Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGURll. JÚLÍ2000 37
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OTRULEGUR MUNUR
Á MATVÆLAVERÐI
ENN OG aftur hefur saman-
burður á matvælaverði á Is-
landi og nágrannalöndum
leitt í ljós ótrúlega mikinn mun á
flestum vörutegundum. Erfitt hefur
reynzt að fá viðhlítandi skýringu á
þessum mun, þannig að neytendur
gangi ekki í grafgötur um hvar vand-
inn liggur og geti því þrýst á stjórn-
völd, framleiðendur og verzlunarfyr-
irtækin um úrbætur. Matvælaverð
hefur úrslitaáhrif á afkomu heimil-
anna, einkum þeirra sem við þröng-
an fjárhag búa. Ekki verður lengur
við það unað, að svo mikill munur sé
á brýnustu nauðsynjum, sem kann-
anir hafa margsýnt að er á milli Is-
lands og nágrannalandanna. Þróun í
verzlun og viðskiptum er með þeim
hætti í heiminum nú á dögum að sí-
fellt erfiðara verður fyrir Islendinga
að sætta sig við það að þurfa að
greiða miklu hærra verð hér á landi
en þeir þurfa að gera þegar þeir
skreppa út fyrir landsteinana. Kraf-
an um svipað og sambærilegt mat-
vælaverð mun því verða sífellt há-
værari og að lokum munu neytendur
leita ráða til að knýja vilja sinn fram.
Um miðja síðustu viku birtu Neyt-
endasamtökin niðurstöður úr verð-
könnun, sem þau stóðu að í sam-
vinnu við samtök neytenda í fjórum
borgum öðrum í Evrópu, Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi, London og
Brussel. Óhætt er að segja, að niður-
stöðurnar eru jafn vel enn meira slá-
andi, og alvarlegri, en flestir hefðu
búizt við, og það þótt mikill verð-
munur hafi lengi legið fyrir. Borið
var saman verð 48 algengra vöruteg-
unda og var verð hæst eða næsthæst
í Reykjavík í 39 tilvikum. Alls voru
43 vörutegundir fáanlegar í öllum
borgunum og kostuðu þær alls
16.450 krónur í Reykjavík, 11.998 í
Kaupmannahöfn, 9.962 í Stokkhólmi,
9.353 í London og 8.859 í Brussel.
Munurinn á verði í hæstu og lægstu
borginni var 86%. Munurinn er ótrú-
legur í sumum tilvikum, eins og t.d.
á 600 g franskbrauði, sem kostaði 13
krónur í London en 200 krónur í
Reykjavík, sem er 1.481% verðmun-
ur með virðisaukaskatti (1.529% án
virðisaukaskatts). í þessum sömu
borgum var 342% munur á heil-
hveitibrauði. Annað dæmi er blóm-
LÍFSHÆTTA í
SEGJA MÁ að ökumenn, farþegar
og aðrir vegfarendur séu í sí-
felldri lífshættu í hvert sinn sem þeir
halda út í umferðina. Banaslysin eru
þegar orðin fjórtán það sem af er ár-
inu. Slysum og óhöppum fjölgar stöð-
ugt og segja má, að það sé kraftaverk
að þau séu þó ekki fleiri. Ökumenn
virðast haldnir einhverri tauga-
spennu, sem erfitt er að útskýra, en er
þó staðreynd. Um það vitna ummæli
Islendinga, sem koma heim eftir dvöl
erlendis, svo og ummæli erlendra
ferðamanna, sem aka hér á landi. Það
má með sanni segja að rétt sé, að Is;
lendingum liggi lífið á í umferðinni. Á
meðan svo er má búast við áframhald-
andi fjölgun slysa, meiri þjáningum,
kál, sem kostaði 70 krónur í Brussel,
en 425 krónur í Reykjavík. Munur-
inn er 507%. Mörg önnur slík dæmi
má taka um ótrúlegan verðmun.
Þó voru tegundir, sem reyndust
ódýrastar í Reykjavík, t.d. roðflett
ýsuflök, sem kostuðu 635 krónur, en
829 í Kaupmannahöfn, þar sem þau
voru dýrust. Þá var 2 kg poki af heil-
hveiti ódýrastur í Reykjavík, á 85
krónur, en kostaði 164 krónur í
Kaupmannahöfn. Almennt má segja,
að verð á mjólkurvörum, kjöti,
grænmeti og ávöxtum hafi í flestum
tilvikum reynzt hærra í Reykjavík
en í hinum borgunum í könnuninni.
