. 1949, bflstjóra
hjá Landsbanka íslands. Þeirra börn
eru: a) Guðrún, f. 1973, ritari. b) Eir-
íkur, f. 1977, laganemi, unnusta
hans er Bergrún Kristinsdóttir, f.
1980. c) Kristinn, f. 1981, d. sama ár.
d) Niels Svane, f. 1983, nemi. 4) Þor-
geir Hjörtur, f. 27.2. 1961, hús-
gagnasmiður, sambýliskona hans er
Sigrún Þórðardóttir, f. 1954, bókari,
sonur hennar er Birgir Stefánsson,
f. 1979.
Svane útskrifaðist frá Iðnskólan-
um í Reykjavík árið 1943. Hann
vann á verkstæði Egfls Vilhjálms-
sonar til ársins 1949. I löngu verk-
falli sem þá varö hóf hann sjálfstæð-
an atvinnurekstur í bflskúr bróður
síns Karls á Kirkjuteigi. Þar var
verkstæðið í um eitt og hálft ár er
hann flutti það á Háaleitisveg 39 þar
sem þau bjuggu. Húsið og verkstæð-
ið var fyrir skipulagi borgarinnar
og 1968 var flutt í Skeifuna 5. Hann
vann þarft og gott verk við upp-
byggingu hússins og húsfélagsins í
Skeifunni 5. Sonur hans Eiríkur rak
fyrirtækið síðustu þrettán árin en
hann kom þar á hverjum degi ýmist
til að huga að húsinu eða fara í
sendiferðir. Bifreiðaverkstæði N.K.
Svane var lagt niður um síðustu ára-
mót.
títför Svane fer fram frá Áskirkju
í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
NIELS KRISTINN
SVANE
Allt í einu snöggt en þó ekki
snöggt er lífíð búið og minningarnar
þjóta fram hjá.
Svarthærði brosmildi pabbi sem
kom alltaf inn í morgunkaffi og tók
telpuna í fangið. Þau horfðust í augu
og hann spurði hvort hún væri væri
„pabbadella“. Um það bil 25 árum
seinna var ljóshærður hnokki sem
gerði það sama, bakkaði í fangið á
honum og vildi hvergi annars staðar
^vera.
I umræðum okkar síðustu dagana
var gott að rifja upp tímann okkar
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
H
H
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
Varanleg
minning
er meitluð
ístein.
!| S.HELGAS0NHF
I STEITMSMIÐJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
uppi á Háaleiti, í sveitinni okkar, sem
var sannkallaður unaðsreitur. Skjól-
veggurinn sem hann setti upp fyrir
okkur svo hægt væri að njóta sólar
þar sem alltaf var eitthvað um að
vera, margir í heimsókn og mikið
hlegið. Verkstæðið og húsið var sam-
ofið enda bara tvö skref á milli. Þar
voru jeppamir sem hann tók í sund-
ur og gerði upp. Ofáar ökuferðir voru
farnar í þeim þótt vélar- og hjóla-
lausir væru. Þai- er kannski komin
skýringin á ólæknandi jeppadellu
minni. Utanlandsferðin frábæra til
Irlands 1962 og samvera okkar þar.
Það var svo skemmtilegt samspilið
þar þegar fólk tók okkur tali, hélt við
værum öll systkin eða að mamma
væri mamma okkar allra. Pabbi var
svo ánægður með að vera svona ung-
legur. Keyrsluferðin okkar fímm á
ferð um írland er ógleymanleg. Mér
er líka minnisstætt þegar Margret
fékk píanóið en ég fékk kassann utan
af því. Það voru sanngjörn skipti því
pabbi hjálpaði mér að smíða lítinn
kofa. Hann var arkitektinn að mestu,
bjó til rammann en ég festi spýturn-
ar. Úr varð flottasta lítið hús sem ég
var mjög stolt af. En það var tíminn
okkar í smíðunum og samveran sem
var svo góð, leiðsögnin sem ég fékk
um leið og við smíðuðum sem hefur
ekki síst verið veganesti í lífinu.
Hann var alltaf til staðar þegar við
þurftum á honum að halda, klettur-
inn okkar sem studdi við bakið á okk-
ur og þau bæði. Það var mér mjög
mikilvægt að geta þakkað honum all-
,an þennan stuðning og þá fengið í
leiðinni áframhaldandi veganesti.
