Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 'V MINNINGAR JOHANNES JENSSON + Jóhannes Ilelg'i Jensson fæddist á ísafirði 31. ágúst 1945. Hann lést 2. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 9. júlí. Mér var brugðið og fékk hnút í magann þegar Jens vinur minn hringdi í mig sunnu- JSaginri 2. júlí sl. og til- kynnti mér það að Jó- hannes, faðir hans, hefði fengið hjartaáfall og dáið. Eg kynntist Jóhannesi eða Jóa eins og hann var alltaf kallaður fyrir nokkrum árum og þá í gegnum vin minn, Jenna. Eftir því sem ég kynnt- ist honum betur og því oftar sem við spjölluðum saman sá ég fljótt að þar fór ævintýramaður, sem hafði gam- an af alls konar útiveru og veiði- mennsku og þá aðallega skotveiði. Hafði hann farið víða til veiða þ.á m. út fyrir landsteinana og alltaf aflað vel. Naut ég góðs af því þegar Jói sendi Jenna, syni sínum, hreindýra- kjöt út í Eyjar eftir einhverja veiði- Wk-ferðina á Austurland, því þá var haldin veisla á Búastaðabrautinni. Jói var mikil skytta, bæði á hagla- byssu og riffíl og tók þátt í mótum á vegum Skotveiðifélagsins og vann til íslandsmeistaratitils í leirdúfuskot- fími. Einnig var Jói mikill afreksmaður í sundi og á sínum yngri árum vann hann stakkasundið mörg ár í röð á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Fékk hann því til staðfestingar for- kunnarfagran útskorinn verðlauna- skjöld, til eignar fyrir afrek sín frá •“■sjómannadagsráði Vestmannaeyja. Er þessi skjöldur einn af mörgum verðlaunagripum sem Jóa hlotnaðist fyrir sundafrekin sín. Jói átti og rak fyrirtækið Hífir- Kjarnaborun þar sem boðin var steypusögun, kjarnaborun og palla- leiga, einnig var þetta umboðs- og heildsala og svo vann fyrirtækið margt fyrir bifreiða- umboð Ingvars Helga- sonar og þá við breyt- ingar á nýjum jeppum. Jói var frumkvöðull í steypusögun og kjamaborun hér á landi. Síðasta ár hafði Jói átt við vanheilsu að stríða og hafði farið í hjartaþræð- ingu í apríl sl. Synir hans, þeir Jens og Brynjar, voru komnir inn í íýrir- tækið og tekið við hluta reksturs þess til að létta undir með pabba sín- um. Ég hitti Jóa síðast hér í Eyjum um páskana, í fermingarveislu sonar- dóttur hans, Sigríðar, og sátum við þar saman til borðs. Þá var hann las- legur en bar sig vel og spjölluðum við um margt saman. Eg sagði hon- um þá að mér fyndist hann svolítið kærulaus, nýstiginn upp úr erfiðum veikindum og reykti ennþá, hann þyrfti að hætta því. Ég man að hann sagði við mig: „Ég ætla mér að ná heilsu í sumar og þér ferst að vera að tala um reykingar, þú sem reykir sjálfur. En í alvöru, þá er ég ákveð- inn í því að hætta þessari vitleysu og þú ættir að gera það líka. Ég vil lifa lífinu lifandi og þú veist eflaust að ég hef gert það og ætla að halda því áfram. Ég á fullt af yndislegum börnum sem ég vil leggja rækt við í framtíðinni, ég á gott fyrirtæki, góða íbúð, góðan bíl og flott mótorhjól sem gaman er að þeysast á. Maður getur ekki haft það betra.“ Svona var Jói. Jói var ákveðinn í því að koma til Eyja eftir þjóðhátíð og koma með okkur út í Bjarnarey til lundaveiða en hann hafði komið einu sinni áður í eyjuna okkar og var mjög ánægður með þá ferð. Fannst hann vera end- urnærður á eftir. „Ævintýramaðurinn" hafði hann verið í Húnaveri á föstudeginum og á laugardeginum, á Sniglamóti Bif- hjólasamtaka lýðveldisins. Var hann þá kallaður snöggt til Reykjavíkur vegna sviplegs áfalls í fjölskyldunni og veit ég að það lagðist þungt á hann. Hann kom í bæinn á sunnudegin- um og um kvöldmatarleytið var hann dáinn. Ég vil að lokum Jiakka Jóa fyrir góða viðkynningu. Ég bið almáttug- an guð að varðveita Jenna vin minn og fjölskyldu hans og systkini og gefa þeim styrk í sorginni. Pétur Steingrímsson. Mikil sorg og söknuður helltist yf- ir mig er ég heyrði að góður vinur minn Jóhannes væri látinn. Á lífsins