Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 34
34 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk tunga
á við í íslensk-
um kaupstað
Segja má að það sé vel við hæfí einmitt nú, sefflr Pétur
Pétursson, þegar íslensk tunga á í vök að verjast, svo mjög að
þeir, sem sökum lærdóms og þekkingar á gildi móðurmáls og
feðratungu, telja sig þurfa að efna til fjársöfnuar til styrktar
þjóðtungu, þá sé kjörinn áfangastaður að nema staðar við
hús Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta.
Það var einmitt Stefán
Gunnlaugsson land-
fógeti sem í krafti em-
bættis og þjóðrækni lét
það boð út ganga úr
embættisskrifstofu sinni og sendi
þau „skilaboð" eins og nú er svo vin-
sælt að nefna hverskyns tilkynning-
ar, að íslensk tunga ætti við í íslensk-
um kaupstað.
Það gerði Stefán með þeim hætti
að hann sendi næturvörðinn og kall-
ara sinn. Sá brýndi raustina og hróp-
aði á vegferð sinni: „Islensk tunga á
við í íslenskum kaupstað, hvað allir
athugi.“ Ef við hyggjum að því
hvernig var ástatt í Reykjavík um
þessar mundir, þá þurfum við ekki
annað en að seilast í bókaskápinn,
sækja þangað Pilt og stúlku, skáld-
sögu Jóns Thoroddsens og kynnast
því, hvemig sögupersónur hans tala,
þar er annað hvert orð á herratungu
þess tíma. Konan reykvíska sem sýn-
ir sveitastúlkunni íslensku Sigríði í
Tungu kaupstaðinn, mælir annað
hvert orð á dönsku. Hún segir til
dæmis „Gud Stine“, og annað eftir
því. Ekki þarf að saka Jón Thorodd-
sen um andúð á Dönum sem þjóð.
Hann hafði sjálfur barist frækilega í
her þeirra er ofurefli sótti að þeim á
danskri grund. En skáldið sem kvað
svo fagurlega um Hlíðina sína fríðu
og „blágresið blíða“, gat ekki orða
bundist, en lýsti af gamansemi og
hárbeittu háði þjóðernislegum tvi-
skinnungi og hringlandahætti í mál-
fari samtíðar sinnar. Stefán land-
fógeti átti við ramman reip að draga
og sætti raunar aðkasti danskra
kaupmanna. Þeir töldu sig eiga alls-
kostar við lýðinn, sem slæptist á göt-
unum eða lá letilega fram á búðar-
borðin. Verslunarþjónar þeirra
gerðu sér dælt við íslensku stúikum-
ar eins og Kristján búðarmaður, sem
sagði þegar hann gaf stúlkunni klút-
inn: „Hafðu það fallegur stúlkurinn
mín.“ Nú heyram við marg-siglda og
fjölmenntaða háskólamenn segja í
útvarpi, ekki bara einn, heldur fleiri,
„small is beautiful“. Þetta gerðist tvo
íaugardaga í röð. „Eins og Banda-
ríkjamenn segja“ bættu þeir við til
frekari skýringa. Jónasi Hallgríms-
syni, sem var samtímamaður Stefáns
Gunnlaugssonar kom annað í hug
þegar hann fjallaði um það sem er
smátt og fagurt. Hann sagði: „Smá-
vinir fagrir foldarskart."
Athvarf og aðsetur margra
Húsið númer 1 við Amtmannsstíg
heíúr tekið állmiklum stakkaskiptum
síðan Stefán landfógeti bjó hér um
sig fyrstur manna árið 1834. Síðan
hafa margir átt hér athvarf og aðset-
ur, hér var starfræktur veitingastað-
ur, sem bar hið þjóðlega heiti „Bú-
mannsklukkan“ og minnir á hinn
forna sið að flýta klukkunni um eina
^klukkustund, sem freistaði líka
sumra til að seinka henni á kvöldin
Friðjón Jensson læknir og
dóttursonur.
og fá með þeim hætti sem lengstan
vinnudag út úr hjúunum. Nú er hér
„Humarhúsið."
