Morgunblaðið - 13.08.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.08.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 E 13 ■MHMHMMWMMMMHNMHMHMMMMNNMMMMMMMMHMMMMMMMMi Nasco er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki sem er sérhæft í sölu á rækju og botnfiskafurðum og útgerð frystitogara. Fyrirtækið var slofnað 1995 og er áætluð velta þess fyrir árið 2000 um 5 milljarðar króna. Hjá fyrirtækinu starfa 20 starfsmenn í Reykjavfk og um 300 starfsmenn hjá dóttur- og hlutdeildarfélögum innanlands og erlendis. Fyrirtækið er með starfsemi í Bretlandi, í Kanada auk skrifstofunnar í Reykjavík. ^NASCO North Atlantic Seafood Company Fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum Vegna vaxandi umsvifa og nýrra verkefna óskar Nasco að ráða í eftirtalin störf: Skipstjórar Starfssvið: Vegna nýrra verkefna er leitað er eftir fiskiskip- stjórum á erlend fiskiskip sem eru í rekstri og viðskiptum hjá Nasco. Um er að ræða fiskiskip undir fána Rússlands, Eistlands og Litháen. Hlutverk fiskiskipstjóra um borð er dagleg ábyrgð og stjórn með veiðum og vinnslu um borð. Nasco flotinn er við rækju- og bolfiskveiðar á Flæmska hattinum og í Barentshafi. Skilyrði er að umsækj- endur hafi reynslu af rækjuveiðum. Vélstjórar Starfsvið: Starfsvið vélstjóra er yfirumsjón með öllum vél- og tæknibúnaði skipsins. Umsækjendur verða að vera tilbúnir að starfa með með erlendum undirvélstjórum. Vinnslustjórar Starfssvið: Vinnslustjórar hafa yfirumsjón með vinnslu og bera ábyrgð á meðferð og framleiðsluferli hráefnis um borð og þjálfun áhafnar. Vinnslustjóri hefur einning umsjón með gæðastjórnun framleiðslu um borð. Nasco leggur ríka áherslu á framleiðslu hágæðavöru um borð í skipum fyrirtækisins. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Nasco og heiti viðkomandi starfs" fyrir 18. ágúst nk. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Ari Eyberg. Netföng: thorir.thorvardarson@is.pwcglobal.com ari.eyberg@is.pwcglobal.com X PrICÉWATeRHOUsEQoPERS j§ Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is Laus störf á Jafnréttisstofu Jafnréttisstofa er ný stofnun sem sett var á fót með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Hún tekurtil starfa á Akureyri 1. september nk. en hlutverk hennar er að vinna að því að koma á og viðhalda jafn- rétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og tryggja þannig jöfnun á stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Til að ná þessu markmiði skal stofan meðal annars sjá um fræðslu á sviði jafnréttismála og vera stjórn- völdum, stofnunum, fyrirtækjum auk einstak- lingum og félögum til ráðgjafar á því sviði. Jafnframt skal Jafnréttisstofa sinna rannsókn- arstörfum og annarri upplýsingaöflun er lýtur að jafnréttismálum. Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: Ráðgjafar/sérfræðingar á sviði jafnréttismála Tvær stöður ráðgjafa á sviði jafnréttismála eru lausar frá og með 1. september nk. Ráðgjafi skal hafa háskólamenntun auk grundvall- arþekkingar og skilnings á jafnréttismálum kvenna og karla. Góð mála- og tölvukunnátta er mikilvæg. Viðkomandi þarf jafnframt að hafa skapandi og gagnrýna hugsun, hæfileika til að vinna sjálfstætt og búa yfir góðum sam- starfs- og samskiptahæfileikum. Starfið felst meðal annars í rannsóknarstarfi, ráðgjöf og fræðslu- og upplýsingastarfi á sviði jafnréttis- mála. Fulltrúi Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og reynslu af almennum skrifstofustörfum og rekstri/ bókhaldi, góða færni í íslensku máli, auktölvu- og málakunnáttu í ensku og einu norrænu tungumáli (dönsku/sænsku/norsku). Jafnframt þarf hann/hún að hafa hæfileika til að vinna sjálfstætt og búa yfir góðum samstarfs- og samskiptahæfileikum. Við ráðningar í ofangreind störf verður m.a. tekið tillit til þess að hafa sem jafnast hlutfall kvenna og karla á Jafnréttisstofu. Unnt er að semja um stöðuhlutfall og upphafstíma starfs. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Umsóknum skal skilað til: Félagsmálaráðuneytisins, b.t. Valgerðar H. Bjarnadóttur, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Valgerður H. Bjarnadóttir í síma 862 8722, 462 7255 eða í tölvupósti: valkahb@nett.is. Tryggingamiðstöðin hf. óskar að ráða vátryggingaráðgjafa í markaðsdeild. Hæfniskröfur: • Háskóla- eða tæknimenntun er æskileg. • Góð framkoma. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. • Þjónustulund. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „TM - vátryggingaráðgjafi" fyrir 20. ágúst nk. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Netfang: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com PricewaTerhouseQopers H Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is HEIMILI, DÁGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, SUNDLAUG Til þín sem vilt vinna með okkur Ertu sjúkraliði, nemandi á heilbrigðissvidi eða starfsmaður með reynslu af aðhlynn- ingarstörfum? Hefur þú áhuga á skapandi og gefandi starfi þar sem unnið er með fötluð- um á jafnréttisgrunni? Við leitum að einstaklingum til starfa við að- hlynningarstörf. Um er að ræða 100% starf og hlutastarf. Unnið er á morgun- og kvöldvöktum ásamt annarri hvorri helgi. Einnig leitum við að einstaklingum til nætur- vaktastarfa, þar er starfshlutfallid 70%, unnar eru 5 vaktir og síðan 5 vaktir frí. Gaman væri að heyra í ykkur sem allra fyrst og væri þá upplagt að biðja um Þórunni Krist- jánsdóttur, sem upplýsirykkur nánar um störf- in. Sími 552 9133. Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoð- ar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 39 og starfsmenn um 45. Hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, þroskaþjálfi, sjúkraliðar, læknar og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. sérstaklega er unnið að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað i hjarta borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.