göngu var ég svo heppin að Jóhann- es varð á vegi mínum og tókst með okkur góðvinátta. Jóhannes bjó yfir mörgum góðum mannkostum, góð- vild, hjálpsemi og dugnaði svo eitt- hvað sé nefnt en skemmtilegur var hann fyrst og fremst í mínum huga. Það var sem sólargeislar dönsuðu í kringum hann er hann stríddi mér og ég reyndi að verjast máttleysis- lega því ekki var hann í vandræðum með orðaforða og var því of fátt sem ég gat sett fram til að skákaði hon- um. Eitt sinn fórum við saman til Vestfjarða í ferðalag og í þeirri ferð kom hann mér á óvart eins og oft. Þekking hans á fuglalifi, búskapar- háttum og öllu lífi á Vestfjörðum fyrr og nú. Þar var hreinn unaður að heyra hann segja frá og það breytti lífsýn minni mikið. Hjartahlýju hans fékk ég að kynnast af eigin raun í þessari ferð er ég veiktist skyndi- lega og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki vék hann frá mér, skammaðist og reifst ef honum líkaði ekki aðbúnaðurinn sem ég fékk. Mér er í fersku minni er læknir spurði hann hvort hann væri eiginmaður eða ættingi minn. Þá sneri hann upp á sig, leit á lækninn og sagði: „Ég er vinkona hennar“ . Já, það eru for- réttindi að hafa átt Jóa sem vinkonu, þau forréttindi hafa gert líf mitt auð- ugra og fyrir það er ég þakklát. Söknuðurinn er mikill en minningar um góðan vin lifa. Sólveig Guðmundsdóttir. Elsku Jói, í dag kveðjum við þig með söknuði og þökkum þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirn- ar okkar saman, og þá sérstaklega helgarferðina góðu í Hvammi í Skorradal með vinum okkar. Þar naust þú þín vel í góðra vina hóp, og var mikið hlegið. Sárersorginsú, sem á okkur hvílir nú. Mikill er okkar missir, já, ef þú baravissir hve sárt við söknum þín. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu þinn- ar. Elsku Jói, guð geymi þig. Kristjana og Tómas. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR frá Skjaldbreið, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánu- daginn 3. júlí, verður jarðsungin frá Landa- kirkju, Vestmannaeyjum, þriðjudaginn 11. júlí kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á að láta Sjúkrahús Vest- mannaeyja njóta þess. Hólmfríður Kristmannsdóttir, Guðmundur Wiium Stefánsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Kristmann Kristmannsson, Ómar Kristmannsson, Magnús Kristmannsson, Ólafur Kristmannsson, Birgir Kristmannsson, Ásta Kristmannsdóttir, Jakobína Guðfinnsdóttir, Sonja Hilmarsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Ruth Baldvinsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Sigmar Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Við fráfall og útför ÞÓRHALLS BJÖRNSSONAR, Hamraborg 14, viljum við af alhug þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu minningu hans virðingu og fjölskyld- unni samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Björn Þórhallsson, Guðný S. Sigurðardóttir, Njörður, Margrét og Gísli Friðriksbörn, Gunnar Þór Þórhallsson, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig, Thomas M. Ludwig, Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Helga, Þórný og Þórhallur Barðabörn, Anna Helgadóttir, Kristveig Þórhallsdóttir, Jens L. Eriksen, Þorbergur Þórhallsson, Sigurborg Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Ég átti erfitt með að kyngja þeirri harmafregn sem barst mér sunnu- daginn 2. júlí, þess efnis að Jóhannes Jensson eða Jói eins og hann var ávallt kallaður, væri skilinn við þennan heim og það á þeim tíma- punkti þegar ég og aðrir er umgeng- umst hann frá degi til dags, töldu að hann væri að ná sér á strik eftir heilsulægð. Það síðasta sem ég sá til Jóa var þegar hann var að undirbúa sig undir að fara norður í land á mót- orfáki sínum, glæsilegu hjóli sem hann hafði eignast fyrir ári. Þetta var á föstudagseftirmiðdegi, sólin skein í heiði og