Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 25
i-4
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 25
Norðurlanda-
búar álíta aðild
að ESB vera
skref niður á við
____Nýlega var staddur hér á landi bandarískur
stj ór nmálafr æ ðingur af norskum ættum, Chrístine
Ingebritsen. Hún hefur m.a. fengist við rannsóknir
á afstöðu Norðurlandanna til Evrópusamrunans
og félagslegum og pólitískum hliðum hvalveiða.
Oli Jón Jónsson hitti hana að máli.
Morgunblaðið/Golli
Christine Ingebritsen segir Norðurlöndin hafa meiru að tapa með því að ganga inn í
Evrópusambandið en nokkur önnur ríki álfunnar.
INGEBRITSEN gegnir stöðu aðstoðar-
prófessors í skandinavískum fræðum við
Washington-háskóla í Seattle. Á síðasta
ári kom út bók eftir hana á vegum bóka-
útgáfu Comell-háskóla í Bandaríkjunum sem
nefnist The Nordic States and Ewopean Unity
og fjallar um afstöðu Norðurlandanna til
Evrópusamrunans á tímabilinu 1985-1995. I
bókinni leitar Ingebritsen m.a. svara við þeirri
spumingu af hverju Norðurlöndin ákváðu að
fara mismunandi leiðir varðandi tengsl sín við
Evrópusambandið (ESB).
Norðurlöndin hafa meiru að tapa
Er eitthvert eitt svar til við spwningunni um
hvers vegna Norðurlöndin hafa flest verið í
hópi hinna „tregu Evrópumanna", þ.e. hafa
ekki viljað taka þátt í Evrópusamrunanum á
sama hátt og ríki sunnar í álfunni?
„Já, ég tel að með eðlilegum fyrirvörum
megi finna eitt svar sem skýri afstöðu Norður-
landanna í heild. Ég held að almennt megi telja
að Norðurlöndin hafi meiru að tapa með því að
ganga inn í Evrópusambandið en nokkur önnur
ríki álfunnar. Norðurlöndin hafa byggt upp
háþróuð velferðarríki þar sem lífskjör voru al-
mennt betri en annars staðar í Evrópu þrátt
fyi-ir hina sk. hnignun „norræna módelsins" á
síðustu áratugum. Almenningur á Norðurlönd-
um lítur svo á að aðild að Evrópusambandinu
sé skref niður á við hvað varðar lífskjör og ýmis
réttindi, t.d. launþega og kvenna.
Er hugsanlegt að Norðwlandabúar geri á
stundum ofmikið úr hve staða þeirra er miklu
betri en íbúa sunnar í álfunni? Að hvaða marki
ráða ímyndh■ og arfsagnir afstöðu Norður-
landabúa?
„Já, vitanlega er ávallt einhver skammtur af
slíku. T.d. má nefna að í aðdraganda aðildar
Svía að ESB komust margir þeirra að því að
hluti af því sem haldið hafði verið að þeim um
yfirburði sænska kerfisins var ekki rétt. I ljós
kom að öryggi og lífskjör almennings í t.a.m.
Þýskalandi voru að mörgu leyti síst lakari en í
Svíþjóð. En þegar öllu er á botninn hvolft held
ég að almenningur á Norðurlöndum sé sér vel
meðvitandi um eigin stöðu í samanburði við
íbúa annarra heimshluta og skynji vel í hverju
sérstaða þeirra felst.
Hins vegar má ekki gleyma því að það er
munur á stöðu Norðurlandanna innbyrðis.
Finnar hafa til dæmis að mörgu leyti meira að
vinna en önnur Norðurlönd með aðild að ESB.
Þar fara efnahagslegir hagsmunir og öryggis-
hagsmunir saman. Það sem gerðist í Svíþjóð
var hins vegar það að sænsk fyrirtæki höfðu
flúið land vegna bágra starfsskilyrða heima
fyrir og flutt sig suður til Evrópu. Aðild Sví-
þjóðar má þannig segja að hafi verið afleiðing
af fjármagnsflóttanum út úr landinu. Noregur
og Island hafa hins vegar náttúruauðlindir, olíu
og fisk, sem gera það að verkum að þau geta
staðið utan ESB. Sú staðreynd að þau hafa val
byggist einnig og ekki síst á því að Átlantshafs-
bandalagið (NATO) hefur séð til þess að örygg-
ishagsmunir þeirra eru tryggðir."
