Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 52

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna kom fólkið ekki? EG GET varla orða bundist eftir að hafa les- ið síðustu dagana ávítur blaðamanna Dags í garð þeirra íslendinga, sem ekki mættu á kristnitökuhátíðina um síðustu helgi, og segja þá ekki ktrkjurækna að auki, eins og það skipti einhverju máli í þessu sambandi, eftir að hafa í margar vikur á undan verið með linnulausar árásir á kristnihátíðar- nefnd hvað varðar bæði skipulags- og peninga- mál, og latt fólk frekar en hvatt til að mæta á staðinn. I ljósi þess finnst mér heldur broslegt að sjá þá spyrja núna, hvers vegna fólk lét ekki sjá sig þar og hella séryfir það, svo sem þeir hafa gert. Eg leyfi mér líka að mótmæla þeirri staðhæfingu, að það eigi eitt- hvað sammerkt með kirkjurækni, sem sézt á góðri kirkjusókn á stór- hátíðum, enda eiga hátíðir eins og kristnitökuhátíð á Þingvöllum lítið skylt við messusóknir heima í héruð- um og bæjum, finnst mér. Astæðurnar fyrir slakri mætingu á hátíðina eru eflaust jafn margar og fólkið er margt, og ég er ekki viss um, að þar hafi almennu áhugaleysi verið að kenna einu sér. Mér finnst Hka eitt skorta á þessa umræðu alla og hafa gleymst, þegar talað er um sóknina á hátíðina, og það er sú staðreynd, að mai'gir hefðu gjaman viljað fara þangað, sem ann- aðhvort gátu það ekki af heilsufars- ástæðum eða treystu sér almennt ekki af svipuðum orsökum, þótt þeir treysti sér vel til að fara í næstu kirkju til að taka þátt í því, sem þar er á boðstólum, ekki sízt messur sunnu- dagsins, enda þurfa þeir heldur ekki að sitja þar á gólfinu. Það liggur í augum uppi, að þeir, sem liggja á sjúkrastofnunum lands- ins, voru að heita „löglega" afsakaðir, ef segja mætti svo, og því ekki hægt að lá þeim fyrir að mæta ekki, burtséð frá því, hversu vel kristnir og messu- sæknh’ þeir eru. Margt eldra fólk, bæði á elliheimil- um og annars staðar, sem eru annars iðnir við að sækja messumar bæði á heimilunum sjálfum og í sínum kirkjum, svo og margir öryrkjar á öll- um aldri, sem em m.a. gigtarsjúkir, þótt þeir séu ekki allir í hjólastólum, og ekkert verr kristnir eða kirkju- sæknir en almennt gengur og gerist, treystu sér einfaldlega ekki á Þingvöll, þótt þeir hefðu meira en vilj- að, vegna þess að það var tæplega ráð fyrir því gert, enda kom það á daginn, þegar sumt af eldri kynslóðinni mætti á staðinn, að fólki fannst of löng gangan og þreytandi af bíla- Guðbjörg Snót stæðunum yfir á hátíð- Jónsdóttir arsvæðið sjálft, og ekki nógu mikið gert ráð fyr- ir því, að þeir, sem fótafúnir vom, og treystu sér ekki til að standa lengi upp á endann, gætu nokkurs staðar Kristnihátíð Það hefði þurft að gera ráð fyrir öldruðum og fötluðum strax í undir- búningi hátíðarinnar, segir Guðbjörg Snót Jónsdóttir, og sjá til þess að fleiri en boðs- gestir einir gætu fengið að hvíla lúin bein. sezt niður og hvílt sig, meðan þeir fylgdust með því, sem upp á var boð- ið, þar sem ekki er öllum gefið og fæstum fært meðal öryrkja og eldri borgara að standa lengi, hvað þá setj- ast á jörðina, sem þeir hefðu kannske getað, ef þeir hefðu verið yngri og betri í skrokknum, og þar af leiðandi vissir um að geta staðið upp aftur hjálparlaust, ef þeir ráfuðu þá ekki um svæðið að öðmm kosti. