Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stella Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar
Stærri styrkir og
markvissara starf
MIKLAR breytingar hafa
átt sér stað hjá Ful-
bright-stofnuninni upp á
síðkastið. Ákveðið hefur
verið að veita fæiri og stærri styrki
og gera starfið markvissara. Stella
Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri
Fulbright-stofnunarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að stofnun-
in væri að eflast mjög mikið um þess-
ar mundir og hefði aldrei staðið bet-
ur.
„Ástæðan er sú að þessi stofnun,
sem stendur á föstum grunni, hefur
sveigjanleikann og viljann til að
breytast með nýjum tímum,“ sagði
hún. „Við höfum sett okkur þriggja
ára markmið. Við vitum að það þarf
að breyta áherslum og því höfum við
hækkað styrkina, ekki síst vegna
þess að Fulbright er merki um gæði
og það er viðurkenning að fá styrk
frá stofnuninni. Við viljum standa
undir því merki og gera styrkina
mjög veglega."
Á réttri leið að
hækka styrkina
Hún sagði að hér áður fyrr hefði
stefnan verið sú að viðurkenningin að
hljóta styrkinn skipti mestu máli en
upphæðin væri ekki aðalatriði.
„Þessari stefnu hefur verið breytt
og við höldum að það sé í takt við tím-
ann,“ sagði hún. „Eg er nýkomin frá
ráðstefnu sem haldin var í Portúgal
fyrir framkvæmdastjóra Fulbright-
stofnana í Evrópu. Slíkar ráðstefnur
eru mjög gagnlegar vegna þess að
þær gefa tækifæri til að bera saman
hvernig starfsemin fer fram í öðrum
löndum. Þar kom einmitt fram að
styrkirnir eru miklu hærri en þeir
hafa verið hér á íslandi og því held ég
að við séum á réttri leið að hækka
styririna.“
Stella sagði að ekki væri nóg með
að styrkir væru nú hærri heldur
hefði þeim einnig verið að fjölga.
Fimm styrkir
frá íslenskum fyrirtækjum
„Við ákváðum að kanna hvort
hægt væri að fá íslensk fyrirtæki og
einkaaðila til að styrkja námsmenn
til dvalar í Bandaríkjunum,“ sagði
hún. „Við fengum íslenska erfða-
greiningu til að veita einn styrk að
upphæð 12 þúsund dollarar, íslands-
banki-FBA styrkir okkur líka um
einn styrk að sömu upphæð og Minn-
ingarsjóður Pálma Jónssonar, stofn-
anda Hagkaups, ætlar að styrkja
okkur um þrjá heila styrki. Þetta er
mjög virðingarvert og mér finnst það
sýna að þegar einkaaðilum og fyrir-
tækjum er gefið tækifæri til að stuðla
að menntun í landinu stendur ekki á
svari.“
Hún sagði að þessi viðbrögð sýndu
einnig að Fulbright-stofnunin hér á
landi stæði á traustum grunni og
bætti við að erindi stofnunarinnar
um að leggja til styrki hefði verið vel
tekið. Stofnunin setur eitt skilyrði
varðandi styrkina og það er að fag-
mennska ráði. Hún sagði að styrkim-
ir væru opnir og styrkveiting byggð
á sanngimi. Aftur á móti væm styrk-
irnir fyrir ákveðin fög fyrir utan
þann sem kæmi frá íslenskri erfða-
greiningu. Styrkimir frá Minningar-
sjóði Pálma Jónssonar yrðu veittir til
náms í heilsufögum og styrkurinn frá
Íslandsbanka-FBA til náms á sviði
viðskipta og fjármála. Þetta gerði
það að verkum að hægt yrði að
styrkja enn fleiri feaggreinar með
hefðbundnu styrkjunum.
Stella sagði að Bandaríkjamenn
hefðu tekið við sér vegna þessara
styrkja og mánuði eftir að Fulbright-
nefndinni í Washington hefði verið
greint frá tilkomu þeirra hefði borist
svar um að hún legði til 10.000 doll-
Stella Hálfdánardóttir, framkvæmdastjórí
Fulbriffht-stofnunarínnar, segir eftir
þriggja ára starf að stofnunin hafí aldrei
staðið betur. Styrkir séu nú hærrí en áður
um leið og íslenskt framlag til starfseminn-
ar sé orðið hærra en bandarískt. Hún fór
ofan í saumana á starfsemi stofnunarinnar
í samtali við Karl Blöndal.
ara til viðbótar sem verða
notaðir til að styriga einn
bandarískan nema til að
koma til íslands þannig að
nú í ár kæmu sjö nemend-
ur í stað sex.
