Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 11
En Einar Benediktsson á erfitt
með að hætta að drekka þegar hann
er byrjaður. Eftir fordrykk á vínstof-
unni býður hann Kristjáni Alberts-
syni að borða með sér kvöldverð á
Paladshótelinu. Par er nóg vín á boð-
stólum og gleðin teygist fram á rauða
nótt.
in
Tíu árum síðar...
í veikindum sínum og meinlætalífl
veturinn 1928 til 1929 hefur Einar
Benediktsson nógan tíma til að hugsa
um líf sitt og tilveru. Meðan hann
liggur rúmfastur lýkur hann við tvö
kvæði sem birtast í Lesbók Morgun-
blaðsins skömmu eftir áramótin. Hið
fyrra er Davíð konungur. í því kvæði
fjallar Einar um hlutskipti þess sem
hlotið hefur köllun sem drottnari og
skáld - hvernig stríð hans, hrösun,
synd og þjáning eru leið til iðrunar,
þroska og göfgi í list, trú og lífi. Hlut-
skipti Davíðs er hans eigið hlutskipti:
Námfús á lífið hann náði hæð.
En naðra blundaði í hjartans æð.
Hjarðknapinn hneigðist til skálar.
- Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð.
Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf
stríð.
Og iðrun krefst syndar, um eilífa tíð,
svo ávaxtist pundið sálar.
Já, Davíð var herra vors heilaga lands;
svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns
að dáðust drottnamir sjálfir.
Hans bæn flutti hásöng af lifandi list,
sem þóðbylgjur reisti á höfum yst.
- Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist
játendur veilir og hálfir.
Hitt kvæðið er um spekinginn með
bamshjartað, Bjöm Gunnlaugsson,
höfund Njólu sem hefur verið Einari
hjartfólgin allt frá barnæsku og vafa-
lítið átt þátt í að móta hugmyndir
hans um alheiminn.
Skáldið fer lítið út úr húsi. Eftir að
Einar kemst á fætur situr hann löng-
um í einum af djúpu hægindastólun-
um og hugsar og skrifar stundum eitt
og annað hjá sér í stílabækur. Svo
stendur hann upp og horfir út um
gluggann. Hann getur séð alla leið
niður á höfn þar sem eyrarkarlarnir
era að vinnu. Hlín kemur daglega til
að huga að honum, sér um að hann
hafi jafnan hrein og nýpressuð föt til
að fara í og snýst í kringum hann.
Hann kann vel að meta umhyggju
hennar.
Svala, dóttir Einars, sem nú er
komin til Ameríku og gift lögfræð-
I'jölskyldumynd úr Þrúðvangi. Eftir aldri barnanna að dæma hlýtur hún að vera tekin í hinni stuttu heimsókn
hjdnanna til íslands í lok ágúst 1919. Margrét Zoega situr f öllu sínu veldi hægra megin fyrir miðri mynd en
Einar er lengst tii hægri og horfír út úr myndinni. Valgerður situr hins vegar lengst til vinstri. Næst Valgerði
er líklega Sigríður, systir hennar. Fyrir framan hana situr Valur, 22 ára, og við hlið hans Örn, 18 ára. Fyrir
framan hann eru Tove og Agla, dætur Sigríðar Jacobsen. Fyrir aftan Margréti Zoéga stendur Már, 16 ára, og
fyrir aftan Einar Svala, 20 ára. Milli Margrétar og Einars er Hrefna, 11 ára.
Svala Benediktsson, elsta dótt-
ir Einars og augasteinn hans.
Hún hefur áritað myndina til
föður síns. Ári seinna var hún
liðið lík. Fráfall hennar var
Einari mikið áfall.
Valgerður Zoéga Benediktsson,
39 ára gömul. Myndin er tekin í
Reykjavík í desember 1920 en
þar dvaldi Valgerður hjá móður
sinni um nokkurra vikna skeið
eftir að þau Einar höfðu flutt
heimili sitt til Lundúna.