Ekki var málfarið betra á Akur-
eyri. Guðrún Borgfjörð segir:
„Heldra fólkið þar talaði hvorki
dönsku né íslensku. Heldur sam-
bland eða ekkert mál.“
Þótt Stefán landfógeti væri oft upp
á kant við máttarstólpa Reykjavíkur
meðan hann dvaldist hér í embætti,
má þó segja að hann hafi „átt daginn"
ef þannig má komast að orði. 6.
sunnudag eftir Trinitatis árið 1839,
þá streyma allir hefðarmenn Reykja-
víkur ásamt frúm og fylgdarliði í
dómkirkjuna. Þangað hefur borist
gjöf frá frægasta syni Norðurlanda,
Bertel Thorvaldssyni myndhöggv-
ara, það er skímarfontur, gjöf frá
þessum frægasta syni íslands. Guð-
feðgin við þessa einstæðu skímar-
athöfn, þegar sonur landfógetahjón-
anna er vatni ausinn og
skímarfonturinn vígður era Jón
Thorsteinsen landlæknir, Ólafur
Hjaltested skólastjóri Bamaskólans
í Reykjavík og Ragnheiðm- Ólafs-
dóttir yfirsetukona. Sveinninn ungi
var skírður Bertel Högni, fyrra nafn-
ið til heiðurs myndhöggvaranum,
sem kallaður var Bertel, þótt íslend-
ingar kysu að kalla hann Álbert.
Landfógetahjónin sem hér fögn-
uðu ungum afkomanda, urðu fyrir
þeirri sorg að missa barn er þeim
fæddust tvíburar þrem árum síðar
og greinir Jónas Hallgrímsson frá
því í bréfi er hann ritar í Reykjavík.
Synir landfógetahjónanna sem
lifðu og komust til mennta, þeir vora
Ólafur og Bertel, þeir áttu eftir að
reika um á bökkum stærri fljóta og
straumþyngri en lækurinn var, er
rann við túnfót landfógeta á æsku-
heimili þeirra í Reykjavík. Ólafur
varð ritstjóri stórblaðs í Parísarborg
og var tíður gestur á Signubökkum.
honum sem birtist í bókinni
Carmina.
Bertel Högni gekk á bökkum Pot-
omacfljótsins, þar sem allt var með
kyrram kjöram í þrælastríðinu.
Kvenhyllli Friðjóns
Þegar tekið er tillit til þess hve
Amtmannsstígurinn er „vel í sveit
settur“, ef þannig má komast að orði
um götu í Reykjarvíkurborg, þá
leiddi það af sjálfu sér að hingað leit-
uðu nemendur úr lærða skólanum og
síðar úr Menntaskólanum og tóku á
leigu herbergi hjá húsráðendum
meðan þeir stunduðu nám í höfuð-
staðnum. Árið 1890 era hér t.d.
skráðir þrír læknastúdentar, þeir
era Jón Þorvaldsson, sonarsonur
Jóns Guðmundssonar ritstjóra, Jón
Jónsson síðar meir læknir og tann-
læknir. Hann var tengdasonur séra
Arnljóts Ólafssonar, sem var einn af
þátttakendum í „pereatinu."
Þriðji læknastúdentinn var Frið-
jón Jensson, sem síðar verður læknir
og tannlæknir á Eskifirði. Til er al-
kunnur húsgangur sem sýnir vin-
sældir Friðjóns:
Eg vildi ég væri vasaklútur
velmerkturmeð F.ogJ.
eða fríður flöskustútur
Friðjóns læknis varagoð.
Friðjón læknir virðist hafa notið
einstakrar kvenhylli ef marka má
vísu þá sem kveðin var. Friðjón var
bróðir Bjarna í Ásgarði í Dölum, sem
var þjóðkunnur bændahöfðingi á
sinni tíð. Ásgeir Bjamason fyrram
forseti Alþingis segist telja sig hafa
notið frændsemi við Friðjón er hann
var í framboði til Alþingis í Vestur-
landskjördæmi. Kveður hann aldrað-
ar konur á Mýram hafa spurt sig um
Friðjón. Þær mundu vel eftir honum
og veru hans í Mýrasýslu en þa'r og í
Hnappadalssýslu stundaði hann
lækningar um fimm ára skeið, 1894-
1899. Síðar fluttist Friðjón til Akur-
Lögreglumaður í Reykjavík flytur boðskap Stefáns landfógeta 1848.
eyrar. Þar kvæntist hann Olgu dótt-
ur Hendriks Schiöths bakarameist-
ai-a. Svo misskipt var með þeim
bræðram Bjarna bónda og Friðjóni
lækni, að Bjarni í Ásgarði og kona
hans Salbjörg Jónína Ásgeirsdóttir
eignuðust 17 böm. Sum þeirra dóu í
bemsku, en mörg urðu þjóðkunn.
Friðjón læknir eignaðist ekki afkom-
endui’ en fóstraði kjörböm.
Séra Árni Þórarinsson fór lofsam-
legum orðum um læknisstörf Frið-
jóns. „Hann þótti góður læknir.“ Svo
segir hann eins og vænta mátti af
honum (Séra Árna): „Þá var eins og
allir yrðu veikir og alltaf verið að
sækja lækni, bæði Friðjón og lækn-
inn í Stykkishólmi.“
Friðjón sat í sýslunefnd í Mýra-
sýslu um skeið.
