Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 34

Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 34
34 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Björg Sveinsdóttir Mínus í keyrslu í Laugardalshöll. Harðkjarni í hlöðu DORDINGULL.COM og Unglist/ Hitt húsið hyggjast halda harð- kjarnatónleika 10. nóvember næst- komandi í hlöðu í Gufunesbæ. Þar troða upp nokkrar helstu harð- kjamasveitir landsins og belgískir gestir að auki. Að sögn Sigvalda Jónssonar, alla í Dordingli, verður frítt inn á tónleikana, en þar koma fram ís- Iensku hljómsveitirnar Mínus, Bis- und, sem kemur saman aftur til að spila á þessum einu tónleikum, Víg- spá, SnaFu, Forgarður Helvítis og Elexír. Hann segir að Belgamir, sem kalla sig Length of Time hafi gefið út þrjár plötur í heimalandi í sínu, Approach to the New World, Shame to this Weakness Modem World og í sumar sendi bandið frá sér plötuna How Good the World Could Be ... Again, sem sé fjölbreytt meistaraverk. Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 og var upp- haflega hliðarverkefni þar sem allir meðlimir koma úr þekktum belg- ískum hardcore-sveitum, Deviate, Backstabbers og Out for Blood. Valli segir að hljómsveitin blandi metal og hardcore saman og söngv- arinn syngi svipað og söngvari Life of Agony á milli þess sem hann öskri sem mest hann megi. Rappandi brúarsmiðir FYRSTA breiðskífa rappsveit- arinnar Black Eyed Peas vakti mikla athygli, enda á ferð grípandi rappflæði með mergjuð- um textum. Það vakti kannski ekki minnsta athygli að þremenning- arnir í sveitinni voru ekki að yrkja um byssur og bófa, heldur voru textamir meinlegar athugasemdir um þjóðfélagið í bland við heilræði og jákvæða hvatningu. Fyrir stuttu kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Bridging the Gap, sem þykir ekki síðri. Black Eyed Peas skipar sér með old-sehool hiphop-flokkum í inn- taki texta en tónlistin er öllu nú- tímalegri. Nafn skífunnar vísar til þess að þeir félagar Will.LAm., Apl de Ap og Taboo h'ta á sig sem brúarsmiði á milli kynþátta, tón- hstarstefna og þjóða almennt. Segja má að samsetning sveitar- innar sé ákveðin vísbending, því þeir félagar koma úr mjög ólíkum áttum. Þannig er Will.LAm blökkumaður, fæddur og upp alinn í hvítra manna hveríi í Los Angel- es, Apl.De.Ap, sem heitir Alan Pin- etta Lindo, er aftur á móti fihpps- eyskur og upp alinn í heimalandi sínu. Loks er Taboo Nawasha ind- íáni af ættflokki Chachoney-ind- íána sem gerðu út af við Custer herforingja sælla minninga. Fyrsta breiðskifa þeirra félaga kom út fyrir tveimur árum og eftir útgáfuna má segja að þeir hafi ver- ið á samfelldu ferðalagi um Banda- ríkin, fyrst með No Doubt og síðan Lit og Maey Gray og tóku þátt í Warped og Smoking Grooves tón- leikaferðunum. Þeir segja að reynslan af því að spila á tónleik- um hafi komið sér afskaplega vel þegar kom að því að taka upp breiðskífu númer tvö, ekki síst eft- ir að þeir náðu að beisla tónleika- fjörið í hljóðverinu. „Þegar við hlustuðum á fyrstu lögin fannst okkur þau linku- og leiðinleg vegna þess að við vorum nýkomnir úr tónleikaferð svo við ákváðum að taka þau upp aftur og reyna að skila tónleikastuði sem tókst á endanum." Ýmsir gestir koma við sögu á skffunni, sem siður er meðal rapp- listamanna, og þannig syngja þrjár söngkonur á henni, mest Kim Hill, en einnig Esthero og Macy Gray sem hefur reyndar ver- ið í vinskap við sveitina alllengi. Aðrir sem leggja hönd á plóginn eru Wyclef Jean og D J Premier úr Gang Starr, Les Nubians, Mos Def, Jurassic 5 og fyrirmyndimar úr De La Soul. Safnskífa með Blur ÞÆR SÖGUR gengu fjöllunum hærra á síðasta ári að breska popp- sveitin Blur væri að leggja upp laup- ana. Þeir sem spáðu því að sveit- in væri öll bentu á minnkandi sölu á breiðskífum Blur og tvennir tónleik- ar sem haldnir voru þar sem sveit- in renndi yfir feril- inn voru taldnir endanleg sönnun þess að Blur væri búin að vera. Ekki bætti svo úr skák að gítarleikari og annar leiðtogi sveitarinnar, Gra- ham Coxon, sendi frá sér breiðskífu á árinu og hefur haldið tónleika til að kynna hana. Annað hefur komið á daginn því ekki er bara að hðsmenn Blur hafa verið iðinir við að láta á sér bera saman af ýmsu tilefni, til að mynda með góð- gerðastarfi, heldur sendu þeir frá sér smáskífu með tveimur nýjum lögum fyrir skemmstu. Smásldfan var til þess að kynna safn bestu laga Blur sem kom út í liðinni viku. Á safnplötunni er að finna átján lög sem flestir þekkja; Beetlebum, Song 2, There’s No Other Way, The Universal, Coffee & TV, Parklife, No