Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 47
MINNINGAR
+ Júlíana Gísla-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. nóv-
ember 1956. Hún lést
30. júní síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Grafarvogs-
kirkju 10. júlí.
Það er erfitt að finna
orð, þegar maður þarf
skyndilega að kveðja
vin, sem manni fannst
að ætti eftir svo mörg
góð ár hér á meðal okk-
ar. En það er oft
styttra, bilið milli lífs
og dauða, en okkur hefur órað fyrir
og við verðum að meðtaka kaldan
veruleikann. Sorgin er djúp hjá okk-
ur öllum nú við fráfall Júlíönu Gísla-
dóttur í blóma lífsins.
Ég minnist þess, þegar hún kom
fyrst heim til okkar Hauks, með
Guðlaugi syni okkar, elskuleg stúlka,
sem okkur féll strax vel við. Síðar,
eftir að þau hófu sambúð, áttum við
eftir að kynnast henni betur, mann-
kostum hennar og hlýju.
Úlla átti fjögur mannvænleg börn,
og fann ég vel hversu kær þau voru
henni og mikils virði. Sú mikla alúð,
sem hún lagði í uppeldi þeirra og
umhyggjan fyrir velferð þeirra, fór
ekki framhjá manni. Þá voru bama-
börnin henni sem sólargeislar. Evu,
dóttur Guðlaugs, reyndist hún mjög
vel og náðu þær vel saman. Leiðir
hennar og Guðlaugs skildu síðar, en
þó j góðu bróðerni.
Ég dáðist að því, þegar Úlla dreif
sig í nám í tækniteiknun, þrátt fyrir
miklar annir á stóru heimili. Henni
sóttist námið vel, stundaði það af
elju og kostgæfni og útskrifaðist
sem tækniteiknari vorið 1998.
Hún var mjög ánægð, þegar hún
fékk starf á teiknistofunni Arkþingi,
þar sem hún undi hag sínum vel.
Kunni hún vel við starfið, líkaði vel
við vinnufélagana og talaði um það,
hve góður starfsandi ríkti á vinnu-
staðnum. En við vitum öll hversu
ómetanlegt slíkt er.
Það er bjart yfir þeim svipmynd-
um, sem renna gegnum hugann,
þegar ég lít til baka og hugsa til
þeirra stunda, sem ég átti með Úllu.
Sérstaklega er mér minnisstæður
einn göngutúr okkar í Hljómskála-
garðinum á góðviðrisdegi. Gróður
var þá allur í blóma og fuglarnir
sungu sína fegurstu söngva. Við
ræddum saman um lífið og tilveruna,
um gleðistundir og erfiðar stundir
og þá glímu, sem við heyjum stöðugt
hér á jörð, bæði við okkur sjálf og
vandamál lífsins. Ég fann, að Úlla
bjó yfir miklum þroska
og hafði mikið að gefa.
Ég fór ríkari af þessum
fundi okkar.
Úlla ólst upp hjá
ömmu sinni og hlýnaði
manni um hjartaræt-
urnar þegar hún talaði
um þá góðu konu. Var
auðfundið, að hjá henni
hafði Úlla fengið gott
vegarnesti fyrir lífsins
hrjóstruga veg.
Nú, þegar Úlla held-
ur á vit ljóssins, sé ég
hana fyrir mér eins og
ég man hana best, með
fangið fullt af blómum og brosið sitt
bjarta og elskulega. Megi Jesús
Kristur fylgja henm og leiða hana á
nýju tilverustigi. Ég og fjölskylda
mín biðjum börnum hennar, barna-
börnum, tengdasyni og öðrum að-
standendum blessunar Guðs. Hann
gefi þeim styrk og græði sárin.
Grímhildur Bragadóttir.
Við spyrjum Drottin særð hvers vegna
hann
hafði það dularfulla verklag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson.)
Ekki hvarflaði það að okkur
vinnufélögum Úllu, þegar hún
kvaddi okkur á þessum sólríka föstu-
degi, að það yrði hennar hinsta
kveðja.
Fráfall Úllu var okkur mikið reið-
arslag, en hversu erfitt sem það er,
reynum við að skilja og sætta okkur
við það þótt ótímabært sé.
Úlla hóf störf hjá Arkþingi sem
tækniteiknari fyrir um tveimur ár-
um, þá nýkomin úr námi. Hún ávann
sér strax traust, vináttu og virðingu
samstarfsmanna sinna, enda ein-
staklega dugleg og samviskusöm til
allra verka. Alltaf var hún tilbúin að
rétta öðrum hjálparhönd og andleg-
an stuðning ef á þurfti að halda. Sem
félagi og vinur koma upp í hugann
góðar samverustundir í ferð okkar í
Þórsmörk síðastliðið haust og út í
Viðey í síðasta mánuði.