Æskilegt að fækka
framsóknarmönnum
Þegar höfundur sat við samantekt
þessa greinarkoms kom í hugann að
leita til Ásgeirs Bjarnasonar, fyrram
alþingisforseta, og spyrjast fyrir um
ljósmyndir af Friðjóni lækni. I spjalli
okkar kom fram að séra Árni Þórar-
insson hefði talið að æskilegt væri að
fækka fylgismönnum Framsóknai--
flokksins. Segja mætti að það væri
lítt í samræmi við það að afkomendur
hans væra fulltrúar Framsóknar-
flokksins á Alþingi og utanríkisþjón-
ustu. Ég freistaðist til þess að segja
Ásgeiri ummæli sem Þórarinn Árna-
son (Prófastssonur segir frá) hafði
eftir föður sínum og greindi mér frá:
„Það ætti að taka af lífi svo sem eins
og 20 framsóknarmenn einu sinni á
ári, bara öðram til viðvöranar." Ás-
geir hló að frásögninni sem var ein-
kennandi fyrir snöggsoðna hörku-
dóma klerksins og vitnaði svo í
skpðanakannanir.
í lýsingu skólabræðra á Friðjóni
segir: „Tæpur meðalmaður á hæð og
samsvarar sér vel. Hæð og gildleik-
ur, hann er dökkhárr, veleygur, fríð-
ur í andliti og laglegur í vexti. Nám
sitt stundaði hann mjög vel, einkum
hin síðari árin. Drengur er hann hinn
besti“ (Saga Reykjavíkurskóla,
Heimir Þorleifsson).
Til fróðleiks má geta þess að meðal
bekkjarfélaga Friðjóns læknis vora
Bjami Sæmundsson fiskifræðingur,
Magnús Torfason sýslumaður og
séra Ingvar Nikulásson, faðir Helga
Ingvarssonar læknis og tengdafaðir
Sveinbjarnar Sigurjónssonar, sem
þýddi Internationalinn hérna hinum
megin við lækinn meðan hann borð-
aði plokkfiskinn hjá tengdamóður
séra Bjama Jónssonar.
Albert Sigurðsson
Ef við tökum stökk til ársins 1933
og hyggjum að háskólamönnum, sem
hér búa þá, era tveir skráðir leigj-
endur, Jóhann Salberg Guðmunds-
son, seinna sýslumaður á Sauðár-
króki, sonur Guðmundur Bergsteins-
sonar í Flatey.
Hér býr þá einnig Albert Sigurðs-
son bóndasonur úr Borgarfirði.
Hann mun í hópi þeirra íslenskra
námsmanna sem eiga hvað fjöl-
breytilegastan námsferil að baki.
Álbert innritaðist haustið 1928 í
læknadeild Háskóla íslands, fór til
Tékkóslóvakíu og las slavnesk mál og
sögu við háskólann í Prag. Árið 1931
er hann í Danmörku og lagði þá
stund á sögu og ensku. Hvarf heim til
íslands og las hér Norrænu. Albert
nam guðfræði við Hafnarháskóla. Al-
bert var cand. mag. við Norrænu-
deild Háskólans. Kenndi á Akureyri.
Fór enn utan til náms, þá til Amer-
íku, stundaði síðan kennslu þar og
hér heima.
Hjörtur Magnússon fyrrverandi
skipaskráningastjóri var góðkunn-
ingi Alberts, og kveður hann hafa
verið einkar fjölfróðan og víðlesinn.
Kunni Albert góð skil á prófeinkunn-
um fjölda manna, vissi hvemig þeim
hafði vegnað á prófum og úr þeim
hefði ræst. Gilti einu hvort þar var
um innlenda eða erlenda menn að
ræða. Á öllu kunni Albert skil, en
nýttist ekki þekking til fjárhagslegs
ávinnings að sama skapi, en Albert
var neyslugrannur og sparsamur við
sjálfan sig, og kaus að verja flestum
stundum við bóklestur og fræðasýsl.
Um skeið tók Albert að sér að
kenna í forföllum Brynleifs Tobías-
sonar í Menntaskólanum á Akureyri.
Þá lágu gagnvegir til góðvina í hús-
mæðraskólanum á Laugum. Albert
varð skotspónn glaðværra nemenda,
sem töldu sig sjá yrkisefni og mynd-
skreytingar í kærleiksríkri afstöðu
Alberts til námsmeyja á Laugum.
Lögðust háðfuglar skólans á eitt að
semja gamanbrag og kvöddu frægan
dráttlistamann til fulltingis er birti
teikningu sína í Carmina, árbók nem-
enda. Var rifjuð upp heimsókn að
Laugum, en þar var talið að Albert
hafi hugsað sér gott til glóðarinnar í
fríðum flokki meyja. Svo fór að meyj-
ar allar vora víðsfjarri faðmi Alberts