Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Chris Rock, Morgan Freeman ogRenee Zellweger leika öll í mynd Neil LaBute, Nurse Betty. Fressunk Úr myndinni Meet the Parents með leikurunum Ben Stiller og Teri Polo. Leitin að Oskarnum 2 Fram til áramóta verða frumsýndar í Bandaríkjunum flestar þær myndir sem að öllu jöfnu þykja helst koma til greina við út- nefningu til Óskarsverðlaunanna. Arnaldur Indriðason heldur áfram að segja frá hugs- anlegum keppinautum um Oskarinn, m.a. John Malkovich, Sean Connery, Anjelica Huston, og Cate Blanchett. Reuters Ivory og Merchant hafa löngum haft góð tök á bandarisku akademíunni. Hér sést Ivory ásamt bandarísku leik- konunni Madeleine Potter, James Ivory sjálfur, bandaríska leikkonan Uma Thurman, framleiðandinn Ismail Merchant, þá James Fox, bandari'ski leikarinn Nick Nolte og breski leiksi jórinn Jeremey Northam sem öll koma við sögu „The Golden Bowl“. Reuters Willem Dafoe fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni „Shadow of the Vampire". EIN af athyglisverðustu myndun- um sem frumsýndar verða fyrir jól- in í Bandaríkjunum er Skuggi vampírunnar eða Shadow of the Vampire með John Malkovich í hlut- verki þýska leikstjórans og kvik- myndasnillingsins F. W. Munrau, sem gerði sín bestu verk á þriðja áratugnum. Myndin segir frá því þegar Mumau leikstýrði meistara- verki sínu, Nosferatu, árið 1921 og gefur sér að leikarinn Max Schreck, sem fór með hlutverk vampímnnar en bandaríski leikarinn Willem Dafoe leikur, hafi verið alvöru blóð- suga. Murnau veit af því og vill varðveita hina aldagömlu vampíru á filmu. Leikstjóri Skugga vampír- unnar er E. Elias Merhige. Miðiliinn Sam Raimi er kunnur hrollvekju- og spennumyndaleikstjóri (gerði reyndar síðast vont hafnabolta- drama með Kevin Costner) sem sendir frá sér spennumynd fyrir jól- in og heitir hún Hæfileikinn eða The Gift. Hún er byggð á handriti eftir annan áhugaverðan kvikmynda- gerðarmann, Billy Bob Thornton, og segir frá konu með miðilshæfileika er hjálpar lögreglunni að hafa uppi á týndri konu. Astralska leikkonan Cate Blancett fer með aðalhlutverk- ið, Hilary Swank fer með lítið hlut- verk í myndinni og Keanu Reeves fer með hlutverk sem mun víst vekja litla samúð áhorfenda. Fréttir herma að Billy Bob byggi handritið að einhverju leyti á ævi móður sinn- ar, sem sögð er hafa miðilshæfileika. Síðast þegar Raimi tókst verulega vel upp gerði hann A Simple Plan eða Einfalda ráðagerð, frábæra mynd um glæp. Robert De Niro leikur í vinsæl- ustu bíómyndinni vestra þessar vik- urnar, gamanmyndinni Meet the Parents, á móti Ben Stiller. Jóla- myndin hans í ár er á öllu alvarlegri nótum en hún heitir Men of Honor og rekur ævi fyrsta svertingjans í Bandai-íkjunum sem lagði fyrir sig djúpsjávarköfun. Hann mátti þola kynþáttamisrétti árum saman og missti annan fótinn áður en hann hlaut þá viðurkenningu sem honum bar. Cuba Gooding yngii fer með hlutverk hans en handritið gerir Scott Marshall Smith. Leikstjóri er George Tillman, sem áður gerði Soul Food. Þá hefur vakið athygli vestra svört kómedía sem heitir Nurse Betty og er með Rene Zellweger í aðalhlutverki. Hún segir frá af- greiðslukonu í Kansas sem verður fyrir miklu áfalli dag einn og telur sig eftir það vera persónu í vinsæl- ustu sápuóperu sjónvarpsins, A Reason to Love. Hún heldur til Los Angeles og hefur uppi á stjömu þáttanna, sem Greg Kinnear leikur, en hann hefur ekki hugmynd um hvað er á seyði. Aðrir leikarar eru Morgan Freeman og Chris Rock ásamt Aaron Eckhart. Ó bróðir Það er orðin gömul tugga að segja þetta, en Sean Connery batn- ar með hverju árinu sem líður. Nýj- asta myndin hans heitir Finding Forrester og það er Gus Van Sant sem leikstýrir henni en Sant gerði m.a. Good Will Hunting. Myndimar tvær virðast ekkert mjög ólíkar. Connery leikur skapstirðan rithöf- und er gerist lærimeistari blökku- manns sem þarf að gera upp við sig hvort hann ætlar að þróa áfram rit- höfundahæfileika sína eða leggja allt kapp á að gerast