Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR HALLDÓR GUNNLA UGSSON Guðmundur Halldór Gunn- laugsson fæddist á Fáskrúðsfirði 21. febrúar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurncsja 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Karlína Stefánsdótt- ir frá Fáskrúðsfirði, ’’ f. 5. aprfl 1891, d. 22. ágúst 1973, og Gunnlaugur Jóhann Guðmundsson skó- smíðameistari frá Reykjavík, f. 28. ágúst 1890, d. 30. nóvember 1950. Systkini Guð- mundar eru: 1) Stefán Þórarinn, f. 17. ágúst 1918, d. 9. september 1999, maki Hulda Andrésdóttir, f. 27. febrúar 1915, d. 13. október 1975. Börn þeirra eru fimm. 2) Þóra Gyða, f. 1. júlf 1928, maki Árni E. Valdimarsson fv. skipherra, f. 18. febrúar 1922. Þau eiga eitt barn. 3) Sig- ríður Guðný Guðjóns- dóttir, f. 4. nóvember 1917, d. 29. maí 2000, maki Friðgeir Eiríks- son, f. 26. ágúst 1921. Börn þeirra eru þrjú. Guðmundur kynnt- ist eftirlifandi maka sfnum, Ruth Vitu, í Kaupmannahöfn 1946 og þau giftu sig í Reykjavík hinn 8. febrúar 1947. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Sof- fía, f. 26. júli 1948, maki Þorfinn- ur Finnlaugsson, f. 25. september 1948. Börn þeirra eru fimm. 2) Elsku afi, það er mjög erfítt að skrifa þessi orð og kveðja þig sem spilaðir svo stórt hlutverk í lífi okkar. Allt frá því að við vorum h'til böm varst það þú sem komst okkur til að- stoðar og hjálpaðir okkur. Hvort sem það var til að líma saman leikfongin okkar eða skutla okkur niður í bæ. Sækja okkur eftir skólaball eða á næstu rútustöð. Það var aldrei vanda- mál að fá þig til að hjálpa okkur, þú varst ávallt til staðar. Takk fyrir að vera okkur innan handar hvar og hve- nær sem var. Það eru margar ánægjulegar stundir sem rifjast upp eins og það þegar við fengum að sitja hjá þér inni ^ á skrifstofunni þinni og skoða mynd- imar, bækurnar og myntsafnið þitt og fá að hlusta á sögumar þínar sem fylgdu með. Líka hve notalegt það var að koma í heimsókn til ykkar ömmu á sunnu- dögum og borða með ykkur lamba- steikina sem var engri lík. Þær stund- ir sem við áttum heima hjá ykkur era ótal margar og allar góðar eins og það þegar við sátum saman í eldhúsinu ykkar að spila yatzy og ýmis önnur spil. Hvað þér þótti gaman að stríða ömmu á meðan við voram að spila. Hún tók því ávallt svo vel. Það verður tómlegt án þín, elsku afi. Hver á nú að hressa alla við þegar það varst þú sem varst hrókur alls fagnaðar og fáir eins lífsglaðir? Nú er enginn afi til að líma saman brotin sem koma upp í lífi okkar en minning- in um þig lifir í hjörtum okkar. Við gleymum aldrei þeim stundum sem við áttum saman. Takk fyrir að búa okkur stað að Móavegi 11. Heimili ykkar ömmu sem var miðja alls og kjölfestan í lífi okkar. Samverastaður fjölskyldunnar á há- tíðum og merkilegum stundum eins og við skímir og fermingar. Það var alltaf yndislegt að heim- sækja ykkur á aðfangadagskvöld og fá tertusneið og heitt súkkulaði og njóta jólastundarinnar með þér og ömmu. Elsku afi, þó að við kveðjum þig í dag þá lifir minningin um góðan afa > + Okkar ástkæra, HULDA HERMANNSDÓTTIR, Kumbaravogi, áður Sólheimum, Grímsnesi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 9. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Sigmunds. Móðir mín, ÞÓRA HAFSTEIN, Dalbraut 27, Reykjavík, er látin. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jakob J. Havsteen. + Okkar ástkæra móðir, eiginkona, dóttir og systir, SIGRÍÐUR RÓSA GUNNARSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsi í Kongsvinger í Noregi mið- vikudaginn 5. júlí sl. Útförin fer fram í Kongsvinger fimmtudaginn 13. júlí. