Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 21

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 21 VIÐSKIPTI Vandamálið ekki að markaðir lækki Morgunblaðið/Þorkell Geofírey Hyde hjá Alliance Capital Manage- ment telur mikilvægt að fjárfestar láti ekki stjórnast af tilfinningum þegar markaðir lækka. „VIÐ erum oft spurðir álits á því hvort markaðurinn muni hækka eða lækka eða hvert vextir stefni. Sann- leikurinn er sá að við vitum það ekki,“ sagði Geoffrey Hyde, sérfræðingur hjá Alliance Capital Management (ACM), á fundi sem Landsbréf héldu nýlega. „En við reynum samt að skynja undirstöðumar og hvað það er í raun sem hefur áhrif á markaðinn," bætti Hyde við. Hann sagði enga leið að spá fyrir um framfarir næstu ára, allar spár okkar yrðu allt of neikvæð- ar, við þekktum ekki einu sinni þau hugtök sem í framtíðinni yrðu notuð. Hyde sagði að þar sem fólk lifði lengur en áður og yrði lengur á eftir- launum þyrfti það að huga enn betur en fyiT að fjárfestingum sínum. Hann nefndi að óhagstæðara væri en áður að hafa fé á bankavöxtum og því yrði fólk að nota hlutabréfasjóði sem lang- tímafjárfestingu. Aðstæður hefðu breyst þannig að fólk sé ekki ein- göngu að spara, nú sé það líka fjár- festar. Tilfinningar mega ekki ráða Varðandi fjárfe.stingar sagði hann að menn yrðu að líta til langs tíma. Erfiðleikamir við að fjárfesta fælust ekki í því að markaðimir lækki stund- um, heldur í því að menn bregðist rangt við þegar markaðimii- taki dýf- ur. Menn megi ekki láta tilfinningar ráða ákvörðunum sínum. Það séu ekki mannleg viðbrögð sem eigi að ráða ferðinni heldur undirliggjandi kraftar og staðreyndir. Hyde sagði lækkun á mörkuðum ekki skipta máli þegar til langs tíma , til dæmis til tuttugu ára, væri litið. Á síðustu tuttugu árum hafi banda- n'ski markaðurinn hækk- að að meðaltali um 15% á ári og þessi tala færi hækkandi þannig að tvö- fóldunartími eigna styttist. Hyde sagði að þegar markaðirnir lækki þurfi að meta hvemig eigi að bregðast við, en oft sé raunar best að bregðast alls ekki við, bara halda bréfum sínum. Svo geti verið kauptækifæri í lækkunum ogoft sé meiri ástæða til að kaupa þegar verðið hefur lækkað en þegar það hef- ur farið hækkandi. Bæði fyiirtæki sem standa vel og þau sem standa illa lækki saman þegar þannig andrúms- loft myndast og þá þurfi að fmna út í hverjum eigi að kaupa. Þetta sé meðal annars það sem rannsóknir ACM snúist um. Fyrirtækið ACM stjórnar sjóðum sem fjárfesta um allan heim, mikið í tæknifyrirtækjum og hefur ACM átt í samstarfi við Landsbréf um árabil. Hyde kynnti meðal annars fjárfest- ingarstefnu nýs sjóðs á vegum ACM sem sérhæfir sig í fjárfestingum í evrópskum tæknifyrirtækjum. Hyde sagðist telja að Evrópa væri afar gott svæði fyrir þá sem ætluðu að fjárfesta í hátæknifyrirtækjum, sérstaklega á sviði fjarskipta. í Evrópu væri mikil gróska og hún væri í raun leiðandi á þessu sviði. Þráðlaus netteng'ing- framtíðin SKÚLI Mogensen, forstjóri OZ.- com, hefur verið að undirbúa þátt- töku OZ á markaðinum fyrir þráð- laus samskipti í Bandaríkjunum en þar hyggst OZ selja hugbúnað sem það hefur þróað, segir í grein í The New York Times eftir Simon Rom- ero. „Bandaríkjamennn nota tölvur, Netið, farsíma og lófatölvur mjög mikið og því skyldi ekki þráðlaus nettenging geta sameinað þetta allt?“ segir Skúli í samtali við blaðið. Romero segir enn of snemmt að segja til um hverjir möguleikar OZ í Bandaríkjunum eru; OZ sé einungis eitt af mörgum fyrirtækjum sem ætli að hasla sér völl á markaðinum í Bandaríkjunum fyrir þráðlaus samskipti en einkennandi sé þó að þessi tækni komi að utan, einkum frá Evrópu og Asíu þar sem hún þróaðist fyrst. Mesta bylting frá því Netið komst í gagnið „Talað er um að alger bylting muni eiga sér stað með tilkomu þráðlausrar tengingar við Netið með farsímum og lófatölvum," segir Romero. „Á næstu tveimur til þremur árum er búist við að þeir sem tengjast Netinu með þráðlausri tækni verði orðnir jafnmargir og þeir sem nota Netið núna með beinni tengingu. I nýrri skýrslu ráð- gjafarfyrirtækisins ARC Group í Lundúnum kemur fram að af þeim 500 milljónum farsíma sem til eru í heiminum geti um 100 milljónir þeirra tengst Netinu í lok þessa árs. Á næstu þremur árum mun far- símaeigendum fjölga um 400 millj- ónir eða í 900 milljónir og þar af mun einn þriðji hluti geta tengst Netinu.“ Alvöru flotefni |A~fl1 I ABSm 147 / S=HES£ Efnlfrá: ORTIROC ABS147 ABS154 ABS316 IOMAÐ*nOÖI.F< Smlöjuvegur 72,200 Kópavogur Síml: 5€41740, Fux: 554 1769 Rfkishréf í markflnlclcnm Útboð miðvikudagiim 12. júlí Á morgun, mlðvikudagmii 12. júlí, kl. 14:00 fer fram útboð á rflasbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. í boði verður eftirfarandi markflokkur : Núverandi Áætlað hámark Flokkur ____________Gjalddagi __________Lánstími____________staða*__________tekinna tilboða* RB03-1010/KO 10. okt. 2003 3,25 ár 9.139 500,- *Milljónir króna Ríkisbréfí flokki RB03-1010/KO eru gefin út rafrænt hjáVerðbréfaskráningu íslands hf. og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafnverð er það sama og fjöldi eininga. Ríkisbréf þessi eru skráð áVerðbréfaþingi íslands og eru viðurkenndir viðskiptavakar þeirra Búnaðarbanki íslands hf., Kaupþing hf., Íslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudagiim 12. júlí 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. Heimilt er að greiða fyrir ríkisbréfin með skiptum á spariskírteinum ríkissjóðs í flokkum; RS01 -0201/K, RS02-0401/K, RS04-0410/K og RS10-0115/K, hafi tilboðsgjafi gert ríkissjóði sölutilboð þar um og ríkissjóður samþykkt þau. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.