Morgunblaðið - 13.08.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 E 27
Svæðisstjóri á Austfjörðum
X Öigerðin Egili Skallagrímsson ehf. óskar eftir að
ráða metnaðarfullan og hugmyndaríkan starfsmann
til að hafa yfirumsjón með rekstri útibús
Ölgerðarinnar á Austuriandi. Viðkomandi þarf að
hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og einnig
að hafa innsýn í sölu- og markaðsmái.
/ Áhugasamir sendi greinargóðar uppiýsingar um
menntun, reynslu og fyrrí storf til afgreiðsiu Mbl.,
merktar "Egiis-svæðisstjóri” fyrir 18. ágúst n.k.
Farið verður með aliar umsóknir sem trúnaðarmál
og þeim ölium svarað.
...aö sjálfsögSu
Ölgeröin Egill Skallagrimsson ehf. er stofnuð 1913. Ölgerðin framleiöir
mikiö úrval öls, gosdrykkja og þykknis. Eriendir samstarfsaðilar eru
m.a. Pepsi, Tuborg, Grolsch, Schweppes og Guinness. Megináhersla
er lögö á gæöi hráefna og framleiðsluferils til aö skila gæðavöru.
Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er 150.
Borgarnes - Vefforritun
íslensk upplýsingatækni ehf. óskar eftir að ráða
vefforritara. Færni í HTMLforritun ásamst ASP,
PHP eða Java nauðsynleg ásamt góðri þekk-
ingu á vensluðum gagnagrunnum.
Góð íslensku- og stafsetningarkunnátta mikil-
væg.
Umsóknir er einungis hægt að fylla út og senda
af vef ÍUT; www.islensk.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Magnús
Magnússon eða Bjarki Már Karlsson í síma
430 2200.
íslensk upplýsingatækni ehf. er Internet-, frétta-
og útgáfuþjónusta í Borgarnesi.
Fyrirtækið hefur mikil umsvif á sviði vefsmíði
og gagnagrunnstengdra veflausna og hýsir
lén, vefi, netpóst og gagnagrunna. ÍUT er útgef-
andi héraðsfréttablaðsins Skessuhorns og ann-
ast fréttaþjónustu fyrir RÚV.
MosfelJsbær
Félagsmiðstöðin
Ból
Laus eru til umsóknar störf í Félagsmiðstöð-
inni Bóli, Mosfellsbæ, frá 1. sept. nk. 100%
staða aðstoðarforstöðumanns og 50%
staða starfsmanns.
Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldis-
menntun eða sambærilega menntun og/
eða reynslu af starfi með ungu fólki.
Laun greidd samkv. kjarasamningum starfs-
mannafélags Mosfellsbæjar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
félagsmiðstöðvar, Edda Davíðsdóttir, alla
daga frá 9 til 12 í síma 566 6058.
IDNSKÓUNN (REYKJAVÍK
Vilt þú kenna
tölvufræði?
Við Iðnskólann í Reykjavík er öflugt og metnað-
arfullt nám á tölvufræðibraut.
Nemendur sem útskrifast af brautinni eru eftir-
sóttirtil ýmissa starfa tengdum tölvum, net-
kerfum o.fl.
Vegna mikillar aðsóknar að brautinni vantar
okkur tvo kennara til viðbótar við þá mörgu
tölvunarfræðinga, tæknifræðinga og verkfræð-
inga sem þar starfa nú, til að kenna t.d. netkefi
og forritun (t.d. java).
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, góðan félags-
skap, mikla vinnu, sveigjanlegan vinnutíma
og ágætar tekjur.
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma
552 6240.
KRAFTVtLAR
Viðgerðarmenn
Kraftvélar ehf. óska eftir að ráða viðgerðar-
menn á vélaverkstæði til viðgerða á þunga-
vinnuvélum og lyfturum sem og öðrum smærri
tækjum, sem fyrirtækið er með umboð fyrir.
Fyrirtækið er í nýju húsnæði á Dalvegi 6—8
og er öll aðstaða til fyrimyndar.
Mikil vinna er í boði og góð laun.
Sölumenn
Einnig óskar fyrirtækið eftir sölumanni til að
annast innflutning og sölu fyrir nýtt vörumerki,
sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Um er að
ræða smáar vélar fyrir verslanir og iðnað.
Starfskröfur:
Enska — skrifa og tala.
Almenn tölvukunnátta.
Snyrtimennska.
Lífleg og skemmtileg framkoma.
Starfið hentar bæði konum og körlum.
Nánari upplýsingar í síma 535 3500.
Framkvæmdastjóri
Félag heyrnarlausra óskar eftir
framkvæmdastjóra.
Félag heyrnarlausra er hagsmunafélag og vinn-
ur að ýmsum baráttumálum heyrnarlausra
m.a. að bæta aðgengi heyrnarlausra að sam-
félaginu.
