Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR11. JÚLÍ 2000 53 Umbúðalaust hug sinn ef þeim skyldi slysast til að þykja illa að verki staðið eða ein- hverju ábótavant í flutningi eða laga- smíðum eftir því sem við á. Steinar spyr hvaða faglegu forsendur Morg- unblaðið hafi haft til að senda blaða- mann eins og mig á tónleika Selmu og vænir mig jafnframt um „for- dóma“, „sjálfsbyrgingshátt", „áhugaleysi á viðfangsefninu" og „rangfærslur". Ég spyr hvaða fag- legu forsendur útgefandinn hafi til að rengja sanngjarna og heiðarlega gagnrýni þó hún hafi ekki verið ein- róma lof um skjólstæðinga hans? Ég er ekki viljalaust verkfæri eins eða neins. Hafi ég eitthvað um viðfangs- efni mín að segja þá hika ég ekki við það, sama hvort það er neikvætt eða jákvætt og burt séð frá vinsældum eða óvinsældum viðfangsefnisins. Það getur verið gríðarlega erfitt að þurfa að hallmæla íslensku tón- listarfólki sem er að leggja hart að sér þegar manni þykir að eitthvað mætti betur fara, enda búum við í litlu landi. Það gerir enginn slíkt að óþörfu. Ólíkt því sem Steinar heldur fram í grein sinni er ég þó haldin slíkri sannleiksást að ég get ekki hugsað mér að ljúga til um gæði við- fangsefna minna og hæli tónlist ekki nema að tilefni sé til. Ég sótti tón- leika Selmu Bjömsdóttur og mynd- aði mér sterka skoðun á þeim að vel ígrunduðu máli. Mér þótti ýmislegt vel gert en annað ekki og sagði frá því sem fýrir augu mín og eyru bar eftir bestu samvisku. „Er réttlætanlegt að sverta mann- orð og feril iistamanns með for- dómafullum skrifum undir yfirskini faglegrar tónlistarumfjöllunar,“ spyr Steinar. Ég er sannfærð um að greinarstúfur minn hefur ekki vakið upp jafndramatískar tilfínningar hjá tónlistarfólkinu og Steinari, enda vita það flestir sem fást við tónlist að það svertir enginn mannorð nokkurs manns eða konu með gagnrýnni um- fjöllun og að enginn er yfir gagnrýni hafinn. Á ekki einmitt að rækta gagnrýna umræðu um íslenskt tón- listarlíf? Það vita auðvitað allir að ekki eru allir á einu máli um það sem fyrir eyru ber og það er bæði hollt og hressandi fyrir tónlistarflóruna að um hana séu skiptar skoðanir. Ef það að tilheyra „rafvæddri el- ítu“ er að fylgjast með þróun í raf- tónlist og að sinna framsækinni tón- list þar sem viðhöfð eru nýstárleg vinnubrögð, þá fagna ég að Steinar skuli hafa jafnmikið álit á mér. Höfundur er greinahöfundur og tónlistarkona. Kristín Björk Kristjánsdðttir í GREIN sinni í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. júlí síðastliðinn fer Steinar Berg hörðum orðum um tónlistargagnrýni mína með skrif mín um tónleika Selmu Bjömsdóttur í Há- , skólabíói nýverið sér- staklega að leiðarljósi. Ég fagna því að greina- ' skrif mín skuli hafa vakið fólk til umhugs- unar og að Steinar sé ekki einfaldur, óvirkur neytandi heldur geti myndað sér ákveðnar skoðanir á hlutunum - það get ég nefnilega líka. „Hvort skyldi nú vera meiri iðnaðar- mennska, handspiluð tónlist Selmu eða seg- ulbandavædda raftón- listin sem gefur Krist- ínu rafstuð í tæmar,“ spyr Steinar og fellir um leið þungan sleggjudóm á framsækna nútímatónlist með af- skaplega gamaldags orðalagi verð ég að segja. Er „segulbandavædda raf- tónlistin" sem Steinai’ talar um í Igrein sinni sú bylting sem orðið hef- ur í raf- og tölvuvæðingu dægurtón- listar á undanförnum áratugum? Ef mér telst rétt til þá er tölvan eina „hljóðfærið“ sem fundið hefur verið upp á eftir hljóðgervlinum sem þróaðist á sjöunda áratugnum og hafa flestir tónlistarunnendur fagn- að listamönnum sem hafa nýtt sér tæknina í sköpun sinni. I dag era segulbönd hins vegar afskaplega lítið brúkuð í framsækinni tónlistarsköp- un enda hafa tölvur og hljóðgervlar tekið við og era reyndar mikið notuð í popptónlist. Selma og félagar nýttu sér þó segulbandatæknina í Háskóla- bíói. í laginu Alone var „handspil- andi“ hljómsveitinni smalað af svið- inu svo Selma gæti sungið ein með segulbandi rétt eins og í karaoke. í laginu þar á eftir var hljómsveitinni svo smalað aftur á sviðið til þess eins að híma aðgerðalaus við hljóðfærin á meðan dansarar sprikluðu og tónlist- in drandi af segulbandi, þ.