Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 22

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Mikil aukning hjá FPI í Kanada Tveir af 25,5 metra bátunum á framleiðslulínunni hjá skipasmíðastöð í Kína en Skipasýn hefur 11 þar í smíðum. Ellefu bátar á vegum Skipasýnar í Kína MIKIÐ er um nýsmíði skipa og báta í Kína um þessar mundir og eru nú 16 bátar í smíðum í Kína. Af þessum 16 bátum eru 11 hannaðir af skipahönnunarstofunni Skipa- sýn. „Við erum núna með í smíðum úti í Kína níu 21,5 metra báta, sem er líklega stærsta sería sem hefur verið smíðuð fyrir íslendinga í mörg ár. Smíðin í Kína hefur geng- ið vel, kannski það eina sem hægt er að setja út á er skipulagið sem mætti vera betra en allt handbragð er eins og best verður á kosið,“ segir Sævar Birgisson, skipatækni- fræðingur hjá Skipasýn, en tekur jafnframt fram að engin reynsla sé komin á þessa báta. „Eins er mjög óvenjulegt að kínverska skipa- smíðastöðin kemur til með að af- henda bátana í Hafnarfírði en ekki úti, sem er alveg einstakt en með því er hún að taka á sig alla ábyrgð sem tengist flutningum. Þrátt fyrir þetta er verðið á þessum bátum mun lægra en það sem gerist hér vestar.“ Áætlað er að afhenda bátana níu í haust en auk þeirra eru í smíðum Mikil vinna framundan tveir 30 m langir togbátar í Kína og 30 m langur línubátur í Póllandi á vegum Skipasýnar. Báturinn sem smíðaður er í Póllandi er að verða tilbúinn og eru menn að fara utan um næstu helgi til að sigla honum heim. Skipasýn hannaði einnig hafrannsóknaskipið Árna Friðriks- son sem nýkominn er til landsins en hann var smíðaður í Chile. „Við höfum stækkað við okkur með starfsemi í Póllandi og Dan- mörku til að geta unnið stæn-i verkefni en það hefur haft það í för með sér að við þurfum fleiri verk- efni og þeirra höfum við leitað að miklu leyti erlendis, allt frá Bras- ilíu til Norður-Noregs. Sú vinna hefur skilað sér og nú erum við með mörg verkefni á teikniborðinu þannig að það er mikil vinna fram- undan. Mestöll hönnunarvinnan er unn- in hér heima, stáluppbygging skip- anna er ákvörðuð í Danmörku og loks erum við með skrifstofu í Pól- landi sem sér um allar stálteikn- ingar og megnið af kerfisteikning- unum,“ segir Sævar. Ný gerð vinnsluskipa Auk þess að vinna að þeim verk- efnum sem liggja fyrir hefur Skipasýn hannað nýja gerð vinnsluskipa sem er talsvert frá- brugðin eldri gerðum enda segir Sævar að lítil þróun hafí orðið í gerð togara undanfarin 30 ár. „Við tókum okkur til fyrir ári og fórum yfir hvað menn vilja sjá í vinnslu- og frystiskipum. Þeu- þættir sem skipta mestu máli eru afkastageta, vinnslurými og geymslurými og í framhaldi af því hönnuðum við skip sem er ódýrara bæði í smíðum og rekstri auk þess sem það er styttra en hefðbundin vinnsluskip þrátt fyrir að hafa sama vinnslu- og geymslurými. Við nýttum mikið af þessari sömu hönnun í hafrann- sóknaskipið en það er mikið um nýja þætti í því skipi. Skrokkurinn er gott dæmi en hann er mótaður eftir kafbátafræðum til að gera skipið sem hljóðlátast," segir Sæ- var. TEKJUR Fishery Produet Internat- ional (FPI), stærsta sjávai-útvegs- fyrirtækis Nýfundnalands, á öðrum fjórðungi þessa árs jukust um 15,6% frá sama tíma síðasta árs. Tekjurnar námu samtals um 186 milljónum króna af um 10 milljarða króna veltu á tímabilinu. Tekjur félagsins á sama tímabili síðasta árs voru samtals um 48 milljónir króna en þá var veltan um 8,6 milljarðar króna. Á fyrri helmingi ársins voru