Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
MYNPBONP
-*■ Baksvið
meistara-
verks
RKQ281
ERLENDAR
ooooo
Hilmar Jensson gítarleikari
skrifar um geisladiskinn NYC
ghosts & flowers með banda-
rísku hljómsveitinni Sonic
Youth.
A elliheimilinu
Neðanjarðar
Hilmar Jensson segir engin ellimerki vera að fínna á Sonic Youth.
I) r a m a
★★★
Leikstjóri: Benjamin Ross. Handrit:
John Logan, eftir heimildarmynd
Richard Ben Cramer og Thomas
Lennon. Aðalhlutverk: Liev Schrei-
ber, James Cromwell, John Malko-
vich. (103 mín.) Bandaríkin 1999.
Skifan. Óllum leyfð.
CITIZEN KANE er líklega sú
mynd sem hvað oftast hefur verið
talin sú besta í gervallri sögu kvik-
myndanna. Orson
Welles var einungis
24 ára þegar hann
fékk tækifæri lífs
síns - fullkomið
listrænt frelsi til að
gera sína fyrstu
mynd. Slíkt tján-
ingarfrelsi var
óþekkt í kvik-
myndaheiminum á
■*~mótum fjórða og fimmta áratugarins
enda greip hinn metnaðarfulli Welles
gæsina fegins hendi og nýtti sér til
fullnustu, með eftirminnilegum ár-
angri. Það er í sjálfu sér ekki gerð
meistaraverksins sem er þungamiðja
þessarar sérlega vönduðu HBO-
sjónvarpsmyndar heldur meintar
deilur sem brutust út milli höfundar-
ins Welles og fjölmiðlakóngsins
Williams Randolphs Hearst þegar sá
orðrómur kvisaðist út að Welles og
meðhöfundur hans Herman Man-
_kiewizc hefðu byggt hið myrka og
vafasama líf aðalsöguhetju myndar-
innar, fjölmiðlakóngsins Charles
Fosters Kanes, á lífi Hearst. Myndin
rekur sterk viðbrögð Hearst og mis-
lukkaðar tilraunir hans til að koma
myndinni fyrir kattamef. Hvað svo
sem satt og rétt kann að vera í þess-
ari „sögulegu" mynd er viðfangsefnið
sérdeilis skemmtilegt og umhugsun-
arvert þar sem litríkar sögupersónur
eru listilega túlkaðar af valinkunnum
leikurum - öngvir þó betri en Schrei-
ber, sem glettilega trúverðugur Wel-
les, og Malkovich í líki Mankiewizc.
Skarphéðinn Guðmundsson
í GEGNUM tíðina hef ég fylgst
með Sonic Youth svona með öðru
auganu ef svo má að orði komast
(reyndar með öðru eyranu líka ef
út í það er farið). Raunverulega hef
ég alltaf haft meiri áhuga á hliðar-
verkefnum meðlima sveitarinnar en
afurðum Sonic Youth sjálfrar. Jafn-
framt því að vera einna áhrifamest
þeirra sveita sem spruttu upp úr
jarðvegi pönks og „no wave“ hafa
þessir öldungar neðanjarðartónlist-
arinnar verið iðnir við að vekja at-
hygli á ýmiss konar tilrauna- og
neðanjarðarmenningu síðastliðin 20
ár. Það hefur og sýnt sig að þeir
hafa haft erindi sem erílði og hafa
veitt fjölda listamanna athygli og
tækifæri sem þeir hefðu annars
ekki hlotið. Þekktasta dæmið er
líklega þáttur þeirra í að koma
Nirvana á framfæri. Mun mikil-
vægari í mínum huga er þó sá
áhugi sem þau hafa vakið á mörg-
um spunatónlistarmönnum, lífs og
liðnum, enda hefur tónlist þeirra
ekki átt greiða leið að ungum hlust-
endum almennt. Meðlimir Sonic
Youth, þó sérstaklega Thurston
Moore og Lee Ranaldo, spila iðu-
lega á litlum New York-klúbbum á
borð við Knitting Faetory og the
Cooler með spuna- og tilraunatón-
listarmönnum og laða fyrir vikið að
unga hlustendur sem annars hefðu
varla látið sjá sig.
Mér hefur sem sagt hingað til
þótt áhugaverðara að hlusta á Lee
Ranaldo leika með William Hooker
og dj Olive eða Thurston Moore
leika með Loren Mazzacane Conn-
ors en að hlusta á diska SY. Það
skal þó fúslega viðurkennt að ég
þekki ekki allar afurðir sveitarinn-
ar og eins að diskar eins og Sister
og EVOL þykja mér skemmtilegir.
Nýjasti diskur Sonic Youth, sem
ber heitið NYC ghosts & flowers,
hefur þó hreyft rækilega við mér
enda um frábæran disk að ræða.
Ég hef grun um að ófarir sveitar-
innar frá því í fyrra þegar nær öll-
um hljóðfærum þeirra og tækjum
var stolið úr hljómsveitarrútunni
ráði nokkru um ferskleika disksins.