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Helga Helgadóttir, Gunnar Helgason, Helgi Þórarinsson, Gróa Eyjólfsdóttir, Gunnar Auðunsson, Pétur Gunnarsson, Lísa Gunnarsson. Gunnlaugur Karl, f. 10. maí 1950, maki Agnes Agnarsdóttir, f. 14. desember 1950. Börn þeirra eru þrjú. 3) Guðmundur Ingvi, f. 24. ágúst 1963, maki Dagný Haf- steinsdóttir, f. 3. maí 1967. Þau eiga eitt barn. Barnabarnabörn Guðmundar eru fimm talsins. Guðmundur lauk fullnaðar- prófi við Ingimarsskóla í Reykja- vík. Þegar skólagöngu lauk vann hann fyrst við ýmis verslunar- störf í Reykjavík. Síðan lá leiðin suður á Keflavíkurflugvöll þar sem hann starfaði fyrst hjá Varn- arliðinu og loks hjá Flugmála- stjórn en þar vann hann sam- fleytt uns hann lauk störfum 70 ára að aldri. Guðmundur starfaði að marg- víslegum félagsstörfum. Hann var virkur í Lionshreyfingunni og gegndi fjölmörgum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ytri- Njarðvíkurkirkja var honum alla tíð mjög hugleikin og starfaði hann í kringum hana frá upphafi til dánardags bæði í sóknarnefnd og kirkjukór. Utför Guðmundar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Þið amma vorað akkerin í lífi okk- ar. Guð geymi þig. Góði Guð, gefðu ömmu styrk til þess að ganga í gegnum þessa erfiðu stund og sendu henni ljúfa drauma og fagrar minningar um elsku afa okkar. Kristín, Pétur og Hermann Bauer. í dag kveð ég vin minn og afa kon- unnar minnar, Guðmund Halldór Gunnlaugsson. Það var fyrir tæpum 14 áram að ég hitti þennan heiðurs- mann í fyrsta skiptið og mér varð það strax ljóst að þar var einstakur maður á ferðinni. Þrátt fyrir fjöratíu ára aldursmun á okkur, náðum við Gummi ágætlega saman. Eg tel að Gummi hafi verið afar farsæll maður, sem átti einstaka konu og fjölskyldu sem þótti mjög vænt um hann. Heim- ili Gumma og Vitu að Móavegi 11 var sá staður sem fjölskyldan hittist á þegar tækifæri gafst og þar kynntist maður þessum heiðurshjónum. Á milli þeirra hjóna var mikill kærleikur sem ég dáðist að og maður fann það hversu sterkum böndum þau vora bundin hvort öðra. Þegar hringt var í mig og mér tilkynnt um Gummi væri dáinn þá átti ég erfitt með að trúa því. Hann sem alltaf var svo sprækur og hress. Það kennir okkur sem eftir stöndum að það er ekkert sjálfgefið hér í heimi. Nú er komið að kveðju- stund í þessu lífi og vonandi hittumst við aftur hinum megin. Vita mín, missir þinn er mikill og er það einlæg ósk mín að Guð geymi þig og vemdi hér á jörðu, þangað til leiðir ykkar Gumma liggja saman á ný. Fía, Gulli, Ingvi og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykkur og varðveiti. Gummi minn, ég vil bara þakka fyrir þá vináttu og þann hlýhug sem þú sýndir mér alla tíð og eftir þau kynni er ég ríkari maður. Gunnar Oddsson. Elsku Gummi afi, mig langaði svo að kveðja þig með litlu bæninni sem mamma kenndi mér. Það er erfitt en ég veit að ég get talað við þig með því að biðja bænimar mínar á kvöldin áð- ur en ég sofna og sagt þér hvemig mér h'ður. Eg veit að þú ert góður og hress engili hjá Guði núna og kíkir stundum niður til mín. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig.Jónsson) Góði Guð, gættu elsku langafa míns. Þitt barnabamabarn Adam Erik Bauer. Genginn er Guðmundur Gunn- laugsson. Svo óljós era skilin milli heima að fáeinum stundum fyrir andlátið ræddi hann við vini sína um framtíðarætlan- ir, hlaðinn lífsorku og kímnigáfu þeirri sem einkenndi hann alla tíð. Drenglundaður, vinafastur og hjálpfús era þau lýsingarorð sem fyrst leita á hugann þegar lýsa á Guð- mundi, auk þess að vera meðvitaður um skyldu sína við aðra, en fjöl- skyldubönd vora honum heilög, hann var einmitt það sem Rómverjar til foma kölluðu „Bonus Pater Famili- as“. Starfshlutskipti hans urðu flugmál- in, nánast fyrir tilviljun sagði hann sjálfur, sem spönnuðu nær hálfa öld eða frá þeim tíma sem Islendingar hófu afskipti af málefnum Keflavíkur- flugvallar. Fjölmörg aukastörf tók hann sér fyrir hendur og sennilega var ekkert þeirra honum jafnkært og þjónusta hans við Guð sinn, jafnt í safnaðar- stjóm sem í ldrkjukór. Guðmundur var maður síns tíma, skildi sína samtíð og naut sín í henni. Það era vissulega forréttindi að hafa kynnst, starfað með og átt að vini slíkan mann sem Guðmund Gunn- laugsson. Ólafur Ragnars. Vinur okkar hann Guðmundur Gunnlaugsson hefur kvatt okkur. Glaðværðin hafði ávallt fylgt honum og gerði til hins síðasta. Það er þægi- legt að umgangast glaðvært fólk og var Guðmundur þar engin undan- tekning. Þá skipti litlu hvar Guð- mundur var að vinna. Eg kynntist + MARTA SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, frá Efri-kvíhólma, Austurvangi 33, Selfossi, lést að kvöldi föstudagsins 7. júlí á