í Biblíunni stendur:
„Maður minnstu þess að þú átt að deyja.
Daginn sem þú fæddist voru allir glaðir,
þúgréstaleinn.
Lifðu þannig að á hjnstu stundu
gráti allir aðrir,
þú verður sá eini sem ekki fellir tár.
Þá getur þú rólegur mætt dauðanum
hvenær sem hann kemur.“
Þannig lifði Úlla og nú erum það
við sem grátum góðan vin og traust-
an samstarfsmann. I huga okkar er
sár söknuður en líka þakklæti fyrir
að hafa átt hana að.
Börnin hennar fjögur eiga nú
mjög um sárt að binda, við sendum
þeim, foreldrum hennar, bamabörn-
um og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur, megi
Guð styrkja þau á þessum erfiðu
tímum.
Minning Úllu mun lifa í hugum
okkar.
Samstarfsfélagar Arkþingi ehf.
Júlíana Gísladóttir bekkjarsystir
okkar er búin að kveðja. Erfitt er að
horfa á eftir þessari myndarlegu,
glöðu, hressu og kátu stúlku.
Á uppvaxtarárunum var Bolung-
arvík nánast miðpunktur alheimsins
þar sem bekkurinn skipaði stóran
sess í lífi okkar allra og gerir reynd-
ar enn. Júlla var ávallt vinsæl og í
forystuhlutverki. Hún ólst upp hjá
afa sínum og ömmu en eftir skyldu-
námið lágu leiðir hennar til Reykja-
víkur við mikinn söknuð okkar
bekkjarsystkinanna.
Júlla spáði mikið í lífið og tiiver-
una og á stundum gat hún jafnvel
verið eins og í öðrum heimi í sínum
hugsunum. En ávallt var hún reiðu-
búin að taka þátt í leikjum og fjöri
uppvaxtaráranna.
Júlla gekk ung í hjónaband og
eignaðist fjögur börn. Á lífsleiðinni
þurfti hún að takast á við fjölmarga
ci'fiðleika en sýndi þá oft ótrúlegan
dugnað er mest á reyndi. Fyrir
nokkrum árum, þá einstæð móðir
með fjögur börn, dreif hún sig í nám
og starfaði síðustu árin sem tækni-
teiknari. Lífið virtist nú blasa við
henni Júllu okkar. Var ekki annað að
sjá en hún liti björtum augum til
framtíðarinnar.
Við bekkjarsystkinin frá Bolung-
arvík kveðjum þessa góðu stúlku
með miklum söknuði og vottum
börnum hennar, aðstandendum og
vinum samúð. Blessuð sé minning
hennar.
Árgangur 1956 í Bolungarvík.
En sælan brennir sárar en kvölin
síðar meir.
Það blóm sem ætlar blíðast að lifa
bráðastdeyr.
(Sigurður Pálsson.)
Við kvöddumst með faðmlagi
föstudaginn 30. júní. Ég sagðist ætla
að hitta þig næsta miðvikudagskvöld
eins og við gerðum stundum undan-
JULIANA
GÍSLADÓTTIR
Frágangur
afmælis-
ogminning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúm-
er höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en
aðrar greinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinar-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
JÓHÖNNU BJARGAR BJARNADÓTTUR,
Vatnskoti,
Þykkvabæ,
Óli Ágúst Ólafsson,
Rósa Emilía Óladóttir, Gunnar Ársælsson,
Ólafur Bjarni Ólason, Kristín Jónsdóttir,
Sigrún Óladóttir, Árni Þorbergsson,
Jóhannes Ólason, Þórdís María Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginkona mín,
GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vorsabæ,
Gaulverjabæjarhreppi,
Flóa,
lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 8. júlí.
Jarðsett verður frá Gaulverjabæjarkirkju miðvikudaginn 19. júlí kl. 14.00.
Stefán Jasonarson.
farið. Við vmnufélagarnir í hádeginu
höfðum hlegið óvanalega mikið og
gert grín að öllu og öllum. Þú varst
brosandi og falleg og sagðist ætla að
hætta snemma þennan dag. Úti var
sól og hiti, sumarið í allri sinni feg-
urð. Að kvöldi þessa dags varst þú
öll. Og eftir sitjum við þögul, döpur,
spurul og reið. Kannski er sorgin
eigingjöm, við viljum ekki láta
svipta okkur því sem okkur þykir
vænt um.
