Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 55
FRÉTTIR
KIRKJUSTARF
Gervihnettir fylgjast
með víkingaskipi
Gervihnettir fylgjast með víkingaskipi.
STEFJA hf. hefur í samvinnu við ís-
lending ehf., Eimskip og Landssím-
ann komið upp sjálfvirku eftirliti með
ferðum víkingaskipsins Islendings.
En Eimskip og Stefja hafa um nokk-
urt skeið unnið saman að vef, þar
sem hasgt er að fylgjast með ferðum
skipa Eimskips. Notast er við gervi-
hnattakerfið Inmarsat og vefforritið
TracSeape, sem hannað er af Stefju.
Um borð í íslendingi er senditæki,
sem sendir staðsetningar sldpsins
sjálfvirkt um gervihnött til Islands
um stöðvar Landssímans og eru þær
síðan birtar á korti á Netinu. Með
venjulegum vafra eins og Internet
Explorer er hægt að sjá nýjustu
staðsetningar Islendings í félags-
skap skipa Eimskips, auk annarra
upplýsinga um ferðina.
Hægt er að fylgjast með ferðum
íslendings á TracScape vefnum af
heimasíðu ferðarinnar, www.viking-
2000.com, heimasíðu Stefju, www.-
trackwell.com, heimasíðu Eimskips,
www.eimskip.is, eða beint á
www.tracscape.com/demo/applet/
map800.htm.
Vilja aukið
forvarnastarf
FYRSTI fundur nýrrar stjórnar
Sambands ungra framsóknarmanna
sem kosin var á sambandsþingi
SUF á Hólum í Hjaltadal 24. júní
s.l. var haldinn 5. júlí. A fundinum
var meðal annars kjörin ný fram-
kvæmdastjórn SUF. Framkvæmda-
stjórn SUF 2000-2002 skipa eftir-
taldir: Einar Skúlason formaður,
Snæþór Halldórsson varaformaður,
Benedikt Magnússon gjaldkeri,
Guðjón Jónasson ritari og Sigrún
Edda Eðvarðsdóttir ritstjóri.
Þá var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt á fundinum:
„Stjórnarfundur Sambands
ungra framsóknarmanna (SUF)
haldinn 5. júlí 2000 í Reykjavík
harmar þá skoðun ungra Heimdell-
inga að lögleiða beri fíkniefni hér á
landi. Það er áhyggjuefni að aðilar
innan ungliðahreyfingar Sjálfstæð-
isflokksins skuli hafa slíkar áhersl-
ur.
SUF áréttar þá skoðun samtak-
anna að einu raunverulegu úrræðin
gegn fíkniefnavandanum séu aukið
forvarnarstarf, svo og hert toll- og
löggæsla.
Jafnframt fagnar fundurinn þeim
árangri sem náðst hefur í barátt-
unni við fíkniefnadjöfulinn að und-
anförnu.
SUF hvetur ríkisstjórn íslands
til áframhaldandi sóknar í þessum
málaflokki og fagnar þeirri
forgangsröðun sem Framsóknar-
flokkurinn hefur stuðlað þar að. Nú
þegar hafa farið um 430 milljónir af
þeim milljarði sem Framsóknar-
flokkurinn lofaði aukalega til þessa
málaflokks fyrir síðustu kosningar.
Þetta sýnir enn og aftur að flokkrn--
inn hefur fólk í fyrirrúmi."
Styðja Sleipni
HÚMANISTAFLOKKURINN lýs-
ir fullum stuðningi við verkfallsbar-
áttu Sleipnismanna, segir í fréttatil-
kynningu.
Einnig segir: „Barátta þeirra er
mannréttindabarátta og mikilvægur
vottur um að með verkalýðshreyf-
ingunni er enn lífsmark. Þetta er
mikilvægt nú þegar stór hluti hennar
hefur lagst á sveif með atvinnurek-
endum og peningavaldinu í landinu
og samþykkt enn einu sinni kjör sem
ekki nægja til lífsframfæris. Slíkir
samningar eru brot á ákvæðum
Mannréttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna."