á m. rödd Selmu sem húkti þegjandaleg til hliðar við sviðið. Þetta þótti mér ein- kennileg framsetning og vert að hug- leiða hvort ekki hefði mátt betur og metnaðarfyllra að verki standa. Lag- ið var reyndar kynnt sem „remix“ eða endurhljóðblöndun af laginu All Out of Luck og heyrði ég ekki betur en gripið hefði verið til raftækninnar við gerð þess. I tónleikadómi mínum sem Steinar Berg gerði athugasemdir við velti ég Íþví m.a. upp hvers vegna Selma hefði Isungið öll lögin á ensku fyrir áheyr- endur í Háskólabíói, sem flestir voru íslensk börn. Enn fremur þótti mér einkennileg vinnubrögð að syngja enska texta við gömul Todmobilelög þegar til vora fínir íslenskir textar við þau. í grein sinni spyr Steinar: „Er ámælisvert að leitað skuli í smiðju samstarfsaðila (þ.e. Þorvalds Bjama) eftir góðum lögum með það að markmiði að koma þéim á fram- Ifæri utan íslands?“ Ég veit ekki bet- ur en að Háskólabíó sé á íslandi. Að undanskildu viðlaginu í „Respect Yourself" vora allir textar á ensku og því vora mér þá minnisstæð orð Bjarkar Guðmundsdóttur þegar hún sagði á dögunum: „Að syngja á ensku íyrir íslendinga á íslandi væri eins og að ræða við ömmu sína á ensku“. Hver er þessi „rafvædda elíta“? Steinar segir að ég „hæli við hvert reipi öllu því sem teljist vera út við Ijaðarinn í íslenskri tónlistarflóra, ekki síst ef um svokallaða raftónlist sé að ræða“ og enn fremur að það sé augljóst að ég hafi afar „þröngan tónlistarsmekk". Þetta þóttu mér dá- lítið hlægilegar athugasemdir sér- staklega í Ijósi þeirra plötudóma minna frá síðasta ári sem Steinar vitnar í. Hann nefnir greinar mínar um pönkhljómsveitina Saktmóðig, hljóðhönnuðina í Stilluppsteypu og popphljómsveitina Skítamóral. Það (mun Ijóst hvaða tónlistarspekúlanti sem er að gamaldags pönkrokk Sakt- Imóðigs og framúrstefnulegir hljóð- skúlptúrar Stilluppsteypu eiga afai’ hressandi fyrir tónlist- arflóruna að um hana séu skiptar skoðanir, segir Kristfn Björk Kristjánsdóttir í svari við grein Steinars Berg ------------------------- Isleifssonar. fátt sameiginlegt og hver sá sem kann að meta hvort tveggja þarf að geta hlustað á tónlist af talsvert opn- um huga og gefa henni ávallt sömu tækifæri. Nákvæmlega eins og þegar ég fylgd- ist með Selmu í Há- skólabíó, þegar ég mat tíðnitilraunir Stillupp- steypu og þegar ég fór markvisst í gegnum kosti og galla laga- smíða Skítamórals. Eg hafna því þess vegna al- gerlega að ég hafi „fyr- irfram neikvæða af- stöðu til tónlistar og tónlistarfólks" eins og Steinar heldur fram í grein sinni og að það sé á einhvern hátt ófag- legt eða fordómafullt að færa lesendum Morg- unblaðsins vel rök- studda tónleikagagnrýni með morgunkaffinu. Trúverðugur gagn- rýnandi segir frá hlutunum eins og Það er bæði hollt og þeir koma honum fyrir sjónir, um- búðalaust, hvort sem honum / henni líkar viðfangsefnið eður ei. Lesendur eiga að geta treyst á það ellegar er gagnrýni vita gagnslaus og það sem verra er, tilgangslaus. Ég treysti mér fullkomlega til þess að gagnrýna tónlist af þekkingu og fagmennsku enda hef ég lifað og hrærst í tónlist allt mitt líf. Það að skrif mín um tónleika Selmu eða síð- ustu plötu Skítamórals hafi ekki fall- ið útgefanda hennar í geð ætti ekki að koma nokkram manni á óvart. En hjálpi okkur allir heilagir ef sá dagur rennur einhvern tíma upp, að gagn- rýnendum leyfist ekki lengur að tjá Tveir álitlegir á góðu verði Grand Sportage ferð: 1.950.000,- kr. Kia Skráður: 12.1999 Ekinn: 7.900 km Vélarstærð: 2000cc ssk. Litur: Vínr./drappl. Búnaður: 31" breyting, vindkljúfur, þjófavörn o.fl. Ford Mondeo Ghia rð: 1.590.000,- kr Verð Skráður: 10.1998 Ekinn: 34.000 km Vélarstærð: 2000cc ssk. Litur: Dökkgrænn ® TOYOTA Betn notadir bflar Sími 570 5070 Gagnrýni TILBOÐ Á ÚTIMÁLNINGU Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti HARPA MÁLNINGARVERSLUM, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 MÁLRIII8ABVERSLAIIIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.