Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 14

Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnin hefur spillt fyrir samheldninni Kapphlaup Eystrasalts- ríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, um að verða fyrst til að fá inngöngu í Evrópusambandið og NATQ hefur spillt fyrir samheldni þeirra. Auð- unn Arnórsson ræddi þetta við nokkra fulltrúa * þessara vinalanda Is- lands á ráðstefnu um samstarf við Eystrasalt. NÚ ÞEGAR nær áratugur er liðinn frá því að Eystrasaltsríkin þrjú - Eistland, Lettland og Litháen - losn- uðu úr viðjum Sovétríkjanna og end- urreistu sjálfstæði sitt stefna þau öll ákveðnum skrefum að inngöngu í helztu samstarfsstofnanir ríkjanna vestar í álfunni, Evrópusambandið (ESB) og Atlantshafsbandalagið, NATO. Stefnan inn í ESB og NATO er hornsteinar utanríkisstefnu allra Eystrasaltslandanna. En þrátt fyrir að umheimurinn h'ti gjarnan á Eystrasaltslöndin sem eina heild er margt sem skilur þau að og hefur samkeppnin milh þeirra um að verða fyrst til að fá inngöngu í ESB og NATO ýtt undir þá þróun, að hvert þeirra fari sinn eigin veg. Samheldn- in, sem ætla mætti að væri sterk vegna hinnar að svo mörgu leyti sam- eiginlegu (og byrðaþungu) sögu þjóð- anna þriggja, hefur liðið fyrir þessa samkeppni. Á ráðstefnu sem þýzka rannsókna- stofnunin „Institut fiir Auslands- beziehungen" skipulagði fyrir hönd upplýsingaþjónustu þýzku ríkis- stjómarinnar á Eystrasaltseynni Riigen fyrir skömmu komu saman fræðimenn, embættismenn og blaða- menn frá öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, en ísland er meðal þeirra í gegnum Norðurlanda- samstarfið. Meðal erinda sem þar voru haldin voru hugleiðingar litháíska heim- spekingsins Grazinu Minoitaite um valkosti Eystrasaltslandanna í ör- yggismálum, en í fyrirlestrinum reyndi hún að tengja hugmyndir um sjálfsímynd þjóðanna við stefnumót- un þeirra í öryggismálum. Þrír valkostir Minoitaite sagði, að eftir að ríkin þrjú höfðu endurheimt sjálfstæðið upp úr 1990 hefðu þrír valkostir verið ræddir hvað varðar öryggismála- stefnu hinna nýfijálsu ríkja: Hlut- leysi, einhvers konar svæðisbundið vamarsamstarf, eða innganga í ör- yggiskerfi Vesturlanda. Fyrsti valkosturinn, hlutleysi, hefði verið í umræðunni fram til 1994, en fáir aðrir en rússneskir íbúar Eystrasaltslandanna aðhylltust hann. Ofan á varð sú afstaða, að hlut- leysisstefna væri hreinlega hættuleg. Á fyrstu árum tíunda áratugarins var hvatt til þess að Eystrasaltslönd- in tækju upp náið samstarf sín í milli um öryggis- og vamarmál. Meðal stjórnmálamanna í þessum löndum gætti þó fljótlega áhugaleysis um þennan valkost. Þess í stað beindust' sjónir í vestur, til öflugustu sam- starfsstofnana Vestur-Evrópu. „Eistneskir, lettneskir og litháískir stjórnmálamenn risu gegn þeirri til- hneigingu umheimsins að skella þjóðunum þremur í einn pott,“ sagði Minoitaite. Vytautas Landsbergis, fyrrverandi forseti litháíska þings- ins, lét svo ummælt um miðjan ára- tuginn að tímabært væri fyrir Litháa Reuters Frá fundi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna með starfsbræðrum hans (og staðgenglum þeirra) frá Eystra- salts- og Norðurlöndunum í Vilnius í sumar, þar sem öryggismál þessara ianda voru til umræðu. Ljósmynd/Au.A. Atis Lejins, forstöðumaður utan- rfldsmálastofnunar Lettlands. FINNLAND NOREGUR ° Tallin ’ EISTLAND V Riga LETTLAND |JB LITHAEN MÖRK Vilniusa PÓLLAND HVÍTA RÚSSLAND að „slíta sig lausa úr hinu baltneska gettói“; Litháen bæri að skilgreina sem mið-evrópskt land. Og Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, lýsti því yfir um svipað leyti að Eistland væri norrænt land og ætti bezta samleið með Norður- löndunum. Undir þessum kringumstæðum voru allar hugmyndir um formlegt vamarbandalag Eystrasaltsríkj- anna, sem ætti að koma í staðinn fyr- ir aðild þeirra að öryggismálabanda- lögum Vesturlanda, andvana fæddar. Öll ríkin þrjú tóku því stefnuna á inngöngu í NATO og ESB. Var markið sett á að fá aðild að báðum stofnunum í seinasta lagi