Safnaðarstarf
Ilallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið íyrir
sjúkum.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænarefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Fella- og Hólakirkja. Samveru-
stund með litlu börnunum kl. 10-12.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu Borgum í
dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir-
bænaefnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára böm.
Grindavíkurkirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf
ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15-19.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hh'ðasmára 5. Allir velkomn-
ir.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr-
inu.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
símí 533 3634 gsm 897 3634
Allan sóiarhringinn.
IAV byggir nýjan
grunnskóla
ÍSLENSKIR aðalverktakar hf.
(ÍAV) hafa undinitað verksamning
við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ um
byggingu fyrsta áfanga af þremur að
nýjum gmnnskóla á vestursvæði
íbúðabyggðar í Mosfellsbæ. Samn-
ingurinn er að upphæð rúmlega 530
milljónir króna. Úm er að ræða lang-
stærsta verksamning sem Mosfells-
bær hefur gert um einstaka fram-
kvæmd í bænum og er liður í
uppbyggingu skólahúsnæðis og ein-
setningar skóla. Áætlað er að skólinn
taki til starfa haustið 2001.
Samkvæmt Jóhanni Sigurjónssyni
bæjarstjóra Mosfellsbæjar hefur
skólanum ekki enn verið gefið form-
legt nafn en gengur nú undir vinnu-
heitinu Grunnskólinn á Vestursvæði.
Með byggingu fyrsta áfanga hans
verður náð því takmarki að einsetja
grunnskóla Mosfellsbæjar og þar
með uppfylla væntingar íbúa og
grunnskólalög. Fullbúinn mun skól-
inn verða heildstæður frá 1.-10.
bekkjar og geta sinnt um 500 nem-
endum. í fyrsta áfanga verða 17 al-
mennar kennslustofur ásamt öllum
sérkennslustofum að undanskildum
l Mosfellsbæ
íþróttasal sem mun koma í öðrum
áfanga, ásamt 4 kennslustofum til
viðbótar.
Efnt var til samkeppni við hönnun
skólans en þar báru sigur úr býtum
Úti&Inni arkitektastofa. Að sögn
Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts
og annars eigenda Úti&Inni var það
ætlun höfunda að byggingin, sem
skipt er í tvær einfaldar samsíða
norður- og suðurálmu, bæri með sér
festu gagnvart nærliggjandi um-
hverfi, og að staðsetning byggingar-
innar tæki mið af aðhggjandi byggð
ásamt aðkomu, göngustígum og sól-
arátt. Opið svæði er í miðjum skólan-
um sem skapar skemmtilega torg-
stemmningu. Ennfremur var þess
gætt við umhverfishönnun í kringum
skólann að takmarka umferð við
leiksvæði barna við skólann og má
þar nefna að sérstök aðkoma er fyrir
foreldra sem aka bömum sínum til
og frá skóla, auk sérstakrar aðkomu
fyrir skólaakstur.
Eins og áður segir verður skólinn
einsetinn og með því skapast mögu-
leikar á samþættingu skólastarfsins
við tómstundastarf.
R A Ð
G L V S I
A R
Skemmtibátur til sölu
Báturinn er byggður í Noregi 1988 undir heitinu
Fjörd Dolphin 775. Vélin er af gerðinni Volvo
Penta, 200 hö, ganghraði 20 sml. miðað við
3200 snúninga af 3800 mögulegum. Svefnrými
erfyrir 5 manns, salerni ásamt handlaug og
sturtu og svo ágæt eldunaraðstaða með skáp-
um og innbyggðum kæliskáp.
Siglingatæki eru GPS 200, dýptarmælir og
radar, svo og vegmælir. Bátur og búnaður er
í góðu lagi og vel um genginn.
Nánari uppl. í símum 892 3630 og/eða 893 9503.