Árin okkar í Reykjahlíðinni á
menntaskólaárunum voru mjög sér-
stök. Þegar við rifjuðum upp þennan
tíma um daginn var svo gaman þegar
hann sagði, já manstu". Oft um helg-
ar vorum við tvö ein eftir mat áður en
hann fór upp til afa. Það voru okkar
bestu stundir að tala um heima og
geima, pólitík og mannkynssögu, ár-
in mín á Irlandi og dvölina í Dan-
mörku. Fólkið sem ég hafði kynnst
og hvernig það hafði reynst mér
þannig að heimspeki kom einnig
mikið við sögu. Hann kenndi mér á
bíl, það var góður tími. Líka þegar ég
hafði ekki lært á bremsuna, steig
bara í botn og hann næstum farinn í
gegnum framrúðuna. Við vorum svo
heppin að honum var þolinmæði og
rík kímnigáfa í blóð borin. Stundum
var djúpt á kímninni því hann var
hógvær og hafði sig ekki í frammi en
seinni árin þegar meiri tími gafst var
hann óspar á að leyfa okkur að njóta
hennar. Ég þakka forsjóninni fyrir
að hafa gefíð mér góðan föður.
Þín,
Una.
Elsku pabbi. Það er svo margs að
minnast á vegferðinni gegnum lífið
og af svo mörgu að taka að erfitt er
að byrja. En þakklætið er efst í huga
og leitar þá hugurinn fyrst til upp-
vaxtaráranna á Háaleitinu þar sem
mamma og pabbi höfðu komið sér
upp heimili ásamt verkstæðisrekstri
sem var órofanleg heild vegna nánd-
ar verkstæðisins og þess að „strák-
arnir“ sem unnu hjá pabba komu oft-
ast í eldhúsið til okkar í
kaffitímunum. Og þarna var líf,
margt fólk í morgunkaffi og fjörugar
umræður, hálfgerð sveit, hættuleg
götuhorn og mikil umferð bíla en allt
lærðist þetta. Þetta var „sveitin í
Reykjavík “ um 1950-1968. Bústað-
arhverfið og Gerðin voru í uppbygg-
ingu, Trésmiðjan Byggir stóð við
Miklubrautina og þar fyrir neðan
voru sandgryíjur þar sem „óprúttn-
ir“ unglingar fengu sér reyk af
„Wings“ sígarettum en þá kostaði
pakkinn 8 kr.
Við höfðum flutt úr Laugardalnum
úr faðmi afa og ömmu, úr örygginu í
dalnum og í annað öryggi, faðm for-
eldranna sem umlukti okkur systkin-
in ástúð og umhyggju.
Pabbi var einstakur maður, gædd-
ur þvílíkri þolinmæði og seiglu sem
maður bara gerði sér ekki grein fyrir
fyrr en mörgum áratugum seinna.
Hann var ekki maður sem hafði
sig í frammi en stóð svo sannarlega á
sínu og hafði skoðanir á hlutunum og
hopaði ekki frá þeim en gat jafn-
framt hlustað á og virt skoðanir ann-
arra. Alltaf var pabbi tilbúinn að
miðla öðrum af þekkingu sinni og
reynslu.
Hann var stoltur af börnum sínum
og gladdist með þeim þegar vel gekk
hjá þeim.
Fyrir árið 1970 varð pabbi að
leggja niður verkstæðisrekstur við
Miklubrautina vegna skipulags-
breytinga hjá Reykjavíkurborg og
var þá farið út í það að koma upp
byggingu í Skeifunni 5 neðan við
Grensásveginn. Þarna var mikið
færst í fang á erfiðum tímum því
hálfgerð haftastefna var ríkjandi og
margt til að ergja sig yfir.
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt aó300 manns.
einnig urrriiR hadegismatur
MEDKAFFI OG TERTU A EtTIR - SAMA VERÐ
. S<coá;a
Ty.al,ré»o
yá okkvr
° n°tinu!
VEISLAN
G3
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurströnd 12 • 170 Sdtjarnornes • Sími: 561 2031 • Fax: 561 2008
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is _ _
— - eg
Þá var það að pabbi ásamt nokkr-
um öðrum hafði fengið lóð til að
byggja á stórt „iðnaðarsambýli".
Pabbi var vakinn og sofinn við bygg-
ingarframkvæmdirnar og lagði nótt
við dag ef með þurfti.
Reyndist pabbi drjúgur við að
koma saman reglum og fá því áorkað
sem þurfti í sambandi við lán og önn-
ur mál sem tengdust framkvæmdun-
um. Einnig átti hann drjúgan þátt í
stofnun húsfélags og þess að halda
húsfundi og stuðla að því að allir
„drægju vagninn í sömu átt“.
