Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 31

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 31 LISTIR Sönghópurinn Voces Thules flutti brot úr Nikulásartíðum frá fimmt- ándu öld á setningarhátíðinni í Skálholtskirkju á laugardaginn. Sumartónleika- röð í Skálholti hafin í 25. sinn Selfossi. Morgunbladid. FYRSTA tónleikahelgi Sumartón- leikanna í Skálholti var hin vegleg- asta enda fagna aðstandendur tón- leikanna 25 ára afmæli þessa ái-vissa tónlistarviðburðar sem orðinn er að stærstu sumartónleikaröð landsins. Fyrsta helgin var eins konar hátíðar- helgi þar sem meðal annars var gerð grein fyrir rannsóknum á íslenskri kirkjutónlist og nokkur verk frum- flutt. Þessa fyrstu tónlistarhelgi ómuðu söngvar í Skálholti sem með- al annars drógu fram tónlistarflutn- ing fyrri alda með seiðandi ómi frá miðöldum. 25 ára afmælishátíðin var sett á föstudag með samkomu í Skálholts- kirkju. Það var Sigurður Sigurðar- son, vígslubiskup í Skálholti, sem setti hátíðina. Hann minntist þeirrar vinnu sem unnin er við rannsóknh’ á tónlist í íslenskum handritum og sagði það starf auka þekkingu á því hvernig fólk brást við því sem segir í Davíðssálmi, að syngja Drottni nýj- an söng. Einar Sigurðsson lands- bókavörður flutti ávarp og gat þess að hinn vel varðveitti leyndardómur um tónlist fyrri alda sem handritin geymdu öðlaðist líf á tónleikunum í Skálholti. Þá flutti dr. Gisela Atting- er, tónlistarfræðingur við háskólann í Osló, erindi um rannsóknir á nótum í íslenskum handritum og sýndi dæmi frá rannsóknarstarfmu, hversu erfitt getur verið að henda reiður á efninu og ná heildarsýn yfir tónmenntina út frá handritaslitrum en með nákvæminsathugunum og samanburði við tónmennt frá öðrum löndum á sama tíma má ná sam- hengi. Á setningarhátíðinni flutti sönghópurinn Voces Thules brot úr Dr. Gisela Attinger flutti erindi um rannsóknir á nótum í ís- lenskum handritum. Nikulásartíðum frá 15. öld. Að kvöldi föstudags var var mál- þing um íslenskan tónlistararf í Skál- holtsskóla þar sem erlendir tónvís- indamenn fjölluðu um sameiginlegan tónlistararf Norðurlandaþjóða fyrr á öldum. Á laugardag hófust síðan Skálholtstónleikarnh’ með hátíðar- dagskrá þar sem frumfluttar voru útsetningar eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur og Mist Þorkelsdóttur í flutningi söng- hópsins Grímu og Margrétar Bóas- dóttur. Þá söng einnig Voces Thules söngva úr elstu skinnhandritum. Síðdegis á laugardag héldu tón- leikarnir áfram með flutningi söng- hópsins Hljómeykis á verki eftir Báru Grímsdóttur undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Um kvöld- ið var kvöldsöngur þar sem Kammerkór Suðurlands söng undir stjórn Hilmars Agnars Agnarssonar. Á sunnudag voru fluttar morgun- tíðir í Skálholti og síðdegis voru frumfluttar útsetningar á nótna- handritum eftir sex íslensk tónskáld. Hátíðarmessa var í Skálholtskirkju á sunnudag með þátttöku Kammer- kórs Suðurlands og Isleifsreglunnar. Næsta tónleikahelgi í Skálholti verður 15. og 16. júlí með áherslu á tónlist Johanns Sebastians Bach á 250 ára ártíð hans. Þá verður m.a. flutt erindi um Tónafóm Bach og hún flutt. Umsköpun hins gamla í nýjan veruleika TOJVLIST Skálholtskirkja 25 ÁRA AFMÆLI SUMAR- TÓNLEIKA í SKÁLHOLTI Flutt var tónlist úr fornum hand- ritum, ýmist beint úr handritunum eða í raddfærslum eftir ung tón- skáld. Laugardaginn 8. júlí. SUMARTÓNLEIKA í Skálholti má með réttu kalla fyrstu tónlistar- hátíðina, sem bæði var haldin að sumarlagi og utan Reykjavíkur. Frá upphafi, eða í 25 ár, hafa Sumartón- leikarnir notið mikilla vinsælda, bæði fyrir góða tónlist og góðan flutning og mjög snemma var lögð