Það á við þessa könnun, sem flest-
ar aðrar, að skýringar eru mismun-
andi eftir því, hvort og um hvaða
hagsmunaaðila er að ræða sem leitað
er skýringa hjá. Þess vegna er það
mikið gleðiefni fyrir neytendur, að
ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í
maílok, að fela Samkeppnisstofnun
að rannsaka verðmyndun á matvöru-
markaði og veitti til þess nokkru fé.
Búizt er við því, að rannsóknin fari
fram á 4-5 mánuðum og niðurstöður
liggi fyrir í haust. Valgerður Sverr-
isdóttir viðskiptaráðherra sagði eft-
ir ríkisstjórnarfundinn, að Sam-
keppnisstofnun myndi kanna sam-
keppnishætti og verðþróun bæði
innfluttrar vöru og innlendrar fram-
leiðslu.
Vonandi sýnir þessi könnun Sam-
keppnisstofnunar fram á hvar skór-
inn kreppir í verðmyndunarmálum
hér á landi. Samanburður á verðlagi
í nágrannalöndum þarf og að sýna
hvar meinið er að finna. Kannanir
hafa um árabil ætíð sýnt fram á, að
matvælaverð er hærra hér á landi og
í mörgum tilfellum miklu hærra.
Þrátt fyrir þetta hefur lítið breyzt
og neytendur hrökkva í kút við
hverja nýja könnun.
Það er ekki nægilegt, að Sam-
keppnisstofnun skili greinargerð
heldur þarf að nota niðurstöðurnar
til að gera nauðsynlegar breytingar
þannig, að íslenzkir neytendur búi
við svipað matvælaverð og ná-
grannaþjóðirnar. Þurfi breytingar á
núverandi kerfi verður svo að vera,
því það hefur gengið sér til húðar og
verður illþolanlegra með hverju ár-
inu.
UMFERÐINNI
sársauka og hörmungum. Slíkt ástand
er ekki hægt að búa við, því banaslys
og alvarlegt líkamstjón eru orðin
þjóðarógæfa, að ógleymdu því millj-
arða króna eignatjóni, sem árlega
verður á götum og þjóðvegum. Þetta
gleymist oftast í umræðunni, þegar
tryggingariðjöldin hækka. Þau end-
urspegla fyrst og fremst fjármálahlið
þjóðarógæfunnar í umferðinni.
Er ekki rétti tíminn við þúsaldamót
að stíga á stokk og heita því að bæta
úr þessu ófremdarástandi í umferð-
inni? Við berum öll ábyrgð á því,
hvernig til tekst, sem einstaklingar
og þjóð. Svo mikið er í húfi, að það
þarf mikið og sameiginlegt átak til að
snúa þróuninni við.
Námskeið fyrir kennara frá Norðurlöndum um þróun kennarastarfs á nýrri öld
Peter Gardenfors, prófessor í vits-
munarannsóknum við háskólann í
Lundi í Svíþjóð.
Hópvinna á námskeiðinu sem nú stendur yfir á Laugarvatni fyrir kennara á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Golli
Þuríður Jóhannsdóttir
Gamlar hugmyndir
í nýj u umhverfi
Staða kennarans er að breytast með nýrri
tækni og á námskeiði fyrir kennara frá
Norðurlöndum var þeirrí spurningu varp-
að fram hvort kennarinn væri reiðubúinn
að nýta nýju tæknina þótt það kynni að
skerða völd hans í kennslustofunni.
Karl Blöndal ræddi við tvo fyrirlesara
á námskeiðinu, Peter Gárdenfors og
Þuríði Jóhannsdóttur.
Að ná tökum á lofts-
lagsbreytingum
af manna völdum
RÓUN kennarastarfs á
nýrri öld er yfirskrift
námskeiðs sem um þessar
mundir er haldið fyrir
kennara frá Norðurlöndum á Laug-
arvatni undir merkjum Sambands
kennarasamtaka á Norðurlöndum.