Ljós- heimum, Selfossi. Aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖGMUNDURJÓNSSON járnsmíðameistari, Eiðismýri 30, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, ast hans, er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Sigurðardóttir, Hreiðar Ögmundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Ögmundsson, Anna Sigríður Indriðadóttir, Birgir Ögmundsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. en þeim, sem vilja minn- honum mest í störfum fyrír Sjálf- stæðisflokkinn og Lionsklúbb Njarð- víkur. Hann stóð vaktina í kosninga- baráttunni síðast eins og svo oft áður og tók á móti fólki á skrifstofunni. Þar var ávallt sama elskulega viðmótið, sagðar skemmtisögur og boðnar veit- ingar. Hann hætti í Lions fyrir nokkra en hafði í fjölda ára starfað þar af mikilli samviskusemi. Ef Guð- mundur tók eitthvað að sér í félags- málunum var óhætt að treysta því að því væri vel sinnt. Það er eftirsjá að slíkum mönnum sem Guðmundi. Fyr- ir hönd Sjálfstæðisflokksins færi ég honum mínar bestu þakkir fyrir mikið og gott framlag til flokksins. Við Lionsfélagar minnumst Guðmundar með þakklæti. Kæra Ruth, böm og aðrir ættingj- ar, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Guðmundar H. Gunnlaugssonar. Kristján Pálsson. Já,núrennatármmín. Þau falla niður kinnamar eins og kristallar. Hvert þeirra er þungt af ást og þrungið af ljósi, því ég felli þau vegna þín. (G.R.Ó.) Elsku afi minn. Eg settist héma niður og ætlaði að reyna að setja sam- an litla minningargrein um þig, en ég veit ekkert hvað ég á að segja. Hugur minn og hjarta er fullt af minningum og myndum af þér, en ég kem engu í orð. Orðin era svo vanmáttug á stund- um sem þessari. Mér finnst engin orð nógu falleg til að lýsa þér. Þú varst svo yndislegur, afi minn. Enda er söknuðurinn í hjörtum okkar allra mikill. Eg man þig svo skýrt, ég man allt sem þú gerðir dags daglega og sé þig Ijóslifandi fyrir mér, spila yatzy, horfa á fréttir, sitja í stólnum þínum og hlusta á útvarpið og sofna öðra hvora út frá því. Eg heyri röddina þína kalla „Vita mín“. Ég heyri rödd- ina þína líka eins og hún hljómaði í síma. Ég man lyktina af þér og hvem- ig var að halda utan um þig. Ég gæti fyllt öll heimsins dagblöð af yndisleg- um minningum um þig, en ég þarf þess ekki, því að ég man þig allan, afi minn, eins og þú varst. Og ég er svo þakklát fyrir að eiga þessar minning- ar vel varðveittar í hjartanu mínu. Ég vil bara segja þér eitt: Þú varst langbesti afi í öllum heiminum. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona glaður. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona bh'ður og takk fyrir að hafa alltaf ver- ið svona góður. Takk fyrir að hafa verið afi minn. Mundu að ég elska þig og ég mun alltaf sakna þín. Guð gefi þér góða nótt, elsku afi. Elsku amma, megi góður Guð senda bestu og fallegustu englana sína til að vera hjá þér og gefa þér styrk í sorginni. Guðný Ruth. Á fógram sólríkum sumardegi frétti ég að vinur minn og samherji Guðmundur H. Gunnlaugsson væri látinn. Ég ætlaði ekki að trúa því. Fyrir aðeins örfáum dögum hitti ég hann síðast. Þá var hann svo glaður eins og hann var alltaf og mikill hugur í honum að efla Sjálfstæðisflokkinn og kirkjulegt starf í Njarðvík. Ég var svo lánsamur að starfa með Guð- mundi í Sjálfstæðisflokknum í áratugi hér í Njarðvík og Guðmundur var einn af þeim traustu, góðu og já- kvæðu liðsmönnum sem vora alltaf boðnir og búnir ef til þeirra var leitað. Nú í síðustu þingkosningum var hann skrifstofustjóri flokksins hér í Reykjanesbæ og stóð sig með prýði að venju. Ég vil nota tækifærið og þakka þessum góða dreng fyrir mjög fóm- fúst starf fyrir sjálfstæðisfélagið Njarðvíking í áratugi, þar sem hann var formaður í nokkur ár og vann í öll- um kosningum hér í Njarðvík eftir að hann flutti með fjölskyldu sína hing- að. Ég kveð þig, kæri samherji og vin- ur, og votta eiginkonu þinni, bömum, bamabömum og öðrum ættingjum innilega samúð. Minning um góðan vin og félaga mun lifa með okkur. Megir þú hvíla í friði og Guð blessi minningu þína. Ingólfur Bárðarson, formaður Njarðvfldngs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.