Frá þér flaug oft í orði og riti eitt-
hvað mannbætandi til mín, þú gladd-
ir, þú vildir allt gera fyrir aðra, og
vildir öllum vel. Hlutirnir vöfðust
ekki fyrir þér. Einörð varstu þegar
þú tókst heilsukúrana þína, skamm-
aðir Framsóknarflokkinn fyrir svik-
in loforð, sagðir mér að vera ánægð
með það sem ég ætti, heilbrigða
syni, og desemberuppbótina. Það
væri ekki yfir litlu að gleðjast. Á
stundum fannst mér þú of fylgin þér
í því sem þú ætlaðir þér.
Þú færðir mér gjöf fyrir mánuði
síðan til að hressa mig við, þér fannst
ég eitthvað döpur, fallegan einfætt-
an spóa og rós í eldlitunum sem þú
sagðir að færa mér svo vel. Nú er
spóinn minn ósköp einmanalegur,
þar sem kertin loga hjá honum í
minningu um þig. Kannski varstu
eins og spóinn, ein og stolt með börn-
in þín og lagðir ekki áhyggjur þínar
á herðar annarra, einstæð móðir og
þurftir að halda hlutunum í lagi. Þú
byrjaðir víst snemma að axla
ábyrgð.
Fyrir tveimur árum laukstu
tækniteiknaranámi. Þú varst dugleg-
ur og klár teiknari eins og ég var búin
að segja þér, sem betur fer. Að lok-
um, elsku vinnufélagi og vinur, era
hér línur sem þú lést mig fá stuttu
eftir að við byrjuðum að vinna saman.
„Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki. ^
Kærleikurinn er ekki raupsamur, ^
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin, hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.“
(Fyrra Korintubréf, 13.)
Guð styrki bömin þín fjögur,
barnaböm, foreldra og aðra ætt-
ingjaogvini.
Eg þakka þér samfylgdina^
traustið og hvað þú varst mér trú
sem vinur.
Megi friður, kærleikur og virðing
fylgjaþér.
Katla Gunnarsdóttir.
Elsku Júlíana mín. Orð - orð til
þín frá mér. Væntumþykja frá mér
til þín. Faðmlag frá mér til þín.
Blómið í sandinum stendur þar eitt,
það vex og vex og blómstrar en eng-
inn sér það. En það er ávallt einn
sem sér það, sem er til staðar. Ef það
leitar hans, ef það biður um hjálp.
Ég kveð þig með kærleika. Með
væntumþykju, með þakklæti fyrir
það sem þú hefur gefið mér. Ég kveð
þig með miklum sársauka í hjarta
mínu. Ég faðma þig, tek utan um þig
einu sinni enn og segi þér hvað mér
þykir vænt um þig, elsku Júlíana
mín.
Þín
Signý.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, afi,
sonur, bróðir og mágur,
YNGVI KJARTÁNSSON
blaðamaður,
Hrísalundi 16a,
Akureyri,
sem lést fimmtudaginn 6. júlí, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. júlí
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að láta lyfjadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, Hjálparsveitir eða Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Bryndís Arngrímsdóttir,
Andri Yngvason,
Rut Hermannsdóttir,
Hlíf Einarsdóttir,
Einar Kjartansson,
Árni Kjartansson,
Ólafur Kjartansson,
Eilín Kjartansdóttir,
Jóhann Ragnar Kjartansson,
Óttar Kjartansson,
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk-
ur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
sonar okkar, bróður mágs og barnabarns,
ELVARS HILMARSSONAR.
Hilmar Antonsson, Helga Guðnadóttir,
Bjarki Hilmarsson, Rut Sverrisdóttir,
Ása Hilmarsdóttir,
Aldís Hilmarsdóttir,
Ása Vilhjálmsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður og afa,
ÁRNA HÓLM.
Guð blessi ykkur öll.
Sóley Hólm,
Svanrós Hólm,
Davíð Hólm,
Linda Wilhelmsen,
Sarah Wilhelmsen.
Arnar Yngvason,
Bryndís Guðmundsdóttir,
Kjartan Jónsson,
Marcia J. M. Vilhjálmsdóttir,
Margrét Örnólfsdóttir,
Kristín Dúadóttir,
Kim Kappel Christensen,
Jónína Guðjónsdóttir,
Bryndís Hafþórsdóttir.