Peter Gárdenfors og Þuríður Jó-
hannsdóttir voru meðal íyrirlesara
og lögðu þau bæði áherslu á þörfina
á breyttum hugsunarhætti í kennslu
og nauðsyn þess að endurskoða við-
teknar hugmyndir í kennslufræð-
inni. Sagði Gárdenfors að engin
áhersla væri lögð á rannsóknir í
kennslufræði heldur væru gömlu
hugmyndimar notaðar í nýju um-
hverfi.
Peter Gárdenfors, prófessor í
vitsmunarannsóknum við háskólann
í Lundi í Svíþjóð, sagði að hann legði
á námskeiðinu áherslu á meginþema
þess; nám á okkar tímum.
„Mín spuming er sú hvað þurfi að
eiga sér stað í námskerfinu í Ijósi
hinnar nýju upplýsingatækni,“ sagði
Gárdenfors. „Vandinn er í mínum
huga sá að við höfum hið hefð-
bundna skólakerfi með bekkjarstof-
um, kennurum og viðteknum
kennsluhefðum. Síðan bætist tölvan
við og margir halda að vandinn sé
leystur þegar hún er komin í
kennslustofuna. Ég vil snúa þessu
við og spyrja hveijar séu hinar
ákjósanlegustu námsaðstæður."
Hann sagði að spumingin væri
hvemig nota ætti upplýsinga- og
samskiptatækni miðað við gmnd-
vallarhugmyndir í kennslufræði.
„Á námskeiðinu hóf ég því mál
mitt á því að fjalla um upplýsingar
og þekkingu,“ sagði hann. „Það eru
ýmsar goðsagnir varðandi upplýs-
ingatækni. Það er hægt að sækja
mikið af upplýsingum á Netið á
stuttum tíma. En það þarf að til-
einka sér upplýsingamar, melta
þær og breyta í þekkingu. Það þrep,
að breyta upplýsingum í þekkingu,
er yfirleitt vanrækt.“
Hann sagði að draga mætti fram
muninn á upplýsingum og þekkingu
með ýmsum hætti. Þekkingu væri
hægt að að túlka og færa sér í nyt en
upplýsingar væru haldlitlar þar til
þær hefðu verið settar í samhengi.
Síðan þyrfti að leggja dóm á það
hversu traustar upplýsingamar
væra.
„í nútímaþjóðfélagi höfum við til-
hneigingu til að gera lítið úr þekk-
ingu,“ sagði hann. „Við tölum um
hana eins og hún sé sami hlutur og
upplýsingar."
Gárdenfors sagði að gildi upplýs;
inga á Netinu væri vandamál: „í
hinu hefðbundna skólakerfi era al-
fræðibækur, námsbækur og dag-
blöð tæki til að kanna hversu traust-
ar heimildir eða upplýsingar era. Á
Netinu era engin slík tæki og því
þarf að kenna nemendum að vera
gagnrýnir gagnvart upplýsinga-
tækninni og það vai' ekki nauðsyn-
legt gagnvart hinum hefðbundnu
fjölmiðlum."
Hann sagði að vissulega væri ekk-
ert slæmt við það að fólk ræktaði
með sér gagnrýnið viðhorf til upp-
lýsinga, vandinn væri hins vegar sá
að skólakerfið væri ekki lagað að
þeirri nauðsyn.
„Ef litið er til þess hvemig upp-
lýsingatæknin er notuð í skólum
blasa nokkrir hlutir við,“ sagði hann.
„Við höfum fjarkennslu, spjallrásir,
rafpóst og Netið og mín niðurstaða
er að þessi tækni fjarlægi ýmsar
hömlur. Nemandinn þarf ekki að
vera í kennslustofunni, hann þaif
ekki að vera þar á tilsettum tíma
þannig að hann er ekki bundinn af
tíma og rúmi. En ég sé engar nýjar
kennslufræðilegar hugmyndir.
Þetta eru einfaldlega gömlu hug-
myndimar í nýju umhverfi.“
Gárdenfors sagði að spumingin
væri sú hvemig hægt væri að nýta
sér margmiðlunartæknina sem byði
til dæmis upp á alfræðiefni þar sem
samtímis væri hægt að nálgast
hljóð, myndir og texta. í því væri þó
ekki fólgin ný kennslufræði.
„Það má segja að tvær hefðir ríki í
kennslu eða kennslufræði," sagði
hann.
