Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FC BARCELONA GEGN REAL MADRID inum sem utan hans, lenti í átökum í blaöa- mannastúkunni þar sem ástandiö var ekki síö- ur eldfimt og sá katalónska fjölmiðlamenn sinna starfi sínu af algeru hömluleysi. Hann komst aö þeirri niðurstöðu að knattspyrna er ekki bara íþrótt í huga manna þar syðra. EINHVER hefur líkt knattspymu við stríð. Sú líking fékk nýja vídd í huga mér eftir að hafa sótt leik FC Barcelona og Real Madrid á Camp Nou laugardaginn 21. október sl. „Þessi leikur snýst ekki aðeins um knattspymu," segir kona á fer- tugsaldri sem mætt er á völlinn með eiginmanni sínum og syni. Hún horfir ábúðarfull á mig og heldur svo áfram: „Það er annað og meira í húfi, við öll gegn þeim öllum, Barselónaborg gegn Madrídarborg, Katalónar gegn Spánverjunum. Þetta er ekki bara knattspyma, þessi leikur snýst ekki síður um stjórnmál, sjálfstæði okkar, menn- ingu og þjóðarstolt." Þessi orð lýsa stríði, hugsa ég meðan fjölskyldan hverfur gegnum stórar dyr inn í reykmettað Ijóshafið á vellinum. Eg er enn undir stúkunni og bíð eftir lyftu sem fer upp á efstu hæð þar sem blaðamannastúkan er. Stans- laus kliður heyrist frá vellinum, einstaka spreng- ing kveður við, lúðrablástur, trommusláttur og svo frekjulegt - eða eiginlega brjálæðislegt flaut og baul og öskur sem tengjast sennilega upphitun Luis Figo á vellinum, leikmannsins sem Real Madrid keypti frá Barselónaliðinu íyrir metfjár- hæð fyrír aðeins þremur mánuðum. Auk hins hefðbundna titrings sem vanalega fylgir leikjum þessara stórliða í spænsku fyrstudeildinni þá var tyrsta heimsókn þessa yfirvegaða og prúða xirtúgalska snillings á Camp Nou frá því hann ívarf frá Barselónaliðinu meginorsökin fyrir því ið þessi leikur vakti heimsathygli. Á vellinum /oru sexhundruð blaðamenn, þar af 200 erlendir og leikurinn var sýndur beint til þrettán landa. Spænskir fjölmiðlar, sem allajafna eru gagntekn- ir áhuga á knattspymu, sýndu yfirgengilega elju við að elta uppi hverja einustu frétt (og ekki-frétt) sem tengdist leiknum. Þegar upp var staðið var þáttur fjölmiðla ekki síður athyglisverður en leik- urinn sjálfur. Ljóst má vera að þótt fjölmiðlar séu að mörgu leyti bestu liðsmenn knattspyrnu- manna eins og Figo eru þeir vafalaust einnig einn af erfiðustu andstæðingum þeirra. Átök í blaðamannastúku Ég hafði fyrst farið niður í pressuherbergi þar sem atgangur sjónvarpsmanna var gríðarlegur við að koma tækjunum upp fyrir viðtöl eftir leik. Lætin eru ekki minni þegar upp í blaðamanna- stúku er komið, andrúmsloftið er raftnagnað eins og annars staðar á vellinum. Ég ramba loks á réttan inngang eftir að hafa beðið vallarstarfs- mann um leiðbeiningar sem var upptekinn við að horfa niður á völl; „talaðu við einhvem annan, ég veit ekki neitt,“ sagði hann og bandaði mér frá ön- ugur (reyndar ekki óalgengt svar hér í borg þeg- ar fólk í þjónustustörfum er beðið um aðstoð). Blaðamannastúkan er þéttsetin og virðist yfir- bókuð eins og leikvangurinn er iðulega sjálfur, en á hann hafa verið seldir fleiri ársmiðar en 98 þús- und sætin rúma. Þegar ég kem að sætinu mínu situr þar miðaldra blaðamaður frá Þýskalandi. Ég bendi honum á að þetta sé sætið mitt sem hann sitji í. Hann er ekki áhugasamur um að færa sig og segir að það sitji einhver í sætinu hans líka. Hann segir mér að þegja með þýskri kurteisi þeg- ar ég kveð það ekki vera mitt vandamál. Ég svara þvi til að ég sé reyndar áhugasamari um að horfa á Ieikinn en tala við hann. Vallarstarfsmaður skerst nú í leikinn og segist munu