áhersla á frumflutning íslenskra tón- verka, sem sérstaklega voru samin og frumflutt í Skálholti. Samkvæmt tónverkaski’á hafa verið frumflutt 95 verk, stór og smá, eftir 35 tónskáld og hafa mörg verkanna náð töluverð- um vinsældum og verið höfð um hönd á kammertónleikum alls konar. Auk þess hafa sumartónleikarnir verið helgaðir flutningi barokktón- listar og þá oft verið lögð áhersla á að flutningurinn væri framinn á eft- irgerðir eða raunveruleg barokk- hljóðfæri. Frá upphafi hefur Helga Ingólfsdóttir semballeikari stjómað og leikið á þessum tónlistarhátíðum en auðvitað notið aðstoðar margra vinnufúsra handa til ýmissa verka, eins og t.d. Þorkels Helgasonar og einnig góðrar samvinnu við starfs- fólk kirkjunnar og skólans í Skál- holti. Einn merkasti þáttur starfsem- innar hófst með stofnum Collegium Musicum og hefur árangur af nokk- urra ára starfsemi verið að koma í ljós en þar fer fyrir mönnum formað- urinn, Kári Bjarnason handritasérf- ræðingur, og era tónleikai’ nýliðinn- ar helgar helgaðir gamalli íslenskri tónlist, sem komið hefur í ljós að til er í handritum frá öllum tímum. Fyrstur íslendinga til að safna ís- lenskum þjóðlögum var líklega Ólaf- ur Davíðsson og naut hann við skráningu þeirra aðstoðar Árna Beinsteins Gíslasonar en skólabróðir hans og vinur, Bjarni Þorsteinsson, prestur í Siglufirði, vann síðan sitt ómetanlega starf með útgáfu ís- lenskra þjóðlaga, sem prentuð voru í Kaupmannhöfn á áranum 1906-9. Síðan hafa íslensk tónskáld sótt í safn hans og útfært sum þessi lög með ýmsum hætti, eins og Jóns Leifs og Hallgrímur Helgason síðar, einn- ig aukið rið þann sjóð, sem og stækk- aði mjög með söfnunarstarfi Hall- freðar Arnar Eiríkssonar og Helgu Jóhannsdóttur. Fleiri hafa komið þar að máli, en íslensk tónskáld hafa í æ ríkara mæli sótt í sjóð þennan og hafa með starfi sínu átt sinn þátt í að almenningur komst í kynni við þá sérstæðu tónlist, sem íslensk þjóðlög era. Starf þeirra hefur miðast við að koma þessum lögum á framfæri í flutningshæfu formi en það er í raun ekki fyrr en á allra síðustu áram, að unnið hefur verið skipulega að því að safna þessari tónlist í einn sjóð, sem er forsenda þess að hægt sé að vinna við rannsóknir og þar að verki hafa margir komið, hver fyiir sig, en með stofnun Collegium Musicum var komið fastri skipan á þessi mál. í tilefni 25 ára afmælis Sumartón- leikanna og í samvinnu við Colleg- ium Musicum voru opnunartónleik- arnir að þessu sinni helgaðir gamalli íslenskri kirkjutónlist og af því til- efni var haldið málþing, er hófst á föstudegi og var fram haldið á laug- ardegi, er síðan lauk með tónleikum, þar sem sungin vora lög úr hand- ritum og frumfluttar útsetningar þriggja ungra tónskálda á völdum lögum úr fornum handritum. I upp- hafi tónleikanna flutti Voces Thules tvo tvísöngva sem báðir finnast í þjóðlagasafni Bjama Þorsteinsson- ai’. Sá fyiTÍ fjallaði um að prísa beri Guð fyrir sköpunina og hefst svo: Allt það sem hefur andardrátt og er tekinn úr Melodíu, hinni stóra nótna- bók Jóns Ólafssonar Jónssonar á Söndum. Síðara lagið sem Voces Thules söng er lofsöngur um vínið, Lánið Drottinn lítum mæta, og er textinn eignaður Stefáni Ólafssyni, presti í Vallanesi austur, og hefur þetta lag varðveist í ritgerð, Studier over islandsk Music, sem Angul Hammerich birti um 1900. Bæði lög- in vora sérlega fallega sungin. Því næst ávarpaði Sigurður Sigurðarson víxlubiskup tónleikagesti og lagði áhersu á mikilvægi starfs Collegium- manna fyrir framþróun tónlistar í sí- breytilegu starfi kristinnar kirkju. Síðan rakti listrænn stjórnandi sum- artónleikanna, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, sögu