Hermiforrit notuð
til náms?
,Aunars vegar er það meistarinn
og lærisveinninn. Sú hefð nær langt
aftur. Til að verða jámsmiður eða
trésmiður varð lærlingurinn að
vinna undir meistaranum. í upphafi
var lærlingurinn látinn leysa lítil
verkefni og síðan urðu þau veiga-
meiri með tímanum. Hins vegar er
það sem ég kalla prestanámið sem
er byggt á texta og fyririestram.
Þessi hefð varð ekki ráðandi fyrr en
með prentbyltingunni. Hjá meistar-
anum og lærisveininum er áherslan
öll á reynsluna en minni á kenning-
ar. Hinni hefðinni fylgir mikið af
kenningu og texta en lítil áhersla á
reynslu. Æskilegt væri að fá rneiri
blöndu af reynslu og bóknámi og ég
hef bent á að hermifomt gætu verið
ný leið til að ná i reynslu í námi.“
Gárdenfors sagði að í stað þess að
sækja reynslu í hinn raunveralega
heim væri hægt að leita í sýndar-
veröldina. Þannig væri til dæmis
hægt að nota hermiforrit til að
kenna eðlisfræði þar sem hægt er að
leika sér með lögmál þyngdaraflsins
eða rafmagns og sjá áhrifin. Sama
er hægt að gera í efnafræði, vist-
fræði eða jafnvel félagsfræði. Á þvi
sviði hefði til dæmis verið gerður
leikur, sem heitir Simcity og snýst
um að reka heila borg.
„Slíkt forrit getur sýnt hvemig
hjólin snúast í borginni þannig að
fólk fái tilfinningu íyrir því og getur
verið betri leið til að öðlast skilning
en að lesa tíu bækur um efnið,“ sagði
hann. „Þetta er hlutverk hermi-
forrita, að menn fái tilfmningu íyrir
hlutunum þótt það jafnist ekki á við
reynslu úti í hinum raunveralega
heimi. Um leið er ekki hægt að
sniðganga textann og kenninguna
þannig að hermiforrit duga ekki ein
og sér en þau geta verið mikilvægt
tæki í nýju skólakerfi."
Hann sagði að hlutverk hermi-
forrita þyrfti ekki aðeins að vera í
vísindum. Það væra til hlutverka-
leikir sem hægt væri að yfirfæra yf-
ir í tungumálakennslu og jafnvel
bókmenntir.
Gárdenfors sagði að tæknin sem
slík væri ekki lykilatriði. Allt of lítil
umræða væri í raun meðal kennslu-
fræðinga um grandvallaratriði þess
að læra. Menn á borð við Piaget og
Vigotsky hefðu haft ýmsar hug-
myndir en þeir hefðu þróað hug-
myndfr sínar löngu áður en tækni-
þróunin fór af stað. Nú spyrðu hins
vegar afar fáir hvernig best sé að
læra hlutina. Um leið og svarið við
henni sé komið megi spyrja hvemig
hægt sé að nota tæknina en tæknin
er ekki aðalatriðið.
Grunnur í
tölvuleikjum
„Það vantar rannsóknir á kenn-
ingum um nám,“ sagði hann.
„Hermifomt era kannski flötur á
þessu."
Hann benti á að miklu fé væri var-
ið í að þróa tölvuleiki og því mætti
segja að þar hafi jarðvegurinn verið
undirbúinn fyrir kennarana.
„Þekkingin og fomtunartæknin
er fyrh' hendi,“ sagði hann. „Þetta er
aðeins spui-ning um að yfirfæra
hana. Það má læra mikið af tölvu-
leikjaiðnaðinum sem einnig hefur
haldið áhuganum vakandi. Fólk hef-
ur gaman af að nota þessa leiki og
þar kemur fram námsþorstinn sem
má nota til náms. Það er hægt að
nota sömu forsendur án þess að
menn séu að keyra eða heyja stríð í
tölvunni."
Gárdenfors sagði að námstefnur
af þessu tagi væra mikilvægar. í
fyrsta lagi þyrftu kennarar að koma
saman og ræða reynslu sína en sér
líkaði sérstaklega að á þessu nám-
skeiði þyrftu kennarar að setja nið-
ur í hópum og ræða ákveðin dæmi
um það hvernig málum eigi að vera
háttað í framtíðinni.
