Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 1 9 VIÐSKIPTI TölvuMyndir stofna hugbúnaðarfyrirtæki með norska fyrirtækinu MarEx Hundrað starfsmenn verða í fímm löndum Friðrik Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda hf., Jan Helge Dahl, fram- kvæmdastjóri MarEx, og Halldór Lúðvígsson, framkvæmdastjóri MTS, eft- ir að samningur um stofnun fyrirtækisins hafði verið undirritaður í Noregi. STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrir- tæki, MTS, með sameiningu við- skiptalausnasviðs hugbúnaðarfyrir- tækisins TölvuMynda hf. og norska hugbúnaðarfyrirtækisins MarEx í Ósló. MTS mun starfa á sviði hug- búnaðargerðar fyrir sjávarútveg og verður stærsta sinnar tegundar í heimi, að sögn forsvarsmanna. Starfsstöðvar MTS verða í fimm löndum og starfsmenn alls um hundr- að. MTS-fyrirtækin eru nú fjögur, MTS ísland, MTS Noregur, MTS USA og MTS Kanada, öll í 100% eigu móðurfélagsins MTS Intemational sem á auk þess ráðandi hlut í Vision Software í Færeyjum. Fyrirtækin verða markaðssett sameiginlega und- ir nafninu MTS og sjá um sölu, ráð- gjöf og innleiðingu á hverjum stað. Móðurfyrirtækið mun sjá um þróun hugbúnaðarins WiseFish, alþjóða markaðssetningu ogviðskiptaþróun. TölvuMyndir eru stærsti hluthafi í MTS og eiga 7ö% hlutafjár. Stefnt er að skráningu hlutabréfa fyrirtækis- ins á norskan hlutabréfamarkað inn- an árs og skráning hlutabréfa Tölvu- Mynda á Verðbréfaþing Islands er einnig væntanleg á næsta ári. Horft til fiskeldishugbúnaðar MarEx er norskt hugbúnaðarfyr- irtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir sjávarútveg. MarEx er sölu- og þjónustuaðili fyrir Navision Financi- als hugbúnað eins og TölvuMyndir. Fyrirtækið hefur einnig þróað kerfi til notkunar í rafrænum viðskiptum á milli fyrirtælga í sjávarútvegi (e. bus- iness to business). Jafnframt hefur fyrirtækið þróað fiskeldishugbúnað sem vantað hefur í vörulínu Tölvu- Mynda, að sögn Halldórs Lúðvígs- sonar, íramkvæmdastjóra MTS. Viðskiptalausnasvið er stærsta eining TölvuMynda og verður nú gert að sjálfstæðu fyrirtæki sem samein- ast norska fyrirtækinu. Viðskipta- lausnasvið TölvuMynda hefur ein- beitt sér að þróun hugbúnaðar fyrir sjávarútveg, með upplýsingakerfinu WiseFish sem hefur náð mikilli út- breiðslu erlendis. WiseFish er heild- arupplýsingakerfi fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki og nær frá veiðum til sölu sjávarafurða. í þróun eru kerfi fyrir fiskeldi, auk matvælaþróunarkerfis og veflausnai-. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, forstjóra TölvuMynda, er þessi sam- eining aðeins fyrsta skrefið í alþjóða- væðingu MTS. „Verið er að skoða frekari sameiningu í Noregi, sérstak- lega með tilliti til fiskeldisfyrirtækja og stefnt er að kaupum á eða samein- ingu við fyrirtæki í Suður-Ameríku, enda hefur MarEx til dæmis verið með ágæt sambönd í Chile. Við mun- um einnig sækja inn á Danmörku og meginland Evrópu fljótlega. Tæki- færi MTS eru miidl, en auk sölu hug- búnaðarlausna, stefnir fyrirtækið á alfsherjaiTáðgjöf í greininni. Netið er farið að berja á dyr sjávarútvegsfyr- irtækja og við munum taka mikinn þátt í þeirri uppbyggingu í grein- inni.