Distance Left To Run, Tender, Girls '& Boys og svo má telja, en einnig annað nýja lagið sem sveitin sendi frá sér um daginn, Music Is My Radar, sem hefur notið hylli í útvarpi í Bret- landi. Engum fregnum fer af því hvenær, þeir Blur-félagar hyggjast fara í hljóðver að taka upp næstu breið- skífu sína. RAGNHEIÐI Eiríksdóttur kalla flestir enn Heiðu í Unun, þó nokkuð sé um liðið síðan Unun lagði upp laupana og Heiða hafi átt sér tónlistarferil fyrir Unun. Hún er og ekki hætt að fást við tónlist, hefur undanfarið unnið að sólóskífu sem kom út fyrir helgi og verður kynnt á umfangsmiklum útgáfutónleikum í Gauknum á þriðjudagskvöld. Platan heitir Svarið. Lög og textar á plötunni eru eftir Heiðu, en hún segir að þau Birgir Örn Thoroddsen, Bibbi, hafi síðan unnið plötuna saman með það að leiðarljósi að leyfa hlutunum að vera það sem þeir eru. „Eftir að við vor- um búin að leyfa lögunum að vera það sem þau vildu vera komumst við að því að platan er taóismi," segir Heiða og kímir, en heldur svo áfram af meiri alvöru: „Ég sem yfirleitt svo ólík lög, eftir því í hvaða skapi ég er, og reyni síðan oftast að gera þau að rokklögum. Við vildum aftur á móti forðast það, leyfa lögunum að vera það sem þau vildu vera, hvort sem það væri drum & bass, rólegur djass, pönk eða rokk. Ég er ekki að setja mig í neinar stellingar, heldur eru þetta lög sem ég hef samið reið eða glöð eða róleg eða æst.“ Heiða segist hafa samið lögir, á síðustu tveimur árum, flest eru frá 1998 og 99, en tvö lög eru frá 1997. Hún segist hafa samið lögin bæði á meðan hún var í Unun og eftir að Unun hætti. „Þetta voru lög sem pössuðu ekkert í það sem við vorum að gera í Unun og svo safnast þessi lög fyrir hjá manni, ég valdi þessi úr þrefalt stærri bunka." Heiða segist yfirleitt semja laglínur og síðan finna texta til. „Sum lögin urðu til þegar ég var að bera út póst og þá þurfti ég stundum að hlaupa inn á kaffihús til að ná að skrifa niður textann svo ég gleymdi honum ekki, en það kom líka oft fyrir að ég samdi laglínu og fann svo texta sem pass- aði löngu síðar.“ Textar sem verði til um líkt leyti og lagið segir Heiða að séu í áþekkri stemmningu og lagið, sorglegir eða glaðværir, eftir því í hvaða skapi hún var þegar lagið varð til, en það komi fyrir að hún þurfi að spóla til baka til að rifja upp augnablikið sem gaf lagið til að fanga andann í text- anum. „Mér finnst skipta svo miklu máli að textinn og lagið séu að spegla það sama sem var að gerast innan í mér þegar það varð til, lagið kallar alltaf á ákveðinn texta.“ Þau Heiða og Bibbi vinna plötuna saman, en það koma fleiri til því alls heyrist í nítján tónlistarmönnum á plötunni „og það sem meira er, það koma nánast allir fram á útgáfutón- leikunum sem ég verð með á þriðju- daginn á Gauknum." Langar til að deila lögunum með fólki Heiða segist hafa þurft á því að halda að gefa út sólóplötu. „Lögin eru svo misjöfn, sum eru þannig að maður er svo sem ánægður með þau og ekkert meir, en önnur finnst manni svo frábær að það verði að gera eitthvað við þau. Ég veit um fullt af fólki sem semur lög en gerir aldrei neitt fyrir þau, en þegar ég sem lag sem gerði eitthvað fyrir mig þegar ég var að semja það, finnst mér að það sé nógu gott til að gera eitthvað fyrir einhvern annan, mig langar til að deila lögunum með fólki.“ Textarnir á skífunni gætu verið Morgunblaðið/Golli um alla eða engan, að sögn Heiðu, og bætir við að þegar hún sé að semja um einhvern ákveðinn viti viðkom- andi hvað sé á seyði. „Ég er kannski að semja um eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt sem kom fyrir mig, en það er ekki svo einstakt að það hafi ekki komið fyrir einhvern annan svo það á erindi til fleiri. Svo má ekki líta svo á að allt sem kemur fram í textunum sé bein reynsla mín, sumt er bara hugmyndir, hvað ef þetta myndi gerast eða hitt.“ Að loknum útgáfutónleikunum á þriðjudag segist Heiða stefna á að spila sem mest hún megi, enda sé hún búin að stofna hljómsveit til að kynna plötuna með. „Á útgáfutón- leikunum reyni ég að láta lögin hljóma sem líkust því sem þau eru á plötunni, en síðan er planið að búa til rokkútgáfur af lögunum og spila þau með hljómsveitinni," segir Heiða en sveitina kýs hún að kalla Heiðingj- ana. í henni er Birgir Baldursson á trommur, Gunnar Oskarsson á gít- ar, Stefán Ásmundsson á bassa og Kristín Björk Kristjánsdóttir á hljómborð. „Við viljum spila sem mest og víðast og ég auglýsi hér með eftir fólki sem vill láta spila fyrir sig.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.