„Ég veit ekki hvemig hlutirnir
era á öðram Norðurlöndum," sagði
hann. „En í Svíþjóð setja stjómvöld
mikið fé í tæknina en litlum pening-
um er varið til að kanna hvert fyrir-
komulag hlutanna á að vera.“
Tilraun til að nota
Netið til kennslu
Þuríður Jóhannsdóttir, sem hefur
kennt íslensku í Menntaskólanum í
Hamrahlíð í 20 ár, fjallaði á nám-
skeiðinu um tilraun sem hún hefur
verið að gera með að setja upp vef í
samvinnu við Kennaraháskólann
sem var hugsaður þannig að þar
væra upplýsingar og þræðfr og síð-
an ættu nemendurnir að vefa mynd-
ina.
„Hugmyndin var sú að þarna
væri komið svæði þar sem hægt
væri að nálgast þekkinguna og nú
væri að byggja upp þekkinguna með
því að setja inn upplýsingar um
bækur og höfunda og hugmyndir
um hvernig nota mætti bókmenntir í
kennslu."
Hún sagði að hún hefði verið búin
að kenna þetta efni í fimmtán ár og
ákveðið að gera þessa tilraun. Hún
sótti um styrk til Rannsóknarstofn-
unai' íslands til að vinna verkefni
sem snerist ekki aðeins um að ná sér
í upplýsingar, heldur nota alla
möguleika Netsins þannig að nem-
endur væra með í að búa til þekk-
ingu sem yrði til á Netinu.
„Mér leist svo á að þetta væri góð
leið til að ná til kennara og kenna
þeim að nýta sér Netið og setja efni
út á það og síðan yrðu margföldun-
aráhrif þegar nemendur færa að
gera það sama,“ sagði hún. „Við
megum ekki missa þráðinn þegar
allt er á fljúgandi ferð með nýja
miðla við þann fróðleik og þekkingu
sem er í bókum.“
Þuríður fékk fjórar milljónir til
verkefnisins til þriggja ára. Nú hef-
ur hún starfað að verkefninu í eitt ár
og á Laugarvatni greindi hún frá því
hvemig hefði gengið.
Miðillinn sambærilegur við
prentbyltinguna
Hún kvaðst hafa aflað sér fanga
víða þegar hún fór að undibúa sig.
„Margir segja að þetta sé alveg
nýr miðill sem sé sambærilegur við
prentbyltinguna," sagði hún. „Ekki
á þó að leggja áherslu á tæknivæð-
inguna. Fyrst lærðu menn að skrifa,
síðan slaifa handrit og gefa þau út
og nú er Netið og sú tækni sem því
íylgir. Netið gefur okkur aðgang að
upplýsingum og þekkingu, það er
verkfæri til samskipta, staður til að
gefa út efni og alþjóðlega einkennið
er mjög sterkt.“
Hún sagði að sá möguleiki byggi í
Netinu að efla lýðræðið því að fleiri
ættu möguleika á að taka þátt. Til
þess að gera það þmfi fólk hins veg-
ar að kunna að lesa og skrifa á Net-
inu og það væri ný tegund af læsi.
„Þegar prenttæknin kom þurftu
menn að læra að lesa og skrifa,“
sagði hún. „Strákamir lærðu fyrst
og stelpumar miklu seinna. Nú er
það sama að gerast á Netinu. Strák-
amir era líka á undan þar þótt stelp-
umar kunni náttúralega að sækja
upplýsingar. Ég hitti konu um dag-
inn sagðist vera bitur yfir því að
þegar konur væra loks orðnar betri í
skrifa texta og læsu meira fyndu
karlarnir eitthvað sem þeir gætu
verið betri í.“
Þuríður sagði að tölvan og Netið
væru líklegri til að breyta rneira í
skólunum en tæknin hefði gert hing-
að til.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
höfum verkfæri sem nemandinn
notar við sitt nám,“ sagði hún.
„Hingað til hefur kennarinn notað
tæknina sem hjálparmiðil til að yfir-
færa þekkinguna. Ég spyr hvort það
séu forsendur þess að eitthvað
breytist að við snúum þróuninni við.
Ef við höldum í gamla skólalíkanið
er ekki víst að það breyti neinu. Þá
er þetta aðeins sterkt miðlunartæki.
