Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11, JÚLÍ zOOu
MORGUNBLAÐIÐ
Vega dagur í Lyfju Lágmúla
Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag
Ótvíræöur kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs, kemur lagi á meltinguna.
LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla « Lyfja Hamraborg • Lyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi* Útibú Grindavfk*
HRINGRÁSARDÆLUR
DAB dæiumar eru sér-
stakiega hljóðlátar,
eyðslugrannar og af-
kastamiklar.
Fjötbreytt úrval at hring-
rásardælum, skolpdæluni
o.s.frv. frá DAB.
Leitið upplysinga
VATNSVIRKINN ehf.
ÁRMÚU 21 • SlMI 533 2020 • UX 533 2022
— Stöðugl rennsli í 45 ór —
vf§>mbl.is
_AL.L.TXk.f= eiTTH\Sj*£> NÝTT
Vefir
o g ljos-
vefír
MYIVDLIST
Listasafn ASÍ
MYNDVEFNAÐUR/
MÁLVERK
ÁSA ÓLAFSDÓTTIR
KRISTIN GEIRSDÓTTIR
Opið alla daga frá 14-18.
Lokað mánudaga.
Til 30. júli. Aðgangur 300 krónur.
AÐ styðja við bakið á listafólki er
farið að bera árangur í þessu landi
svo sem það gerir annars staðar í
heiminum. í nokkur ár hefur hópur
myndlistarfólks notið vinnuaðstöðu
að Korpúlfsstöðum og árangurinn
smám saman að koma í ljós. Það sem
máli skiptir er að góður vinnuandi
virðist ríkja á staðnum, og að lista-
fólkið hefur augljóslega örvandi áhrif
hvert á annað, meginásamir í öllum
skapandi athöfnum eru áhuginn og
að kunna að vinna... Það er bara að
vinna og vinna og svo verður maður
að hafa viljann til baráttu upp á líf og
dauða til að þrengja sér inn að því
innsta í lífinu, allt annað er einskins
virði, eins og málarinn Jón Stefáns-
son orðaði það nokkurn veginn við
mig fyrir margt löngu úti í Kaup-
mannahöfn, sá kröfuharði og vitri
þulur.
Það má sjá það á verkum lista-
kvennanna tveggja, sem lagt hafa
undir sig sali Listasafns ASÍ, að þær
hafa meðtekið þessi sannindi, því
báðar vinna þær af alvöru og atorku-
semi jafnframt því að kraftbirtingur
sköpunarferlisins eru innri Hfæðar
myndflatarins.
Ása Ólafsdóttir, sem sýnir á neðri
hæðinni er sjóuð listakona, sem hef-
ur komið víða við og var í framvarða-
sveit róttækra nýviðhorfa hér á árum
áður, svona eins og þau komu að ut-
an. Hún er það raunar ennþá, en á
annan hátt, hefur meðtekið arf for-
tíðar og skilar honum ómenguðum
frá sér. Það eru falin mikil sannindi í
þeim framslætti, að því lengra sem
menn leita út frá sér og eigin sjálfi
því nær kemst maður því, eins og rit-
jöframir André Gide og Paul Claudel
orðuðu það, og var víst hið eina sem
þeir voru sammála um í frægri inn-
byrðis rimmu í franska útvarpinu
íyrir margt löngu. Þetta má einnig
orða svo, að nálægðin sé fjarlægust
og um leið óhöndlanlegust, efniviður-
inn sem listamaðurinn eigi helst að
Beint af
pylsubarnum
Beikonvafin ostapylsa, sterk grillpylsa,
ein frönsk - og au&vitaö ein me& öllu!
Oiíufélagiðhf
NESTI Gagnvegi, Stórahjalla og Artúnshöf&a
LISTIR
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Ása Jónsdóttir: Tilbrigði við rekalög, myndvefnaður, sérlitað splesau, ullargarn og hör, 129 x 177 cm.
vinna úr liggi við fætur hans, þó ekki
svo glatt að höndla þau sannindi.