finna fyrir mig annað sæti. Upphefst nú mikil rekistefna þar sem starfsmaðurinn hleypur til og frá í stúkunni, kall- ar til starfsbræðra sinna og bendir og potar út í bláinn eins og hann sé að stýra loftvamaraðgerð- um. Eftir allt þetta segir hann ekkert sæti finnast in ég geti setið í stiganum milli sætanna og horft 1 leikinn þar. Ég segi eðlilegra að sá þýðverski setjist í tröppumar. Starfsmaðurinn verður ein- kennilega tómur í framan, eins og hann skilji mig ekki, en þegar ég endurtek orð mín snýr hann sér að eldri konu sem situr við hliðina á Þjóðveijan- um þjóstuga og er greinilega ekki að sinna blaða- mannsstörfum. Efth' nokkurt japl, jaml og fuður er hún látin víkja úr sæti. „Hún er ekki með gild- an passa,“ afsakar starfsmaðurinn sem hafði sennilega ætlað að bjóða mömmu sinni á leikinn. Ég sest loks niður þegar fimmtán mínútur era í leik en gef samt Þjóðveijanum þjófótta illt auga áður en ég einbeiti mér að vellinum þar sem einn- ig ríkir hálfgert hemaðarástand. Figo - „svikari“, „Júdas“ og „aurapúki" Fyrir leikinn hafði Lloreng Serra Ferrer, þjálf- ari Barselóna, sagt að Figo myndi ekki standast álagið sem andrúmsloftið í kringum þessa fyrstu endurkomu hans á Camp Nou skapaði enda ætl- uðu stuðningsmenn að láta hann hafa það óþveg- ið. Vicente del Bosque, þjálfari Madrídarmanna, hélt uppi vörnum fyrir sinn mann og sagði að Figo léki aldrei illa. Báðir höfðu þeir rétt fyrir sér á sinn hátt. Figo náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum og var greinilega slegin yfir þeim viðtökum sem hann fékk hjá fyrram aðdáendum sínum hjá Barselóna. Hins vegar hélt hann alveg andlitinu miðað við álagið sem á honum var. Síð- ustu mínútumar fyrir leik notuðu vallarstarfs- menn og lögregla til að taka niður spjöld, borða og fána sem áhorfendur höfðu komið upp með fúkyrðum um Figo. „Þú myndir selja móður þína fyrir fáeina peseta,“ stóð á einu þeirra en aðdá- endur Barselóna era á því að Figo hafi einungis yfirgefið liðið vegna peninganna. Sennilega hafa þeir hárrétt fyrir sér en líklega myndu þeir flestir gera slíkt hið sama ef þeim stæðu upphæðirnar sem Figo fær hjá Real Madrid til boða. í þeirra augum er hann eigi að síður „svikari", „Júdas“ og auðvitað „aurapúki" (pesetero) en seðlum með því orði var dreift til áhorfenda í tugþúsundatali við innganginn að vellinum svo þeir gætu látið þeim rigna yfir fyrrum átrúnaðargoð sitt. Ekki er ljóst hvort Barselónaliðið stóð fyrir dreifingu miðanna en stjómendur þess urðu eigi að síður uppvísir að því í fjölmiðlum að hvetja áhangendur sína til þess að láta Figo heyra það. Þegar upphafsflautið gall létu áhangendur heldur ekki standa á sér. Spennan, eftirvæntingin og ómanneskjuleg and- úðin á Figo sem fjölmiðlar (sérstaklega katal- ónskir) höfðu kynnt undir með umfjöllun sinni braust út í ógurlegu eilífðaröski'i. I hvert sinn sem Figo kom nálægt boltanum breyttist öskrið í skerandi óhljóð sem minntu einna helst á vælið sem fylgdi stöðumynd Ríkissjónvaipsins forðum, bara hundrað desibilum hærra. Að auki grýttu áhorfendur öllu lauslegu í leikmenn gestanna og þá einkum Figo, svo sem flöskum, bjórdósum, ávöxtum og einhveiju sem líktist einna helst blautum og skítugum íþróttasokkum. Camp Nou, eða Nývangur, er óhemju stór leikvangur - stærsti knattspymuvöllur í Evrópu og sá næststærsti í heimi - og nálægðin við áhorf- endur mikil, einungis þrír metrar skilja þá og leikmenn að. Telja má víst að engin önnur stétt búi við aðrar eins starfsaðstæður og knattspymu- menn; þeir eru eins og dæmdir menn sem varpað