Samningur við
Rannsóknarsetrið
í Vestmannaeyjum
Fulbright-stofnunin hef-
ur einnig gert samning við
Rannsóknarsetrið í Vest-
mannaeyjum um að banda-
rískur nemi komi og stundi
þar rannsóknir eitt sumar
og hefur Vestmannaeyja-
bær einnig lagt fé í það
verkefni. Sá námsmaður
kemur árið 2002 og sagði
Stella að rannsóknarsviðið
væri vítt en þó bundið við
samskipti mannsins við
hafið. Verkefnið gæti því
verið á sviði líffræði, haf-
fræði eða mannfræði, svo
eitthvað væri nefnt. Stella
sagði að þetta samstarf
væri mikilvægt enda stuðl-
aði það að því að efla rann-
sóknir úti á landi en ekki bara við há-
skólastofnanir í Reykjavík.
Fulbright-stofnunin á íslandi er
ein af mörgum út um allan heim.
„Stofnanimar eru mjög ólíkar
vegna þess að þær eru í ólíkum
menningarheimum en samt er Ful-
bright-starfsemi nokkuð lík í hveiju
landi vegna þess að þessar stofnanir
hafa gert milliríkjasamning við
Bandaríkin um menntaskipti milli
viðkomandi lands og Bandaríkj-
anna,“ sagði hún. „Stofnunin á ís-
landi hefur verið starfandi frá 1957 en
Fulbright-stofnunin í Bandaríkjun-
um var stofnuð 1946, í kjölfar heims-
styijaldarinnar síðari, þegar farið var
að huga að því hvemig best væri að
tryggja friðinn eftir að við höfðum
enn einu sinni lagt heiminn í rúst.“
Þá lagði J. William Fulbright,
þingmaður frá Arkansas, þá tillögu
fram á Bandaríkjaþingi að selja
birgðir hergagna sem Bandaríkja-
menn höfðu komið sér upp víðs vegar
um heiminn í heimsstyrjöldinni og
nota féð til menntaskipta.
Fulbright-starfsemin tilnefnd
til friðarverðlauna Nóbels
„Nokkrar þjóðir gerðu strax
samning við Bandaríkjamenn og
vora Þjóðverjar og Finnar meðal
þeirra fyrstu en ísland kom síðar til
sögunnar," sagði Stella. „Hlutverk
þessara menntaskipta var að efla
skilning milli Bandarílq'anna og ann-
arra þjóða og tryggja þannig frið í
heiminum. í því sambandi má taka
fram að Fulbright-starfsemin hefur
nokkrum sinnum verið tilnefnd til
friðarverðlauna Nóbels. Þetta er
ekki oft nefnt en sýnir vel hve nafn
Fulbrights er mikils metið.“
Stella sagði að styrkir Fulbright-
stofnunarinnar á Islandi væra af
ýmsum toga og veittir bæði íslend-
ingum og Bandaríkjamönnum.
Morgunblaðið/Sverrir
Stella Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri
Fulbright-stofnunarinnar.
„Þekktastir hér á landi era náms-
styrkir fyrir íslendinga en við eram
með nokkrar tegundir af styrkjum,"
sagði hún. „Við veitum fræðimönnum
rannsóknarstyrki til að stunda rann-
sóknir í Bandaríkjunum og einnig
styrkjum við bandaríska fræðimenn
til að koma hingað og dvelja eina önn
við kennslu inni á háskólastofnun.
Einnig bjóðum við til okkar banda-
rískum námsmönnum til að kynnast
þjóðinni."
Hún sagði að nokkuð mikið væri
um að Bandaríkjamenn sæktust eftir
að koma hingað til lands.
„ísland er að verða nokkuð þekkt
land og þeim fjölgar sem vilja koma
hingað og kynnast landinu. Fólki
finnst ísland mjög spennandi í dag.
Einnig óska margir fræðimenn eftir
að koma hingað til að kenna við há-
skóla,“ sagði hún. „Ég lít á þessa
styrkþega sem gesti okkar og vil
taka vel á móti þeim. Mér finnst mik-
ilvægt að dvöl þeirra á íslandi sé
ánægjuleg og reyni því að sjá til þess
að þeim líði vel. I þessum efnum nýt
ég aðstoðar stjórnarinnar og starfs-
fólksins, en ekki síst núverandi
sendiherra Bandaríkjanna á íslandi,
Barböra J. Griffiths, sem meðal ann-
ars hélt sérstakan Fulbright-kvöld-
verð þeim til heiðurs á þakkargjörð-
arhátíð Bandan"kjanna í nóvember
síðast liðinn.“
Á næsta skólaári hefur sjö banda-
riskum námsmönnum verið veittur
styrkur til að stunda nám á íslandi
og verða þeir átta skólaárið 2001 til
2002. Fimm bandarískir fræðimenn
hafa fengið styrk frá Fulbright til að
kenna og stunda rannsóknir í eina
önn á Islandi næsta skólaár og fimm
bandarískir prófessorar munu fá
ferðastyrki frá stofnuninni til styttri
dvalar til að halda fyrirlestra, nám-
skeið og stunda önnur fræðistörf á
íslandi.
