Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins langaði að læra að syngja - það síð- arnefnda þótti beinlínis „hallæris- legt“ og „kerlingarlegt" nám á þeim tíma. Sagt var að húsið syngi sjálft - Þú minntist á föður þinn Ingólf Guðbrandsson, hann var í braut- ryðjendahópi í íslensku tónlistarlífi, en hvemig það þetta innan heimilis- ins. Ólst þú upp við mikið sönglíf? „Við vorum fimm systur á heimil- inu, allar syngjandi og spilandi. Það voru ekki næg herbergi í húsinu fyr- ir allar þessar æfingar. Ég man að það var oft æft í eldhúsinu líka. Það var vinsælt af fiðluleikurunum, þar var stór spegOl og gott að skoða hvort stellingarnar væru réttar. Á baðherberginu var góður hljómur og þannig mætti telja. Ég sofnaði út frá því að pabbi var að æfa sig að spila á píanó og mamma mín er óvenjulega listræn kona. Hún er mikill „músík- ant“, við segjum stundum mesti listamaðurinn í þessari fjölskyldu. Hún heitir Inga Þorgeirsdóttir og er alltaf syngjandi. En meðan ég var barn voru báðir foreldrar mínir kennarar í Laugarnesskólanum. Við bjuggum á Hofteigi 48, þar sem móðir mín býr enn í dag og þar er miðstöð fjölskyldunnar. Ferskeytla sem einn samkennari foreldra minna samdi endar svo: „Sagt er að húsið syngi / sjálft við undirleik. Grét þegar ég heyrði röddina hennar Árin hðu og ég hentist á milli verkefna, var í kór hjá pabba, spila- tíma hjá dr. Róbert Abraham Ottós- syni, í fiðlunámi hjá Rut Hennanns - og alltaf í strætó. Ég útskrifaðist frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1965 og fór þá til náms í Bandaríkjunum. Ég fór í Uni- versity of Illinos, einn aðalkennari minn þar var Harald Decker, mjög þekktur bandarískur kórstjóri og af- skaplega hæfur maður. Ég söng sópran í hans kammerkór. I tónvís- indum var ég hjá prófessor Alexan- der Ringer, sem er þekktur vísinda- maður á sínu sviði. Ég fékk í þessum 30 þúsund manna skóla mjög vand- aða menntun. Það var eiginlega fyrir hvatningu frá Þorkeli Sigurbjörns- syni sem hafði kennt mér í Tónlist- arskólanum að ég fór í þennan skóla. Ég vann mikið þarna, reyndi að standa mig vel til þess að fá styrk til að geta haldið áfram náminu. Það hafðist en það kostaði mikið. Ég segi stundum nemendum mín- um, sem allir eru með farsíma í vas- anum, frá því að fyrsta árið mitt úti heyrði ég tvisvar íslensku. Fyrra skiptið pantaði móðir mín samtal við mig á jóladag, þá þurfti að panta slík samtöl á milli landa. Þegar ég heyrði röddina hennar þá gat ég ekkert sagt - ég grét allan tímann. í hitt skiptið kom prófessor Einar Ólafur Sveinsson og hélt erindi, það gat ég hlustað á ógrátandi." Það verður að gera eitthvað fyrir unga fólkið! - Hvenær komstu svo heim og stofnaðir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð? „Það var haustið 1967. Minn aðal- kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík var dr. Róbert Abraham Ottósson. Hann var mikill velgjörð- armaður minn og bar hag minn fyrir brjósti. Honum og Guðmundi Árn- laugssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, kom saman um að ráð væri að stofna kór við þennan nýja- skóla og vildu fela mér að stjóma honum. Ég sá um daginn í fyrstu kór- möppunni minni að hinn 18. október 1967 hafði ég skráð fyrsta verkið sem ég æfði, það var: „Sumri hallar,“ íslenskt þjóðlag í raddsetningu dr. Róberts A. Ottóssonar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég er búin að fara 29 ferðir til útlanda með þennan kór, auk alls annars starfs. Það er ötrúlega mikið í kringum svona kórstarf, ef maður gerði sér grein íyrir þeirri vinnu allri í upphafi þá myndi maður sennilega ekki leggja út í þetta. Svo er hitt að fáir virðast gera sér grein fyrir gildi þessa starfs, skilja ekki að kórar af þessu tagi eru þýðingarmiklir full- trúar fyrir ísland. Margir erlendis vita fátt um ísland og þess vegna er mikið tekið eftir frammistöðu þess unga fólks sem kemur héðan til að spreyta sig og stendur sig vel. Oft hafa þessir tveir kórar, Hamrahlíð- arkórinn, sem skipaður er fyrrver- andi nemendum, og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð, sem í eru nemendur skólans, staðið og sungið sem einu fulltrúar Evrópu á stórum kórahátíðum í fjarlægum heimsálf- um. Þetta tekur á en er ánægjulegt þegar vel gengur. Á hverju hausti er einn þriðji af Kór Menntaskólans við Hamrahlíð nýtt fólk, eðli málsins samkvæmt. Hinir hafa lokið námi sínu við skól- ann. Þetta setur sitt mark á starfið. Öðru máli gegnir með Hamrahlíðar- kórinn, þó verða þar auðvitað líka mikil mannaskipti, þetta er ungt fólk á ferð og flugi. Við tökum að okkur verkefni og stundum eru margir af þeim hættir sem eru með í að sam- þykka að taka sér hin ýmsu verk- efni. Þannig er þetta bara. Fyrst og fremst