er fyrir Ijónin. Dagana eftir leikinn kvörtuðu leikmenn Real Madrid undan ólátum stuðningsmanna Barsel- ónaliðsins. „Það er ekki hægt að leika knatt- spyrnu undir þessum kringumstæðum," sagði brasflíski þramarinn Roberto Carlos sem átti ekki sjö dagana sæla á vinstri kantinum. Hann fordæmdi einnig dónaskapinn sem Figo var sýnd- Stuðningsmenn Barcelona fengu áfall þegar Figo notaði klásúlu í samningi sínum við liðið til að fá hver skýringin væri. Seðlum, eins og þeim sem maðurinn heldur á loft, þar sem Figo er I Reuters í byrjun leiks gerðu áhangendur Barcelona þvflík hróp að liðhlaupanum Luis Filipe Figo að hann sá þann kost helstan að halda fyrir eyrun. ur. Þegar hann endurtók nokkur fúkyrðanna sem höfð vora uppi af áhorfendum sá spænska sjón- varpið sér ekki annað fært en að draga niður í honum. „Það er erfitt að einbeita sér að leiknum þegar annað eins dynur á manni,“ bætti hann við. Stjómendur Bai-selónaliðsins virðast hins vegar ekki telja þetta óeðlilegt enda tóku þeir óbeinan þátt í skrílslátunum. Svör þeiiTa vora einföld: Áhorfendur era hluti af leiknum. Afleiðingar ólát- anna hafa þó sennilega orðið meiri en menn bjuggust við. Barselóna-liðið hefur ekki aðeins verið sektað um 700.000 krónur heldur hefur portúgalska knattspymusambandið aflýst vináttulandsleik við Katalóna sem átti að fara fi-am á Camp Nou 22. desember nk. Fyrri hálfleikur Leikurinn fór að öðra leyti vel af stað. Rivaldo á fyrsta skotið að marki. Gullvægur vinstri fóturinn spymir boltanum hárnákvæmt en unglingurinn í marki Real Madrid, Iker Casillas, sem var tveggja ára þegar lið hans vann síðast sigur á Camp Nou fyrir sautján áram, ver með naumind- um. Hann er augljóslega taugatrekktur og missir skömmu síðar þramufleyg katalónska undra- barnsins Xavis út úr höndunum en bjargar sér fyrir hom með viðbragði íslensks fjallalambs og handsamar boltann áður en hann lekur yfir mark- línuna. Casillas er eini leikmaður gestanna sem fær góða dóma hjá katalónsku pressunni eftir leikinn. Dómarinn, Alfonso Pérez Burrall frá Kantöbru, er fölur á að líta en svipur og allt lát- bragð og bendingar gefa til kynna að hann ætli sér að halda öllum frantaskap í lágmarki. Hann sýnir vald sitt með því að gefa einum leikmanni Real Madrid gult spjald við fyrsta tækifæri. Áhorfendur ganga af göflunum. Skömmu síðar slær þögn á múginn í örskots- stund þegar Raúl, skorarinn skæði, á skot úr opnu færi sem verst klippti leikmaður vallarins, Frakkinn Dutrael, ver frábærlega. Mér til undr- unar sé ég að nokkrh' blaðamenn í stúkunni góðu era farnir að lifa sig inn í leikinn á fremur ófag- mannlegan hátt og gefa dónaleg merki í átt að Raúl þegar hann hleypur til baka. Þegar Rivaldo skýtur rétt yfir úr aukaspymu fáeinum augna- blikum síðar sé ég að hárin rísa á katalónskum starfsbræðram mínum fyrir framan mig. Ég á því ekki að venjast að menn lifi sig inn í starfið með þessum hætti og skrái atburðinn hjá mér. Smámsaman þyngist sókn heimamanna. Portúgalski putalingurinn Simao á glymjandi skot í stöng en þegar Luis Enrique skallar bolt- ann í mark Real Madrid á 26. mínútu eftir auka- spyrnu Xavís virðist geirígrænn völlurinn, sem þó er ekta, grænni en kaupfélagsstjórinn á Vopnafirði. Fagnaðarlætin era ofui-veraleg. Blaðamannastúkan virðist skjálfa eins og bygg- ingin öll en það er þá bara einhver snaróður Kat- alóninn að beija í borðið hinum megin ríð Þjóð- verjann óþolandi sem sýnir aftur á móti engin srípbrigði. Ég átta mig fljótlega á því að markið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.