Kröfur eru:
• Táknmálskunnátta æskileg og þekking á
samfélagi heyrnarlausra
• Hugmyndaauðugur einstaklingur, sem er
opin fyrir nýjum leiðum
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 19. ágúst 2000.
Umsóknum skal skila til formanns Félags
heyrnarlausra Berglindar Stefánsdóttur,
Kringlunni 87, 103 Reykjavík.
Kaffístofur stúdenta
þjónusta stúdenta við
Háskóla íslands. Þær eru
staðsettar ÍAðalbyggingu
HÍ, Ámagarði, Eirbergi, Lög-
bergi og Odda. Megin-
markmið þeirra erað stuðla
að heilbrigðu mataræði
háskólastúdenta með því
að bjóða fjölbreyttog gott
vöruúrvalá lágmarksverði.
Kaffístofur stúdenta er ein
afsex rekstrareiningum
Félagsstofnunar stúdenta
sem er sjálfseignarstofnun
með sjálfstæða fjárhags-
ábyrgð. Að henni standa
stúdentar innan Háskóla
íslands, HÍ og mennta-
málaráðuneytið.
Starfskraftur
í kaffistofu
Félagsstofnun stúdenta óskar
eftir starfskrafti á Kaffistofu
stúdenta í Odda frá og með 1.
september n.k.
Vinsamlega sendið skriflega
umsókn til Atvinnumiðstöðvar-
innar, Stúdentaheimilinu
v/Hringbraut, 101 R., eða
tölvupósttil atvinna@fs.is,
fyrir 21. ágúst n.k.
f
W i
Upplýsingar eru veittar
hjá Atvinnumiðstöðinni
í sima 5 700 888.
ATVINNUMIÐSTÖÐ
STÚDENTA
atvinna@is.is
Félagsstofnun stúdenta
Sandgerðisbær i
Sérkennarar
Sérkennara vantarvið Grunnskólann í Sand-
gerði næsta vetur. Vegna óvæntra forfall vant-
areinnig íslenskukennara í efri bekki og mynd-
menntakennara í 1/2 stöðu
• í skólanum okkar eru yfirleitt tveir bekkir í
árgangi og meðalfjöldi nemenda í bekk 16.
• Við erum í samstarfi við rekstrarráðgjafa
með það að markmiði að koma upp gæða-
stjórnunarkerfi við skólann.
• Kennurum er greitt sérstaklega fyrir samstarf
við heimilin og vinnu að gæðakerfi.
• Sérstakur samningur hefur verið gerður við
kennara er varðar laun og aðra fyrir-
greiðslu.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, í síma 423 7436 og Pétur Brynjars-
son, aðstoðarskólastjóri, í síma 423 7717.
Sími skólans er 423 7439.
Leikskólinn Heklukot á Hellu auglýsir
Leikskólakennarar!
Leikskólakennarar athugið!
Leikskólakennara vantartil starfa á leikskólann
Heklukot á Hellu. Heklukot ertveggja deilda
leikskóli með u.þ.b. 50 börnum.
Hella er þorp í u.þ.b. 800 manna sveitarfélagi
í aðeins 96 km fjarlægð frá Reykjavík. Á Hellu
er öll þjónusta, góður grunnskóli, tónlistar-
skóli, íþróttahús og önnur íþróttaaðstaða.
Veitt verður aðstoð við að finna húsnæði ef
með þarf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
íslenskra leikskólakennara og sérsamningi við
sveitarfélagið.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri eða aðstoðar-
leikskólastjóri í síma 487 5956.
Á.GUÐMUNDSS0N ehf
Bæjarlind 8-10, Kópavogi.
Húsgagnasmiðir
verkamenn
Vegna aukinna verkefna vantar okkur starfs-
fólk, verkamenn og smiði til starfa við hús-
gagnaframleiðslu. Framtíðarstörf.
Upplýsingar veitir verkstjóri á staðnum.
Gefandi starf
Störf með börnum og unglingum eru gefandi
og ánægjuleg.
Kröftugt landslag milli fjalls og fjöru styrkir
sálina og í hraðfara logni leiðist engum.
Getum enn bætt við okkur kennara og skólaliða
til að vinna með hressum nemendum og starfs-
fólki Klébergsskóla í norðurbæ Reykjavíkur.
Sigþór og Snorri veita nánari upplýsingar í
símum 566 6083, 863 4266 og 699 2561 eða
í netfangi sigthor@ismennt.is.
Grunnskóli
Vesturbyggðar
Patreksskóli óskar eftir kennurum. Um er
að ræða kennslu i 1. bekk og tölvukennslu.
Upplýsingar veitir Ragnhildur Einarsdóttir skóla-
stjóri í símum 456 1637 og 456 1665. *•'