árið 2002. Hvað varðar sjálfsímynd og þjóð- arvitund Eystrasaltsþjóðanna segir Minoitaite að umskiptin sem fólust í hinni ákveðnu stefnu að vilja nálgast Vesturlönd sem mest og hraðast hafi í raun, enn sem komið er að minnsta kosti, falist að meira leyti í því að skil- greina sig frá austrinu en að aðlagast véstrihuíraun. Undir þetta taka aðrir fulltrúar Eystrasaltslandanna sem Morgun- blaðið hitti að máli. Einn þeirra, eistneskur stjórnarerindreki, lýsti því reyndar yfir að Eystrasaltsríkin þrjú hefðu enga þörf fyrir sameigin- lega vitund. Þau hefðu skilgreint sína þjóðarhagsmuni hvert á sínum for- sendum, og fylgdu hvert sinni utan- ríkisstefnu í samræmi við það. Vissu- lega féllu hagsmunimir að miklu leyti saman, og samvinna ríkjanna í milli væri líka náin á mörgum svið- um. Að mörgu leyti ættu Eistland og Lettland betri samleið en þessi tvö ríki með Litháen, og fyrir því væm sögulegar ástæður. Samstarf Lithá- ens og Póllands væri mjög mikil- vægt, og hinum Eystrasaltsríkjunum væri einnig hagur í því. Er Evrópusambandið hóf árið 1998 aðildarviðræður við valinn hóp umsóknarríkja í Mið- og Austur- Evrópu, sem talin vora komin lengst á leið með aðildarandirbúning, varð Eistland eina ríkið sem komst í þenn- an hóp. Þetta mislíkaði mörgum stjómmálamönnum í Lettlandi en einkum þó í Litháen. Kapphlaupið var hafið. Eina skynsemin að öll löndin fái samtímis inngöngu í NATO Reyndar leyfir Atis Lejins, for- stöðumaður utanríkismálastofnunar Lettlands, sér að slá því fram, að „de facto“ sé Lettland nú þegar í NATO. Það sem hann á aðallega við með þessari fullyrðingu er, að Lettland, ásamt hinum tveimur Eystrasalts- löndunum, sé nú þegar orðið viður- kenndur meðlimur vestrænu ríkja- fjölskyldunnar. Eina vandamálið sé Rússland. Þegar hann er spurður um sam- keppnina milli Eystrasaltslandanna um inngönguna í NATO og ESB seg- ir Lejins: „Litháum mislíkaði að Eistum skyldi einum vera boðið í „fyrstu-lotu-hópinn“ inn í Evrópu- sambandið, svo að þeir ákváðu að verða fyrstir til að fá inngöngu í NATO.“ Þessa hugmynd segir hann vera fáránlega, því fátt sé skaðlegra hagsmunum Eystrasaltsríkjanna en að reyna að koma einu þeirra fyrr en öðram inn í NATO. „Þetta er eitt svæði í öryggismálapólitísku tilliti," segir hann. Fengi eitt ríkjanna þriggja aðild að NATO myndu Rúss- ar láta hin tvö kenna á því. Eina skynsamlega stefnan sé því að öll löndin þijú fái samtímis inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Þessu er eistneski stjómarerind- rekinn sammála, en varðandi ESB- stefnuna segir hann eðlilegt að hvert umsóknarríki sé metið á eigin for- sendum. Skilyrðin fyrir ESB-inn- göngu séu skýr og rétt að hvert það ríki sem sækist eftir inngöngu sé metið eftir því hvemig því gengur að uppíylla þau. Hann segist sannarlega ekkert hafa á móti því að öll Eystra- saltsríkin fái inngöngu í ESB sam- tímis, en sé Eistland tilbúið til þess fyrr vill hann ekki að aðild þess seinki vegna þess að hin þurfi að leggja meira á sig. Lejins segir ESB hafa haft hæpn- ar ástæður til að gera upp á milli landanna þriggja eins og það gerði. Staða rússneskumælandi minnihlut- ans og samskiptin við Rússland höfðu mikið að segja um þetta á sínum tíma, en nú, eftir að Lettland er búið að eiga í aðildarviðræðum frá því í byijun þessa árs (sem og Litháen), segir hann allt vera á réttri braut. Viðræðumar gangi hratt og vel og lettneska stjórnin vonast til að þeim geti verið lokið fyrir lok næsta árs og Lettland geti því fengið aðild jafn- fljótt og Eistland og hin „fyrstu-lotu- ríkin“. En NATO-stefnu Litháa lýsir Lej- ins svo: „Þeir ákváðu að verja miklu fé til varnarmála, miklu meira en Lettar eða Eistar, og settu mikið púður í lobbýisma í Bandaríkjunum, en Ameríku-Litháar era margir. Til skamms tíma þótti NATO-ríkjunum mikið til tilburða þeirra koma. Og það er reyndar rétt, þeir era komnir lengra en við [Lettar] í því sem þarf að gera til að uppfylla aðildarkröfur NATO,“ segir Lejins. Litháar geti hins vegar augljós- lega ekki haldið áfram að verja svo miklu til varnarmála, þróun efna- hagslífsins leyfi það einfaldlega ekki. „Það talar enginn lengur um að Lit- háen verði fyrst [landanna þriggja] inn í NATO. Við eyðum minna, en við stöndum við skuldbindingar okkar.