Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 63
FÓLKf FRÉTTUM
ROBERT ZEMECKIS
LÍKT og flestir aðrir eru Ieik-
stjórar misjafnlega afkastamiklir.
Kubrick þurfti hátt í áratug til að
Ijúka við sínar myndir síðari árin, á
hinn bóginn kemur Robert Zem-
eckis með tvær stórmyndir í ár og
er beggja beðið með mikilli eftir-
væntingu. 21. júlí nk. verður
frumsýnd hrollvekjan Wbat Lies
Beneath, með Harrison Ford og
Michelle Pfeiffer, og er
henni spáð mikilli að-
sókn. Ein jólamynda Fox
verður síðan Cast A way,
forvitnileg mynd um
Róbinson Krúsó nútfm-
ans, kaupahéðin (Tom
Hanks) sem nauðlendir á
eyðiey og verður skyndi-
lega að fara að vinna
fyrir sér með kjafti og
klóm. Ekki svo lítil árs-
framleiðsla hjá þessum
dugnaðarforki, sem læt-
ur ekki þar við sitja
heldur er með fjórar
myndir aðrar á ýmsum
stigum sem framleið-
andi: 13 Ghosts, endur-
gerð samnefndrar mynd-
ar B-hrollvekjukóngsins
Williams Castle, sem mín
kynslóð man úr Stjömubíói á sín-
um tíma. Ekki síst sakir þrettán
myndskeiða þar sem greina mátti
titilpersónurnar með hjálp þar til
gerðra þrívíddargleraugna. Þetta
er önnur myndin úr dánarbúi
Castle sem gerð er af endur-
vinnslufyrirtæki Zemeckis, stór-
framleiðandans Joel Silver og
Terrys nokkurs Castle. Þar með er
svarið komið við spurningunni
hversvegna þetta nýja B-mynda-
fyrirtæki stendur á bak við Castle-
myndirnar, en sú þriðja, Macabre,
er að fara af stað seinna í sumar.
Fyrsta Castle-endurvinnslan frá
Zemeckis og félögum, The House
on Haunted Hill, var ekkert annað
en nauðaómerkileg eftiröpun, en
færði framleiðendunum fúlgur
fjár. Clink Inc., og Revelation eru
enn í forvinnslu og væntanlegar að
ári.
Robert Zemeckis fæddist í
Chicago 1951, lauk námi við kvik-
myndadeild Northwestern Uni-
versity og hóf ferilinn í klippingar-
deild NBC-sjónvarpsstöðvai-innar í
borginni. Þaðan lá leiðin til svip-
aðra starfa hjá Steven Spielberg,
sem útvegaði Zemeckis fyrsta leik-
stjórnarverkefnið, I Wanna Hold
Your Hand (’77). Lftil mynd, fúll af
eftirsjá genginna æskudaga og
Bftlaheimsóknar til New York ára-
tugi áður sýndi, þótt ódýr væri í
framleiðslu, að meira bjó í þessum
unga skjólstæðingi Spielberg. Hinn
síðarnefndi réð hann si'ðan beint í
1941 (’79), nú sem handritshöfund,
en myndin varð fyrsti skellur
Spielbergs. Of mikið af öllu. Næsta
leikstjórnarverkefnið var gaman-
myndin Used Cars (’80) um tilraun-
ir tveggja bílasala til að koma hvor
öðrum á hausinn. Sögð fyndin en
fékk takmarkaða dreifingu.
Þá var röðin komin að fyrsta
smellinum, og þvflíkur smellur!
Romancing the Stone (’84), var ein-
staklega vel heppnuð í alla staði og
malaði gull. Ari síðar hófst vel
lukkuð framleiðsla og leikstjóm
fyrir sjónvarp með þáttunum
Amazing Stories. Zemeckis, vinur
hans Spielberg, Water Hill og fleiri
kunnir leikstjórar eru einnig
mennimir á bak við Tales From
the Crypt, ámóta vinsæla og vel
lukkaða þætti, sem enn em í full-
um gaugi. Næsta verk komst hins-
vegar á listann yfir mest sóttu
myndir allra tíma. Aftur til fram-
tíðar - Back to the Future er
óvenju hugvitssamleg og fjörug
tímaflakksmynd með Michael J.
Fox og Christopher Lloyd. Svo vin-
sæl að hún ól af sér tvær aðrar
Zemeckis-myndir; Back to the Fut-
ure Part II (’89), og III (’90). Inn á
milli kom Who Framcd Roger
Rabbit (’88), þar sem kom fram að
Zemeckis var búinn að ná enn betri
tökum á samspili leikinna og teikn-
aðra þátta í sama atriðinu, tækni
sem hann notaði skemmtilega í
fyrstu myndinni.
Zemeckis hefur löngum verið
hallur undir hrollinn;
Dcath Becomes Her
(’91) er reyndar
skemmtileg blanda
hrollvekju, brellu- og
gamanmyndar, þar sem
allskyns sjónrænar
brellur og uppvakningar
leika lausum hala í einni
bestu mynd leikstjórans.
Meryl Streep leikur
Hollywood-stjörnu sem
er tekin að reskjast, en
kemst að lcyndarmáli
keppinautar síns og öf-
undarmanns (Goldie
Hawn), sem skyndilega
yngist grunsamlega,
missir m.a. hundrað
aukakíló!
Líkt og flestar afþrey-
ingarmyndir Zemeckis
stendur Death Becomes Her tals-
vert upp úr fjöldanum, sakir góðr-
ar leikstjórnar og hugmyndaríkrar
þar sem nýjasta tækni er óspart
notuð með góðum árangri. Zem-
eckis er maður skemmtanagildis í
úrvalsflokki, það sannaði hann best
í næstu mynd og sinni bestu til
þessa dags, Forrest Gump (’94).