Svíar vildu breyta Evrópusambandinu
Hvers vegna hefur aðild að EES-samstarf-
inu nægt sumum Norðurlandaþjóðum en ekki
öðrum? Afhverju vildu t.d. Svíar fá fulla aðild
aðESB?
„Sérstaða Svíþjóðar felst meðal annars í þvi
að þar var mjög útbreidd sú skoðun að „sænska
módelið11 hefði gengið sér til húðar og Evrópu-
samruninn varð eins konar allsherjarlausn.
Það sem er líka sérstakt fyrir Svía samanborið
við önnur Norðurlönd er að þeir vildu raun-
verulega hafa áhrif á hvaða stefnu Evrópusam-
bandið tæki. í baráttunni fyrir aðild Svíþjóðar
sáust gjarnan veggspjöld á götum úti þar sem
hin rauða rós, tákn sænskra jafnaðarmanna,
var prentuð ofan í fána ESB. Þetta sá ég hvergi
á hinum Norðurlöndunum og lýsir ef til vill af-
stöðu Svía nokkuð vel. Ég held að sænskir
ráðamenn hafi raunverulega trúað því að Svíar
gætu breytt ESB, að sænsk aðild þýddi að
Evrópusambandið yrði „sænskt“ ef svo má
segja.“
Hverjar telur þú líkurnar á því að Norðmenn
gangi í ESB á næstu árum ?
„Ég tel að tvennt hafi gerst nú á síðustu
misserum sem geti haft mikil áhrif á stefnu
Norðmanna. í íyrsta lagi er tekin við ríkis-
stjórn með marga ákafa Evrópusinna innan-
borðs. I öðru lagi virðist sem Norðmenn séu nú
að breyta landbúnaðarstefnu sinni, þeir hafa
þegar tekið ákvörðun um að minnka opinberar
niðurgreiðslur í landbúnaði. Þetta er einmitt
það sem gerðist áður en Svíar gengu inn. Þá
var landbúnaðarstefna Svía löguð að sameigin-
legu landbúnaðarstefnu ESB þannig að sænsk-
ir bændur sáu ekki lengur að hagsmunum
þeirra væri betur borgið utan sambandsins. Ef
Norðmenn munu framkvæma sams konar
breytingar í landbúnaði og Svíar gerðu í að-
draganda ESB-aðildar sinnar, tel ég auknar
hkur á því að aðild Noregs muni fylgja í kjölfar-
ið. Annars held ég að Norðmenn séu almennt
sáttir við stöðu sína og finnist ekki, á sama hátt
og Svíum og Finnum fannst 1994, að þeir verði
að ganga í ESB. Að mörgu leyti hefur lítið
breyst í Noregi frá því fyrsta þjóðaratkvæða-
greiðslan fór fram um aðild að því sem þá var
Evrópubandalagið (EB) árið 1972. Til dæmis
var stuðningur við aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslunni árið 1994 aðeins 1% meiri en ’72 svo
e.t.v. má segja, að Norðmenn nálgist ESB með
hraða skriðjökulsins.“
Alþjóðavæðingin og hvalveiðar
Hvert er markmið rannsókna þinna á hval-
veiðum?
„Markmiðið er að fjalla um nokkrar af þeim
meginspurningum sem alþjóðafræðin hafa
fengist við að undanförnu. Ein þeirra hefur að
gera með hin svokölluðu öfl hnattvæðingarinn-
ar. Það er mjög tíðkað í fræðunum að tala um
að alþjóðleg markaðsöfl hafi áhrif á félagsleg
og menningarleg fyrirbæri. Því er gjaman
haldið fram að heimurinn sé að verða einsleit-
ari og að þjóðir heims verði sífellt líkari hver
annarri í félagslegu og menningarlegu tilliti.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þetta sé
orðum aukið og tel að Norðurlöndin séu að
ýmsu leyti til marks um að öfl hnattvæðingar-
innar séu ekki jafnsterk og af er látið. Eitt
markmiðið með rannsókninni er að sýna fram á
að ýmsar þjóðir haldi, þrátt fyrir hnattvæðing-
una, áfram að rækta aldagamlar hefðir.