Tíu íslenskir námsmenn hlutu 12
þúsund dollara styrki til náms í
Bandaríkjunum á næsta skólaári en
styrkirnir verða 15 á næsta ári. Tveir
fræðimenn hlutu styrk til að stunda
rannsóknir í Bandaríkjunum og auk
þess býður stofnunin árlega upp á
styrk fyrir framhaldsskólakennara,
starfsmenn ráðuneyta og aðra aðila
sem vegna starfs síns tengjast
menntun á framhaldsskólastigi.
Stefnt að samstarfi
við Finna
Stella sagði einnig að verið væri að
leggja drög að samstarfi við Ful-
bright-stofnunina í Finnlandi. Hún
hefði dvalið um vikuskeið við stofn-
unina þar í landi til að kynna sér
starfsemina þar og upp úr því hefði
kviknað sú hugmynd að bandarískir
prófessorar sem kæmu til að vera
önn á Islandi eða í Finnlandi gætu í
leiðinni haft viðkomu í hinu landinu
og haldið fyrirlestur eða stutt semin-
ar.
Hún sagði að einnig væri verið að
íhuga hvort ekki væri hægt að koma
á fót félagi útskrifaðra styrkþega
sem gæti tekið upp samstarf við önn-
ur slík félög í heiminum: „í kringum
Fulbright hefur myndast akadem-
ískt samfélag sem mér finnst að við
ættum líka að taka þátt í.“
Stella kvaðst vera lánsöm að fá að
taka þátt í þeirri uppbyggingu sem
nú stæði yfir hjá stofnuninni. Stjórn
stofnunarinnar væri frábær, hefði
mikinn áhuga og legði mikið af mörk-
um til að efla stofnunina. Þar væri
ekki sístur þáttur formannsins, dr.
Vals Ingimundarsonar, sem sýnt
hefði stofnuninni mikinn áhuga og
gegnið fram af eljusemi. Um leið
hefði hún verið heppin með starfs-
fólk. En ekki síst hefði skipt sköpum
að Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra hefði stutt Fulbright-stofnun-
ina í orðum og verki og á hverju ári
hækkað framlag íslands til stofnun-
arinnar veralega þannig að nú væri
sá hlutur nánast orðinn jafnhár
framlagi Bandaríkjanna.
Framlag ríkisins
úr 2% í 46% á 14 árum
„Það var yfirlýst stefna mennta-
málaráðherra að jafna framlög ríkj-
anna og nú er þetta orðið nokkurn
veginn jafnt,“ sagði hún. „í þessum
efnum hefur verið mjög hröð þróun.
Árið 1986 var framlag íslenska ríkis-
ins tvö prósent enda hét stofnunin
Menntastofnun Bandaríkjanna á ís-
landi frá 1957 til 1985 þegar nafninu
var breytt í Menntastofnun íslands
og Bandaríkjanna. 1991 var framlag
íslands komið upp í 12 prósent, 30
prósent 1995, 40 prósent 1996 og 46
prósent nú árið 2000. Þegar framlög-
in úr einkageiranum era tekin með
er íslenskt framlag orðið mun meira
en framlag Bandaríkjanna.“
Stella sagði að ísland skæri sig þó
ekki úr hvað þetta varðaði. Finnar
legðu fram 70 prósent af fjármagni
stofnunarinnar þar og norsk og aust-
urrísk framlög væra einnig meira en
helmingur af rekstrarfé stofnunar-
innar.
Margir hafa sett það fyrir sig að
Fulbright-styrk fylgir sú kvöð að
námsmenn þurfa að hverfa frá
Bandaríkjunum í tvö ár að námi
loknu. Stella sagði að nú væri unnið
að því að fá þessu breytt. Tveggja ára
reglan hefði verið sett við aðrar
kringumstæður. Á þeim tíma hefði
Evrópa verið í rúst, atvinnuvegir
eyðilagðir og hagkerfi í molum.