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar varð líka var við óánægju með þessa tilhögun, eins og kom fram í viðtali við hann í sjónvarpinu á yfirstandandi hátíð, enda reyndi hann að bregðast við þessum kvörtunum. Það hefði samt þurft að gera ráð fyrir þessu strax í undirbúningi hátíð- arinnar, og sjá til þess að fleiri en boðsgestir einir gætu fengið að hvíla lúin bein á bekkjum og stólum inni á hátíðarsvæðinu. Annað í þessu er svo það, að 1. júlí bar að þessu sinni upp á laugardag, og örorku- og elliÚfeyrisþegar fá greitt út sínar bætur fyrsta virkan dag í hveijum mánuði, og vanalegast er orðið lítið eftir í vasanum um hver mánaðamót, þegar lífeyririnn er oft- ast nær ekki meiri en tæpar 70 þús- und krónur á mánuði, og lítið verður afgangs til að lifa af, þegar búið er að borga fastagjöld og reikninga alla. Það segir sig því sjálft, að jafnvel þótt fólk hafi fengið ókeypis akstur austur eða fengið far með vinum og ættingjum, þá vora hvorki matur né minjagripir ókeypis á svæðinu, og áð- umefndur hópur fólks hefði nú kann- ske bæði viljað og þurft að kaupa hvomtveggja, en hefðu ekki átt þess kost í þessu tilfelli. Fæstir vom svo efnum búnir, og því var betur heima setið en að fara austur. Þess utan hygg ég, að almenn óánægja þessa hóps auk fólks með ung börn hafi ríkt vegna umferðar- málanna til og frá Þingvöllum, og þá staðreynd, að menn gátu ekki komið og farið, þegar þeim sýndist sjálfum, enda margt eldra fólk þreytt á að vera mjög lengi í einu á svona hátíð- um. Utilokað var fyrir það að fara heim aftur, þegar því hentaði. Þessum staðreyndum má ekki gleyma í umfjölluninni um slaka mæt- ingu á hátíðina. Sumir hafa verið að nefna að áfengissala á hátíðinni myndi hafa aukið aðsóknina, en því er ég mjög svo ósammála og kalla það hið mesta ragl, enda vorkenni ég því fólki, sem getur ekki komið saman eina dag- stund eða lengur og skemmt sér nema með Bakkusi. Þessi hátíð, svo og bindindis- og skátahátíðir um verzlunarmannahelgar hafa líka bor- ið því gott vitni, að fólk skemmtir sér betur án áfengis. Lætin í Húsafelli þessa sömu helgi færa okkur líka heim sanninn um hvað hefði getað gerst, ef áfengissala hefði verið inná svæðinu. Eg vona bara að aðstandendur há- tíðarinnar taki tillit til þessara atriða, sem ég hef hér þegar nefnt, þegar þeir fjalla um mætinguna. Það var líka vel vandað til dagskrár og margt ógleymanlegt, sem þar kom fram, og er lofs- og þakkarvert. Mér er annars spum í lokin: Hvað em þeir menn að saka fólk um að mæta ekki á hátíðina, sem lögðust sem mest gegn því, að fólk færi þang- að, og gagnrýndu hana sem mest þeir máttu? Þeir ættu að reyna að svara því. - Þeim ferst! Höfundur er BA íguðfræði. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa FORSVARSMENN kristnihátíðar á Þingvöll- um segja ósatt um fjölda gesta. Fáir ættu þó að þekkja betur 8. boðorðið sem brýnir fyrir okkur að halda okkur við sannleik- ann. Kirkjunni er ekki til framdráttar að lifa í blekkingu um stöðu sína meðal þjóðarinnar og þjóðinni er einnig hollt að kanna hug sinn til kirkjunnar. Það er engum til góðs að lifa í fíflapara- dís. Kristnihátíð á Þingvöil- um mistókst hrapallega í þeim helsta tilgangi sínum að fá þjóðina til að fagna þúsund ára sögu kristni í landinu. Örfáir lands- menn mættu á hátíðina - pínlega fáir þrátt fyrir feikimikla hvatningu og veðurlán. Kokhreysti breytir engu þar