“ Þá þótti mörgum Eistum og Lett- um það líka súrt í broti, að Litháar skyldu leynt og Ijóst beita þeim rök- um í viðræðum við fulltrúa NATO, að Litháen væri vænlegra til að hljóta aðild fljótt vegna þess að það væri laust við þau vandamál sem fylgdu hinum stóra minnihlutahópum Rússa í hinum löndunum tveimur. Lejins segir að talsmenn NATO hafi ítrekað sagt að það mikilvægasta í þessu sambandi sé að unnið sé markvisst í samræmi við aðildarand- irbúningsáætlunina (MAP = Memb- ership Action Plan). „Trúverðugleiki er lykilatriði," segir hann. Og ákvörð- unin um það hvort eitthvert ríki fái inngöngu verður alltaf pólitísk; öll aðildarríki NATO þurfa að sam- | þykkja inngöngubeiðnina. Ljóst er að mest veltur á samþykki Banda- - ríkjamanna, sem ráða yfir kjam- orlmvopnunum sem fælingarmáttur NATO-aðildarinnar byggist á. „Bandaríkin era einfaldlega of stórt land til að hafa áhuga á að lítið land eins og Slóvenía fái inngöngu í NATO, sem Rússar myndu þó ekki kippa sér upp við. Það sem þarf að gera er að öll umsóknarríkin, allt frá Eistlandi til Rúmeníu, sameinist um ^ að vekja athygli bandaríska þingsins. Öðra vísi vinnst þetta ekki.“ í júní í sumar átti William Cohen, p vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, fund í Vilnius með starfsbræðram sínum (og staðgenglum þeirra) frá Eystrasalts- og Norðurlöndunum. Cohen sagði þar að landfræðileg lega lands (les: nálægð við Rússland) ætti ekki að standa í vegi fyrir inngöngu þess í NATO, en þessi orð hans juku mönnum í Eystrasaltslöndunum . bjartsýni á að þau ættu einn góðan veðurdag eftir að fá inngöngu í j NATO. Þá hefur bandaríska utanrík- p isráðuneytið ennfremur sett upp nokkuð sem það nefnir „Norðaustur- evrópsku áætlunina“ (NEI = North- east-European Initiative), sem geng- ur út á að styðja við svæðisbundið samstarf við austanvert Eystrasalt, þar sem Rússar era hafðir með í ráð- um. Lejins hafnar því, að NEI sé eitt- hvað sem sé hugsað til að láta Eystrasaltsríkjunum finnast Banda- ríkin vera að gera eitthvað í þágu ör- yggis þeirra, þótt þeim verði ekki |f veitt innganga í NATO. „Þessi áætl- un er hrein viðbót við annað sem gert er til að halda Rússunum góðum,“ segir Lejins, og telur að hún sé þar með frekar til þess fallin að auka lík- urnar á NATO-aðild Eystrasaltsríkj- anna en hitt. Árið 2002 reynir á „stefnu hinna opnu dyra“ Þegar ákveðið var að bjóða Pól- landi, Tékklandi og Ungveijalandi inngöngu var jafnframt kveðið á um að árið 2002 yrði það aftur skoðað hvort fleiri umsóknarríkjum Austur- Evrópu skyldi boðin aðild. „Það veit náttúralega enginn hvað þá verður ákveðið, en að minnsta kosti geta þeir ekki annað en sagt eitthvað sem lætur „stefnu hinna opnu dyra“ áfram hljóma trúverðuga." ' Aðspurður viðurkennir Lejins að satt að segja sjái hann tæpast fyrir sér að NATO-ríkin 19 geti árið 2002 komizt að samkomulagi um að bjóða Eystrasaltsríkjunum aðild. „Senni- lega verður Eystrasaltsríkjunum ekki boðið nema „stóra sprenging- ar“-stefnan verði ofan á og öllum um- sóknarríkjunum boðin innganga,“ segir hann. „En óvæntir hlutir gerast oft,“ bætir hann við til að slá á aðeins bjartsýnni strengi. Hann segir það hins vegar alveg Ijóst, að verði Eystrasaltsríkjunum B ekki boðin aðild árið 2002 sé það I minnsta sem NATO geti gert að gefa ” þeim eitthvað meira en þau höfðu, þ.e. einhvers konar aukna aðildar- undirbúningsáætlun (,,MAP+“). „NATO-ríkin geta ekki látið líta svo út að þau hafi fyrir þrýsting frá Rúss- um ákveðið að veita Eystrasaltsríkj- unum ekki inngöngu - það jafnaðist á við að Rússar hefðu neitunarvald í þessu máli, en slíkt væri augljóslega andstætt eigin hagsmunum NATO B og Bandaríkjanna,“ sagði Lejins að I lokum. ’mmmr....................... msyay

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.