„Þá var þörf mikillar uppbygging-
ar og það skipti miklu máÚ að Banda-
ríkjamenn væra ekki að koma á íyr-
irkomulagi sem miðaði að því að
bjóða til sín öllum bestu námsmönn-
um heimsins, mennta þá og halda
þeim síðan hjá sér,“ sagði hún. „Það
var þörf fyrir þetta fólk í sínu heima-
landi vegna uppbyggingarinnar. Það
var einnig þörf fyrh' þetta fólk á Is-
landi. Þótt íslendingar hefðu hagn-
ast í stríðinu var ísland ekki ríkt land
þegar við gerðum samninginn árið
1957. Tímarnir era allt aðrir í dag.
Nú er mikið talað um hugtökin hnatt-
væðingu og hreyfanleika og ungir Is-
lendingar era ekki að hugsa um að
vera alltaf á íslandi. Ég held að þeir
vilji afla sér menntunar og þekking-
ar, ekki síst úti í atvinnlífinu - í sinni
faggrein - og koma heim þegar þeim
hentar, þegar tíminn er réttur og
þjóðfélagið getur boðið þeim eitt-
hvað. Oft menntar fólk sig í ákveðinni
grein og engin tækifæri bjóðast á Is-
landi þótt tækifærin komi síðar.“
Þrýst á um undanþágu frá
tveggja ára reglu
Stella sagði að Björn Bjarnason
hefði gert sína skoðun á tveggja ára
reglunni opinbera þegar hann flutti
ávarp við styrkveitingu Fulbright-
stofnunai-innar í lok maí.
„Hann sagði að þessi tveggja ára
regla væri barn síns tíma, nú væra
nýir tímar og ástæða til að athuga
hvort ekki væri hægt að fá þessu
breytt,“ sagði hún. „Bjöm sendi skýr
skilaboð í ræðu sinni og notaði meðal
annars sem rök að nú væra framlög
Islendinga, að meðtöldum styrkjun-
um úr einkageiranum, hærri en
framlög Bandaríkjamanna. Þessi
regla var gerð að lögum í bandaríska
þinginu en það er verið að athuga
hvort ekki sé hægt að fá undanþágu
frá henni.“
Stella sagði að mikil áhersla væri
lögð á þjónustu hjá Fulbright-stofn-
uninni. Styrkþegum væri fylgt vel
eftir og haldnir með þeim fundir þar
sem þeir væru búnir undir dvölina í
Bandríkjunum. Mikið væri lagt upp
úr að fræða styrkþega um Fulbright-
stofnunina.
„Um leið minnum við þá sem fá
styrki á að þeir era íslendingar og
þetta sé tvíhliða starfsemi," sagði
hún. „Þeir era að fara til Bandaríkj-
anna til þess að læra af Bandaríkja-
mönnum en um leið til þess að miðla
af okkar þekkingu og menningu
þannig að þeir sem hitta þessa Is-
lendinga komi ekki samir frá þeim
kynnum. Mér finnst þetta nokkuð
sem leggja þarf á meiri áherslu."
Hún kvaðst einnig vilja breyta
þeirri stefnu að opinbert tungumál
stofnunarinnar sé enska og bæta við
íslensku þar sem um sé að ræða
tvfliliða stofnun. Efni heimasíðu
Fulbright-stofnunarinnar sé nú að-
eins á ensku en verði á ensku og ís-
lensku.
Fulbright-stofnunin sér einnig um
ýmis stöðupróf sem bandarískir há-
skólar nota til að meta umsækjendur.
Þessi próf era þekkt af skammstöf-
ununum TOEFL, GED, GRE og
GMAT og era þau haldin þrisvar í
viku, á þriðjudögum, miðvikudögum
og fimmtudögum auk eins laugar-
dags í mánuði. Þá er einnig hægt að
taka USMLE prófin fyrir lækna einu
sinni.
„Þessi próf er nú hægt að þreyta í
tölvu og það er nýjung,“ sagði hún.
,Áður vora þetta pappírspróf og þau
vora haldin þrisvar á ári. Nú er það
gerbreytt. Inni á stofnuninni er
tölvuver þar sem era sex tölvur og
geta því sex tekið prófið í einu.“
Menntun lykilatriði
í að mæta nýjum tímum
Stella hefur verið framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar í þrjú ár en hóf
þai' störf árið 1989 sem námsráðgjafi.
Hún sér starfsemi Fulbright-stofn-
unarinnar í víðara samhengi og
kvaðst telja að menntun væri lykil-
atriði í því að mæta nýjum tímum.
„Við lifum á byltingartíma vegna
þess að tækniþróunin er svo ör, sér-
staklega í fjarskiptum," sagði hún.
„Við verðum að hafa augun opin og
vera með. Menntunar er þörf á öllum
sviðum í landinu, ekki bara í skólun-
um heldur einnig í atvinnulífinu. Það
þarf mikla fræðslu og við verðum að
vera vakandi gagnvart því. í þeim
efnum getur Fulbright-stofnunin
komið til liðs.“