Forsendm- breytinga eru þær að við
flytjum áhersluna frá kennslu yfii' á
nám og síðan spyr ég hvort við
kennarar séum tilbúnir til að taka
áhættuna á því að tapa valdastöðu
okkar.“
Hún benti á að afstaða til þekk-
ingar hefði breyst með póstmódem-
ismanum og veraleikinn væri af-
stæður og breytilegur. Þá hefði
hugsmíðahyggja einnig mikil áhrif á
kennslufræði um þessar mundfr
sem byggðist á því að hver einstakl-
ingur byggði upp þekkingu sína í
samhengi við þá menningu sem
hann væri hluti af.
Sættir kennarinn sig
við minni völd?
„Ef aðstæður era þannig grefur
það undan þeirri markmiðssetningu
að allt verði að koma ofan frá og nið-
ur eins og gert er í nýju íslensku
námskránni," sagði hún. „Þetta
gengur ekki upp. I visindum er því
haldið fram að reynslan segi okkur
að markmiðin séu síbreytileg og þá
fáum við námskrá með þúsundum
markmiða sem fara á eftir. Við verð-
um að breyta þannig að kennarinn
sitji með nemandanum og spyrji
hvert markmiðið eigi að vera með
þeirra námi. Allar forsendur í heim-
speki og vísindum era í þá veru að
við verðum að fara að breyta."
Þuríður sagði að hún hefði viljað
setja upp á Netinu dæmi um það
hvemig hægt sé að skipuleggja
námskeið þar sem sameinuð er
notkun Netsins og námsgreinar, í
þessu tilfelli bama- og unglinga-
bækur. Áhugavekjandi sé að vinna
samtímis með prentmiðla og raf-
miðla á borð við Netið og alls ekki
megi setja þetta upp þannig að þess-
fr miðlar séu hver á skjön við annan.
Markmiðið væri að byggja upp
þekkingu á Vefnum og lagði hún
fram þær tilgátur að það væri mikil-
vægt íyrir námsmenn að taka þátt í
því og að vefur með efni sem væri
tengt námsgreininni væri vel til þess
fallinn að fá nemendur til að lifa sig
inn í fagið. Mikilvægt væri að nem-
endumir, sem í þessu tilfelli hefðu
verið kennarar, færa eigin leiðir í
náminu. Einnig væri mikilvægt að
byggja upp námsumhveifi á Netinu
þar sem áherslan væri á samskipti
og samvinnu.
Hún sagði að þau verkefni, sem
nemendur hefðu birt á Vefnum,
hefðu verið góð og mikilvægt inn-
legg í að byggja upp þekkingu á
vefnum um barna- og unglingabók-
menntir. Þó hefðu nokkrir stúdent-
anna sagt að þeim hefði ekki þótt
þeir fá jafnmikið og þeir höfðu von-
ast til út úr námskeiðinu. Þeir hefðu
sagt að ekki hefði verið um kennslu
að ræða í bókmenntum og tæknin
hefði verið of uppáþrengjandi.
Stúdentamir hefðu ekki kunnað að
meta að þurfa að ákveða sjálfir hvað
þeir ættu að læra og setja sér eigin
markmið með náminu. Sjálf hafi hún
hins vegar verið óánægð með skort-
inn á viðbrögðum og samskiptum
milli námsmanna.
Hún sagði að þessi reynsla sýndi
sér að það væri umhugsunarefni
hvað langan tíma tæki að breyta við-
horfum fólks til þess hvað skóli ætti
að vera og í hveiju menntun ætti að
vera fólgin. Einnig vaknaði spurn-
ingin um það hvenær nemendur
væra tilbúnir til að taka ábyrgð á
eigin menntun og hvenær kennarar
yrðu reiðubúnfr til að gefa þeim leyfi
til þess. Einnig væri spuming hvaða
áhrif mælistikur gæðastjómunar
hefðu á vilja kennarans til að reyna
nýjar aðferðir.
Námskeiðið á Laugarvatni hófst á
miðvikudag og stendui- það til 11.
júlí.
eftir Jeffrey D. Sachs.
© Project Syndicate
RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna
gaf nýlega út tímamótaskýrslu um
áhrif langtímaloftslagsbreytinga á
bandarískt þjóðfélag og umhverfi.