“ Hátæknifyrirtæki vantar Þorkell Sigurlaugsson er stjómar- formaður TölvuMynda og stjómar- formaður MTS. ,fystæða þess að við stefnum á norskan hlutabréfamarkað er sú að eftirspum eftir tölvufyrir- tækjum og öðrum hátæknifyrirtækj- um á norska hlutabréfamarkaðinn er mikil, enda hefur framboðið þar af bréfum í slíkum fyrirtækjum verið mun minna en t.d. í Danmörku eða Svíþjóð. Það er því mat okkar að sá markaður henti vel fyrir þetta nýja fyrirtæki, enda er Noregur stærsta einstaka markaðssvæðið fyrir vörur fyrirtækisins." Að sögn Halldórs Lúðvígssonar, framkvæmdastjóra MTS, er norski markaðurinn gríðarlega mikilvægur. „Þriðjungur evrópskra sjávarútvegs- fyrirtækja eru skráð í Noregi og um hundrað stærstu sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækin era með meðal- talsveltu yfir fimm milljarða, en til samanburðar eru þau aðeins fjögur hérlendis.“ Halldór segist búast við að upp- bygging TölvuMynda í Halifax og Seattle skili góðum árangri síðari hluta þessa árs. „Staðan í dag er sú að þrátt fyrir góðan árangur, þarf að setja mun meiri kraft í uppbygging- una. Hún þarf að ganga hraðar til að nýta til fullnustu það mikla tækifæri og forskot sem við höfum á þessum markaði. Það er mun fljótari leið á markað að kaupa fyrirtæki í rekstri eða sameinast slíkum fyrirtækjum," segir Halldór. Farsímafyrir- tækin á bankamark- aðinn FJÖLMÖRG þýsk fjarskiptafyr- irtæki búa sig nú undir að sækja inn á bankamarkaðinn segir Sued- deutsche Zeitung. Á meðal þeirra fyrirtækja sem hyggjast bjóða bankaþjónustu í gegnum farsíma eru MobilCom, Mannesmann Mobilfunk og Debitel. Fregnir herma að MobilCom, sem skráð er á Neuer Markt-verðbréfamarkaðinum, stefni raunar að því að stofna eigin banka en það hefur ekki fengist staðfest. Búist er við að einhver fyrirtækjanna muni taka upp samstarf, annaðhvort sín á milli eða við aðrar fjármála- stofnanir. Þýsku fjarskiptafyrirtæk- in ætla að notfæra sér þá möguleika sem skapast í bankaþjónustu þegar nýja UMTS-farsímakerfið verður tekið í gagnið en þýska stjómin mun bjóða út leyfin í lok þessa mánaðar. Állir gagnflutningar verða mun hraðari í UMTS-kerfinu. Fyrirtækin munu væntanlega bjóða upp á greiðsluþjónustu og viðskipti með hlutabréf í gegnum farsíma. Áhugi fjarskiptafyrirtækja á að taka þátt í útboðinu í Þýskalandi hef- ur dofnað veralega og þegar hafa þrjú fyrirtæki, WorldCom, Vivendi og Talkline ákveðið að hætta við að bjóða í farsímaleyfin og segja stjórn- endur fyrirtækjanna leyfin einfald- lega vera allt of dýr. Breska ríkið fékk um 22,4 milljarða punda þegar það bauð út farsímaleyfi og var gert ráð fyrir að töluvert meira fengist fyrir leyfin í Þýskalandi en ætla má að nokkru minna fáist fyrir leyfin en upphaflega var talið vegna minnk- andi þátttöku í útboðinu, segir Sued- deutsche Zeitung. Aukavinna! Viltu eiga frí á daginn og hafa góðar tekjur á kvöldin? Traust fyrirtæki og góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Þórunn í síma r 4T|> ^AAA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.