verður maður að hafa sjálfsaga Ég sé mörg andht í hinum og þessum kórum og við tónlistarstörf sem ég þekki úr mínum kórum. Ég gæti nefnt ýmsa söngvara og meira að segja stórsöngvara í þessu sam- bandi. Ég á mörg fósturbörn í ís- lensku og erlendu tónlistarlífi og þykir vænt um það. Þetta er erfitt og krefjandi starf en það er líka afar gefandi. Enn er komið haust og þrítugasta og fjórða starfsár Kórs Menntaskól- ans við Hamrahlíð er hafið. Nýr hóp- ur er kominn inn - 30 manns af 80 fé- lögum í kórnum. Væntingar þessa unga fólks og ferskleiki gefur þeim sem kennir stærri stundir en jafnvel mörg þúsund manna tónleikar í er- lendum borgum geta gefið. Þetta unga fólk er „óskrifuð blöð“ en hinir hafa í vissum skilningi heyrt svo margt og fengið svo mikið.“ - Hefur þú orðið strangari með árunum Þorgerður eða jafnvel mild- ari? „Ég get ekki svarað þessu. Ungui’ maður sem kom úr kór yfir í kór til mín sagði: „Já, en Þorgerður er aldrei reið!“ Ég veit að ég er ströng en ég veit hka að maður kemst ekk- ert án þess að hafa aga - og fyrst og fremst verður maður að hafa sjálfs- aga, hfið krefst þess í einu og öllu.“ NAMSAÐSTOÐ í nóvember og desember grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli stærðfræði, eölis- og efnafræði, tungumál, bókfærsla, íslenska og erl. tungumál. Nemendaþjónustan sf sími 557 9233 namsadstod.is Raddir Evrópu - hin „eina rödd“ konu með mér á ferðalögum, sem var Þórunn Bjömsdóttir, kórstjóri í Kópavogi. En yfirmaður þessa verk- efnis fyrir hönd Reykjavík M-2000 er Sigrún Valbergsdóttir." - Ertu ánægð með árangurinn af þessu öllu? „Ég er afskaplega sátt við þetta og þakklát fyrir hve vel þetta gekk. Það voru ýmis ljón á veginum, ekki aðeins hvað framkvæmdir allar snerti. Ég var óheppin og slasaðist illa í ferðinni. Á fyrsta degi í útlönd- um braut ég í mér fimmta hryggjar- lið meðan ég var að æfa kórinn og stjómaði átta stómm tónleikum með brotinn hrygg. Það var ekki tekið út með sitjandi sældinni. Þetta gerðist í tónleikahöllinni í Bmssel og ég var flutt í sjúkrabíl með sírenuvæli á sjúkrahús. Um kvöldið áttu fyrstu tónleikamir að vera. Læknamir sögðu: „Madame, það verður að leggja þig inn á spítala og þar verður þú að vera í tvær vikur.“ Ég svaraði: „Næstu tvær vikur þarf ég að stjóma tónleikum um alla Evrópu, ég ber ábyrgð á þeim.“ Ég var sprautuð og studd út í leigubíl og stjórnaði tónleikum um kvöldið. Ég tók á þessu frá degi til dags, þetta var mitt val og þetta gekk, en erfitt var það óneitanlega - ég var mjög þjáð.“ Er tamara að hugsa fram á við en aftur í tímann En hvenær skyldi Þorgerður Ing- ólfsdóttir fyrst hafa stjómað kór? Það verður fátt um svör og Þorgerð- ur hugsar sig um. „Mér er tamara að hugsa fram á við en aftur í tímann,“ segir hún afsakandi meðan hún reynir að tímasetja fyrstu kórstjóm sína. „Ætli það hafi ekki verið meðan ég enn var við nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík," segir hún svo. Þá var hún með nemendahóp í Haga- skólanum en á þeim tíma var hún # flesla daga vetrarins aka menn á auðu malbiki Raddir Evrópu æfa í Reykholti ERU NAGLARNIR NAUDSYNLEGIR á götum borgarinnar? Heimilt er að aka á negldum hjólbörðum frá byrjun nnvember tll 15. apríl eða í 167 daga alls. Að jafnaði er lærð í burginni panuig að naglar kuma einungís að gagni örfáa daga vetrarins. Því ættu varkárir bílstjárar að íbuga hvnrt ástæða sé til að nota nagladekk el að mestu er ekið innan borgarmarkanna því að: 0 áætlað er að yfir vetrartímann nemi slit á götum borgarinnar af völdum nagladekkja u.þ.b. 10.000 tonnum af malbiki eða 60 tonnum á dag og nemur árlegur kostnaður eingöngu vegna þess kr. 150 milljónum # mikill hluti af nagladekkjum I notkun eru mjög slitin og veita því falska öryggiskennd 0 notkun nagladekkja veldur aukinni hávaða mengun 0 svifryk frá nagladekkjum mengar og veldur óþægindum 0 hætta stafar af slithjólförum í malbiki, einkum í bleytu 0 hemlunarvegalengd á auðu malbiki eykst nokkuð ef ekið er á nagladekkjum Notkun nagladekkja or hvorkl lagaleg skylda ní forsenda fyrlr trygglngavernd af hálfu trygglngafélaganna. Aktu varleaa aktu naglalaus Gatnamálastjórinn í Reykjavík samt ekki að hugsa um að gerast kórstjóri. „Á mínum skólaárum í Menntaskólanum í Reykjavík hefði mér fundist það of mikil nálægð við starf pabba míns og hans feril," seg- ir hún. „Það var allt svo öðruvísi þegar ég var í námi kornung stúlka en það er í dag. Það var lítið hægt að þreifa fyrir sér, kringumstæður buðu ekki upp á það. Fólk hugsaði um hvað það ætti að læra til þess að geta fengið vinnu og séð fyrir sér. Kannski hefði ég valið allt aðra leið ef kostur hefði verið. Ég lærði á píanó sem barn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.