TIL 5ÖLU
Geisladiskur
- einsöngslög
Geisladiskur með 15 jslenskum ein-
söngslögum, sungin af Árna Jónssyni
tenórsöngvara við undirleik píanóleikar-
anna Fritz Weisshappels og Gísla
Magnussonar, fæst nú í hljómplötu-
verslunum.
Tannsmíðaverkstæði
Til sölu helmingshlutur (plast-deildin) ítann-
smíðaverkstæði í fullum rekstri, miðsvæðis
í Reykjavík.
Upplýsingar í síma 566 8712, Anna.
HÚSIMÆÐI í BOÐI
Barcelona
Fullbúnar íbúðir til leigu í hjarta
borgarinnar í haust og vetur.
Uppl. í síma 899 5863 f.h. (Helen).
TIL LEIGU
Einbýlishús í Hafnarfirði
til leigu frá 1. ágúst. Húsnæðið sem leigist er
um 170 fm með 4 svefnherbergjum, án bílskúrs
og einstaklingsíbúðar sem leigist ekki með.
Svör berist auglýsingadeid Morgunblaðsins
merkt „Gott útsýni — 9863" fyrir 14. júlí.
PJÓIMUSTA
Raf-vit
Löggiltur rafverktaki
Nýlagnir, endurnýjun eldri lagna o.fl.
Stór og smá verk. Upplýsingar í símum
896 2284 og 897 8510.
DULSPEKI
Skyggnilýsingafundur
í kvöld, 11. júlí,
kl. 20.30, á Soga-
vegi 108, Rvík,
2. hæð (fyrir ofan
Garðsapótek).
Hús opnað kl. 20.
Miðav. kr. 1.200.
ÝMISLEGT
Eflum Guðs ríki á jörð
Vefslóð:
http://www.vortex.is/~odinnp
Óðinn Pálsson, Landsveit,
sími 487 6500.
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Kvöldferð á Úlfarsfell 12. júlí
kl. 20. Verð 500.
Oagsferð á Bláfell á Kili 15. júlí
kl. 8. Verð 2.700.
Dagsferð til Krýsuvíkur,
minjaferð um Krýsuvíkurtorfu
16. júlí kl. 10:30. Verð 800. Brott-
för í dagsferðir F.í. er frá BSÍ og
Mörkinni 6. Allir velkomnir.
Helgarferð 15. — 16. júlí,
gengið yfir Fimmvörðuháls.
Bókið tímanlega á skrifstofu.
Enn laust í örfáar Laugavegs-
göngur. Sími á skrifstofu er
568 2533.
www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.
Þriðjudagur 11. júlí kl. 20.30.
Sumarfundur Jeppadeildar.
Fundurinn að Hallveigarstíg 1.
Fararstjórar mæta og kynna
sumarleyfisferðirnar.
Miðvikudagur 12. júlí kl. 20.30.
Opið hús á Sólon Islandus. Til-
einkað geysi velheppnaðri Jóns-
messunæturgöngu yfir Fimm-
vörðuháls sem 220 manns tók
þátt í. Myndasýning úr ferðinni.
Fjölmennið.
Lifandi heimasíða: utivist.is
STYRKUR UNGA FÓI.KSUVS
Sími 533 1177
12. til 16. júlí kl._20.00:
Tónleikar með Stephan Christ-
iansen og Jesus Revolution i
Menntaskólanum við Sund.
12. júlí verða sérstakir minn-
ingartónleikar Sóknar gegn
sjálfsvígum.
Ég mæti, en þú?
KENNSLA
Myndþerapí - listmeðferð
Viltu auka kærleikann í lifi þínu?
Hugleiðsla.
Þjálfun í teikningu
og litameðferð.
Að miðla af sér
og deila með
öðrum.
Sjálfsþekking.
Finndu það fegursta
í sjálfum þér.
Innritun og nánari upplýsingar í
síma 520 6133.