vinnuviku lokið, menn göntuðust sín á milli og hlökk- uðu til helgarinnar. Jói var úti við, undirbjó sig fyrir ferðalag sem hann hugðist fara norður í land. Þar sem hann grúfði sig yfir hjólið og fægði það af mikilli natni varð mér hugsað til þess hve Jói lagði mikla alúð við allt sem hann kom nálægt. Ég man hvað var mikil ró yfir honum þegar ég kvaddi hann. Seinna frétti ég að menn sem hefðu hitt hann fyrir norðan hefðu séð mann sem var sæll með lífið, bjartsýnn á framtíðina og sáttur. En á sunnudeginum voru honum færðar fréttir alvarlegs eðlis, sem urðu þess valdandi að hann var knúinn til þess að snúa til Reykja- víkur í snatri. Hann komst alla leið en álagið var of mikið á hans veika hjarta og endalokin urðu hryggileg. Það var einkennilegt að byrja vinnu- viku vitandi það sem gerst hafði. Það bara gat ekki staðist fannst manni, en svona er lífsins gangur og við það er ekki ráðið. Þau fáu ár sem mér auðnaðist að eiga samneyti við Jóa eru og verða mér dýrmæt. Ég segi það hreint út að ég á honum margt að þakka sem seint verður endurgoldið. Fráfall hans er mér sem öðrum þungt áfall því þarna fór maður einstakur að kostum og kynnum, hjartagóður með afbrigðum, mannvinur hinn mesti og traustur vinur. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda og margoft kom í ljós hve Jói átti gott með að tala við fólk hvort sem um var að ræða okkur starfsmenn- ina, viðskiptavini eða aðra sem komu að máli við hann. Hann náði ætíð því besta fram í fólki, allir vildu leggja sig fram fyrir Jóa. Til þess hafði hann meðfædda hæfileika og ef upp komu deilur og menn ekki sáttir, náði Jói oftast að sefa menn og lægja öldurnar með rökfestu sinni, rétt- lætiskennd og sannfæringarkrafti. Hann gekk á milli manna, sem sætt- ust hreinlega á staðnum fyrir hans tilstilli og ég veit að samskipti við Jóa hafa gert mörgum manninum gott. Ég tel mig því hafa lært tölu- vert í gegnum þau ár sem ég þekkti manninn, hann var mikill persónu- leiki sem dró að sér fólk og miðlaði drjúgt af þekkingu sinni til allra sem lögðu eyrun við, hann var heimsmað- ur að mínu viti, fátt raskaði ró hans og þótt stundum bæri óneitanlega mjög á yfirburðum hans, hreykti Jói sér aldrei af eigin kostum heldur dró sig frekar í hlé því hann leit á alla sem jafningja og það sem meira er, hann skildi engan útundan. Þekking hans á lífinu var ekki lærð af bók heldur fengin í gegnum lífsins ólgu sjó, hann var náttúrubarn og á stundum gat hann verið eins og viskubrunnur því fólk leitaði til hans með alls kyns vandamál, það settist niður með honum í rólegheitum og lausnin fengin án strits því allt sem Jói tók sér fyrir hendur var unnið yf- irvegað, án alls strits. Þrátt fyrir þetta var hann þó breyskur eins og við öll erum, átti það til að bergja um of á gleðinnar skál og stundum átti hann líka bágt. Samt verður ekki annað sagt en að Jói hafi kunnað að skemmta sér og öðrum, var hrókur alls fagnaðar þegar það átti við, veitti á báðar hendur og sparaði ekki við nögl, sannur höfðingi. Einkan- lega minnist ég þess hve alúðlegur hann var við okkur starfsmennina, ófá skiptin kom hann færandi hendi um kaffileytið með kleinur og kaffi- brauð. Þetta sýndi að Jóa var annt um starfsfólkið sitt og gerði hvað hann gat til þess að rækta þá góðvild sem myndaðist í kringum hann. Öll- um leið vel í návist hans, hann var sannur leiðtogi en sló sjálfan sig aldrei til riddara, nokkuð sem ansi margir mættu taka sér til fyrir- myndar. Fjölmargt fleira væri hægt að nefna um Jóa en þessi voru kynni mín af manninum Jóhannesi Helga Jenssyni, heimurinn er því miður fá- tækari eftir fráfall hans. Megi minn- ing hans haldast sem lengst á lofti. Hvíli hann í friði og ég bið góðan Guð að styrkja börnin hans í sorginni. Jón V. Þorsteinsson. Ekki hvarflaði að mér að ég þyrfti að skrifa kveðjuorð um þig, Jói