Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 58

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Smáfólk TELL ME, POCTOR ..YOU 5EEM MORE NERVOUS TOPAV THAN USUAL.. Segðu mér læknir. Þú virðist taugaveiklaðri í dag en þú átt vanda til. ástæða fyrir því? Já, ég hef ákveðið að skipta um púttara. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lj ós vetningagoð- inn var hetjan Frá Guðmundi Rafni Geirdal: NÚ ER nýafstaðin kristnihátíð á Þingvöllum. Greinilegt var á allri umfjöllun fyrir og eftir hátíðina, svo og í ræðum og leikþáttum á hátíð- inni sjálfri, að kjarnaatriði þess sem verið var að minnast var sáttar- gjörð Þorgeirs Ljósvetningagoða árið 1000 þegar hann ákvað að kristinn siður skyldi upp tekinn í landinu en heiðnir mættu blóta á laun. Hafa ber í huga að Þorgeir var heiðinn en vildi frið og byggði dóm sinn á visku sem síðan stóðst tímans tönn. Þeir sem hann var að kljást við voru kristnir en voru tilbúnir til átaka. Ef hann hefði ekki ákveðið frið þá var hætta á að íslenskir höfð- ingjasynir sem voru í gíslingu hjá Ólafi Noregskonungi yrðu líflátnir. Hér var hann því að glíma við hót- anir erlends yfirvalds. Hér verða því hugtökin kristnitaka, valdataka og aftaka mjög nálæg hvert öðru. Það er mjög óskylt hugmyndinni um kristni sem kærleiksríkum, frið- elskandi og fyrirgefandi boðskap. Því má spyrja sig hvort það hafi ekki allt eins verið betra að halda upp á 1000 ára afmæli glímu viturra íslenskra manna við ásælni erlends yfirvalds. Morgunblaðið birti blaðauka á föstudeginum fyrir kristnihátíðina þar sem frásagnir fyrir og eftir kristnitökuna voru færðar í frétta- mannastíl. Þannig sást betur að at- burðarásin var í rauninni sú að kristni hafði stöðugt verið að færast norður á bóginn þar til að glerharð- ir víkingakonungar urðu kristnir og ákváðu að kristna sína landsmenn og þjóðfélagshópa sér tengda, þ.á m. Islendinga, með sömu hörku og forfeður þeirra voru þekktir fyrir. Verslun heiðinna við kristna menn var farin að verða æ erfiðari svo að það var orðin spurning um verslun- arhagsmuni norrænna manna að teljast vera kristnir svo þeir gætu verslað við aðila i sunnlægum ná- grannaríkjum. Hér var því um að ræða flókinn og stóran vanda sem Þorgeir þurfti að fara yfir sem eins konar þjóðhöfðingi Islendinga á þessum tíma. Á undanförnum áratugum hefur oft verið gert mikið úr því að Þor- geir hafi lagst undir feld í leit að goðsvari, nánar tiltekið svari frá þeim guðum sem hann trúði á, svo sem Þóri, líkt og að þarna hafi ein- göngu verið um að ræða trúarlega glímu eins manns í leit að hinu eina rétta guðlega svari svo hann gæti kveðið upp eins konar Salomóns- dóm yfir tveimur andstæðum trúar- fylkingum. Hins vegar kom það fram í fréttum fyrir nokkrum árum að sagnfræðingar teldu líklegt að það hafi ráðið miklu um afstöðu manna á þessum tíma að það var nánast orðið ógerlegt fyrir norræna ásatrúarmenn að versla við kristna menn sunnar í álfunni. Því gæti ver- ið að ákvörðun Þorgeirs hafi fyrst og fremst verið viðskiptalegs eðlis, þ.e. að með því að láta undan þrýst- ingi um trúskipti, þar sem að baki bjó hætta á borgarastyrjöld, aftöku höfðingjasona í gíslingu og jafnvel hugsanlegri herför Noregskonungs til Islands, þá gætu Islendingar haldið áfram að versla í friði við nágrannaríkin í kring. Sama hver túlkunin er hér að framan þá stend- ur það upp úr að hetjan er Ljós- vetningagoðinn. Hinir kristnu voru hins vegar eins konar leppar í valdaskaki erlends konungs. Eitt er ljóst, landsmenn í heild sinni samþykktu ekki yfir sig kristni af fúsum og frjálsum vilja, sem er eins ókristileg staðreynd og hugsast getur. En málið verður flóknara ef höfð er í huga sú tilgáta Hjalta Hugasonar prófessors í kristnisögusem endurflutt var í rík- isútvarpinu föstudaginn fyrir hátíð- ina, að sagan um kristnitökuna kunni að vera helgisaga (kurteislegt orðalag fræðimanna yfir lygasögu) og Ari fróði hafi notað hana yfir at- burði sem þekktir voru úr annarri sögu yfir átök í hans eigin samtíð. Við höfum í raun enga tryggingu fyrir að Ari hafi sagt rétt frá. Enda hafa margir haft á orði hvort hin fleygu orð hans um að hafa skuli það sem sannara reynist hafi borið í sér þá merkingu á milli línanna að Ari hafi vitað upp á sig skömmina en gæti ekki sagt rétt frá þar sem hann væri á launum hjá yfirboðara sínum. Munum við nokkurn tíma vita sannleikann um þessa atburði? Væri þá ekki meira vit í að halda há- tíð um það sem við vitum með vissu og er nær í tíma?! GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL skólastjóri. Gríðarstór bálkur Frá Ingólfi Hannessyni: I Mbl. var spurt í bréfi tO blaðsins: Af hveiju er svo lítið fjallað um íþróttir bama og unglinga í íþrótta- þáttum Sjónvarpsins? Því er til að svara að barna- og unglingaíþróttir eru griðarstór bálkur þar sem fjöldi móta fer fram allt árið um kring. Hér má nefna geysifjölmenn mót í badminton, borðtennis, júdó, karate, handknatt- leik, körfuknattleUc, sundi, fimleik- um og skíða- og skautaíþróttum að vetri og golfi, sundi, knattspymu, frjálsum íþróttum og tennis að sumri svo dæmi séu tekin af handa- hófi. Eini vettvangur íþróttadeildar Sjónvarpsins til þess að fjalla um of- angreint er í stuttum fréttum eða 20 mín. Helgarsporti á sunnudögum. Það er að fullu ljóst að það getur aldrei tekist að ná almennilega utan um þennan málaflokk innan svo þröngs ramma ásamt því að sinna vel keppnis- og afreksíþróttum, inn- lendum sem erlendum. Því miður. INGÓLFUR HANNESSON, íþróttastjóri Sjónvarps. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.