Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 15

Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 15 Nýr Kim eða kóresk sjón- hverfing? Fulltrúar erlendra ríkja flykkjast um þess- ar mundir til fundar við Kim Jong II, hinn „ástkæra leiðtoga“ Norður-Kóreu, og skoð- anir manna á honum hafa breyst mikið á skömmum tíma. Það á þó eftir að koma í ljós hvort hann er í raun tilbúinn til að slaka á harðstjórninni eða hvort þíðan er aðeins til- raun til að bjarga ríki, sem komið er að fót- um fram efnahagslega. „HVERS vegna skyldi ég leggja land undir fót til að heimsækja erlenda þjóðhöfðingja? Ég verð bara hér í Pyongyang og þeir munu koma til mín.“ Þannig svaraði Kim Jong II, hinn „ástkæri leiðtogi" Norður-Kór- eu, suður-kóreskum fréttamönnum á fundi í sumar og hann hafði rétt fyrir sér. Síðan hafa margir erlendir full- trúar gengið á hans fund, nú síðast Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og ekki er loku fyrir það skotið, að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, fari til N-Kóreu áður en hann lætur af embætti. Kim Jong II er einræðisherra í landi, sem umheimurinn ýmist óttast vegna eldflauganna eða vorkennir fyrir að geta ekki brauðfætt þegnana. Sjálfur hefur hann verið útlendingum mikil ráðgáta. Framan af var ekkert um hann vitað en síðar var honum lýst sem drykkfelldum glaumgosa, sem léti útsendara sína sjá um að útvega sér kvenfólk, oft leikkonur, og væri með kvikmyndir á heilanum. Þessi mynd af manninum olli Bandaríkja- mönnum miklum áhyggjum. Þá hafði lengi grunað, að N-Kóreustjóm væri að koma sér upp kjamavopnum og við hverju var þá að búast af þessum „brjálæðingi". Svarið var að einangra N-Kóreu og Kim var helsta réttlæt- ingin fyrir að koma upp umdeildu eld- flaugavamakerfi. Viðræðugóður, vel lesinn og skemmtilegur Álit Bandaríkjamanna á Kim hefur þó verið að breytast. Nú er talið, að unnt sé að semja við hann og jafnvel - með dálitlu hveiti og kannski pening- um - að fá hann til að hætta endan- lega við eldflaugaævintýrið. Á fundinum með Kim Dae Jung, forseta Suður-Kóreu, í sumar kom Kim Jong II flestum á óvart. Þá birtist hann sem viðræðugóður og skemmti- legur gestgjafi og það var sá sami Kim, sem tók á móti Madeleine Al- bright. „Hann er vel upplýstur, vel lesinn og góður hlustandi,“ sagði einn Bandaríkjamannanna í fylgdarliði Al- brights. „Hann virðist raunsær og hefur jafnvel kímnigáfu. Hann er ekld sá brjálæðingur, sem sumir hafa kall- að hann.“ I lokaveislunni, sem Kim hélt Al- bright, kastaði hann aftur fyrir sig fyrsta vínglasinu og hvatti hana til gera það líka. Undii' lokin hlógu þau og skemmtu sér saman eins og gamlir félagar að sögn eins Bandaiíkja- mannsins. „Hann getur talað um hvað sem er,“ sagði einn bandarísku gestanna. „Markaðskerfið, Netið, nýja tækni og efnahagsþróun. Það er enginn skort- ur á umræðuefnum." Annar nefndi hins vegar skemmtiatriðið, sem boðið var upp á, og fannst það táknrænt. Dansmeyjamar, sem túlkuðu árstíð- imar fjórar, og virtust skipta um föt án þess eftir væri tekið. „Þetta var ákaflega kóreskt, næstum eins og sjónhverfing," sagði hann og sumir velta því fyrir sér hvort hinn nýi Kim sé líka sjónhverfing. Hinar tvær ásjónur Kims Fréttaskýrendur benda á, að hvað sem líði alúðinni við erlenda gesti sé Kim Jong II mesti harðstjóri, sem nú sé uppi, og hrokinn og persónudýrk- unin fer ekki framhjá neinum, sem til Pyongyang kemur. Þessar tvær ásjónur Kims sýndu sig vel á ijölda- fundi eða nokkurs konar leiksýningu, sem hann og Albright sóttu. Á leikvanginum vom tugþúsundir dans- ai-a og um 50.000 áhorfendur en rétt áður en athöfnin hófst hljóðnaði yfir öllu svo að heyra mátti saumnál detta. Þegar Kim birtist ærðist mannfjöld- inn, hoppaði og stappaði og klappaði saman höndum í tiyllingslegum fogn- uði. Undir lokin hrópaði fólkið einum rómi: „Við munum verja okkar ást- kæra leiðtoga." Hjá erlendu gestun- um vöknuðu upp minningar um fjöldafundina í Þriðja ríki Hitlers. Allt var þetta að sjálfsögðu þraut- skipulagt og enginn veit hvað fólkið sjálft hugsaði. Vestrænir menn, sem dvalist hafa í N-Kóreu, segja, að það sé ekki til neins