Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Mikil aukning hjá FPI í Kanada Tveir af 25,5 metra bátunum á framleiðslulínunni hjá skipasmíðastöð í Kína en Skipasýn hefur 11 þar í smíðum. Ellefu bátar á vegum Skipasýnar í Kína MIKIÐ er um nýsmíði skipa og báta í Kína um þessar mundir og eru nú 16 bátar í smíðum í Kína. Af þessum 16 bátum eru 11 hannaðir af skipahönnunarstofunni Skipa- sýn. „Við erum núna með í smíðum úti í Kína níu 21,5 metra báta, sem er líklega stærsta sería sem hefur verið smíðuð fyrir íslendinga í mörg ár. Smíðin í Kína hefur geng- ið vel, kannski það eina sem hægt er að setja út á er skipulagið sem mætti vera betra en allt handbragð er eins og best verður á kosið,“ segir Sævar Birgisson, skipatækni- fræðingur hjá Skipasýn, en tekur jafnframt fram að engin reynsla sé komin á þessa báta. „Eins er mjög óvenjulegt að kínverska skipa- smíðastöðin kemur til með að af- henda bátana í Hafnarfírði en ekki úti, sem er alveg einstakt en með því er hún að taka á sig alla ábyrgð sem tengist flutningum. Þrátt fyrir þetta er verðið á þessum bátum mun lægra en það sem gerist hér vestar.“ Áætlað er að afhenda bátana níu í haust en auk þeirra eru í smíðum Mikil vinna framundan tveir 30 m langir togbátar í Kína og 30 m langur línubátur í Póllandi á vegum Skipasýnar. Báturinn sem smíðaður er í Póllandi er að verða tilbúinn og eru menn að fara utan um næstu helgi til að sigla honum heim. Skipasýn hannaði einnig hafrannsóknaskipið Árna Friðriks- son sem nýkominn er til landsins en hann var smíðaður í Chile. „Við höfum stækkað við okkur með starfsemi í Póllandi og Dan- mörku til að geta unnið stæn-i verkefni en það hefur haft það í för með sér að við þurfum fleiri verk- efni og þeirra höfum við leitað að miklu leyti erlendis, allt frá Bras- ilíu til Norður-Noregs. Sú vinna hefur skilað sér og nú erum við með mörg verkefni á teikniborðinu þannig að það er mikil vinna fram- undan. Mestöll hönnunarvinnan er unn- in hér heima, stáluppbygging skip- anna er ákvörðuð í Danmörku og loks erum við með skrifstofu í Pól- landi sem sér um allar stálteikn- ingar og megnið af kerfisteikning- unum,“ segir Sævar. Ný gerð vinnsluskipa Auk þess að vinna að þeim verk- efnum sem liggja fyrir hefur Skipasýn hannað nýja gerð vinnsluskipa sem er talsvert frá- brugðin eldri gerðum enda segir Sævar að lítil þróun hafí orðið í gerð togara undanfarin 30 ár. „Við tókum okkur til fyrir ári og fórum yfir hvað menn vilja sjá í vinnslu- og frystiskipum. Þeu- þættir sem skipta mestu máli eru afkastageta, vinnslurými og geymslurými og í framhaldi af því hönnuðum við skip sem er ódýrara bæði í smíðum og rekstri auk þess sem það er styttra en hefðbundin vinnsluskip þrátt fyrir að hafa sama vinnslu- og geymslurými. Við nýttum mikið af þessari sömu hönnun í hafrann- sóknaskipið en það er mikið um nýja þætti í því skipi. Skrokkurinn er gott dæmi en hann er mótaður eftir kafbátafræðum til að gera skipið sem hljóðlátast," segir Sæ- var. TEKJUR Fishery Produet Internat- ional (FPI), stærsta sjávai-útvegs- fyrirtækis Nýfundnalands, á öðrum fjórðungi þessa árs jukust um 15,6% frá sama tíma síðasta árs. Tekjurnar námu samtals um 186 milljónum króna af um 10 milljarða króna veltu á tímabilinu. Tekjur félagsins á sama tímabili síðasta árs voru samtals um 48 milljónir króna en þá var veltan um 8,6 milljarðar króna. Á fyrri helmingi ársins voru tekjur FPI því um 334 milljónir