Við vitum að starfsemi manna get-
ur valdið alvarlegum og marg-
brotnum breytingum á loftslagi
jarðar, aðallega vegna brennslu líf-
ræns eldsneytis eins og olíu og
gass og eyðingar skóga. Þessi
starfsemi veldur því að magn kol-
tvísýrings í andrúmsloftinu eykst,
sem hefur aftur margs konar af-
leiðingar: hitastig jarðar og yfir-
borð sjávar hækka, marktækar
breytingar verða á úrkomu í heim-
inum og illviðraköflum, eins og
fellibyljum og langvarandi þurrk-
um, fjölgar. Með þessari banda-
rísku rannsókn er verið að gera
fyrstu kerfisbundnu tilraunina til
að skilja langtímaafleiðingar þess-
ara loftslagsbreytinga í einu landi.
Þetta verkefni er svo mikilvægt og
umfangsmikið að það ætti fljótlega
að fylgja því eftir með svipuðum
rannsóknum í öðrum heimshlutum.
Nýja skýrslan, Áhrif loftslags-
breytinga á Bandaríkin (Climate
Change Impacts on the United
States - sem er fáanleg á netinu),
er merkilegur áfangi í rannsókn-
um á veðurfari, þó að hún sé ein-
ungis fyrsta skrefið á leið okkar til
að skilja gagnkvæm áhrif loftslags,
umhverfis og mannlegs samfélags.
Skýrslan var samin af stórum hópi
vísindamanna sem koma úr ólíkum
fögum og frá mismunandi lands-
hlutum Bandaríkjanna. Ef við get-
um dregið einhvern einn megin-
lærdóm af skýrslunni er hann sá
að langtímaloftslagsbreytingar eru
staðreynd og þær eiga að öllum
líkindum eftir að hafa meiriháttar
áhrif á bandarískt þjóðfélag. Ann-
ar lærdómur sem hægt er að
draga af þessari rannsókn er að
þessi áhrif eru flókin og margvís-
leg og þau eru mjög háð stað-
bundnum aðstæðum. Það sem er
gott fyi-ir einn landshluta, eða einn
heimshluta, getur haft hörmulegar
afleiðingar fyrir annan.
í skýrslunni er lögð á það
áhersla að loftslagsbreytingarnar
munu hafa í för með sér marga
víxlverkandi þætti. Aukið magn
koltvísýrings í andrúmsloftinu -
sem er meginástæðan fyrir lang-
tímaloftslagsbreytingum - getur í
sumum tilfellum leitt til góðs,
vegna þess að mikil samsöfnun
koltvísýrings í andrúmsloftinu get-
ur haft örvandi áhrif á vöxt sumra
tegunda skóga og aukið uppskeru
ýmissa matjurta. Á hinn bóginn
munu áhrif á hitastig, úrkomu, yf-
irborð sjávar, flóð og þurrka, og
önnur loftslagsfyrirbæri, eyði-
leggja sum svæði meðan þau
hjálpa öðrum. Ræktunartími
margra tegunda jurta gæti t.d.
lengst á norðlægum slóðum, um
leið og suðlægari svæði, sem eru
nú þegar heit, kynnu að líða fyrir
neikvæð áhrif hækkandi hitastigs.
Ein mesta nýjung rannsóknar-
innar er að greina áhrif loftslags-
breytinga á mörg mismunandi
svæði innan Bandaríkjanna og á
marga ólíka þætti, eins og land-
búnað, heilsu, vatnsbúskap, skóg-
rækt og auðlindir strandsvæða
(sem mörg hver munu hverfa und-
ir vatn eða eyðileggjast vegna
hækkandi yfirborðs sjávar og auk-
innar hörku ofsaveðra). Rannsókn-
in gefur ákveðnar vísbendingar
um hvað gæti farið úrskeiðis og
hvað gæti leitt til góðs, en í skýrsl-
unni kemur einnig skýrt fram að
miklu viðameiri vísindalegra rann-
sókna er þörf til að nákvæmari
niðurstöður fáist. Til dæmis studd-
ist rannsóknin við tvö mismunandi
reikningslíkön fyrir mælingar á
andrúmslofti. Þessi líkön gefa
svipaðar niðurstöður varðandi
langtímaloftslagsbreytingar, en
þau koma oft með ólíkar spár
varðandi einstaka þætti. Ennfrem-
ur er lítið vitað um það hve fljótt
samfélög okkar gætu aðlagað sig
að breytingum í framtíðinni þótt
þær væru fyrirsjáanlegar.