tekjur FPI því um 334 milljónir króna og veltan um 18,4 milljarðar króna. Á fyrri helm- ingi síðasta árs voru tekjur félagsins um 53 milljónir króna af um 17,2 milljarða króna veltu. Á efnahags- reikningi FPI kemur fram að hluta- fjáreign félagsins er nú um 10 millj- arðar króna, rekstrarfé um 6,5 milljarðar króna og langtímaskuldir þess rúmir 3 milljarðar króna. Nærri 30% aukning í botnfiski og skelfíski Betri árangur á öðrum ársfjórð- ungi má m.a. rekja til aukinnar sölu í þremur meginþáttunum í rekstri fé- lagsins. Aukningin varð mest í sölu óunninna botnfiskafurða og skelfisk- afurða sem jókst um 29,8% frá sama Stafnbúi kominn út STAFNBÚI, félag sjávarútvegs- nema við Háskólann á Akureyri, hefur gefið út sitt árlega blað, Stafnbúa. Þetta er í áttunda sinn sem Stafnbúi kemur út en mark- miðið með útgáfu blaðsins er að auka fróðleik og umræðu um sjávarútvegsmál. Margt góðra greina er að finna í blaðinu og meðal annars skrifar Ágúst Einarsson um aðgerðarrann- sóknir í sjávarútvegi, Arne Vagn Olsen um íslenskan hlutabréfa- markað, Vigfús Jóhannsson um lax- eldi og Jóhann Örlygsson um spá- líkön fyrir geymslu á ferskum fiski. í ritstjórnarspjalli blaðsins segir að í Ijósi framfara og þróunar í sjá- varútvegi aukist þörf fyrirtækja sí- fellt fyrir vel menntað starfsfólk til að fyrirtækin geti lifað og dafnað. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Ákureyri hefur það að markmiði að mennta starfsfólk í öllum undir- stöðugreinum íslensks sjávarútvegs og á það að vera fært um að vinna á flestum sviðum sjávarútvegs sem og tímabili síðasta árs og nam alls um 3,8 milljörðum króna. Aukninguna má m.a. rekja til þess að veiðar á krabba og rækju hófust óvenju- snemma, auk þess sem veiðiheimild- ir á hörpuskel voru meiri en í fyrra. Þá jókst sala unninna afurða um 8,4% og var alls um 2,8 milljarðar á tímabilinu. Viðskipti með sjávarfang numu um 3,3 milljörðum og jukust um 8,1%, einkum vegna hagstæðari markaðsskilyrða fyrir hlýsjávar- rækju. Fimm hluthafar eiga nú um 64% hlut í FPI. Þ.ám. á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um 14,6% hlut og kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Clearwater um 9% hlut. Þessi félög stóðu m.a. að tilboði sem NEOS Seafood gerði í allt hlutafé FPI í nóv- ember á síðasta ári. Tilboðinu var hafnað þar sem lög í Nýfundnalandi kveða á um 15% hámarkseignaraðild einstaklinga eða félaga í fyrirtækj- um þar í landi. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu kom fram á aðalfundi FPI fyrir skömmu að fyr- irtækið stendur á fjárhagslega traustum grunni en engu að síður er stjóm þess að skoða samrunamögu- leika. að stunda sérhæft framhaldsnám. Jafnframt segir í ritstjórnarspjalli að blaðinu er ekki eingöngu ætlað að fjalla um þá þætti sjávarútvegs sem ber hæst á hverjum tíma held- ur einnig þau málefni sem líklegt er að varði íslenskan sjávarútveg og tengdar greinar i framtíðinni. Auk þess er í blaðinu að finna kynningu á því námi sem sjávarútvegsdeild HA hefur upp á að bjóða. Palomino Vinsælasta fellihýsið á Islandi wmm'Áim Palomino PONY skemmtilega fjölskylduhýsið ÚTB0RGUN Palomino YEARLING glæsilega fjölskylduhýsið ÚTB0RGUN meðagreiösla á mánuði 160 mán ‘staðgreiðsluverð 589.900 meðagreiðsla á mánuði f 60 mán 'staðgrelðsluverð 828.200 YEARLING EYJARSLÓÐ Glitnir býður Frjálsu bílalánin til fjármögnunar á nýju fellihýsi frá Seglagerðinni SEGLAGERÐIN ÆGIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.