Við stuldinn tapaðist fjöldinn allur
af verðmætum gíturum sem allir
voru stilltir mismunandi og voru
lykillinn að sérstökum hljómi sveit-
arinnar. Hljómsveitin þurfti því
nánast að fara á byrjunarreit. Það
er samt enginn byrjendabragur á
þessum nýja diski. Hér fer samt
saman ákefð og spilagleði byrj-
andans og yfirvegun hins reynslu-
mikla.
Eins er handbragð upptökustjór-
ans og tónlistarsnillingsins Jims
O’Rourke áberandi. Jim, sem er
líklega einhver mikilvægasti ein-
staklingur sem fram hefur komið á
sjónarsvið neðanjarðartónlistar hin
síðari ár, stýrir upptökunum
styrkri hendi. Ekki svo að skilja að
hann umbylti hljómi sveitarinnar á
neinn hátt en nærvera hans er auð-
heyrð. Sérstaklega er hin yfirveg-
aða nákvæmni hans áberandi, ná-
kvæmni sem þó dregur ekki úr
ákafanum, kraftinum og ástríðunni
nema síður sé. Það er einfaldlega
þannig að hvert hljóð er svo vel
tímasett og svo vel staðsett í hljóð-
myndinni að unun er á að hlýða.
Þetta eru ekki tilraunir vegvilltrar
og leitandi hljómsveitar heldur af-
urð sveitar sem fyrir löngu hefur
skapað sinn persónulega hljóm og
þekkir styrk sinn og takmörk. Við
bætist svo „elektróník“ meistara
O’Rourkes sem aldrei er ofaukið en
fyllir dásamlega út í rammann. Á
diskinum er að finna átta lög, mis-
góð eins og eðlilegt er, en þó öll vel
fyrir ofan meðallag og vinna á við
frekari hlustun. Free city rhymes,
nevermind og side2side eru frábær.
En allra best eru lokalögin tvö, nyc
ghost & flowers og lightnin’. Þau
bera af. Titillagið byrjar á við-
kvæmu strengjaplokki ásamt ljóða-
lestri og endar í guðdómlegum há-
vaðavegg. Án efa magnaðasti
punktur disksins.
I lokalaginu fléttast saman „el-
ektrónísk“ hljóð, gítarar, magnara-
suð og trompet, þar til Kim Gordon
lokar laginu með sínum skemmti-
lega „tal-söng“. Diskurinn er mjög
mátulega langur eða 42 mínútur.
Persónulega leiðist mér þegar tón-
listarmenn halda að þeir þurfi að
fylla hverja einustu af þeim rúm-
lega 70 mínútum sem geisladiskur
rúmar, þó eru á því einstaka und-
antekningar.
Umslagið er glæsilegt og það
prýðir áhrifarík mynd eftir William
heitinn Burroughs. Semsagt glæsi-
legur diskur og þótt Sonic Youth sé
gjarnan kölluð „the grandparents
of altemative rock“ er engin elli-
merki að finna á ömmunni og öfun-
um á elliheimilinu Neðanjarðar.
Tunqumálanám
vistaJ^change
VISTASKIPTI & NÁM
Lækjargata 4 • 101 Reykjavík
Sími: 562 2362 • Fax: 562 9662
info@vistaskipti.is
Með ört vaxandi alþjóðasam-
skiptum er þess krafist að fólk
geti tjáð sig á fleiru en einu
tungumáli. Vistaskipti & Nám
er leiðandi fyrirtæki í þekking-
arferðum og er i samstarfi við
málaskóla víða um heim.
Nútímalegar kennsluaðferðir
tryggja góðan árangur og
ánægjulega dvöl. Valmöguleik-
arnir eru í raun ótæmandi,
en með sérhæfðri þjónustu og
nánu samstarfi sjáum við til
þess að þú finnir málanám
sniðið að þínum þörfum.
* ALMENN NÁMSKEIÐ “
* HRAÐNÁMSKEIÐ ;
* VIÐSKIPTANÁMSKEIÐ i
r
* SÉRHÆFÐ NÁMSKEIÐ “
* MENNING OG LISTIR
* MÁLANÁM & ÍÞRÓTTIR
* EINKAKENNSLA
* TUNGUMÁLAPRÓF
* UNGLINGANÁMSKEIÐ
Ferðir til Prag, 4. ágúst
Vikuferð til Prag í beinu leiguflugi, örfá sæti laus.
25. ágúst
Vikuferö til Prag í beinu leigufiugi.
UPPSELD
7 eða 8 daga ferðir til Prag.
04., 11..17., 24. og 31. oktðber:
Flogið veröur til Frankfurt og ekiö þaðan samdægurs (ca. 8 tíma akstur) til
Prag. Par veröur svo gist næstu 6 nætur (5. nætur í ferðinni 11. okt.) en á næst
síðasta degi verður ekið áleiðis til Frankfurt með viðkomu í Karlovy Vary, sem
er einn þekktasti og fegursti heilsubaðstaður í Tékklandi. Gist verður síðustu
nóttina í Þýskalandi.
r T
Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar.
eða á vefsíðu
www.gjtravel.is
Guðmundur Jónassson
ferðaskrifstofa,
Borgartúni 34,
sími 5111515.