Pabba féll nánast aldrei verk úr
hendi, hann vann alla sína tíð langan
vinnudag og ótrúlegt hvað hann ent-
ist lengi en sjálfsagt má þakka það
áhuga hans á starfinu og miklu jafn-
aðargeði.
Eiríkur bróðir minn tók við rekstri
verkstæðisins N.K.Svane fyrir þrett-
án árum en pabbi var þó alltaf með
annan fótinn á verkstæðinu.
Það var svo nú um síðustu áramót
að Eiríkur varð að hætta rekstri sök-
um alvarlegra veikinda. Þá var
brugðið á það ráð að hætta rekstri og
selja húsnæðið sem þó hefur ekki
gengið nógu vel m.a. vegna nýrra
laga um eignaskipti sameignarhúsa.
Nú vona ég og óska að þú faðir
minn fáir endurgoldið það sem þú
gerðir fyrir Skeifuna 5 frá byrjun til
enda.
Þín elskandi dóttir,
Margret.
Mágur minn og vinur Niels Svane
er látinn. Hann lést eftir stutta en
allerfiða baráttu við illvíg veikindi.
Svane, eins og hann var kallaður af
öllum í fjölskyldunni, var einstakur
öðlingur sem maður saknar sárt.
Hann kvæntist Bergþóru, systur
minni, fyrir nær sex áratugum og
mér er það afar minnisstætt þegar
þau fóru að draga sig saman. Hann
var mjög hár, þrekvaxinn og mynda-
rlegur og ég held að öll mín stóra
fjölskylda hafi fljótt orðið hrifin af
honum og þótt þessi ráðahagur hinn
besti. Þau voru gift af séra Sigurgeiri
Sigurðssyni biskup vorið 1942. I þá
daga var oft mikið líf og fjör hjá fjöl-
skyldunni í Laugardal, hún var stór
og að auki var margt starfsfólk þar,
sérstaklega yfir sumartímann. Það
var iðulega farið í alls konar leiki eft-
ir vinnutíma eða um helgar. Svane
varð strax þátttakandi bæði í störf-
um og leik af fullum krafti og eru
þessar stundir í mínum huga mjög
ljúfar. A þessum árum var mjög erf-
itt að fá húsnæði. En þau gerðu í
stand tveggja herbergja íbúð úr
geymslu í landi Hafrafells, en það
átti Malín fóðursystir okkar Berg-
þóru. Ibúðin var lítil en mjög „kósí“.
Þar bjuggu þau í nokkur ár eða þar
til þau keyptu sér einbýlishús við
Háaleiti. Það hús þurfti að fjarlægja
vegna skipulags borgarinnar og var
það rifið. Nokkru áður en að því kom
fluttu þau til föður okkar í Reykja-
hlíð 8. Hann var orðinn einn og al-
draður og þurfti á aðstoð að halda.
Þá aðstoð fékk hann svo sannarlega
því Bergþóra og Svane hugsuðu sér-
staklega vel um föður okkar og var
Svane einstaklega natinn að hugsa
um hann. Síðar fengu þau lóð við
Norðurbrún og byggðu þar mikið og
fallegt hús.
Svane lærði bifvélavirkjun hjá
Agli Vilhjálmssyni h/f og að námi
loknu var hann strax gerður að verk-
stjóra fyrir bílaverkstæði fyrirtækis-
ins, en þegar hann hafði áunnið sér
meistararéttindi hætti hann þar og
setti upp sitt eigið bílaverkstæði. Það
hafði hann ákveðið í upphafi því sjálf-
stæður vildi hann vera. Svane var
sérstaklega laghentur og vann sér
traust viðskiptavina sinna þannig að
það var alltaf mikið að gera hjá hon-
um. A þessum árum var oft erfitt að
fá varahluti og annað sem til þurfti
fyrir viðgerðir á bílum, en Svane var
meistari að bjarga málum og smíðaði
iðulega það sem ekki tókst að útvega
með öðrum hætti. Með eljusemi og
miklum dugnaði byggði Svane stórt
og myndarlegt verkstæði í Skeifunni
þar sem hann vann nánast til ævi-
loka.
Bergþóra og Svane höfðu mikið
samband við frændfólk okkar í
Bandaríkjunum og Kanada og rækt-
uðu það samband vel. Bæði með
heimsóknum til þeirra og að taka á
móti þeim hér heima. Eins og gengur
lentu þau í ýmsum ævintýrum á
þessum ferðalögum og var gaman að
hlusta á Svane segja frá þeim, en
hann kunni að segja sögur og var
með afbrigðum minnugur. Þann
hæfileika missti hann ekki þótt ald-
urinn færðist yfir hann eins og oftast
á sér stað.