ingnum Kern Moyse, býr á Long Is-
land í New York. Hún hefur áhyggj-
ur af pabba sínum. Rétt fyrir jólin
1928 skrifar hún honum og segir:
„Elsku hjartans pabbi minn. Besta
þakklæti fyrir skeytið! Mér þykir svo
leiðinlegt að frétta af þér lösnum en
vona fastlega að þú sért nú algjörlega
frískur aftur. Ég hlakka svo óendan-
lega mikið til að fá bréf frá þér, sem
nú víst er á leiðinni, þá verður allt svo
langtum skemmtilegra ... Ég sjálf
ætla mér að reyna að senda þér línu
einu sinni á viku ef ég get ... Guð
blessi þig og varðveiti og styrki. Góði
skrifaðu mér ef eitthvað sérstakt er
sem pínir þig. Mig langar svo óend-
anlega til að vita af þér glöðum og
kátum. Þín elskandi dóttir, Svala.“
En í janúar leggst Svala sjálf fár-
veik og er lögð inn á spítala. Lítið
verður því um bréfaskriftir af hennar
hálfu fyrst um sinn, hún vill ekki
heldur hryggja föður sinn með því að
segja honum frá eigin veikindum sem
era reyndar grafalvarleg. Henni er
ljóst að tvísýnt er um líf hennar. Ein-
ar furðar sig hins vegar mjög á að fá
engin bréf og er hugsjúkur út af því á
köflum, ímyndar sér alls konar skýr-
ingar. Hann er viðkvæmur og má
ekki við svona mótlæti. Hann skrifar
mörg bréf sjálfur til Svölu og eitt til
eiginmannsins til þess að reyna að
komast að því hvað sé eiginlega að.
Loks 10. apríl skrifar hún:
„Elsku hjartans pabbi minn. Ég
skammast mín svo óendanlega fyrir
að hafa ekki skrifað í alla þessa tíð.
En ástæðan fyrir þögn minni var góð
og gild. Samt vil ég byrja með að
þakka þér betur en vel fyrir bréfin
þín elskulegu, pabbi minn. Það gleð-
ur mig alltaf svo mikið að heyra frá
þér. Mér finnst einhvem veginn eins
og ég hafi misst marga góða þræði
þegar ég lagðist - því sagan er að ég
hef verið í rúminu síðan í janúar. En
nú h'ður mér mikið betur og vonast ég
til að fara á fætur á næstunni. Svo þú
mátt ómögulega láta þér leiðast þess-
ar fréttir því ég er róleg og ham-
ingjusöm og heimspekilega sannfærð
um að allt verður fyrir því besta. Ég
hef samt oft í seinni tíð mátt gnísta
tönnum yfir ómegð minni. Helst
hefði ég margt gott viljað starfa,
jafnvel ráðast á margar vindmyllur -
[í] stað þess vilja það forlög að ég
flatmagi hér eins og sjúk skata og
þurfi að verja öllum kröftum í bar-
daga á móti „óinteressant" veikind-
um. Elsku pabbi minn. Ég vil svo
gjaman vita af þér glöðum og kátum.
Ef óskir mínar væra þess minnsta
virði þá mundir þú leika við hvern
þinn fingur. Ég varð ósegjanlega
hry'gg yfir fréttum þeim er þú sagðir
mér af mömmu og þér. En Guð forði
mér frá því að blandast inn í ykkar
einkamálefni. Þið hljótið sjálf og þið
ein að vita hvað er réttast og best og
heiðarlegast fyrir alla parta. Kern
þótti svo vænt um að fá bréfið þitt
góða. Hann ætlar að svara því undir-
eins og unnt er. I svipinn vinnur hann
á hverju kvöldi fram á rauðan morg-
un til þess að klára pappíra þá sem
hann forsómaði þegar ég var veikust.
Og hann er allan daginn á vinnustofu
sinni og hefur þess vegna ekkert
næði sem stendur. Því verður þú að
fyrirgefa þótt ekki verði nema fáar
línur frá honum núna. Skrifaðu mér
nú bráðum pabbi minn - ég ætla sjálf
að reyna að senda þér oftar línu.
Elsku pabbi minn, viltu ekki senda
mér eitt stutt vers af einhverjum síð-
ustu Ijóðum þínum? Mikið þætti mér
vænt um það. Góður Guð vemdi þig
og blessi þína starfsemi ætíð. Þín
Svala.“
Svala er hugrökk stúlka. Þó að hún
sé dauðanum merkt er henni mest
annt um að föður hennar líði vel, hún
er að hugga hann og styrkja. Viku
seinna skrifar hún enn:
„Hjartans bestu þakkir, minn allra
besti „Pops“ fyrir þitt elskulega bréf
sem ég fékk í morgun. Þú mátt ekki