og raunar hættulegt að reyna að spyrja fólk spuminga um stjómvöldin enda má segja, að banda- rísku blaðamennirnir, sem komu með Albright, hafi verið í gæslu allan tím- ann til að þeir færa ekki að ræða við óbreyttan almúgann. Þjóðarstolt og innræting Evrópumaður, sem búið hefur í landinu, segist telja, að tryggð íbúanna við Kim sé meiri en flestir haldi og ástæðan sé fyrst og fremst þjóðarstolt. Þeir hafi um aldaraðir verið undir hælnum á öðram ríkjum en nú séu þeir sjálfstætt ríki. Annar minnir á innrætinguna, sem sé alger frá vöggu til grafar. Ríkið á allt og engin hætta er á, að fólkið gleymi hverjum beri að færa þakldmar. Pyongyang er hrörleg borg að undanskildum risastóram minnismerkjunum um „byltingarbar- áttu“ Kim II Sungs, fóður Kim Jong Ils. Hann var „leiðtoginn mikli“, sem stofnaði og stýrði ríkinu þar til hann lést 1994. Hefur sonur hans, sem er 58 ára að aldri, gætt þess vel að skyggja ekki á sinn „ódauðlega“ föð- ur. Fátt er vitað um æsku Kim Jong Ils en líklega fæddist hann í Síberíu þegar faðir hans var í rússneska hem- um og barðist við Japani. I hinni opin- bera ævisögu hans segir hins vegar frá kólibrífuglum, sem sungu um „leiðarstjömu", sem fæðast myndi á hinu heilaga fjalli Paekdu. Hugsan- legt er, að hann hafi átt sér bróður, sem lést, og hann á einn hálfbróður. Hinn eini og sanni Mímisbrunnur Eins og faðir hans áður er Kim Jong II nú uppspretta allrar visku í Norður-Kóreu. Varla er gefrn út bók, hvort sem hún er um blaðamennsku, verkfræði eða eitthvað annað, að þar sé ekki að finna leiðbeiningar fi'á „leiðtoganum ástkæra" og stundum Konur í Pyongyang lúta höfði frammi fyrir styttu af „leiðtog- anum mikla“, Kim II Sung, föður Kim Jong Ils. fer hann út í sveit eða í verksmiðjum- ar til að segja fólki hvemig það skuli vinna verkin. Ennþá prédikar hann sjálfsþurftarbúskapinn, sem gert hef- ur N-Kóreu að einu snauðasta landi í heimi, en Bandaríkjamenn telja, að hann viti hvað klukkan slær. Að hann viti, að hjá einhverjum breytingum verði ekki komist. Eins og fyrr segir átti Kim fund með fulltrúum s-kóresku fjölmiðlanna í ágúst í sumar og sú mynd, sem þeir AP Kim Jong II, leiðtogi N-Kóreu, skálar við Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Embættismenn í fylgdarliði Albright hrif- ust af því hvað hann var alúðlegur og vel heima í flestum málefnum. draga upp af honum, er dálítið önnur en hann hefur bragðið upp að undan- fömu. Hroki og stærilæti Hún er af montnum og jafnvel hrokafullum manni. Þegar talið barst að hugsanlegri sameiningu Kóreu- ríkjanna sagði hann, að „hún er bara komin undir því hvað mér finnst. Af henni verður einhvem tímann. Já, svona getur sá einn talað, sem hefur mikil völd,“ sagði hann hróðugur. Kim sagði Suður-Kóreumönnun- um, að vald sitt kæmi ,Jrá hemum“ en tók af öll tvímæli um það hver væri við stjómvölinn. Sagði hann, að her- inn hefði mótmælt beinu flugi milli Norður- og Suður-Kóreu af ótta við, að flugvélamar yrðu búnar njósna- myndavélum en „ég sagði þeim, að þetta væri bara ragl. Við eram undir eftirliti njósnahnatta og myndataka úr flugvélum skiptir ekki máli. Ég mun sjá til þess í framtíðinni að koma á beinu flugi milli ríkjanna." Kim virtist hafa gaman af því, að n- kóresku eldflaugamar hefðu valdið Clinton „miklum áhyggjum". „Við munum aldrei gerast taglhnýtingar stórveldanna,“ sagði hann og ekki var annað á honum að heyra en að Banda- ríkjastjóm væri tilbúin til að dansa eftir hans flautu. „Við getum tekið upp samskipti við Bandaríkin þegar ég vil, jafnvel á morgun,“ sagði hann og bætti við, að „Bandaríkin era með okkur á lista yf- ir hryðjuverkaríki en þegar við verð- um teknir þaðan getum við tekið upp samband". Heimild: The Washington Post Mikill sóðaskapur er á gangstéttum borgarinnar af tyggjóklessum sem fleygt hefur verið þar í hugsunarleysi. Hugsaðu áður en þú hendir og notaðu ruslatunnur fyrir allt rusl, líka tyggjóið. Láttu ekki tyggja þetta ofaní þig aftur. 'b*? >^REyKJAVI r 1 hPAHlt Borgarstjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Gatnamálastjóra LOSAÐU ÞIG VIÐ HANA í RUSLIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.