minn, að loknu þessu ferðalagi. Frá þvi að ég kynntist þér í gegnum pabba hef ég alltaf kunnað vel við þig, oft höfum við hist og rætt saman í góðu tómi. Mér er það mjög minnis- stætt þegar þú komst til mín seint á laugardagskvöldið, eftir að þú hafðir fengið þessa sorglegu frétt, að fyrr- verandi eiginkona þín væri látin. Við ræddum saman fram eftir nóttu. Við ætluðum saman heim á sunnudaginn en þú varst farinn, ég fann þig ekki. Þér hefur örugglega liðið illa og viljað vera einn með sjálfum þér. En nú er komið að leiðarlokum. Ég kveð þig með söknuði og mun minnast þín alla tíð sem góðs drengs. Sendi börnunum þínum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Heiðar Gottskálksson. Það er sárt og tekur mikið á að þurfa að skrifa minningargrein um Jóhannes Jensson eða Jóa Jens eins og hann var oft nefndur. Ég kynntist honum þegar hann starfaði á einum stærsta bílkrana á landinu 1973. Strax frá fyrstu kynnum okkar var viðmótið þannig að góður drengur var þar á ferð. Jói starfaði um tíma hjá B.M.Vallá eða þar til hann kom til starfa hjá Krana sf.,1978. Kynntist ég honum þá enn betur. Var hann hreinskilinn, rökfastur hafði góða kímnigáfu og var ævin- lega léttur í lund. Vildi öllum vel og var mjög greiðvikinn. Þeim verkum, sem honum voru falin, skilaði hann með sóma. Mér er það minnisstætt er hann tók að sér að sjá um kranabíl hjá mér hversu vel hann gekk um tækið og allt við- hald var til fyrirmyndar. Aldrei nein vandræði. Eg sá fljótlega að hann hafði hæfileika til að bera að vinna sjálfstætt. Síðan stofnaði hann fyrir- tækið Hífir hf. Mér fannst það athyglisvert hversu vel gekk hjá honum, hann byggði iðnaðarhús fljótlega yfir starfsemina, var brautryðjandi með steinsteypusögun og kjarnaborun hér á landi. I seinni tíð hefur hann enn bætt við sig verkefnum og fyrirtækjum svo um munar. Er við unnum saman við niðurrif Nýja bíós, kom glögglega í Ijós hve gott verksvit hann hafði. Jói gaf sér tíma til að stunda sport. Hann hafði mikið gaman af veiði, hvort sem um var að ræða fugla, fiska eða hreindýr. Hann var formaður Skotfélags Reykjavíkur um hríð. Síðar var hann gerður að heiðursfélaga þess, og er hann sá eini. Jói hafði einnig gaman af mótor- hjólum og átti hann eitt slíkt. Föstu- dagskvöldið 30. júní áttum við góða stund saman á hjólunum sem gleym- ist aldrei. Jói var ákveðinn að fara norður í land á hjólinu þetta kvöld, fórum við fyrst vítt og breitt um bæinn en svo skildu leiðir okkar við rætur Esju í góðu veðri. Hann kvaðst ætla að hringja í mig þegar hann kæmi norður, en úr því varð ekki því ekkert símasamband var. Jói hafði kennt sér lasleika síðustu árin en kvaðst allur vera að hressast og sagðist eiga að fara í leikfimi í næstu viku og var mjög bjartsýnn. En fljótt skipast veður í lofti. Var honum mjög brugðið er hann frétti um andlát fyri’verandi eiginkonu sinnar, á laugardagskvöldið, sem hann bar hlýju til og talaði ávallt vel um. Þegar hann kom í bæinn á sunnudag fékk hann hjartaáfall á verkstæði sínu sem mannlegum mætti tókst ekki að ráða við. Hann bar hag barna sinna ávallt fyrir brjósti. Minnisstætt mér er orðatiltæki hans, „elskan mín“, sem sagði manni margt. Ég vil þakka þér, Jói minn, fyrir ánægjuleg og góð kynni öll þessi ár. Ég votta börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína. Gottskálk Jón Bjarnason. Mig langar að kveðja vin minn Jó- hannes með fáeinum orðum, við vor- um búin að þekkjast og vinna saman í langan tíma, en samt virðist tíminn svo stuttur þegar horft er um öxl í dag. Það er svo margs að minnast, en ég ætla að kveðja hann með orð- unum sem hann kvaddi mig með á sólríkum föstudegi í síðasta sinn. Víða til þess vott ég fann þó venjist tíðar hinu að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Helga Þormóðsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.