Hún olli straumhvörfum. Hér
fengu bestu hæfileikar Zemeckis
að njóta sín og kunnáttusemi f
notkun tækninnar þar sem Ieik-
stjórinn er frumkvöðull, skrefi á
undan starfsbræðrunum.
Contact (’97) er byggð á hinni
frægu vi'sindaskáldsögu Carls Sag-
an, áhugaverð en snýst upp í
langdregið drama með dágóðum
lokaspretti. Slæm persónusköpun
skemmir fyrir og handrit Zemeckis
er slakara en leikstjórnin. Bókin
reyndar erfíð viðureignar. Með-
fram hefur Zemeckis skrifað hand-
rit, fyrir aðra (Trespass ’92), fram-
Ieitt ógrynni af sjónvarpsefni og
nokkrar kvikmyndir. I dag er staða
hans ótvíræð; Zemeckis er með eft-
irsóttustu leikstjórum hcims.
Robert Zemerckis (t.v.) að leikstýra Michelle Pfeiffer og
Harrison Ford í myndinni What Lies Beneath sem er
væntanleg í kvikmyndahús.
Forrest Gump er ein af myndum liðinnar aldar og vann urmul af Óskur-
um og öðrum verðlaunum.
Sígild myndbönd
FORREST GUMP (1994)
★★★★
Vel skrifað og leikstýrt uppgjör
miðaldra Bandaríkjamanns sem lítur
til baka aftur til sjötta áratugarins
með augum titilpersónunnar. Forr-
est Gump (Tom Hanks) er sérstæður
einstaklingur. Barnslega einfaldur
og hógvær en metnaðarfullur og stál-
heppinn lukkunnar pamfíll sem upp-
lifir helstu atburði og persónur ofan-
verðrar 20. aldarinnar. Upplifir
einnig sérstakt ástarævintýri, stríðs-
reynslu í Víetnam, pílagrímsferð um
Bandaríkin, stórgróða í útgerð og
tölvuiðnaði. Nefndu það og okkar
maður kemur kemur við sögu. Hittir
Presley og Nixon, svo nokkrir séu
nefndir. Myndin er síðan krydduð
hárréttum topplögum frá hverjum
tíma, afbragðsaukaleikurum en
Hanks trónir yfir öllum í ógleyman-
legri túlkun á titilpersónunni. Ein af
myndum síðasta áratugar og hlaut
urmul verðlauna, m.a. fjölda Oskara;
sem besta mynd ársins, fyrir bestan
leik í aðalhlutverki (Hanks), Eric
Segal íyrir handrit og Zemeckis fyrir
leikstjórn.
WHO FRAMED ROGER
RABBIT? (1988)
★★★%
Tímamótamynd í notkun tölvu-
vinnu í kvikmyndum. Efnislega stór-
skemmtileg skopmynd um Holly-
wood rétt fyrir miðja öldina.
Teiknimyndafígúrur eru raunveru-
legir kvikmyndaleikarar, heldur
niðurdregnar. Ein þeirra, Roger
Rabbit, ræður einkapæjara (Bob
Hoskins), til að fylgjast með létt-
lyndri konu sinni. Spæjarinn, sem er
meinilla við fígúrumar, kemst í leið-
inni að yfirvofandi samsæri þar sem
á að þurrka þær út af yfirborði kvik-
myndaborgarinnar. Við sögu koma,
auk hóps ágætra gamanleikara,
margar af kunnustu teiknimynda-
fígúrum Wamer og er samruninn,
sem hefur verið margnotaður síðan,
t.d. í Space Jam (’96), með fyndnari
afleiðingum tæknigaldra samtímans.
ROMANCING THE
STONE (1984)
★★★%
Allt leggst á eitt um að skapa
óvenjuheilsteypta afþreyingu. Bráð-
fyndið handrit þar sem kemur við
sögu dularfullt landakort sem rekur
á fjömr rithöfundar (Kathleen Tum-
er), frá látnum mági hennar í Suður-
Ameríku. Systur hennar er rænt þar‘ ~
neðra og verður skáldið að halda suð-
ur á bóginn með kortið góða sem
lausnarfé. Er þangað kemur fléttast í
atburðarásina vafasamt karlmenni
(Michael Douglas) og óvænjulævís
skálkur (Danny De Vito). Samleikur-
inn er einstaklega eftirminnilegur og
hafa aðalleikararnir þrír sjaldan eða
aldrei verið skemmtilegri, enda ól
myndin af sér framhald, The Jewel of
the Nile (’85), sem var nokkru síðra,
enda enginn Zemeckis við stjóm.
Sæbjörn Valdimarsson
Verslunarmannahelgin á
Costa del Sol
3.-7. ágúst
frá kr. 29.955
Nú getur þú tryggt þér glæsilegt tilboð til vinsælasta
áfangastaðar íslendinga í sólinni, Costa del Sol. Hvergi
fínnur þú þvílíkt úrval veitinga- og skemmtistaða og fyrir
hina ferðaglöðu er einstakt tækifæri að kynnast Granada,
Aífíku, Gíbraltar eða spænsku sveitinni með fararstjórum
Heimsferða á staðnum. Þú bókar núna, og 4 dögum fyrir
brottför segjum við þér hvar þú gistir.
Verðkr. 39.955
M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára,
4 nætur með sköttum.
HEIMSFERÐIR
vnkr. 39.990
M.v. 2 í studio, 4 nætur, mcö
sköttum. Völ á lengri dvöl.
Austurstræti 17, 2. hæð,
sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
KARLMEM
Laugavegi 74 • Sími 551 3033
ílyalan
hefst
á lorguii
A
fSLENSKIR
V