tónleikanna í stuttu ávarpi. Fyrstu fjórai’ útsetningarnar sem sungnar vora, eftir Hildigunni Rún- arsdóttur, era ýmist gerðai’ fyi-ir einsöng með hljóðfæraundirleik eða þrjár og fjórar söngraddir, sem flutt- ar vora af sönghópnum Grímu en einsöngvarar vora Gísli Magnason og Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Aðrir flytjendur nafngreindir vora Anna Hugadóttir, Margrét Bóas- dóttir, Kristín Erna Blöndal og Hilmar Örn Agnarsson. I heild var flutningurinn sérlega fallegur, út- setningarnar góðar, sérstaklega kór- útsetning á sálminum Drottinn einn akur á, við texta Hallgríms Péturs- sonar. Aðrir textar vora Eilífur Guð ogfaðirminn (þýddur úr þýsku), Ár- ið nýtt (H. Pétursson) við sérlega fal- legt lag, er var mjög vel sungið af tveimur sópranröddum og altrödd, en síðasta útsetning Hildigunnar var Anda þinn, Guð, mér gefðu víst (Hálfdán Rafnsson), er var sérlega fallega sunginn af Guðránu Eddu Gunnarsdóttur. Útsetningar Hildi- gunnai’ eru látlausar og fallega unn- ar. Næstur ávarpaði Björn Bjarna- son menntamálaráðherra sam- komuna og eftir að Voces Thules hafði með glæsilegum hætti flutt gamalt Credo, frá 1473, samkvæmt Bjarna Þorsteinssyni, flutti Jón Þór- arinsson tónskáld erindi um gamla tónlist og sagði frá varðveislu hand- rita, en hann hefur um árabil unnið að ritun íslenskrar tónlistarsögu, sem á eftir að vera grundvallarrit um það lítt kunna efni um langan aldur. Eftir Mist Þorkelsdóttur voru fluttar tvær raddsetningar, sú fyrri við textann Föður náðar yndis andi (H. Pétursson). Útsetning þessi, sem var nokkuð margbreytilega unnin, hefst á einfaldri útfærslu sálmsins en við hvert erindi breytist ritháttur- inn, þar sem heyra má leikið með kanónútfærslu stefjanna og síðan flóknari tónskipan og við niðurlag textans, „inngöngu í paradís", rís tónmálið upp í hæðir. Þetta er vel gerð útfærsla og í raun meira en út- setning, miklu heldur ber að líta á verkið sem sjálfstæða tónsmíð, er var mjög vel sungin af sönghópnum Grímu. Minn andi, Guð minn, gleðstí þér var síðari útsetning Mistar, þar sem nokkuð er lagt í að endurtaka textann, svo að ekki var gott að greina framgerð sálmisns, sem var mjög fallega fluttur af Guðránu Eddu og Hönnu Loftsdóttur á selló. Kári Bjamason, formaður Colleg- ium Musicum, ávarpaði tónleikagesti en tónleikunum lauk með þremur raddsetningum eftir Elínu Gunn- laugsdóttur. Fyrsti sálmurinn, Hei- lagur, heilagur, var fluttur af Krist- ínu Ernu Blöndal og Gísla Magnasyni við undirleik strengja- kvartetts. Þama var einfaldleikinn helst til um of ráðandi en þó brá til hins betra í tveimur seinni sálmun- um, Jesús, vor allra endurlausn, með miklum endurtekningum á texta, og Sæti Guð, minn sanni faðir (Árni Þorvarðarson), sem sungnir vora af sönghópnum Grímu, með söngaðstoð Margrétar Bóasdóttur. Þessar út- setningar era vel gerðar og ekki vantaði á að flutningurinn væri góð- ur. Þessir sérstæðu og fróðlegu tón- leikar vora að einu leyti gallaðir; vel hefði farið á því að syngja framgerð- ir sálmalaganna á undan útsetning- unum, jafnvel einraddaðar, svona til fróðleiks og samanburðar. Hvað um það, þá var þarna margt „nýtt“, fróð- legt og vel flutt að heyra og ljóst að starf Collegium Musicum á eftir að hafa mikil áhrif á þróun íslenskrar tónlistar, er hið gamla fær nýtt gildi við upprifjun þess og umskapast í nýjan veraleika. Þessari veislu lauk með því að Einar Sigurðsson lands- bókavörður opnaði sýningu á ís- lenskum tónlistarhandritum, sem komið hefur verið upp í Skálholts- skóla. Jón Ásgeirsson Utsalan hefst í dag Jjennar Laugavegi 40, sími 552 4800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.