Ofurtækni nútímans, sem hefur
þrengt fortíðinni beint á vit manns-
ins og gerbreytt heimsmyndinni hef-
ur gert hana nýja og ferska, þrengt
henni beint í vit nútímans. Einnig
opnað listamönnum ný svið, fyrst var
það sagan, núliðin fortíð, eins og í
myndverkum Anselm Kiefers og
fleiri, en þá svo er komið er það öll
fortíðin huglæg sem hlutvakin.
Táknrænt að á sama tíma rísa
nemendur listaskóla beggja vegna
Atlantsála upp og heimta meiri og
áþreifanlegri sjónmenntir aftur inn í
skólana, hafna einsleitri hugmynda-
fræði, óskyldum hliðargeirum og
bóklegum fræðum sem tröllriðið hef-
ur þeim undanfarin ár. Nýjar upp-
götvanir leita alltaf á andstæðu sína
eins og hver frumlitur litakerfisins
kallar á andstæðulit til að úr verði
samræmi, svo einfalt er það.
Ég hef lengi velt því fyrir mér hví
íslenzkir myndlistarmenn hafa ekki
leitað meira til arfleifðarinnar, sjón-
menntalegu hliðarinnar á bókmennt-
unum, að letur geti verið sjónlist er
ekkert nýtt. Einna minnisstæðast
frá heimsóknum mínum til Austurs-
ins er mér hvemig nemendur lista-
skólans í Kyoto í Japan unnu út frá
fomu letri, og leturtákn hafa verið
hluti sjónmennta frá ómunatíð.
Vandinn er hér að færa það í nútíma-
búning og við þetta fæst Ása Ólafs-
dóttir einmitt og ferst það mjög vel
úr hendi. Einkum er hún vinnur út
frá fáum einföldum táknum og lætur
samkynja blæbrigðaríkdóm vefjar-
ins mynda samfellt hryn. Vinnuferlið
er gotneskt skriftarletur úr rekalög-
um í Jónsbók, en annars nefnir hún
myndröð sína Lykla. Hér er stóra
myndin; Tilbrigði við Rekalög, (6) í
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Kristín Geirsdóttir: Sólstafir,
olía á hörstriga, 4 x 200 x 50 cm
1999-2000.
gryfjunni hápunkturinn sökum slá-
andi einfaldleika sem hittir í mark.
Blæbrigðaríkir grátónar eru ótvi-
rætt styrkur listakonunnar líkt og
greina má í myndunum; Orkidea, (8),
Löngun, (13) og Vefskrift, (16). Eins
og listakonan orðar það; Rekja í
uppistöðu, draga í skeið. Þræða
hvern þráð í hafald og tönn. Hnýta
fram og spenna. Lita bandhespur í
stórum pottum, láta ullina sjúga í sig
litinn. Vera kyrr, taka á móti mynd-
brotum og tilfinningum sem vara
örskamma stund, punkta niður og
skissa. Fá tölvuna til samvinnu,
teikna og skoða litasamsetningar.
Sitja við vefstólinn, bregða fyi-ii-vaii í
skil og vefa mynd. LYKILL orðið
leitaði á mig, ásamt þeirri tilfinningu
að glufan í miðju myndanna táknaði
skrá að einhverju handan við ...
- Kristín Geirsdóttir nefnir sýn-
ingu sína rastir, og leggur út af henni
með þessum hugleiðingum: Mynd-
irnar vísa til ytri og innri sýnar í nátt-
úrunni. Hillingar eru ósnertanlegir
töfrar sem augað nemur. Hugmynd
vaknar af þrá, þrá til fjarlægðarinn-
ar, litanna, víðáttunnar. Þráin gefur
innblástur til sköpunar. Að mála er
að fást við tvívíðan flötinn, formið
dýptina í og undir yfirborðinu og
gagnsæi litarins.
