Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 30

Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 30
30 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bruce Willis og Samuel L. Jackson í hlutverkum sínum í Unbreakable. Bardagaatriði úr stórmynd Ridleys Scotts, Gladiator eða Skylminga- maðurinn. Leitin að Óskarnum Fram til áramóta verða frumsýndar í Bandaríkjunum flestar þær myndir sem þykja helst koma til greina við útnefningar til Oskarsverðlaunanna. Leikarar eins og Kevin Spacey, Tom Hanks, Joan Allen, Bruce Willis, Helen Hunt og Geoffrey Rush berjast um hituna og sömuleiðis leikstjórar á borð við M. Night Shyamalan og Philip Kaufman. Arnaldur Indriðason kynnti sér nokkra keppinauta og segir af fáeinum haustmyndum frá Hollywood. Reuters Leikstjórinn Steven Soderbergh hefur farið mikinn að undanförnu. Hér er hann ásamt helstu leikurum í mynd sinni Out of Sight með Jennifer Lopez í miðið en að auki (f.v.) George Clooney, Steven Soderbergh, framleiðandinn Danny DeVito and Ving Rhames. Reuters Leikaramir Kevin Spacey, Helen Hunt og Haley Joel Osment fara með aðalhlutverkin í nýrri mynd, Pay It Forward, sem þykir koma til álita þegar að tilnefningum til Óskarsins kemur. REGLAN er yfirleitt sú að þær myndir sem frumsýndar eru á haustmánuðum í Bandaríkjunum séu þær myndir sem eiga helst eftir að bítast um Óskarinn. Frægasta undantekningin frá reglunni er lík- lega Lömbin þagna. Fyrr á þessu ári voru Óskarsvænar myndir frum- sýndar eins og Gladiator og Erin Brockovich en flestir framleiðendur fara eftir reglunni og stilla upp sín- um vönduðustu og íburðarmestu myndum síðustu mánuði ársins svo þær séu enn í fersku minni Óskars- akademíunnar þegar kemur að út- nefningum i febrúar. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem frumsýndar verða á næstunni og talið er að munu vera ofarlega í huga akademíunnar þegar kemur að ákvarðanatöku. Sadismi Sá leikstjóri sem án alls efa kom mest á óvart á síðasta ári var ind- verskættaði Bandaríkjamaðurinn M. Night Shyamalan, sem gerði draugamyndina Sjötta skilningar- vitið. Hann hefur þegar gert aðra mynd um yfirnáttúruleg efni með Bruce Willis á ný í aðalhlutverki. Hún heitir Unbreakable og leikur hasarhetjan öryggisvörð sem lifir af hryllilegt lestarslys en dularfullur maður í líki Samuels L. Jacksons segir honum að það sé sérstök ástæða fyrir því að hann lést ekki. Shyamalan segir sjálfur að það sé erfitt að gera betri mynd en Sjötta skilningarvitið en telur engu að síð- ur að það hafi tekist þama. Drengurinn úr „Skilningarvit- inu“, Haley Joel „ég sé dáið fólk“ Osment, fer með stórt hlutverk á móti þeim Helen Hunt og Kevin Spacey í myndinni Pay It Forward. Leikstjóri hennar er Mimi Leder sem gerði spennumyndirnar The Peacemaker og Deep Impact fyrir Steven Spielberg hjá DreamWorks. Myndin segir frá kennara (Spacey) sem fær grunnskólabekkinn sinn til þess að hugsa upp ráð til þess að láta gott af sér leiða og einn nema- ndinn (Osment) tekur það sérstak- lega alvarlega. Óskarsakademían hefur sérstakt dálæti á Spacey og að vonum en varla hreppir hann stytt- una tvisvar í röð. Leikstjórinn Philip Kaufman hef- ur haft kyrrt um sig hin síðari ár en sendir frá sér nýja mynd um jólin sem heitir Quills og fjallar um hinn kynferðislega úrkynjaða mark- greifa af Sade. Ástralski leikarinn Geoffrey Rush fer með hlutverk greifans en Michael Caine fer með hlutverk læknis á geðveikrahælinu þar sem greifinn dvelur. Kate Wins- let leikur unga stúlku sem annast um greifann og Joaquim Phoenix er presturinn sem rekur geðveikra- hælið og reynir að halda stúlkunni frá sadistanum. Hér er einstaklega kræsilegur leikhópur á ferðinni sem sjá má og þótt Kaufmann hafi verið mistækur í seinni tíð (Óbærilegur léttleiki tilverurmar er jafn frábær og Henry og June er ömurleg) er alltaf von á góðum myndum frá hon- um. Quills er byggð á þekktu leikriti Dougs Wright um markgreifann. Soderberghá miklu flugi Einhver athyglisverðasti leik- stjóri sem nú starfar í drauma- verksmiðjunni er Steven Soder- bergh, en