I öðru lagi beinist rannsóknin að þeirri þró-
un sem orðið hefur í samskiptum ríkja frá lok-
um kalda stríðsins. Samvinna ríkja nær nú í æ
ríkari mæli til sviða sem áður voru talin eiga að
heyra undir valdsvið ríkjanna. Eitt dæmi um
þetta eru umhverfismálin og þar hafa Norður-
löndin leikið stórt hlutverk og á ýmsan hátt
verið leiðandi. Því hefur það þótt skjóta skökku
við að tvö þeirra, Island og Noregur, hafa verið
gagnrýnd fyrir að hlaupast undan merkjum í
alþjóðlegu samstarfi um hvalveiðar. Markmið-
ið er ekki síst að reyna að skilja hvernig reglur
um ranga og rétta breytni verða til í alþjóða-
samfélaginu og hvernig þær eru síðan skjal-
festar og birtast í formlegum samningum og
stofnunum. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hef-
ur t.d. átt sér stað mjög áhugaverð breyting á
markmiðum samstarfsins. I upphafi var
markmiðið að stuðla að skynsamlegri nýtingu
og sjálfbærri þróun en nú hefur verndarsjónar-
miðið náð yfirhöndinni eða það sem kalla mætti
„Keikóvæðingu". Þessi breyting hefur átt sér
stað við það að nýjum þjóðum hefur verið
hleypt inn í ráðið sem margar hverjar hafa
enga reynslu af hvalveiðum."
Hverjar eru helstu spwningarnar sem þú
leitarsvara við?
„Ég reyni að svara því hvers vegna sum ríki,
Japan, ísland og Noregur, halda áfram að
verja hvalveiðar á sama tíma og önnur ríki líta
á veiðarnar sem „frumstæða“ iðju. Hver er
ástæða þess að hvalveiðiþjóðimar halda upp-
teknum hætti, hvaða atriði í stjórnmálum og
samfélagi hafa þar áhrif og hvað gæti orðið til
þess að þessar þjóðir létu af stuðningi við hval-
veiðar?
Ég reyni að bera saman aðstæður í viðkom-
andi ríkjum og greina það sem er sameiginlegt
og ólíkt í því hvernig stefnan er mótuð. í því
sambandi skiptir miklu máli hvaða hlutverki
veiðar gegna í ólíkum samfélögum, t.d. að hve
miklu leyti sjálfsmynd hópa og þjóða byggir á
þeim.
Þessu til viðbótar er ég að reyna að átta mig
á því hvers vegna Bandaríkin hafa breytt
stefnu sinni á jafn róttækan hátt og raun ber
vitni. Bandaríkjamenn stunduðu hvalveiðar í
ríkum mæli áður fyrr en snerust síðar alger-
lega gegn þeim. Skýringin liggur samkvæmt
rannsóknum mínum fyrst og fremst í styrk og
áhrifum náttúruverndarsamtaka á pólitíska
stefnumótun í Bandaríkjunum.
Enn fremur reyni ég að leita svara við spurn-
ingum sem tengjast Evrópusamrunanum og
áhrifum hans á hvalveiðiríkin. Það er t.d. at-
hyglivert að þegar Portúgalar gengu í Evrópu-
sambandið (ÉSB) voru þeir beðnir um að hætta
hvalveiðum. Málið kom upp í aðildarviðræðum
Norðmanna á sínum tíma og kæmi án efa upp í
hugsanlegum aðildarviðræðum íslendinga."
Hvort sem þú ætlar í golf, útilegu eöa
bara fá þér göngutúr þá er klæönaðurinn
frá Sun Mountain næstum eins og
sérhannaöur fyrir (slenskar aöstæöur,
100% vatnsþéttur og 100% vindþéttur.