króna og veltan um 18,4 milljarðar króna. Á fyrri helm- ingi síðasta árs voru tekjur félagsins um 53 milljónir króna af um 17,2 milljarða króna veltu. Á efnahags- reikningi FPI kemur fram að hluta- fjáreign félagsins er nú um 10 millj- arðar króna, rekstrarfé um 6,5 milljarðar króna og langtímaskuldir þess rúmir 3 milljarðar króna. Nærri 30% aukning í botnfiski og skelfíski Betri árangur á öðrum ársfjórð- ungi má m.a. rekja til aukinnar sölu í þremur meginþáttunum í rekstri fé- lagsins. Aukningin varð mest í sölu óunninna botnfiskafurða og skelfisk- afurða sem jókst um 29,8% frá sama Stafnbúi kominn út STAFNBÚI, félag sjávarútvegs- nema við Háskólann á Akureyri, hefur gefið út sitt árlega blað, Stafnbúa. Þetta er í áttunda sinn sem Stafnbúi kemur út en mark- miðið með útgáfu blaðsins er að auka fróðleik og umræðu um sjávarútvegsmál. Margt góðra greina er að finna í blaðinu og meðal annars skrifar Ágúst Einarsson um aðgerðarrann- sóknir í sjávarútvegi, Arne Vagn Olsen um íslenskan hlutabréfa- markað, Vigfús Jóhannsson um lax- eldi og Jóhann Örlygsson um spá- líkön fyrir geymslu á ferskum fiski. í ritstjórnarspjalli blaðsins segir að í Ijósi framfara og þróunar í sjá- varútvegi aukist þörf fyrirtækja sí- fellt fyrir vel menntað starfsfólk til að fyrirtækin geti lifað og dafnað. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Ákureyri hefur það að markmiði að mennta starfsfólk í öllum undir- stöðugreinum íslensks sjávarútvegs og á það að vera fært um að vinna á flestum sviðum sjávarútvegs sem og tímabili síðasta árs og nam alls um 3,8 milljörðum króna. Aukninguna má m.a. rekja til þess að veiðar á krabba og rækju hófust óvenju- snemma, auk þess sem veiðiheimild- ir á hörpuskel voru meiri en í fyrra. Þá jókst sala unninna afurða um 8,4% og var alls um 2,8 milljarðar á tímabilinu. Viðskipti með sjávarfang numu um 3,3 milljörðum og jukust um 8,1%, einkum vegna hagstæðari markaðsskilyrða fyrir hlýsjávar- rækju. Fimm hluthafar eiga nú um 64% hlut í FPI. Þ.ám. á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um 14,6% hlut og kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Clearwater um 9% hlut. Þessi félög stóðu m.a. að tilboði sem NEOS Seafood gerði í allt hlutafé FPI í nóv- ember á síðasta ári. Tilboðinu var hafnað þar sem lög í Nýfundnalandi kveða á um 15% hámarkseignaraðild einstaklinga eða félaga í fyrirtækj- um þar í landi. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu kom fram á aðalfundi FPI fyrir skömmu að fyr- irtækið stendur á fjárhagslega traustum grunni en engu að síður er stjóm þess að skoða samrunamögu- leika. að stunda sérhæft framhaldsnám. Jafnframt segir í ritstjórnarspjalli að blaðinu er ekki eingöngu ætlað að fjalla um þá þætti sjávarútvegs sem ber hæst á hverjum tíma held- ur einnig þau málefni sem líklegt er að varði íslenskan sjávarútveg og tengdar greinar i framtíðinni. Auk þess er í blaðinu að finna kynningu á því námi sem sjávarútvegsdeild HA hefur upp á að bjóða. Palomino Vinsælasta fellihýsið á Islandi wmm'Áim Palomino PONY skemmtilega fjölskylduhýsið ÚTB0RGUN Palomino YEARLING glæsilega fjölskylduhýsið ÚTB0RGUN meðagreiösla á mánuði 160 mán ‘staðgreiðsluverð 589.900 meðagreiðsla á mánuði f 60 mán 'staðgrelðsluverð 828.200 YEARLING EYJARSLÓÐ Glitnir býður Frjálsu bílalánin til fjármögnunar á nýju fellihýsi frá Seglagerðinni SEGLAGERÐIN ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.