Svane var mjög skapgóður og já-
kvæður maður. Það var stutt í brosið
og ekki langt í kímnina. Hjónaband
þeirra Bergþóru og Svane var afar
gott og skemmtilegt. Þau áttu barna-
láni að fagna, eignuðust fjögur góð
og dugleg börn og mörg barnabörn.
Við Þorgerður, konan mín, þökkum
fyrii- margar góðar samverustundir
og biðjum fjölskyldu Svane guðs
blessunar.
Hjörtur Eiríksson.
Það mun hafa verið árið 1964 sem
ég kynntist væntanlegum tengdafor-
eldrum mínum þeim Bergþóru Eir-
íksdóttur og Niels K. Svane en þá
höfðum við Margret ákveðið að eig-
ast. Mér var vel tekið af öllum í fjöl-
skyldunni en með eðlilegri varúð
vegna þess að ég var sex árum eldri
en heimasætan og átti þar að auki
bai'n með fyrri kærustu.
Og ekki bætti úr skák að ég var
sveitamaður og framsóknarmaður í
þokkabót.
En allt fór nú vel og á samning í
bifvélavirkjun fór ég hjá tengdaíoður
mínum.
Reyndar var ég að mig minnir að-
eins tvö ár á samningi hjá honum en
vann svo þessi hefðbundnu þrjú ár að
sveinsprófi loknu til að fá meistara-
réttindi.
Það hlýtur að hafa verið mjög erf-
itt fyrir hann að hafa mig í vinnu á
þessum tíma, hann þessi rólegi
seiglumaður með óþijótandi úthald
og svo ég skorpumaður með alls kon-
ar hugdettur. Við áttum ekki alltaf
skap saman en það var með mig eins
og aðra sem kynntust honum, virð-
ing fyrir frábærum fagmanni með
áratuga reynslu og þekkingu.
Eftir því sem árin liðu og ég ekki
eins „hornóttur“ áttum við meiri
samleið og meðan ég rak eigið verk-
stæði fór ég oftar en ekki í „smiðju“
til hans til öflunar fróðleiks.
Hann var ekki bara tengdafaðir,
hann var lærifaðir minn í lífsstarfinu
ogvinur.
Þau hjónin gáfu oft góðar gjafír en
besta gjöf þeirra til mín var dóttirin
Margret sem nú eins og bróðir henn-
ar Eiríkur berst við illvígan sjúkdóm.
Langri og farsælli starfsævi er
lokið, góður maður genginn sem
hugsaði fyrst og fremst um heill fjöl-
skyldunnar. Svane og Bergþóra
veittu sér lítið en öðrum í fjölskyld-
unni þeim mun meira.
Svane og ég töluðum talsvert sam-
an síðustu vikurnar fyrir andlát hans
þar sem hann rakti sögu sína og lífs-
hlaup í stórum dráttum og er þetta
varðveitt á hljóðsnældum. Tengda-
faðir minn gerði sér fulla grein fyrir
að hverju stefndi hjá honum og var
sáttur við endalokin en þótti miður
að geta ekki sjálfur gengið frá vanda-
málum Skeifunnar 5.
Honum voru vel ljós veikindi Eir-
íks og Margretar og bað fyrir þeim.
Hann hélt fullri hugsun til síðasta
dags og ef til vill lýsir það tengdaföð-
ur mínum best, það sem hann sagði
við mig meðan hann mátti mæla:
„Bjarni minn farðu vel með þig svo
þú getir hugsað um Margreti."
Hann átti stórbrotna konu, Berg-
þóru Eiríksdóttur, sem stóð við hlið
hans alla tíð.
Ég votta tengdamóður minni
dýpstu samúð fyrir missi lífsföru-
nautar.
Ég veit að hún er sú manngerðin
að brotna ekki en hún getur bognað.
Bjami.
Þegar mér bárust fréttirnar af
andláti afa míns var mér óneitanlega
brugðið þrátt fyrir það að ég vissi að
að þessu kæmi. Mér var brugðið
vegna þess að nú hvarf stór hluti af
lífi mínu, hann afi minn Svane. Afi
minn var mér mjög mikilvægur og
leit ég alltaf mjög upp til hans, bæði
vegna stærðar hans og persónuleika.
Ég man alltaf eftir afa sem mjög
rólegum og yfirveguðum manni og