þrjár síðustu myndir hans, Out of Sight, Erin Brockovich og The Limey, eru með því betra sem komið hefur frá Hollywood á undanförnum misserum. Hann var á sínum tíma útnefndur til Óskarsins fyrir handrit fyrstu myndar sinnar, Kynlíf, lygar og myndbönd, en hefur ekki hlotið náð fyrir augum akadem- íunnar síðan. Kannski það breytist í ár. Hann hefur þegar sent frá sér myndina um Erin en í lok árs verður mynd hans, Traffic, frumsýnd með Michael Douglas, Catherine Zeta- Jones, Dennis Quaid og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um fíkniefnaviðskipti og seg- ir frá dómara í Bandaríkjunum sem gerist eiturlyfjabarón og kemst að því að dóttir hans er dópisti. Sænski leikstjórinn Lasse Hall- ström hefur starfað í Hollywood nær eingöngu frá því hann gerði þá góðu mynd Mit liv som en hund og sendir frá sér nýja mynd í haust sem heitir Chocolat. í fyrra var hann út- nefndur til Óskarsins fyrir The Cider House Rules en nýja myndin er af nokkuð öðrum toga. Leikar- arnir koma allstaðar að, Juliette Binoche, Judi Dench, Johnny Depp og Lena Olin (eiginkona Lasse) fara með helstu hlutverkin, en myndin segir frá ungri móður sem opnar súkkulaðibúð beint á móti kirkjunni í smábæ. Þá skilar breski leikstjórinn John Boorman nýju mynd sinni, Klæð- skeranum í Panama, af sér fyrir jólin en hún er með Geoffrey Rush og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum og byggist á samnefndri skáldsögu eftir njósnahöfundinn John Le Carré frá 1996. Sagan gerist í Panama skömmu áður en Bandaríkjamenn afhenda Panamaskurðinn stjórn- völdum landsins til umráða og fjallar um njósnir, svik og dauða á svait- kómískan hátt. Þá hefur lítil bresk mynd, Billy Elliot, vakið mikla at- hygli, en hún er eftir kunnan sviðs- leikstjóra í London, Stephen Daldry, sem aldrei hefur gert bíómynd áður og fjallar um dreng í breskum kola- námubæ um miðjan níunda áratug- inn, sem vill heldur læra ballet en æfa box, föður hans til mikils ama. Robinson Krúsó Matt Damon er í tveimur mynd- um haustsins, sem báðar þykja koma sterklega til greina við Ösk- arsútnefningarnar. Ónnur er eftir Robert Redford og heitir The Leg- end of Bagger Vance og segir af manni sem tekur að spila golf á ný eftir margra ára hlé, hvattur mjög áfram af kylfusveininum sínum, Bagger Vance, sem Will Smith leik- ur. Hin Damon-myndin er All the Pretty Horses er byggist á sögu eft- ir Cormac McCarthy, en það er Billy Bob Thornton sem gerir hana. Hún gerist um aldamótin 1900 og segir af kúreka sem verður ástfang- inn af dóttur búgarðseiganda. The Contender eftir Rod Lurie þykir einnig efnileg Óskarsverð- launamynd en hún er framleidd af DreamWorks og er með Jeff Bridg- es og Joan Allen í aðalhlutverkum. Ef Öskarsakademían skuldar ein- hverjum Óskar þá er það Bridges, en hann leikur forseta Bandaríkj- anna í þessari mynd sem fjallar um konu er stefnir á varaforsetaemb- ættið en þá er byrjað að rifja upp gamalt kynlífshneyksli sem hún átti hlut að. Akademían hefur einstakt dálæti á Tom Hanks svo sem kunnugt er. Hann leikur í nýiTÍ mynd í haust sem heitir Cast Away. Leikstjóri er Robert Zemeckis en saman gerðu þessir tveir Forrest Gump sællar minningar. Nýja myndin segir frá manni sem lifir af flugslys í Kyrra- hafi og lendir einn með sjálfum sér á eyðieyju og verður að draga fram lífið við þröngan kost. Hanks er sagður hafa tapað 25 kílóum á því að leika þennan nútíma Robinson Krúsó. Zemeckis gerði drauga- myndina What Lies Beneath á með- an Hanks var að grenna sig og hélt svo áfram með Cast Away eins og ekkert hefði í skorist. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum áhugaverðum myndum en mun fleiri verða frumsýndar í haust í Bandaríkjunum sem ugglaust eiga eftir að bítast um hinar eftirsóttu Óskarsútnefningarnar. Hver niður- staðan verðúr í þvi máli er ómögu- legt að segja, en hún verður ljós í febrúar næstkomandi. Og svo er það auðvitað spurningin hvað Myrkadansarinn og Björk ná langt þegar Óskarsakademían tekur að deila útnefningum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.