um né ósannindi í fjölmiðlum. Við sem vorum á Þingvöllum vitum Kristnihátíð Kirkjan og þjóðin þurfa að velta því öfgalaust fyrir sér, segir Valdimar Jóhannesson, hvað læra megi af hátíðarhöldunum sem þjóðin sniðgekk. að þar var yndislegt að vera, veðrið einstakt, umgjörð hátíðarinnar glæsileg, dagskráin ánægjuleg að mestu og nærvera hátíðargesta notaleg. Fullyrðingar biskups um að þrjá- tíu þúsund gestir hafi mætt báða dagana er fjarri sanni. Sennilega hafa gestir verið innan við tíu þús- und. Lögreglumenn á staðnum upp- lýstu mig um að 1.800 einkabílar hefðu komið fyrri daginn en um 2.500 seinni daginn, alls um 4.300 einkabílar. Mat lögregluþjóns á Valdimar Jóhannesson URKLÆÐIMING Traust íslensk múrefni síöan 1972 Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðningin er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar Á verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra húsn Varist eftirlýkingar Leitið tilboða! !l steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Simi 567 2777 — Fax 567 2718 Ráðhús Ölfuss, Þorlákshöfn ELGO MÚRKLÆÐWIIMGIIM hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem IMORDEST NT Build 66, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB staðnum var að rúmlega tveir menn hefðu að meðaltali verið í hverjum einkabíl, þ.e. um níu þúsund komu til Þingvalla á einkabíl- um. Langferðabílar munu hafa flutt 3-4 þúsund manns. Þarna em með- taldir starfsmenn, listafólk ( m.a. um tvö þúsund kórfé- lagar), kirkjunnar þjónar, alþingis- menn og sérlegir boðsgestir. Ef þess- ir síðasttöldu em dregnir frá má ljóst vera að venju- legir gestir hafa verið langt innan við tíu þúsund, kannski ekki nema ea sjö þúsund báða dagana samanlagt en af þeim vora aðstandendur t.d. allra barnanna í kómnum og annarra listamanna ófáir. Fréttamyndir af hátíðinni leyna heldur ekki mann- fæðinni. Með því að telja fólk á fréttamynd má t.d. sjá að innan við tvö þúsund gestir voru við hápunkt hátíðarinnar, hátíðarmessuna á sunnudeginum. í þessum tölum kann að skeika einhverju en ekki svo mjög að máli skipti. Niðurstaðan er einfaldlega sú að kristnihátíðin var „flop“. Látið er að því liggja að ekki skipti höfnðmáli hversu margir komu á há- tíðina heldur hitt hvað þeir voru glaðir sem komu og ekki við þá iðju að rífa eyrun hver af öðmm eins og gerðist á annarri hátíð um sömu helgi og hefur verið notuð til saman- burðar. Svona viðhorf eru auðvitað fráleitt. Ef halda á veislu skiptir auð- vitað hvað mestu að veislugestir mæti. Hvað þá ef veislan kostar hundmð milljóna króna? Var nokkur á Þingvöllum sem hefði verið til- búinn að greiða tugi þúsunda úr eig- in vasa fyrir veisluna? Kirkjan og þjóðin þurfa að velta því öfgalaust fyrir sér hvað læra megi af hátíðarhöldunum sem þjóðin sniðgekk. Finnst þjóðinni kannski að kirkjan sé uppfull af skinhelgi, hafi litla samsvöran við nútímann, sé um- búðir en ekki innihald? Ber það keim af sýndarmennsku að iðrast illra verka fortíðar sem ekki verður breytt en skipta sér lítt af ranglæti nútímans í íslensku þjóðfélagi eins og t.d. hinu nöturlega kvótakerfi, miðlæga gagnagranninum, hlut- skipti fátækra eða virkjunarmálun- um á hálendinu? Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi OTTO pöntunarlistinn ^Laugalækur 4 » S: 588-1980^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.