Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skipulögð óreiða í Straumi Alan James er Breti sem fluttist hingað til lands fyrir sjö árum. Síðustu ár hefur hann fengist við myndlist og í vor hefur hann haft aðsetur í listamannahúsinu Straumi. Inga María Leifsdóttir tók sér far upp í hina afskekktu Straumsvík og skoðaði málverk Alans í galleríinu þar, sem mörg hver bera heiti sem vísa í eitthvað matarkyns. Alan James málar skipulagða óreiðu á stóra striga. Morgunblaðið/Golli í STRAUMSVIK er staðsettur lista- mannabústaður í hinu gamla húsi Straumi, þar sem inyndlistarmenn hafa aðstöðu í mislangan tíma. Þar er einnig gallerí sem ábúendur stað- arins hverju sinni sýna verk sín í. Al- an James hefur haft aðstöðu þar í nokkurn tíma og sýnir nú olíumál- verk í galleríinu. Lærði á Akureyri „Málaraferliil minn hófst af alvöru fyrir um það bil tíu árum, en ég hef teiknað síðan ég var krakki," segir Alan. „Fyrir sjö árum kom ég til Is- lands með unnustu minni og við fluttum til Akureyrar. Þá hóf ég nám við myndlistarskólann þar.“ Alan út- skrifaðist þaðan árið 1997 og hefur síðan fengist alfarið við myndlist. Hann hefur á síðustu tveimur árum haldið tvær einkasýningar og er sýn- ingin í Straumi sú þriðja. „Það er frá- bært að vera hér. Ég fékk bústaðinn í apríl og hef verið hér síðan. Hér er mikill friður og þögn og gott að hafa náttúruna allt í kring.“ Notar Alan þá náttúruna að einhverju leyti í myndir sínar, hefur staðurinn haft áhrif á myndverk hans? „Ég er ekki málari sem notar fyrirmyndir og ég Custard collision, gerð í Straumi í sumar. Morgunblaðið/Golli ISLENSKI HLUTABREFASJOÐURINN HF. Aðalfundur Þriðjudaginn 25. júlí 2000 kl.i6:oo, Sunnusal, Hótel Sögu Dagskrá: 1 Skýrsla stjórnar. 2 Staðfesting ársreiknings. 3 Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4 Ákvörðun um hvernig ráðstafa eigi hagnaði fétagsins á liðnu reikningsári. 5 Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 6 Kosning stjórnar félagsins skv. 19. grein samþykkta. 7 Kosning endurskoðenda fétagsins skv. 26. grein samþykkta. 8 Önnurmál. Erindi: „íslenskur hlutabréfamarkaður í evrópsku samhengi" Ólafur Freyr Þorsteinsson sérfræðingur á eignarstýringarsviði Landsbréfa. get unnið í gerviljósi. Margar mynd- anna minna eru málaðar í mjög þröngu rými, litlum íbúðum, bílskúr- um og þess háttar stöðum. Hér aftur á móti er mikið pláss og þegar ég er latur við að mála fæ ég mér göngutúr og horfi í hraunið. Ég held að það sí- ist inn að vissu leyti. Allt sem maður sér skilar sér að einhverju marki í myndum manns.“ Kjarval og impressjónistar Eru einhverjir sérstakir lista- menn sem hafa haft áhrif á list Al- ans? „Myndir mínar hafa þróast nokkuð með tímanum. Ég er að gera svipaðar myndir núna og þegar ég byrjaði fyrir tíu árum, en þær hafa orðið fíngerðari. En ég geri ráð fyrir að ef einhver hefur haft áhrif á mig af íslenskum myndlistarmönnum sé það Kjarval. Svo hafa impressjónist- ar alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.“ Áhrifin leyna sér ekki. Myndir Alans minna ef til vill nokkuð á myndir Kjarvals hvað varðar form, þar sem eitthvað rís úr mynstraðri óreiðu, og áferð og pensiltök eru í anda im- pressjónistanna. „Ég hef ekki séð að neinn sé að gera svipaðar myndir og ég um þessar mundir. Það sem FUGLAHÚS stendur svo til í framtíðinni hjá mér er að stækka strigann enn meir.“ Heiti myndanna vísa í mat Nokkrar myndanna á sýningunni eru gerðar í Straumi, en Alan segir að það taki um þrjá mánuði að gera stóra mynd. Myndimar gerir Alan þannig, að hann velur liti og skellir þeim á strigann með stórum áhöld- um. Þegar málningin er þornuð fer hann að prjóna, eins og hann kallar það. „Ég byrja í einu horninu og vinn mig upp eftír striganum. Formin sem hafa myndast við fyrsta lagið nota ég til að þróa áfram og bæta við. Svo fer ég fram og aftur yfir mynd- ina yg er sífellt að bæta við og taka út. Ég leitast við að fá lífræn áhrif í myndirnar, næstum eins og hægt sé að borða þær. Þess vegna eru mörg nöfnin tengd einhverju matarkyns,“ segir Alan og bendir á mynd sem nefnist Turtle soup, eða skjaldböku- súpa á íslensku. Onnur nöfn á sýn- ingunni eru til dæmis Tutti frutti, sem Alan segir vísun í ístegund, og Custard collision, sem vísar í enskan eftirrétt. Abstrakt skipulögð óreiða Myndir Alans eru stórir strigar í ljósum litum með smágerðu mynstri. „Það er gaman að gera myndirnar, en það getur orðið dálítið þreytandi þegar maður er kominn inn í miðja mynd en sér ekki enn fyrir endann á verkinu." En er hægt að sjá eitthvað út úr myndunum, leynast hlutir í mynstrinu?„Þetta eru abstrakt myndir, yfirborðsmyndir, einskonar stýrð óreiða. En í sumum má sjá ein- staka hlutbundið form, til dæmis hér,“ svarai- Alan og bendir á músar- höfuð sem leynast í mynd að nafni Þrjár blindar mýs. „Fólki finnst gaman að leita að hlutum og sjá eitt- hvað út úr myndunum. Það er ekkert að því, það gefur myndinni bara meira gildi, en ég er yfirleitt ekki að mála viljandi nein hlutbundin form.“ Sýning Alans er opin alia daga frá kl. 16-21. Henni lýkur 16. júlí. Garðprýði fyrir garða og sumarhús. 10 mismundandi gerðir. PIPAR OG SAITÍI Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 Hreinn kroppur alltaf allsstaðar .,Sturta"án vatns, sápu oq handklæðis ____________ 1 :vcrything yoa need to wuh yoar body 8 stórir rakir.„5ports & Leisure Wash" þvottaklútar. Frábært í bílinn, fellihýsið, bakpokann, bátinn, töskuna eða hvar sem er. Verstöðin ehf. Suðurlandsbraut 52, s. 588 0100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.