íþróttamaður. Robert Brown leikur unga manninn en handritið er eftir Mike Rich. Connery hefur áður fengið Óskarinn og það hafa tveir aðrir leikarar í myndinni einnig, F. Murray Abrah- am og Anna Paquin. Sú var tíðin að þeir Ismail Merchant og James Ivory gerðu myndir sem Óskarsakademían leit með sérstakri velþóknun á. Þeir hafa á síðustu tveimur áratugum verið uppteknir af því að breyta kunnum bókmenntaverkum í kvik- myndir, sérstaklega verkum breska höfundarins E. M. Forsters, og þeir hafa sömuleiðis lagt áherslu á bandaríska höfundinn Henry Jam- es. Nýja myndin þeirra, The Golden Bowl, er einmitt þriðja sagan eftir James sem þeir kvikmynda. Með aðalhlutverkin fara Nick Nolte, Anj- elica Huston, Jeremy Northam, Kate Beckinsale og Uma Thurman. Myndinni mun ekki hafa verið tekið vel á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en sagt er að gerðar hafi verið á henni lagfæringar síðan. Þá eru Coen-bræður, Ethan og Joel, tilbúnir í Óskarsslaginn með mynd sína 0 Brother, Where Art Thou? eða Ó bróðir, hvar ert þú? Titillinn er fenginn úr gamalli mynd eftir Preston Sturges, Sullivan’s Travels, sem sagði frá manni er dreymdi um að gera bíómynd með þessu heiti. George Clooney og John Turturro fara með aðalhlutverkin; annar hefur aldrei leikið í Coen- mynd áður en hinn er í þeim flest- um. 0 Brother gerist í Suðurríkjun- um á fjórða áratugnum og segir frá föngum sem sleppa úr haldi og reyna að ná heim til sín en það er talsverðum erfiðleikum bundið. Cameron Crowe gerði akademí- una ánægða með Jerry Maguire um árið. Hann sendir frá sér nýja mynd fyrir jólin sem heitir Almost Fam- ous eða Næstum frægur og byggir hana á kafla úr eigin ævi þegar hann var unglingur og tímaritið Rolling Stone fékk hann til þess að ferðast með hljómsveit um landið. Patrick Fugit leikur Crowe ungan en aðrir leikarar í myndinni eru Billy Crudup og Frances MeDorm- and auk Kate Hudson, Anna Paquin og Jason Lee. Söngvaseiður Baz Luhrmann hefur áður gert myndirnar Strictly Ballroom og Rómeó + Júlía eftir William Shake- speare en í nýjustu mynd sinni, Moulin Rouge, segir hann söguna af Orfeusi, gerir úr henni söngleik og sviðsetur í París árið 1899. Skoski leikarinn Ewan McGregor leikur ljóðskáld, sem er vinur m.a. Toul- ouse-Lautrec (John Leguizamo leik- ur hann), og fellur fyrir söngkonu og dansara, sem Nicole Kidman leikur. McGregor og Kidman taka lagið og dansa en lögin í myndinni eru ekki frá nítjándu öldinni heldur þeirri tuttugustu. Ozzy Osbourne mun t.d. syngja Tónaflóð auk þess sem lög Bítlanna, Madonnu og Elt- on Johns verða áberandi. Hvernig Luhi-mann kemur þessu heim og saman er ráðgáta. Pólitískar spennumyndir geta boðið upp á mikið drama. Taylor Hackford hefur gert eina slíka sem heitir Proof óf Life og er með Meg Ryan, David Morse og Russell Crowe í aðalhlutverkum. Gerð myndarinnar vakti mikla athygli ekki vegna innihaldsins heldur vegna þess að Ryan og Crowe fóru að vera saman á meðan á tökum stóð en eiginmaður Ryan, Dennis Quaid, sat eftir heima með sárt enn- ið. Proof of Life segir frá því þegar sendiráðsmanni, sem Morse leikur, er rænt af skæruliðum í Suður-Am- eríku en Ryan leikur eiginkonu hans. Kallaður er til sérfræðingur í gíslatökumálum, Crowe, sem verður ástfanginn af eiginkonunni. Gwyneth Paltrow er mikið upp- áhald bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar en hún fer með aðalhlut- verkið í Bounce á móti Ben Affleck. Leikstjóri er Don Roos, sem áður vakti athygli með The Opposite oí Sex. Myndin segir frá manni er eyð- ir nóttinni með Natasha Henstridge í stað þess að ná flugi en gefur fjöl- skyldumanni miðann sinn. Flugvélin lendir í slysi og allir um borð farast. Fullur samviskubits fer Affleck og hittir eiginkonu þess sem fékk mið- ann hans og þau verða ástfangin. Sagan er furðulega lík þeirri í Rand- om Hearts með Harrison Ford og enga náð hlaut sú mynd fyrir augum akademíunnar en reyndar var Paltr- ow ekki í henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.