Þegar Ása gengur út frá blæbrigð-
um sömu grunntóna í vefjum sínum,
er það sjálft Ijósið sem Kristín er
upptekin af. Málverk hennar eru eins
og glitvefir með ljósflæði og titring
loftspeglanna sem upphaf og leiði-
stef. Þetta er gegnumgangandi í
vinnuferlinu hvort sem hún vinnur í
ljósum eða dökkum grunntónum,
maður saknar þess ósjálfrátt að sjá
ekki einnig andstæðurnar hvítt og
svart með örfínum lit í. Það er ákveð-
inn skyldleiki í myndum listakvenn-
anna, sem þó ber meiri svip af giftu-
ríkri samvinnu og samræðu um liti
og form en bein áhrif, birtuflæðið
hefur þannig verið gegnumgangandi
í mörgum hrifmestu verkum Kristín-
ar til þessa. Þetta eru stór og metn-
aðarfull verk, engar málamiðlanir
hér, einungis sex myndir í stóra saln-
um uppi, en fylla hann þó alveg. At-
hyglisvert hvernig Kristín þreifar
fyrir sér með sífellt nýjum grunntón-
um, sem gerir sýninguna afar líf-
ræna þrátt fyrir að sama tíglaformið
sé ríkjandi í þeim öllum. Mikiisverð-
ast er að listakonunni tekst að höndla
ferskleikann og að hver mynd fyrir
sig er ávöxtur nýrrar lifunar.
Óvenju mögnuð, menningarleg og
lifandi sýning.
Bragi Ásgeirsson
Finnsk-ís-
lenskt tón-
listarkvöld
MIKA Orava pianóleikari og Mika
Ryhta klarínettleikari frá Finn-
Iandi koma fram í Norræna húsinu
á fimmtudagskvöld kl. 22 í
tónleikaröðinni Bjartar sumarnæt-
ur.
Til þess að heiðra tónlistarhefð
lands sins og íslands ætla Orava og
Ryhta að flytja sérstaka finnsk-
íslenska efnisskrá. Verk eftir Jón
Nordal, Jón Þórarinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og Þórólf Eiríksson
verða flutt, ásamt verkum eftir
finnsku tónskáldin Leevi Madetoja,
Tauno Pylkkanen, Bernhard Crus-
ell og Erik Bergman. Kynnir er
Edda Heiðrún Backman leikkona.
Klarínettleik-
arinn Mika
Ryhta hefur áð-
ur komið til Is-
lands og var
skiptinemi á sín-
um tínia i Tón-
listarskólanutn í
Reykjavík. Kenn-
ari hans þai’var
Mika Orava Einar J(5hannes-
son. Ryhta nani við Sibeliusar-
akademiuna i Helsinki og lauk
meistaraprófi þaðan 1998. Ryhtá
hefur komið fram margsinnis sem
einleikari í Fiunlandi og með
kammerhljómsveitum á Norður-
löndum og í Evrópu. Hann hefur
hljóðritað mörg verk með kammer-
hljómsveit og sínfóníuhljómsveit
Sibelius-akademíunnar. Núna leik-
ur hann með Janus-tríóinu og Mika
Orava og starfar sem tónlistar-
kennari í Kajaani í mið-Finnlandi.
Samstarfsmaður Ryhta, Mika
Orava, flytur
einleiksverk,
ljóðasöngva og
kammertónlist.
Hann hefur hald-
ið tónleika í
Finnlandi,
Frakklandi,
Þýskalandi og
Rússlandi. Sem
einleikari hefur
Orava komið fram með Borgar-
hljómsveit Lappeenranta og hljóm-
sveitinni Oulu Junior Strings. Or-
ava hefur líka flutt ýmsa
söngvasveiga Schuberts á tónleik-
um með finnsku söngvurunum
Jorma Hynninen og Janne Kakson-
en. Orava nemur við Sibelius-
akademíuna og hefur hlotið ýmis
verðlaun í píanósamkeppnum.
Sleipnir styrkir tónleikana en
Norræni menningarsjóðurinn og
menntamálaráðuneytið styrkja
röðina Bjartar sumarnætur.