Vandamál vegna loftslagsbreyt-
inga er vafalaust eitt af erfiðustu
úrlausnarefnum á alþjóðavett-
vangi. í fyrsta lagi er um að ræða
vandamál sem varðar alla heims-
byggðina. Eitt land getur ekki
verndað sig með því að hegða sér'
vel (t.d. með því að nota orku spar-
lega) ef önnur lönd gera ekki sömu
ráðstafanir. í öðru lagi er þetta
gi'íðarlega stórt vandamál, þar
sem líklegt er að verulegar lofts-
lagsbreytingar eigi eftir að eiga
sér stað á komandi áratugum. í
þriðja lagi er þetta mjög flókið
vandamál. Skilningur vísinda-
manna á langtímaloftslagsbreyt-
ingum er ennþá mjög takmarkaður
og jafnvel þegar hann er fyrir
hendi era áhrif loftslags á samfé-
lagið flókin. í fjórða lagi er líklegt
að hinar ýmsu þjóðir komi til með
Langtímabreyting á
loftslagi er staðreynd
- góð fyrir suma en
hörmuleg fyrir aðra
að hafa afar ólíka hagsmuni í
þessu máli. Á meðan sum lönd
stuðla að vandamálinu eru önnur
fórnarlömb. Fórnarlömb og þeir
sem drýgja glæpinn eru ekki alltaf
þau sömu.
Það er bráðnauðsynlegt að önn-
ur lönd fylgi fordæmi Bandaríkja-
manna og framkvæmi „þjóðarmat"
á áhrifum langtímaloftslagsbreyt-
inga. Það eru góðar vísindalegar
ástæður fyrir þeirri skoðun að
mörg hitabeltissvæði muni verða
fyrir talsvert meiri eyðileggingu af
völdum loftslagsbreytinga heldur
en tempruð svæði eins og Banda-
ríkin. Áhrif hækkandi hitastigs
jarðar, t.d. á Afríku og Indland,
gætu orðið mjög alvarleg, jafnvel
þótt hagkerfi þeirra hafi lagt lítið
af mörkum til vandamálsins í heild
(þar sem Afríka og Indland nota
svo litla orku á mann eiga þau lít-
inn þátt í því að koltvísýringur
hefur safnast upp í andrúmsloft-
inu). Sum svæði - sérstaklega í
hitabeltinu - gætu tapað miklu í
þessu ferli, jafnvel þótt þau hafi
sjálf lítið gert til að valda vanda-
málinu.
Það er kaldhæðnislegt að það
eru fátækustu löndin sem hafa yfir
að ráða minnstu fjármagni og
þekkingu til að framkvæma nauð-
synlegar rannsóknir á vandamál-
inu. Þróunarstofnanir eins og Al-
þjóðabankinn ættu þess vegna að
hjálpa til við að fjármagna slíkar
rannsóknir. Ef þessar rannsóknir
eru ekki gerðar verða fátæk lönd
stöðugt fórnarlömb verri áfalla i
loftslagi, eins og alvarlegra felli-
bylja, þurrka og flóða, án þess að i~
gera sér grein fyrir því að þessar
hamfarir verða ekki fyrir einskæra
tilviljun, heldur eru afleiðingar
langtímaorkuneyslu í heiminum.
Með því að skilja þetta samhengi
betur munu fátæk lönd gera sér
miklu betur grein fyrir því hvernig
best er að undirbúa sig undir lík-
legar loftslagsbreytingar í framtíð-
inni og hvernig best sé að setja
fram sína eigin hagsmuni í fram-
tíðarsamningaviðræðum um hnatt-
ræn viðbrögð við loftslagsbreyt-
ingum. Um leið ætti þetta að
hjálpa okkur að bregðast við áv
miklu raunhæfari, öruggari og víð-
tækari hátt við þessari gríðarlegu
ógn.
Höfundurmn er prófessor í hagfræði
við Harvard-háskdla og stjórnnndi
alþjóðlegrar þróunarstofnunar við -
sama skóla.